Dularfullt mannshvarf í Esjunni

Dularfullur aðdragandi virðist vera að þessu mannshvarfi í Esjunni á dögunum. Að maðurinn skuli hafa farið úr fötunum og gengið allsber upp í ískalda þokuna til þess að því virðist vera að svipta sig lífi, er ekki sérlega líklegt. Sá sem hyggst svipta sig lífi gerir það yfirleitt á auðveldari, fyrirferðaminni, sársaukalausari og sem fljótlegastan hátt. Þeir sem eiga við depurð og svartsýni að stríða, svipta sig lífi fremur með því að fleygja sér í sjóinn eða jafnvel í foss eins og komið hefur fyrir. Mjög margir nota svefnlyf eða jafnvel skotvopn sem er sem betur fer sjaldgæft. Að verða úti eins og í þessu tilfelli, getur tekið allangan tíma. Meðan líkaminn er á hreyfingu, þá myndar hann allmikinn innri hita. Flestir hafa slíkan lífsneista að slokknar ekki fyrr en engin von er eftir.

Er sá möguleiki fyrir hendi að einhver annar, einn eða fleiri, hafi átt hlut að máli og neytt manninn til þess að afklæðast og láta hann hverfa síðan upp á fjallið? Það gæti verið sá möguleiki fyrir hendi að einhver eða einhverjir hafi gert sér þann ljóta leik, neytt manninn til að afklæðast úti á víðavangi og hrætt hann með vopni eða jafnvel grjótkasti og hrakið í burtu. Sá nakti hefur þá auðvitað viljað koma sér sem fyrst í burtu þegar hann hefur gert sér grein fyrir alvöru málsins og þeirri alvarlegu stöðu sem hann var þá kominn í. Því miður eru til menn sem gaman hafa af að sjá skelfingu annarra ljóslifandi fyrir sér. Þeir hafa síðan komið fötum mannsins og skilríkjum þar sem þeir sáu hann hverfa upp í þokuna í þeirri von að hann finndi fötin sín aftur og skilaði sér niður.

Sjálfsagt verður lögreglan okkar að rannsaka þetta mál í þaula, jafnvel þó svo að á þeim bæ séu mörg og umfangsmikil verkefni og lögreglumenn ekki of margir. Rétt væri að kanna vandlega það vinnuumhverfi sem hinn ungi ógæfusami erlendi verkamaður tengdist og hvort þar sé allt með felldu. Konurnar tvær sem mættu manninum eru síðustu vitnin sem sjá hann lifandi og eru því aðalvitni í þessu máli. Spurning er hvort fleiri hafi verið í hlíðum Esjunnar um þetta leyti sem hafa séð eða heyrt eitthvað sem máli kann að skipta eða orðið varir við eitthvað óvenjulegt? Kannski einhver/einhverjir eigi eftir að gefa sig fram sem varpað gæti ljósi á þetta dularfulla mál.

Og sjálfsagt er að votta öllum aðstandendum þessa unga ógæfusama manns innilegustu samúð. Þetta er hryllilegur atburður sem óskandi er að komi ekki fyrir aftur. 

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 242908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband