Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Nokkrar ljósmyndir frá Skorradal

Í dag var Mosi í Skorradal og tók nokkrar myndir, sjá meðfylgjandi.

Frostið var -15C niðri við Vatnið í morgunn og því mjög fagrar ísmyndanir. Þunnt skæni myndaðist víða og var ekki annað að sjá en að hluti Vatnins væri að leggja. En sjálfsagt verður það ekki lengi því veðurhorfur eru þannig að væntanlega hlýnar um mðja vikuna.

Venjulega leggur Skorradalsvatn um eða réð rétt fyrir jólin.

Mosi


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Segir ekki alla sögu

Á kortinu er sýnd þróunin á fjölda kaupsamninga á viku hverri. Eðlilega segir það ekki alla sögu enda eru sveiflur eðlilegar milli vikna. Það sem væri fróðlegra er markaðsverðið ekki fjöldi kaupsamninga. Hver er þróunin þar og ef eignir eru að falla í verði, hversu mikið þá?

Mosi


mbl.is Fall á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg ákvörðun skiptastjóra

Sennilega er eignarhlutur Kaupþings í norska tryggingafélaginu Storebrand ein verðmætustu eignir hins fallna banka. Rétt er að skiptastjóri kappkosti að fá sem hæst verð fyrir eignir sem nauðsynlegt er að selja. Annað væri óeðlilegt.

Grátlegt er hve lítið verður úr sumum eignum föllnu íslensku bankanna. Spurning hvort ekki eigi að hægja á ráðstöfun eigna sé einhver verðmæti þar. Fyrir mánuði fékkst um 10% af fjárfestingu Glitnis í Noregi og 13% í Svíþjóð upp í þær fjárfestingar sem bankarnir höfðu farið út í.

Mosi


mbl.is Hætt við sölu á Storebrandbréfum Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnemum áhrif Sjálfstæðisflokksins í Strætó!

Einkennilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn stýrir Strætó eins og hann eigi þessa þjónustu og veiti hana af góðmennsku sinni. Af hverju í ósköpunum er Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa í 7 manna stjórn þessa þjónustufyrirtækis? Fyrir utan þessa 5 sjálfstæðismenn er einn fulltrúi frá Samfylkingunni og annar frá VG ef eg man rétt. Enginn borgari né frá hagsmunaaðilum, t.d. Neytendasamtökunum, Félagi eldri borgara né neinna annarra félagasamtaka sem málið varða.

Fremur sjaldgæft er að sjá sjálfstæðismenn taka sér far með strætisvögnum. Sú var tíðin að heimdellingar að Strætó væri aðeins fyrir börn, gamalmenni og aumingja! Mikið sárnaði mér að sjá þetta enda verður að telja skilning Sjálfstæðisflokksins á þessu mikilvæga þjónustuhlutverki sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu mjög takmarkaður. Í augum margra þeirra sem betur mega sín er rekstur strætisvagna eins og hver önnur ölmusa. Það er smánarlegt að líta svo á.

Sem neytandi krefst eg þess að við fáum okkar fulltrúa í stjórn Strætó.

Mosi


mbl.is Dregið úr ferðum hjá Strætó en gjaldskrá óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skálmöld - ábyrgð Sjálfstæðisflokksins

Ríkisskuldabréf sem reyndar nefndust Spariskírteini ríkissjóðs voru mjög vinsælt sparnaðarform fyrir nokkrum áratugum. Sjálfstæðisflokkurinn hóf þetta sparnaðarform þegar Gunnar Thoroddssen var fjármálaráðherra fyrir rúmum 40 árum. Þar var komið tækifæri fyrir alla þá sem vildu leggja e-ð til hliðar af sparnaði sínum. Það var víst sami flokkur sem afnam þetta sparnaðarform en það naut mikils trausts hjá öllum enda fengu þeir sem spöruðu fé sitt til baka og með góðri ávöxtun. Í millitíðinni undir forystu Albert Guðmundssonar þegar hann var fjármálaráðherra, var gerð sú breyting á skattalögum, að almenningi væri heimilt að draga frá skattlögðum tekjum að vissu marki með því að leggja fé sitt í kaup á hlutabréfum. Þetta naut einnig vinsælda meðal þeirra sem vildu gjarnan leggja e-ð til hliðar.

Því miður voru ríkisskuldabréf tekin af markaði fyrir um áratug að ákvörðun Sjálfstæðisflokksins. Við sem viljum gjarnan sýna að gæslu og sparnað höfðum ekki lengur neitt annað val en hlutabréf og hávaxtarreikninga bankanna sem reynst hafa okkur dýrt spaug. Allir vita hver örlög flestra hlutafélaga hefur orðið á undanförnu ári. Annað hvort eru fyrirtæki á borð við banka komin á hausinn eða hlutabréf fallið svo ískyggilega að sparnaðurinn er nánast horfinn. Eignir lífeyrissjóða hefur einnig rýrnað mjög mikið öllum landsmönnum til stórtjóns.

Í um 20 ár hefi eg lagt fyrir. Nánast allt er horfið í þessa glórulausu hít sem var útblásuð sem glæsileg útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Meira að segja ráðamenn fóru með þessum athafnamönnum til að stappa stálinu í erlenda bankamenn sem höfðu einhverjar minnstu efasemdir, barið var í brestina og til þess beitt þessu Fjármálaeftirliti sem nokkurs konar áróðursmaskínu til að glepja fyrir okkur íslenskum almúga. Við treystum þessum ráðamönnum hverjum og einum, töldum þá vera að gæta hagsmuna okkar. Í stað þess að leyfa föllnum gjaldþrota bönkum að fara ívenjulega gjaldþrotameðferð kölluðu þeir yfir okkur einhverja þá verstu skálmöld sem við höfum kynnst í íselnskumfjnármálaheimi. Með hryðjuverkalögunum bresku erum við komin á svipað efnahagslegt stig og þróunarríkin. Núna er vart steinn yfir steini.

Koma ríkisskuldabréfin aftur?

Sparnaður verður alltaf til hjá þeim sem vilja sýna fyrirhyggju og aðsjálni. Með nýjum viðhorfum og nýrri og betri ríkisstjórn verður að taka á þessum vandræðum. Ekki gengur að refsa þeim sem ekki vilja berast á en vilja gjarnan leggja e-ð til hliðar til efri áranna.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið okkur með kæruleysi og einstakri léttúð í fjármálum þjóðarinnar.

Kannski væri rétt að taka sér í munn orð Cató hins gamla sem endaði allar ræður sínar í rómverska senatinu en með dálitlu breyttu orðalagi: „Auk þess legg eg til að braskaraflokkarnir verði lagðir í rúst“.

Megi aðstandendur braskaranna athuga gaumgæfilega sinn gang.

Mosi

 


mbl.is Ríkisskuldabréfamarkaður opnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hundrað árum

Fyrir hundrað árum var samþykkt á Alþingi mikilsverð breyting á þjóðkirkjunni og þar á meðal kjörum presta. Fram að þeim tíma nutu prestar þeirra hlunninda og tekna af brauðum sínum en þau voru mjög misjöfn. Sum „brauðin“ voru tekjudrjúg meðan önnur voru mjög rýr. Sú stefna var tekin að Landssjóður eins og Ríkissjóður nefndist fyrrum, greiddi laun presta sem voru jöfnuð verulega en í staðinn tók ríkið yfir að mestu þær kirkjujarðir sem prestar nutu áður.

Flestir töldu þetta hafa verið mjög mikið réttlætismál enda voru kjör sumra sveitapresta alveg skelfileg. Þeir voru flestir hverjir að hokra og þegar lélegar jarðir fóru saman að presturinn væri óttalegur búskussi þá var ekki von á góðu.

Það er því ekki rétt að draga ályktanir af stöðu mála núna án þess að gera sér grein fyrir hvernig ástandið var fyrrum. Fram til 1909 voru gjöld og hlunnindi til kirkjunnar manna margskonar:  „Offur“ nefndist það gjald sem prestum var greitt af frjálsum og fúsum vilja fyrir embættisverk þeirra, t.d. skírn, fermingu, hjónaband eða greftrun. Lambsfóður var t.d. eitt fyrirbærið en þáskuldbundubændur sig að taka lamb prestsins í vetrarfóðrun. Ljóstollur var gjald sóknarmanna sem greiða átti til kirkjunnar til að hún gæti kostað ljósmeti við guðþjónustur. Þannig má lengi telja og ekki má gleyma tíundinni sem mun hafa verið lögð niður um líkt leyti. Sá kirkjuskattur hafði verið frá lokum 11.aldar eins og kunnugt er.

Hvet sem flesta að kynna sér þessi mál.

Mosi


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoppum fjárstreymi braskaranna

Hægri hættan

Þessi könnun bendir á að sífellt fleiri gera sér grein fyrir hversu hægri stefnan er varhugaverð. Við höfum horft upp á einstakan aulaháttríkisstjórnarinnar að gera sáralítið í því að halda í sem mest af þeim eignum sem fjármálaskussarnir glutruðu niður. Af hverju er ekki neinar viðræður við erlend yfirvöld að fá aðstoð þeirra að rannsaka hvernig öll þessi óreiða gat orðið?

Greinilegt er að beitt hefur verið vísvitandi blekkingum að fá venjulegt fólk að leggja inn á reikninga sem áttu bæði að bera háa vexti og vera öruggir. Annað hefur komið í ljós.

Hægri skussarnir á sviði íslenskra stjórnmála hafa því miður glutrað niður tækifæri að halda í e-ð af þeim eignum og fjármunum þeirra sem ábyrgð eiga að bera. Leggja verður hald á þessar eignir meðan rannsókn fer fram og láta þær standa til fullnustu e-ð af þeim útgjöldum sem við venjulegir Íslendingar sitjum uppi með.

Stoppum fjárstreymi braskaranna út úr landinu. Ella verður enn erfiðara að standa í skilum við greiðslu afborgana og vaxta af þeim himinháu lánum sem nú er verið að taka.

Mosi


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forkastanleg vinnubrögð

Ekki er að sjá að hóteli þessu hafi verið heimilt að grípa til þessara óvenjulegra vinnubragða. Rétt hefði verið að gestir hefðu kvatt til lögreglu til að taka skýrslu og krefjast þess að för þeirra væri ekki gerð torveldari.

Sennilega getur hótel þetta orðið skaðabótaskylt gagnvart gestum sínum enda gildi áþekk lög um skaðabætur og hjá þeim þjóðum þar sem ferðaþjónusta er stunduð. Annars eru þessi vinnubrögð ekki til þess fallin að vera hóteli þessu til framdráttar. Vont umtal er yfirleitt til þess að flestir forðist þónustu viðkomandi.

Mosi


mbl.is Í gíslingu vegna ógreidds reiknings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirrtur forseti

Því miður var þessi ógæfusami maður forseti einnar mikilvægustu þjóðar heims. Hann er því miður veruleikafirrtur maður sem hefur anað sem forseti heillrar þjóðar út í umdeilt stríð sem verður aldrei unnið á hervellinum. 

Afleiðingin er hræðileg skuldasöfnun sem dregur þann dilk á eftir sér að sennilega geta Bandaríkin aldrei orðið í því forystuhlutverki sem þau voru mest alla 20. öldina. Gríðarleg skuldasöfnun hefur þetta stríð kostað og það sem kannski skiptir marga meira máli: þetta stríð hefur kostað allt of mörg mannslíf sem fórnað var í nánast engum tilgangi öðrum en þeim að efla hergagnaiðnaðinn í Bandaríkjunum. Markmið strúiðsins hafa því miður ekki naðst og sennilega hefðu diplómatískar aðferðir skilað meiru.

En brátt tekur annar forseti við og langsamlega flestir vænta mikils af honum. Vonandi ber hahn þá gæfu að færa heimsbyggðina nær friðsamlegum samskiptum og að draga megi úr hergagnabrjálæðinu sem allt of lengi hefur verið allt of mikið.

Mosi


mbl.is Fagnar eigin stjórnarfari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ærið tilefni: spillinguna burt!

Oft hafa tillögur um vantraust á ríkisstjórnina verið lagðar fram og oft af minna tilefni en nú. Ljóst er að ríkisstjórnin með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi er ábyrg fyrir ÖLLU því klúðri sem hefur komið okkur og fjármálum okkar nú niður í bullandi sjóðandi helvíti. Spillingin er mikil: við erum fullviss um að fjárglæframennirnir hafa greitt stórfé í sjóði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á liðnum árum enda er ekki áhuga fyrir því á þeim bæjum að leggja spilin á borðið svo þjóðin geti gert sér einhverja hugmynd um aðdraganda einkavæðingar sem reyndist okkur mjög dýrkeypt.

Reikna má með að vantrauststillagan verði felld enda er meirihlutinn sterkur. Þó er hugsanlegt að nokkrir stjórnarliðar séu fylgjandi því að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga enda er traustið á íslenskum stjórnvöldum í algjöru lágmarki.

Hugsanlegt er að ríkisstjórnin beiti sömu aðferð og Tryggvi Þórhallsson 1931 og efni jafnvel til þingrofs áður en vantrauststillagan verði til umfjöllunar á Alþingi. Það er þó ólíklegt enda voru það sjálfstæðismenn sem voru einna ákafastir gegn þingrofinu 1931.

Núverandi ríkisstjórn hefur dregið lappirnar gagnvart Bretum, lögleysu og ofbeldi því sem Gordon Brown hefur verið foringi í. Það er með öllu óskiljanlegt hve vanmáttug ríkisstjórnin var þegar Gordon Brown greip til þessa úrræðis. Viðp höfum ekki enn fengið neinar haldbærar skýringar á þessu aðrar en þær sem Davíð hefur upplýst og verður að teljast fremur hugmynd eða getgáta hans fremur en raunveruleg skýring aðdraganda þess sem raunverulega gerðist.

Mosi


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband