Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hlé í bloggi Mosa

Þar eð Mosi er að fara í fyrramálið í hringferð um landið með þýskumælandi ferðamenn biður hann alla aðra góða bloggara að sýna þolinmæði næstu tvær vikurnar.

Góðar stundir

Mosi 


Að leika sér að hættunni

Mikill hraði virðist vera mjög vinsæll hjá allt of mörgum. Skyldu allir gera sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum, kannski örkumlum og jafnvel dauða? Eru allir tilbúnir að taka áhættuna af glæfraakstri?  Heilbrigðiskerfið er undir gríðarlegu álagi að glæfraakstur bætist ekki við. Hvað skyldu margir sjúklingar sem bíða eftir bráðnauðsynlegri bæklunaraðgerð þurfa að líða fyrir kæruleysi annarra borgara samfélagsins? Margir þurfa að bíða árum saman og eru jafnvel dauðir áður en röðin kemur að þeim!  Við þurfum að fækka slysum enn sem um munar og kæruleysi í þessum efnum verður ekki liðið. Hvernig skyldu tryggingafélög taka á þessum málum? Ætli þau reyni ekki að vera stikkfrí eins og alltaf þegar skyldurnar snúa a þeim?

Enginn getur tryggt sig fyrir slysum af völdum kæruleysis og léttúðar.

Mosi 


mbl.is Óhapp á kvartmílubrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhöpp vegna glæfraaksturs

Vonandi læra hraðakstursmenn að glæfraakstur borgar sig aldrei. Af hverju þurfa þeir bæði seint og snemma að auka álagið á heilbrigðiskerfið meira en orðið er?

Fyrir nokkrum dögum stórslasaðist unglingur vegna glæfraaksturs og brotnaði á báðum fótum. Ekki °er gott að vita hversu margir sjúklingar á biðlista eftir bæklunaraðgerðum þurfa að líða fyrir það. Rétt væri að þeir sem haga sér eins og verstu ökufantar þyrftu að greiða sjálfir fyrir allar læknisaðgerðir vegna slysa af völdum óskynsamlegs glæfraaksturs.

Mosi


mbl.is Kappakstur endaði illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dularfullt mannshvarf í Esjunni

Dularfullur aðdragandi virðist vera að þessu mannshvarfi í Esjunni á dögunum. Að maðurinn skuli hafa farið úr fötunum og gengið allsber upp í ískalda þokuna til þess að því virðist vera að svipta sig lífi, er ekki sérlega líklegt. Sá sem hyggst svipta sig lífi gerir það yfirleitt á auðveldari, fyrirferðaminni, sársaukalausari og sem fljótlegastan hátt. Þeir sem eiga við depurð og svartsýni að stríða, svipta sig lífi fremur með því að fleygja sér í sjóinn eða jafnvel í foss eins og komið hefur fyrir. Mjög margir nota svefnlyf eða jafnvel skotvopn sem er sem betur fer sjaldgæft. Að verða úti eins og í þessu tilfelli, getur tekið allangan tíma. Meðan líkaminn er á hreyfingu, þá myndar hann allmikinn innri hita. Flestir hafa slíkan lífsneista að slokknar ekki fyrr en engin von er eftir.

Er sá möguleiki fyrir hendi að einhver annar, einn eða fleiri, hafi átt hlut að máli og neytt manninn til þess að afklæðast og láta hann hverfa síðan upp á fjallið? Það gæti verið sá möguleiki fyrir hendi að einhver eða einhverjir hafi gert sér þann ljóta leik, neytt manninn til að afklæðast úti á víðavangi og hrætt hann með vopni eða jafnvel grjótkasti og hrakið í burtu. Sá nakti hefur þá auðvitað viljað koma sér sem fyrst í burtu þegar hann hefur gert sér grein fyrir alvöru málsins og þeirri alvarlegu stöðu sem hann var þá kominn í. Því miður eru til menn sem gaman hafa af að sjá skelfingu annarra ljóslifandi fyrir sér. Þeir hafa síðan komið fötum mannsins og skilríkjum þar sem þeir sáu hann hverfa upp í þokuna í þeirri von að hann finndi fötin sín aftur og skilaði sér niður.

Sjálfsagt verður lögreglan okkar að rannsaka þetta mál í þaula, jafnvel þó svo að á þeim bæ séu mörg og umfangsmikil verkefni og lögreglumenn ekki of margir. Rétt væri að kanna vandlega það vinnuumhverfi sem hinn ungi ógæfusami erlendi verkamaður tengdist og hvort þar sé allt með felldu. Konurnar tvær sem mættu manninum eru síðustu vitnin sem sjá hann lifandi og eru því aðalvitni í þessu máli. Spurning er hvort fleiri hafi verið í hlíðum Esjunnar um þetta leyti sem hafa séð eða heyrt eitthvað sem máli kann að skipta eða orðið varir við eitthvað óvenjulegt? Kannski einhver/einhverjir eigi eftir að gefa sig fram sem varpað gæti ljósi á þetta dularfulla mál.

Og sjálfsagt er að votta öllum aðstandendum þessa unga ógæfusama manns innilegustu samúð. Þetta er hryllilegur atburður sem óskandi er að komi ekki fyrir aftur. 

Mosi


Dragnætur og botnvörpur

Veiðar með dragnótum og botnvörpum eiga það sameiginlegt að þessi veiðarfæri eru ákaflega umdeild sérstaklega þó botnvarpan. Bæði eru dregin eftir sjávarbotninum af skipum, botnvörpurnar af togurum en dragnæturnar eru töluvert minni og því notaðar af minni veiðiskipum, einkum á sandbotni.

Þegar botnvörpuveiðar voru enn stundaðar í Faxaflóa kom það alloft fyrir að netin festust í botninum og rifnuðu illa einkum úti á svonefndu Hrauni. Þetta gaf togaraskipsstjórum tilefni að draga eftir botninum heilmikla járnhlunka festum neðan í og framan við opið á botnvörpunni. Þessi búnaður bókstaflega muldi allt sem fyrir varð. Árangurinn af þessu er því miður sá að mjög hefur dregið úr nýliðun nytjafisks á þessu svæði enda voru Hraunin sérlega góðar uppeldisstöðvar smáfisks fyrr á árum. Langt fram eftir síðustu öld voru umfangsmiklar fiskveiðar stundaðar á Faxaflóa og þurfti oft ekki að fara langt eftir fullfermi. Nú er öldin önnur enda hefur mikið af þessum upprunalega botni verið gjörbreytt til þess að togaranir gátu veitt meira og netin rifnuðu síður. Þetta er okkur Íslendingum til mikils vansa enda tekur náttúruna oft mjög langan tíma að aðlagast á nýjan leik og þessar hagstæðu aðstæður eru því miður gjörbreyttar.

Sjávarbotninn þarf að rannsaka betur og kanna hversu raskið á sjávarbotninum er umfangsmikið. 

Mosi 


mbl.is Ráðlegt að takmarka dragnótaveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn er sagna bestur

Eitthvað virðist hafa skolast til í huga borgarstjórnans í Reykjavík eins og Árni Þór Sigurðsson og Svandís Svavarsdóttir benda á varðandi afskipti R-listans af Bitruvirkjun.

Í vor réð Ólafur borgarstjóri gamlan skólabróður, Jakob Magnússon tónlistarmann sem n.k. aðstoðarborgarstjóra með séráherslu á gamla miðbæinn í Reykjavík. Kannski að hann ætti einnig að ráða sérstakan upplýsingafræðing til að hafa allt á hreinu hvað satt og rétt er en ekki núa röngum skoðunum og viðhorfum á aðila sem alsaklausir eru af slíku.

Því miður mætti afskipti Sjálfstæðisflokksins á málefnum Orkuveitu Reykjavíkur vera betri. Þar hefur mörgum fjármunum og tækifærum verið bókstaflega á glæ kastað. Allt of mikið fór í að rannsaka og undirbúa Bitruvirkjun jafnvel þó svo að vitað væri að þar er töluvert byggt meira á óskhyggju en raunveruleika.

Og REI málið er Sjálfstæðisflokknum til mikils vansa. Hugmyndin um stofnun REI var góð á sínum tíma en betra hefði verið heima setið en af stað farið miðað við allt það klúður og öll þau vonbrigði sem þær góðu viðskiptahugmyndir eru.

Mosi 


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignargjöld af frístundahúsum en fyrir hvað?

Nú eru um 11.000 frístundahús á Íslandi. Mosi á ásamt fjölskyldu sinni dálítið hús, 37 fermetra og 6 fermetra geymslu í Borgarfirði. Það var ekki auðvelt að fá að byggja svo lítið og nett hús, yfirvöld vildu halda sig við gildandi skilmála sem kváðu á um lágmark 50 fermetra. Og hvað skyldum við þurfa að greiða í fasteignagjöld af þessum litla kofa?

Sveitarfélagið krefur okkur um samtals 59.550 krónur fyrir þetta árið í fasteignagjöld, rotþróargjald og sorpgjald. Nánar sundurliðast þetta þannig:

Fasteignaskattur: 47.863

Rotþróargjald: 4.685

Sorpgjald: 7.000 Samtals eru þetta hátt í 60 þúsund krónur.

Þeir sem eiga stærri frístundarhús mega væntanlega eiga von á mun hærri reikningum en hér að framan. Fróðlegt væri að vita um hvað þeir sem eru með 200 fermetra stærri hús þurfa að borga?

Fasteignargjöld eru lögð á eigendur fasteigna og eru miðuð við útgjöld sveitarfélagsins. Hvaða þjónustu skyldi sveitarfélagið veita á móti greiðendum fasteignagjalda?

Að vori er settur sorpgámur og venjulega er hann horfinn einhvern tíma upp úr miðjum september. Ætli það kosti ekki um þúsund kallinn að koma eins og einum sorppoka í gáminnnhverju sinni?

Eftir dúk og disk eigum við von á að komi menn með súkkulaðivagninn sem vilja tæma rotþróna. Það er auðvitað hit besta mál, en tímakaupið er sjálfsagt vel í lagt enda er þessi þjónusta yfirleitt ekki veitt nema 3ja hvert ár. Sennilega má tæma 3-5 rotþrær á klukkutíma þar sem byggð er þétt og ekki þarf að aka súkkulaðinu langan veg. 

Þá er hæsti liðurinn, fasteignarskatturinn. Og þar kemur að annarri þjónustu sveitarfélagsins, félagsþjónustu, skólum, samgöngum, brunavörnum og öðru slíku. Nokkuð skondið er að þetta sveitarfélag sem í hlut á að máli vill ekki sameinast öðrum nágrannasveitarfélögum en forsvarsmenn velja fremur kaupa alla aðkomna þjónustu frá næstu sveitarfélögum. Þó er eins og samviskan hafi nagað þá og keyptur var þokkalega vel útbúinn brunabíll. Hann stóð á hlaðinu hjá hreppsstjóranum lungann af síðasta sumri en var síðan færður til á næstu slökkvistöð enda voru frost mikil síðast liðinn vetur og óvíst hvort bíllinn hefði komið að nokkru liði ef á hefði reynt undir slíkum kringumstæðum.

Þeir sem búa á lögbýlum greiða yfirleitt sáralág fasteignagjöld ef þá nokkur. Lögbýli eru sum hver jafnvel nokkur hundruð hektara að stærð en okkar litlu skikar er kannski ekki nema hálfur hektari. Þar er byggt á aldagamalli venju að á landbúnaðinn eru yfirleitt ekki lögð nein gjöld. Er þetta réttlætanlegt gagnvart okkur sem búum í þéttbýlinu og eigum dálítið setur í sveitinni? Eigum við að standa undir nær öllum fasteignagjöldum sveitarinnar og allri þeirri þjóinustu sem sveitarfélagið býður upp á? Við fáum ekki einu sinni að vita hvað verður um skattpeningana okkar í hvað þeir fara eða jafnvel hvort lunginn af þeim sé lagður inn á spaisjóðsbók í þágu þeirra sem stýra sveitarfélaginu.

Mosi 

 

 

 

 


Mismunandi áherslur

„Álver fyrir Austurland“ var pólitískt markmið ýmissa stjórnmálamanna á sínum tíma. Þeim hefur orðið að ósk sinni og reist hefur verið eitt stærsta álver heims þar sem Ausfiðingar geta fundið sér eitthvað að dunda við. Skrýtið að loka þurfti litlum fiskvinnslufyrirtækjum vegna einhverra mengunar´mála en allt í góiðu lagi ef mengunarvaldurinn er nógu stór! Og að sami mengunarvaldurinn kaupi nógu mikið af hræbillegri orku sem fengin er með stórtækustu umhverfisspjöllum gjörvallrar Íslandssögunnar.

Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn ráðherrar og sveitarstjórnarmenn mæta hver um annan þveran með skóflurnar sínar ef fréttist um vilja álversmanna að reisa fleiri álver. Þetta varð þjóðin vitni að í síðastliðnum mánuði þegar a.m.k. tveir ráðherrar mættu með skóflurnar sínar án þess að nokkur biði um það og tóku skóflustungur fyrir nýju álveri ásamt fleir stjórnmálamönnum. Af hverju skyldu þessir sömu menn ekki mæta með skóflurnar sínar þegar þarf að greiða götu ferðaþjónustunnar? Víða um land eru salernismál í lamasessi og er okkur Íslendingum til mikillar háðungar. Á fjölmennum ferðamannastöðum hefur allt verið eins og verið hefur eins og elstu menn muna: Við Geysi eru gamlir úr sér gengnir stígar sem fyrir löngu hefðu þurft að fá endurbætur. Við Gullfoss er ekki nema fyrir mjög fótfráið fólk að feta sig um torleiðið sem þar er. Á neðra planinu hefur ekki verið salernisaðstaða í áratugi og síðast þegar eg var þar á ferðinni um síðustu helgi vor öll salerni í Sigríðarstofu lokuð af tæknilegum ástæðum. Sama er upðp á teningnum víða um land: í Eldgjá, við Dettifoss, Leirhnjúka og Djúpalónssandi í sjálfum þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Er þó hér ekki um tæmandi talningu að ræða, fjarri því!

Óskandi er að ráðmenn þjóðarinnar mæti með skóflurnar sínar þegar taka þarf til hendinni þegar greiða þarf götu ferðaþjónustunnar. Það er fleira en álver sem ráðamenn íslensku þjóðarinnar þurfa að huga að!

Megi þeir sem oftast mæta með skóflurnar en án þess að álver komi við sögu! 

Mosi 


mbl.is Stórt álver kallar á virkjun Skjálfandafljóts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg tíðindi

Gaman er að heyra fréttir af nýjum slóðum þeirra trjátegunda sem geta lifað hér þokkalega og dafnað. Ekki er ólíklegt að fuglar hafi borið reyniber sem þeir hafa gleypt niðri í byggð á leiðinni um þessar slóðir sem reynirinn finnst.

Víða um land þar sem sauðfé hefur mátt þoka á undanförnum árum er náttúruan að taka við sér. Í dag var Mosi staddur við Geysi og þar við göngustíginn má víða sjá hvar gróðurinn er að taka vel við sér þar sem sauðfé var stöðugt á beit. Þar má sjá birkið þjóta upp og beitilyngið sem nánast sást ekki á þessum slóðum er aftur farið að verða áberandi um þessar mundir ásamt blóðberginu.

Á Mosfellsheiðinni er töluverð framför í gróðri einkum um norðanverða Heiðina þar sem gróðurinn nær í vatn. Vestan og sunnan við Leirvogsvatn er t.d. gulvíðirinn farinn að taka vel við sig enda er hann með beitilynginu þær gróðurtegundir sem sauðféð leggur sér fyrst til munns.

Við Íslendingar þurfum að leggja miklu meiri rækt við að fylgjast með framvindu gróðurs í landinu samfara miklum breytingum í búrekstri einkum sauðfjárhaldi sem víða var og er jafnvel enn á sumum stöðum skelfilegt.

Mosi 


mbl.is Reyniviður finnst við Búrfell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið í vörn

Líkir sækja sér líkan heim. Þau stjórnvöld sem þekkt eru fyrir mannréttindabrot fagna auðvitað hverjum þeim stein sem lagður er í götu fyrir bættum mannréttindum. Þannig koma þessi ómanneskjulegu stjórnvöld í veg fyrir að komið verði á virku lýðræði. Kommúnisminn bauð upp á ýmsa kosti en hann reyndist slæm tálsýn og sú blindgata sem byggðist á mjög grófum mannréttindabrotum í formi þjóðfélagshreinsana þar sem þeir einstaklingar sem höfðu aðrar skoðanir en stjórnvöld, voru umsvifalaust teknir úr umferð og gerðir óskaðlegr gagnvart kúgurum sínum.

Við Vesturlandabúar verðum ásamt lýðræðisþjóðum Afríku að bregðast fljótt og vel við. Það á ekki að verða hlutskipti nokkurs frjáls manns hvað þá heils þjóðfélags að verða vegna mannréttindabrotum að bráð. Rétt væri að þær þjóðir sem láta sig mannréttindi varða mest, kalli þegar saman alþjóðlega ráðstefnu sem lætur frá sér fara fyrirlitningu á þeim stjórnvöldum sem vilja kveða niður lýðræði og mannréttindabaráttu í heiminum.

Mosi 

 


mbl.is Stjórnvöld í Simbabve fagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband