Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
14.12.2012 | 08:05
Flókið mál
Áður fyrr voru allar tekjur skattlagðar. Síðan var fyrir um 10 eða 15 árum að undanskilja lífeyrissjóðsgreiðslur þannig að ákveðið var að skattleggja þær við töku lífeyris. Sá annmarki fylgdi að við lífeyrissjóðsframlög launþega 4% af brúttótekjum að viðbættum 6% launagreiðenda, eða 10% af launum, ávaxtar lífeyrissjóðurinn þessi framlög. Réttilega ætti sá hluti endanlegra lífeyrissjóðseignar lífeyrisþega að vera skattlagður í samræmi við skattlagningu á fjármagnstekjum sem lengi var 10% er nú um tvöfaldur.
Til að leysa þetta mál svo sanngirni er, þá mætti taka þá reglu við skattlagningu lífeyris, að hann yrði skattlagður með hliðsjón af þessu. Sanngjarnt væri að hann yrði ekki skattlagður sem venjulegar tekjur heldur væri lægri skattprósenta, t.d. 20-25% af mánaðarlegum tekjum t.d. að 300.000. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem hærri lífeyristekjur fá, greiði hærri skatt þegar haft er í huga að hlífa þeim sem minnst mega sín.
Þessi skattamál eru mjög flókin og stjórnmálamenn hafa ekki einfaldað þau.
Nú er í smíðum rit um sögu skattanna á Íslandi og verður fróðlegt að sjá það þegar út kemur.
Góðar stundir.
Þingið var vísvitandi blekkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2012 | 19:31
Er Gylfi að hvetja til valdaráns?
Mjög einkennileg er herská stefna Gylfa Arnbjörnssonar gagnvart ríkisstjórninni. Það er eins og hann sé á mála hjá stjórnarandstöðunni að grafa undan ríkisstjórninni. Málflutningur hans í Speglinum í RÚV var ekki sérlega sannfærandi. Steingrímur J. bar af sér sakir og hrakti fullyrðingar Gylfa lið fyrir lið. Í Kastljósi verður kappræðan endurtekin og þá sést e.t.v. betur hvernig kappinn og byltingarsinninn Gylfi Arnbjörnsson ber sig.
Mjög einkennilegt er að forystusauður ASÍ ræðst með þessum hætti á ríkisstjórnina fremur en atvinnurekendavaldið sem ætíð fagnar nýjum samstarfsaðila í viðleitni þeirra að halda kaupinu eins lágt niðri og unnt er.
Meðan Gylfi beinir spjótum sínum með miklum bægslagangi að ríkisstjórninni þá vekur Halldór Grönvold athygli á mjög vafasamri þróun varðandi sjálfstæðan atvinnurekstur. Yfir 30.000 einstaklingar eru skráðir fyrir fyrirtækjum með takmarkaðri ábyrgð. Það eru einminnt þessi starfsemi sem hefur verið í athugun skattyfirvalda og þar eru maðkar í mysunni. Þessi fyrirtæki eru mörg hver rekin eins og hverjar aðrar svikamyllur.
Góðar stundir en án lýðskrums!
Krefjast meiri launahækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.12.2012 | 12:26
Hvað með spilavítin?
Má lögreglan stoppa spilavíti?
Eða svikamyllurnar?
Yfir 30.000 einkafyrirtæki eru í landinu sbr. rannsókn Halldórs Grönvold sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vill helst ekki vita af.
Þau eru ansi mörg fyrirtækin sem hægrimenn hafa komið á fót. Einkavæðing bankanna var sennilega hápunkturinn á þeim endemum.
Það er ansi djarft að tala úr ræðustól Alþingis á sama tíma og fréttir sem þessar bera hæst.
Látið atvinnulífið í friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2012 | 09:35
Tannlaus stjórnarskrá
A tarna var löng orðabuna.
Alltaf hefur verið ljóst að móta og orða stjórnarskrá er hvorki létt verk né löðurmannlegt að öllum líki. Kannski er það skýringin hvers vegna upprunalega stjórnarskráin frá 1874, eðli hennar, andi og orðalag hafi reynst óvenjulega lífseigt. Allar tilraunir að brjóta upp form hennar t.d. um valdið hafa fram að þessu allar dagað uppi og nú virðast vera háværar raddir um að draga úr hverja tönnina sem máli skiptir.
Að sumu leyti var horft til nútímalegustu stjórnarskrár fram að þessu sem kennd hefur verið við Nelson Mandela. Í fangelsi stúderaði hann allar stjórnarskrár heims og átti meginþátt í að móta núverandi stjórnarskrá Suður Afríku. Þó svo ekki allir hafi verið ánægðir voru þó flestir inni á því að þessi stjórnarskrá væri nokkuð góð enda vildu allir koma samfélaginu sem fyrst út úr þeirri blindgötu sem RSA hafði ratað í. Sennilega er stjórnarskrárfrumvarpið þó þannig að þrátt fyrir ágalla þá megi koma henni gegnum þingið með nauðsynlegustu breytingum. Þá er framkvæmdin annað mál en ljóst er að sterkt framkvæmdarvald á Íslandi fram að þessu seildist sífellt meir inn á löggjafarvaldið. Á þessum annmarka er tekið og kann það að skýra tregð hægrimanna að samþykkja hana. Þeir vilja helst engu breyta enda vilja þeir gjarnan hafa síðasta orðið.
Æskilegt er að fá góða stjórnarskrá þar sem tekið er á mikilvægum þáttum ríkisvaldsins, t.d. að aðskilja betur framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið.
Góðar stundir.
Gagnrýnir óvissuferð stjórnlagaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2012 | 23:12
Hörð viðbrögð farísea
Fróðlegt er að bera saman þetta fikt Norður Kóreu saman við aðra kosningabrellu í Ísrael. Í fyrra dæminu er litið mjög alvarlegum augum á fiktið sem enn hefur ekki skaðað neinn en stríðsrekstur Ísraela kostaði hundruði mannslífa.
Að öllum líkindum verður fylgst mjög náið með eldflaug og gervitungli N-Kóreu og sennilega gerðar ráðstafanir til að gera þetta fikt þeirra skaðlaust með öllum tiltækum ráðum. Kannski kærkomið tækifæri fyrir bandarískan hergagnaiðnað að þróa nýja tækni!
Ekki hefur gengið vel að koma ályktunum sem íþyngja Ísrael til samþykkis í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þó svo hundruðum ef ekki þúsundum mannslífa sé fórnað og milljörðum í óþarfan herkostnað eytt, þá eru það stjórnmálamennirnir í Ísrael sem sitja uppi með pálmann í höndunum. Þeir vænta góðra kosningaúrslita enda kosningaloforðin að úthluta byggingalóðum til braskara, á landi sem þeir tóku af fyrri eigendum án greiðslu.
Þvílíkir farísear!
Hörð ályktun frá öryggisráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2012 | 16:37
Lýðræðið í augum framsóknarmanna
Á stjórnartíma framsóknarmanna var lýðræðið praktísérað á þann hátt að aldrei þurfti að bera eitt eða neitt undir þjóðina. Formaður Framsóknarflokksins réð ásamt formanni SJálfstæðisflokksins. Þannig var það einkamál Framsóknar að koma á fiskveiðikvótanum. Var það fyrirkomulag borið undir þjóðina?
Svar: NEI.
Var hugmynd um einkavæðingu bankanna borin undir þjóðina?
Svar: Nei.
Var ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar borin undir þjóðina?
Svar: Nei.
Var ákvörðun um stuðningsyfirlýsingu stríðs og innrásar George Bush í Írak borinn undir þjóðina?
Svar: Nei enda liður í að reyna að halda í áframhaldandi herbrask á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar höfðu Bandaríkjamenn fyrir löngu búnir að fá nóg af bröskurum Framsóknarflokksins.
Mörg fleiri mál mætti draga fram í dagsljósið. Svona er lýðræðisást Framsóknarflokksins sem hefur verið lengi, er og verður sjálfsagt áfram einn helsti vettvangur pólitískrar spillingar í landinu.
Þegar framsóknarmenn tala um lýðræði, þá verður manni flökurt. Þetta er eins og að heyra talað um himnaríki af sjálfum myrkrahöfðinganum.
Góðar stundir.
Liggur við að manni verði flökurt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2012 | 12:34
Innherjaviðskipti með hlutafé
Ýmsum þykir afarslæmt þegar góður kunningi og vinur til margra ára er dæmdur til refsingar. Dómurinn kann kannski að vera nokkuð harður en eru þetta ekki dæmi um þegar einn græðir, tapar annar? Skyldu þeir sem keyptu hlutabréfin af Baldri hafa verið ánægðir þegar í ljós kom að þeir höfðu keypt köttinn í sekknum?
Innherjasvik og sala hlutabréfa, byggð á vitneskju sem ekki er á allra vitorði er mjög alvarlegt afbrot. Sjálfsagt hefðu flestir hlutafjáreigendur sem misstu sparifé sitt í formi hlutafjár í hruninu, viljað hafa búið yfir sömu vitneskju og Baldur. Rétt er að hann einn hefur fengið ákæru og dóm. Fleiri en hann mættu sæta ákæru og vera dæmdir. Dæmi er t.d. þegar einn af stjórnarmönnum Atorku, Örn Andrésson, seldi öll sín hlutabréf á viðunandi verði sömu daga og Baldur seldi sín hlutabréf í Landsbankanum. Allir sem hefðu haft sömu upplýsingar um raunverulega stöðu fyrirtækisins hefðu gjarnan viljað selja. Í kjölfarið var þetta almenningsfyrirtæki nánast einskis virði og afhent kröfuhöfum, mjög umdeild ákvörðun enda er bókhaldið gjörsamlega falið fyrir eigendum fyrirtækisins, fyrrum hluthöfum, nema þeim sem sátu í stjórn og gátu haft einhverjar hugmyndir um stöðu mála. Þess má geta að fyrrum stjórnarformaður Atorku, Þorsteinn Vilhelmsson sem auðgaðist gríðarlega af kvótabraski, hefur nú fengið afhent fyrirtækið Björgun sem áður var í eigu Jarðborana og síðar Atorku.
Ljóst er að ýmsir innherjar íslenskra fyrirtækja útnýttu aðstöðu sína til hins ítrasta. Þess má geta að Örn þessi virðist vera í fullkominni ró yfir þessu. Hann gegnir mikilvægu starfi innan íþróttahreyfingarinnar og virðist ekki hafa neinar áhyggjur. En spurning hvenær kastljósinu verði beint að svona athafnamönnum.
Hvort þetta jaðrar við svik eða markaðsmisnotkun er ekki gott að fullyrða. Um það verða sérfræðingar á sviði refsiréttar að skoða og rannsaka.
Hverjir innherjar aðrir en Baldur Guðlaugsson seldu hlutabréf sín í aðdraganda hrunsins þarf Sérstakur saksóknari að rannsaka.
Góðar stundir.
Æpandi þögn fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2012 | 12:16
Mörg eru spilavítin
Að leika sér með spilafíkn er grafalvarlegt mál.
Mjög áþekkt þessu er sú fíkn sumra manna að leika sér með trúgirni og traust annarra. Þannig voru hundruðir milljarðar sviknir út úr samfélaginu með ýmsum hætti. Aðferðin var einkum þessi:
Efnt var til almenningsfyrirtækis sem virtist vera í góðum rekstri. Hliðstæð starfsemi var keypt og yfirtekin. Eignir og hlutafé keypt og veðsett, oft fyrir mun meira fé en reyndist raunverulegð verðmæti eignar. Þannig var ásókn mikil í jarðir sem þóttu sérstaklega vel til þess fallnar skrúfu upp markaðsverð til að veðsetja. Svo keyptu menn bankana til að auðvelda sér allt þetta.
Síðan voru grunlausir sparifjáreigendur allt í einu rúnir inn að skyrtunni, annað hvort misstu eignir og sparifé sitt.
Þessir þokkapiltar flúðu land og telja sig ekki meiri karla en það en þurfa að fara huldu höfði.
Þegar lögreglan grípur fjárhættuspilara við iðju sína eru menn staðnir að glæpnum. Því miður svaf Fjármálaeftirlitið í aðdraganda hrunsins. Var þeim kannski byrlað svefnmeðal svo höfgi þeirra truflaði ekki gamlið með fjármuni sem öðrum tilheyrði.
Braskaranir og fjárplógsmennirinir eiga ekki að fá frið.
Spilavíti lokað og 8 handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2012 | 11:29
Ríkisstyrktur sóðaskapur?
Ömurlegt er til þess að vita að menn eru það brattir að ætla sér að hýsa um helmingi (50%) fleiri kýr í fjósi en það er hannað og byggt fyrir. Þetta ástand virðist hafa verið varandi um allanga hríð en farið versnandi. Eftirlit virðist ekki vera fullnægjandi.
Spurning er hvernig þessum málum sé háttað innan Efnahagssambands Evrópu. Þar er að öllum líkindum mun virkara eftirlitskerfi þar sem menn vinna meira eftir verklagsreglum og stöðlum. Hvernig má þetta gerast hér? Kannski þetta sé enn ein ástæðan fyrir því að ganga í ESE og tengjast betur nútímareglum varðandi matvæli og dýravernd.
Augljóslega stafa þessi vandræðamál vegna kunningjaskapar og nálægðar íslensks samfélags. Menn vilja síður grípa inn í með afskiptasemi og kærum þó fyllsta ástæða sé til.
En þetta mál er í eðli sínu þannig að mjög slæm auglýsing er fyrir mjólkurframleiðslu og ímynd hreinleika og heilbrigðis.
Ein hlið þess víkur að ríkisstyrkjum til landbúnaðar. Þeir eru gríðarlega miklir og margt furðulegt sem verið er að styrkja með opinberu fé. Þannig hefur verið sýnt fram á með mörgum dæmum hvernig framleiðsla og flutningar á kostnað skattfjár er á vægast sagt mjög óhagkvaæman hátt hér á landi. Dæmi um mjög langar flutningaleiðir.
Og ekki þarf að styrkja sóðaskap sérstaklega!
Ríkisstyrki þarf að veita með sanngjörnum og skýrum skilyrðum. Þannig ætti tafarlaust að svipta menn greiðslum fari þeir ekki eftir verklagsreglum, sem og lögum og reglugerðum.
Sem betur fer eru þessi mál í góðu lagi hjá langsamlega flestum bændum. Þar er lögð áhersla á hreinlæti og þeir meðvitaðir um eins og góður kaupmaður: aðeins einu sinni er léleg framleiðsla afhent og seld.
Skussunum í landbúnaðinum má fækka umtalsvert sem og öllum öðrum atvinnugreinum.
Góðar stundir en án sóðaskaps.
Þetta er hörmulegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2012 | 12:37
Hvað eru Kínverjar að aðhafast?
Nú stefnir í mjög alvarlega milliríkjadeilu milli Kínverja annars vegar og nágrannaríkja þeirra, Víetnam, Filippseyja, Taiwan og Japan. Kínverjar sýna nokkuð harkalega framkomu vegna landhelgi. Kínverjar eru að byggja upp mikinn flota og her þeirra er mjög öflugur.
Þegar kínverskur fjárfestir sem vitað er um að hafi tengsl við kínverska valdhafa, lýsi íslensk stjórnvöld hafa mismunað sér, þá er hér um nokkuð alvarlega fullyrðingu að ræða af hendi þessa manns. Áhugi hans hlýtur að vera tengdur hagsmunum Kína alla vega af einhverju leyti. Þá hefur komið í ljós að athafnir þessa manns beggja megin Atlantshafs gefa tilefni til tortryggni þeirra sem hafa skoðað þessi mál betur en eg.
Það er því alveg út í hött að þessi athafnamaður telji sig hafa verið fórnarlamb mismunar vegna kynþáttar, trúar, litarháttar, kynferðis eða uppruna.
Að bera sig illa undan íslenskum stjornvöldum við breska fjölmiðla er allt að því hlægileg. Hún er móðgandi gagnvart Íslendingum sem hafa haft mjög dapra reynslu af ævintýralegum fjárfestum á undanförnum árum.
Ef maðurinn telur sig hafa verið hlunnfarinn af íslenskum yfirvöldum, ber honum að bera sín mál upp við Íslendinga, ekki Breta.
Við viljum ekki taka við fjárfestum með óljós markmið þó þeir séu klyfjaðir gulli. Þar skiptir kynþáttur, litarháttur, kynferði eða trúarbrögð akkúrat engu máli.
Góðar stundir.
Huang Nubo segir stjórnvöld vera fordómafull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar