Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Skynsamleg niðurstaða

Oft verður lítið tilefni að stórri frétt. Þegar þetta kom upp á sínum tíma var þetta blásið upp. Venjulegur athugull hluthafi áttaði sig á þessum mistökum á orðalagi. Í heildina litið skiptu þessi mistök engu. Undarlegt er að Kaupþing lætur fylgja þessu máli eftir.

Eftir á að hyggja er umhugsunarvert hvort þeir Kauphallarmenn hefðu ekki átt að leggjast á árina hjá Fjármálaeftirlitinu og leggja sitt af mörkum að koma í veg fyrir eða draga úr þeirri miklu kollsteypu sem við höfum verið að upplifa á undanförnum vikum.

Ástæða er til bjartsýni með rekstur Atorku. Þó gengið hafi lækkað mjög mikið eins og hjá felstum fyrirtækjum landsins þá eru fyrirtæki í eigu Atorku í góðum málum og rekstur þeirra gengur vel.

Mosi


mbl.is Áminning Kauphallar ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engan rasisma takk!

Taka verður á þessu sem hverjum öðrum tilraunum til að grafa undan mannréttindum. Sjálfsagt gengur sá sem lætur fara frá sér niðrandi ummæli um Obama þennan frábæra forseta, ekki heill til skógar.

Öfgar eiga engan rétt á sér. Þær verður að kveða niður áður en illa hlýst af.

Mosi


mbl.is Útvarpsviðtal til skoðunar hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er álverið komið í svipaða stöðu og bankarnir?

Sú var tíðin að launakjör bankamanna gengu út á að fá 13 mánuðinn aukreitis fyrir utan orlof. Þannig fengu bankamenn eiginlega hátt í 14 mánaðarkaup á ári hverju.

Nú gengur reksturinn í Straumsvík vel, framleiðslutækin orðin gömul og sjálfsagt allt skuldlaust og afskriftir lágar eða jafnvel engar. Því er fjármagnskostnaður nánast enginn.

Þá hlaust álbræðslunni umtalsverður hvalreki þegar samningur var gerður fyrir nokkrum misserum við ríkið um endurskoðun á skattgreiðslum til ríkisins. Horfið var frá sérstöku framleiðslugjaldi á hvert framleitt tonn. Hins vegar skilar verksmiðjan skattskýrslu eins og önnur fyrirtæki, greiðir tekju- og eignaskatt ásamt fasteignagjöld til Hafnarfjarðar. Þó eru allar þessar skattgreiðslur um hálfum milljarði lægri miðað við árið en ef upphaflega framleiðslugjaldið væri enn tekjustofn ríkisins.

Það er því góður grundvöllur hjá fyrirtækinu að greiða starfsmönnum aukabónus. Til lukku með það !En við skulum ekki líta á þetta sem n.k. áróðursbragð til að byggja fleiri álbræðslur á Íslandi. Nú er framleiðslan meiri en eftirspurnin og verð á áli fer lækkandi eins og svo margt í kreppunni.

Mosi


mbl.is Kreppubónus hjá Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetrarkosningar

Þegar fylgst er með af hliðarlínunni hvað er að gerast á Alþingi, þá er ljóst að kosningar með undanfarinni óvissu er sennilega betri kostur en aðhafa þetta óvissuástand öllu lengur. Ríkisstjórnin er sundurleit, bankakerfið mjög veikt jafnvel gjaldþrota. Fyrirtækin í landinu eiga í erfiðleikum vegna allt of hárra vaxta og ýmiskonar aukakostnaður hleðst upp. Þessu upplausnarástandi þarf að ljúka með nýjum kosningum, nýrri samhentri ríkisstjórn með nýju blóði í þjóðmálin, fleira fagfólk sem hefur reynslu og þekkingu á að leysa vandræði sem þessi.

Vandræðaástandið getur tæplega orðið öllu verra.

Sem sagt: vetrarkosningar, jafnvel í febrúar og nýja trausta og góða ríkisstjórn ekki seinna en um páska!

Mosi

 


mbl.is Ónýtur banki bjargar ónýtri krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf dýrt að taka lán

Alltaf er dýrt að taka lán. Að þessu sinni mun það vera neyðarráðstöfun til að bjarga því sem bjargað verður. En mikilvægt er að kítta áður upp í þann leka sem þjóðarskútan hefur orðið fyrir, fjárglæfaramenn leika enn lausum hala og munu ábyggilega kappkosta að reyna að næla sér í enn nýja kökusneið.

Við sitjum uppi með mikil vandræði. Þau stafa af óvenjumikillri léttúð stjórnvalda að sjá ekki fyrir hve bankarnir einkum Kaupþing og Landsbanki voru að fara með þessum innlánsreikningum erlendis. Þá tútnaði bankakerfið allt of mikið,undirstöðurnar brustu og féllu saman.

Bjartsýnin var of mikil. Kárahnjúkavirkjun olli gríðarlegu bjartsýniskasti meðal Íslendinga. Hagkerfið ofhitnaði og viðfengum fyrirséða brotlendingu sem reyndist okkur harðari en nokkurn grunaði.

Nú var verið að tilkynna vaxtakjörin: 4,5% vexti sem verða fljótandi. Það þýðir að unnt sé að breyta þeim á 2ja vikna fresti.

Mosi


mbl.is Vextir IMF rúm 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innihaldslítið orðagjálfur

Nú er nýflutt ræða Davíðs Oddssonar. Satt best að segja var ekkert nýtt af henni að græða. Ræðan er innitómt orðagjálfur með skreytingum tilvitnana í fyrri yfirlýsingar, ræður Abrahams Lincolns og einhverra fleiri.

Davíð kennir „útrásarmönnum“ um sem hann vill fremur nefna „innrásarmenn“. Ekki er hins vegar aukatekið orð um tengsl breskra fjármálasérfræðinga né þarlendra yfirvalda við íslensk yfirvöld um vanda íslensku bankanna. Hins vegar er endurtekið aftur og aftur það sem hann kvaðst hafa varað við vandanum mikla. En hvers vegna var þessu ekki fylgt eftir?

Því miður sitjum við enn uppi með aðalvandamálið. Íslenski fjármálavandinn er vegna offjárfestingar og of mikillrar bjartsýni sem hófst annars vegar með einkavæðingu bankanna án nokkurra skilyrða eins og bindiskyldu. Hins vegar var farið allt of geyst í opinberar framkvæmdir vegna virkjanaframkvæmda. Varað var við ofhitnun og ofþenslu lítils hagkerfis og við mættum búast með mjög harðri „lendingu“.

Spurning hvernig mjög lærður fjármálamaður hefði mælst fyrir nýju númeri af Peningamálum, einu höfuðriti Seðlabankans? Þar hefði örugglega farið dýpra inn í þann mikla vanda sem við sitjum frammi fyrir.

Mosi


mbl.is Uppskeran eins og sáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunsamleg brottför skips

Fyrir um 40 árum síðan var fiskibáturinn Ásmundur leigður til fiskveiða. Í stað þess að veiða fisk sigldu bátsverjar til Niðurlanda og fylltu bátinn af hollenskum séniver og smygluðu til landsins. Eigandi bátsins vissi ekki annað en að bátur hans væri á fiskiríi suður á Selvogsbanka og kom því gjörsamlega af fjöllum þegar lögreglan innti hann um ferðir skips hans.

Spurning er hvort hér sé eitthvað svipað á ferðinni. Í því ólguróti fjármála á Íslandi eru allmargir sem hafa orðið vel loðnir um lófana mjög snögglega. Þeir hafa verið á undanförnum misserum að selja hlutabréf og skipt yfir í evrur eða annan gjaldeyri. Þessi peningaauður getur frosið inni hvenær sem er og spurning hvort ekki sé e-ð grunsamlegt á ferðinni nú eins og fyrir 40 árum. Þá er smygl og ólöglegur innflutningur fíkniefna einnig hugsanlegt rétt eins og á undanförnum árum þegar seglskútur og bílar hafa verið notuð í þeim tilgangi.

Landhelgisgæslan þarf að hafa möguleika á að hafa bæði gott og virkt eftirlit með umferð skipa og flugvéla til og frá landinu.

Mosi


mbl.is Hélt úr höfn án lögskráningar og trygginga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsvif íslensku bankanna var aðeins 0.5%!

Eigi kemur þessi frétt á óvart.

Nú brást Gordon Brown hinn breski til mjög róttækra ráðstafna gagnvart íslensku bönkunum. Þó er talið að umsvif þeirra hafi einungis numið hálfu prósenti af allri fjármálastarfsemi á vegum erlendra aðila í Bretlandi. Grípur breski Brúnn til sömu ráðstafana og hann beitti gegn íslensku bönkunum? Nú á eftir að koma bresku skikki á 99.5% af umsvifum erlendra banka á Bretlandi. Ekkert heyrist af neinum ráðstöfunum af hálfu Brúns. Kannski hann geti tekið sér í munn orð garpsins þá hann var spurður hví hann hefði höggvið á manninn sem bograði yfir vinnu sinni: „Hann lá svo vel við höggi“. Mun varla vera eins lágkúrulegt mannsmorð hafa verið framið á Íslandi.

Eða var þetta aðeins eins og hvert annað lýðskrum breska forsætisráðherranans til að afla sér aukins fylgis óánægðra vegna kosninga? Margt bendir til að svo hafi verið. Yfirlýsing Brúns um hermdarverk Íslendinga eru með öllu óskiljanleg.

Mosi


mbl.is Langri kreppu spáð í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar hafa ekki beðið okkur afsökunar

Eru fordæmi til fyrir þessum aðgerðum Breta?

Ljóst er að Bretar og Hollendingar hafa gegnið óvenjulega hart gegn Íslendingum. Spurning hvort svona vinnubrögð eigi sér einhver fordæmi? Ljóst er að innistæður þessara reikninga geta verið hærri en sem nemur eignum Landsbankans í Bretlandi. Með þessu hefur íslenskum stjórnvöldum verið stillt upp við vegg og þeir krafðir samþykkis og undirskriftar.

Er þetta eins og að skrifa nafnið sitt undir óútfylltan víxil?

Þá er einnig ljóst að skuldir íslenskra banka eru í fleiri löndum, Norðurlöndum og Þýskalandi. Þar hafa yfirvöld dokað og sjá hvernig staða mála er. Ef í ljós kemur að eignir bnakanna duga ekki fyrir innistæðum er þá ekki verið að mismuna?

Við sem áttum háar fjárhæðir á svonefndum peningamarkaðsreikingum höfum orðiðfyrir verulegri skerðingu jafnvel þó svo okkur var tjáð að þeir væru nánast gulltryggðir.

Var klámhögg að beita Íslendinga breskum lögum sem einungis má beita til að upplræta hermdarverk?

Við verðum að áskilja okkur ítrasta réttar gagnvart Bretum meðan þeir hafa ekki beðið okkur afsökunar og boðið okkur bætur fyrir frumhlaupið. Við höfum orðið fyrir mjög miklum álitshnekk í heiminum.

Bretar hafa ekki beðið okkur afsökunar.

Því skulum við aldrei gleyma.

Mosi

 


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klasasprengjur og annar ófagnaður

Furðulegt að bann gegn þeim sprengjum sem mestum viðbjóði veldur, hafi ekki fyrir löngu verið bannaðar. En ætli það sé ekki gróðabrallið sem kemur í veg fyrir þá ákvörðun.

Það mánefnilega græða einhver ósköp á sprengjugerð.

Fyrir nokkrum árum hafði norski olíusjóðurinn fjárfest í jarðsprengjuverksmiðju sem hafði blómleg viðskipti við nokkra valdaspillta pörupilta í Afríku þar sem hefur verið stríðsástand milli spilltra valdhafa í áratugi. Þessi verksmiðja var ein sú allra stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Þetta fyrirtæki hafði sem sagt mjög góða framlegð eins og það heitir í viðskiptamálum þegar fyrirtæki græðir á tá og fingri.

Þegar Gro Brundlandt forsætisráðherra Noregs frétti af þessu varð hún æf og linnti ekki látum fyrr en olíusjóðurinn var búinn að losa sig við þessi vægast sagt vafasömu hlutabréf sem byggðu velgengni á blóðidrifnum ferli vítissprengna.

Óskandi er að Ingibjörg Sólrún setji nafn sitt einnig undir þennan alþjóðlega samning.

Mosi


mbl.is Svíar banna klasasprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband