Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Fluke finance og Exista

Hvað er þetta Fluke finance? Mér skilst að þetta sé eitthvert fjármála fyrirtæki sem skolað hefur hingað til lands á tímum mikilla umsvifa í braski og stórsókn í gróða.

Exista þekkjum við litlu hluthafarnir af illu einu. Á þeim bæ virðist aðalmarkmiðið vera að gefa okkur langt nef og komast yfir eigur okkar. Markaðsvirði hverrar krónu í því fyrirtæki var 40 fyrir um 2-3 árum, núna er hluturinn nánast einskis virði í höndunum á þeim stjórnendum sem hafa þynnt hluti niður í ekkert neitt.

Það verður að teljast til tíðinda að braskfyrirtæki borgi skatta. En spurning er hversu mikið kann að hafa verið skotið undan t.d. með því að hlunnfara saklaust venjulegt fólk í viðskiptum.

Sennilega eru ekki öll kurl komin til grafar.

Mosi


mbl.is Ríkissjóður gjaldahæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævisaga Snorra Sturlusonar

Snorri Sturluson er eitt af okkar allra stærstu nöfnum. Hann elst upp við bestu aðstæður á Íslandi hvað menntun snertir. Hann verður einn af mikilvægustu stjórnmálamönnum og valdsmönnum landsins sem þá eins og oft síðar: valdið hefur þá náttúru að vera varhugavert og vandasamt með það að fara. Umdeildar ákvarðanir leiddu til að fyrrum tengdasynir hans koma saman, Gissur Þorvaldsson, Kolbeinn ungi og Árni óreiða, bóndi Í Brautarholti á Kjalarnesi. Þeir fara að Snorra í Reykholti þar sem sá Árni vinnur á fyrrum tengdaföður sínum að áeggjan hinna tveggja.

En Snorri hefur með ritum sínum reist sér einhvern stærsta bautastein sem gnæfir yfir hjá bókaþjóðinni.

Margir hafa ritað um Snorra. Má þar nefna Sigurð Nordal og Gunnar Benediktsson kennara, rithöfund og áður sóknarprest til Saurbæjarsóknar í Eyjafirði. Gunnar ritaði einar 4 bækur um Sturlungaöldina þar sem víða var vikið að Snorra: Ísland hefur jarl, Snorri skáld í Reykholti, Skyggnst umhverfis Snorra og Sagnameistarinn Sturla. Reyndar voru bækurnar 5 þegar stærsta ritið er talið með: Rýnt í fornar rúnir en það spannaði einnig 12. öldina í sögu Íslendinga.

Ævisaga Snorra Sturlusonar verður ábyggilega ein af helstu bókunum meðal ævisagna sem mest verða lesnar næstu misserin. Ævi Snorra var stormasöm að ekki væri meira sagt. Hún er lærdómsrík fyrir margra hluta sakir og undirritaður hlakkar til þeirrar stundar þá þessi bók ratar í fórur mínar. Það verður fróðlegt að skoða efnistök og frásagnartækni höfundar.

Mosi


mbl.is Ævisaga Snorra Sturlusonar komin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hneyksli í Hæstarétti

Þessi dómsniðurstaða er gjörsamlega óskiljanleg. Hvernig er unnt að sækja rétt sinn ef Hæstiréttur getur ekki litið hlutlægt á málsástæður en dregur greinilega hlut þess sem brotið hefur gegn öðrum.

Oft hefur þurft að leita réttar síns til erlends réttar. Þekkt er í sögunni þegar Skúli Thoroddsen var ákærður fyrir alvarleg meint brot tengdum embættisfærslu hans sem sýslumaður gagnvart grunuðum manni sem talinn var hafa átt þátt í dauða annars manns. Skúli skaut máli sínu til æðsta dómstól danska ríkisins og var loksins sýknaður að- öllu leyti í Hæstarétti Dana.

Fyrir um 20 árum fór Mannréttindadómstóll háðulegum orðum um „réttlætið“ á Íslandi þá Jón rakari á Akureyri var einnig sýknaður vegna formgalla. Þar þurfti erlendan dómstól.

Þessi niðurstaða Hæstaréttar eru mikil vonbrigði og er algjört hneyksli. Eðlilegur hlutabréfamarkaður er með þessum dómi gjörsamlega óhugsandi. Bankaræningjarnir mega skv. dómnum stela bæði til vinstri og hægri af smáhluthöfum eins og fram hefur komið.

Mosi

 


mbl.is Skelfileg skilaboð frá Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er „gammel norsk“?

Á 19. öld urðu íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn æfir út í þá Norðmenn sem vildu kalla íslenskuna „gammel norsk“. Bjarni hóf ræðu sínu á því að hann ætlaði að tala „gammel norsk“ og bætti við: íslensku!

Hvað skyldu íslenskir Hafnarstúdentar hafa sagt við þessu hefðu þeir mátt heyra formann þess stjórnmálaflokks á Íslandi sem lengi hefur verið áhrifamestur og stærstur? Ætli þeir snúi sér ekki hver um annan þveran í gröfum sínum?

Mosi


mbl.is Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er starfsemi íslensku bankanna glæpsamleg?

Árið 1253 samþykkti Alþingi að banna með öllu að taka vexti „af dauðu fé“ eins og það var nefnt. Með því var átt við, að ekki væri löglegt að taka vexti af svonefndum borgaralegum arði, Hins vegar var heimilt að taka „vexti“ í formi gjalds vegna afnotaréttar og „náttúrulegum arði“.

Með öðrum orðum var leiga af jörð, akri, bústofni eða öðru sem gaf af sér náttúrulegan arð heimil. Hins vegar var gjaldmiðill, silfur og gull þar á meðal, ekki til þess fallinn að vera grundvöllur vaxtatöku. Lánþegi skyldi koma lánshlut heilum til baka í hendur eiganda og lágu viðurlög við ef út af bar.

Sem kunnugt er varð það hlutskipti Gyðinga á miðöldum að lána fé gegn vöxtum. Mjög lengi tíðkaðist að þessir vextir voru hóflegir, kannski örfá prósent. Þegar stundir liðu, varð lánastarfsemi banka þegar þeim óx fiskur um hrygg, meginauðsuppspretta atvinnulífs og athafna.

Íslensku bankarnir hafa stöðugt verið að færa sig upp á skaftið. Með upptöku vísitölutryggingar fyrir 30 árum varð fjandinn bókstaflega laus. Í stað þess að vaxtakjör aðlöguðu sig dýrtíðinni eins og í langflestum löndum, var farið að reikna sérstaka út hversu mikil dýrtíðin hækkaði höfuðstól. Vextir hafa síðan verið reiknaðir ofan á uppfærðan höfuðstól.

Í dag eru alls 3 ríki heims sem hafa þetta vístölufyrirkomulag. Ísland er eina ríki Evrópu sem hefur þennan háttinn á. Hin ríkin eru Brasilía í Suður Ameríku og Ísrael. Ástæðan kann að liggja í því að í öllum þessum ríkjum hafa stjórnvöld smám saman gert gjaldmiðilinn handónýtan og er íslenska krónan engin undantekning.

Bankarnir hafa reynst mörgum erfiður í skauti. Þeir hafa sýnt óbilgirni hvort sem einstaklingar eða stjórnendur fyrirtækja eiga í hlut. Margir hafa sífellt þurft að vera háðari lánsfé en áður var nauðsynlegt. Margir eru svo illa skuldsettir að hvergi virðist vera neinn möguleiki að sjá til lands.

Í morgun var undirritaður á hluthafafundi í Atorku. Fyrir fundinum var tillaga þess efnis að óska eftir nauðasamningum við lánadrottna. Íslensku bankarnir hafa farið mjög illa með þetta fyrirtæki og höfum við litlu hluthafarnir sem þó höfum lagt mikið af sparifé okkar til hlutabréfakaupa enga sem litla von að endurheimta fé okkar út úr fyrirtækinu. Tap mitt og fjölskyldu minnar er umtalsvert og skil eg ekkert í hversu svo skjótt bregður við rekstrarumhverfi fyrirtækjarekstrar á Íslandi sem áður var mjög blómlegur.

Nú eru saksóknarar að rannsaka bankahrunið með frábærri ráðgjöf Evu Joly í efnahagsbrotum. Það verður spennandi þegar rannsakendur vinna sig áfram gegnum bókhald bankanna, lánabækur og annað sem forvitnilegt kann að finnast fyrir rannsakendur. Það á ábyggilegt eftir að koma ýmislegt óvænt fram sem okkur venjulegu fólki finnst vera fjarri öllum raunveruleika.

Sú ríkisstjórn sem einkavæddi bankanna fyrir rúmum hálfum áratug, ber fulla ábyrgð á því sem komið er. Sumir fyrrum ráðamenn t.d. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum ráðherra kvaddi sér hljóðs í Kastljósi s.l. mánudagskvöld. Hvatti hún ríkisstjórnina að standa í báðar fætur vegna Icesafe málsins.

Væri til of mikils mælst að biðja þessa ágætu virðulegu frú og hennar maka að standa einnig í fæturna og endurgreiða Kaupþing bankanum þann milljarð sem þau hjón tóku að láni?

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera fulla ábyrgð af þeirri umdeildu ákvörðun að koma bönkunum í hendurnar á mönnum sem greinilega kunnu ekkert að reka banka á siðferðislegum viðskiptalegum grundvelli. Kannski hugur þeirra væri fremur bundinn við að kaupa erlend félög sem sérhæfa sig í fótboltasparki.

Þeim verður ekki fyrirgefið því þeir vissu eða máttu vita hvað þeir voru að gera!

Mosi

 


mbl.is Erlendir bankar ósáttir við endurreisn bankakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins....

Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga. Kannski ekki jafngóðar fyrir þá sem breyttu bönkunum í ræningjabæli og þá stjórnmálamenn sem þeim tengjast.

Með fullri virðingu fyrir íslenskum lögregluyfirvöldum þá má vænta að þessi rannsókn verði mun ítarlegri og hnitmiðaðri en ef íslenskir lögreglumenn ættu hlut að máli. Það hefur nefnilega komið fyrir að tengsl grunaðra við vissa stjórnmálmenn hafi haft óheppilegar ákvarðanir í för með sér. Þá vill rannsóknin fremur vera huglæg jafnvel hlutdræg en ekki hlutlæg eins og góð sakamálarannsókn þarf að vera.

Eðlilegt er að bresk lögregluyfirvöld rannsaki til hlýtar alla þá þætti sem tengjast starfsemi íslenskra banka við bresk fyrirtæki og aðra aðila. Þar eru þau á heimavelli sem íslensk sakamálarannsókn geti lítt sinnt.

Í frétt Daly Telegraph er rætt um að í vissum tilfellum hafi starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi brotið í bága við bresk lög. Þetta atriði þarf að rannsaka niður í kjölinn og spurning hvenær sá grunur hafi komið upp. Það gæti hugsanlega skipt máli varðandi ábyrgðirnar vegna Icesafe. Hafi bresk yfirvöld vitað eða mátt vita, að ekki hefði allt verið með felldu, hvers vegna var ekki þá þegar hafist handa að stoppa saknæma hegðun íslenskra banka í brotastarfsemi sem ekki var í samræmi við gildandi reglur á Bretlandi?

Mikilvægast er að allt sem máli kann að skipta verði dregið fram og að öll kurl skili sér til grafar!

Mosi

 


mbl.is Auknar líkur á breskri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farvel Franz: verði þeim að góðu

Þessir fjárglæframenn skilja ekkert eftir sig í samfélaginu annað en himinháar skuldir, óreiðu og vonbrigði eftir að hafa breytt bönkum og sumum fyrirtækjum í ræningjabæli. Þeir hafa með ráðnum hug haft alla landsmenn að fíflum.

En upp koma svik um síðir: Saksóknarar vinna með starfsmönnum sínum og erlendum sérfræðingum í efnahagsbrotum hörðum höndum. Að sögn Evu Joly ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í þessum hrikalegu sakmálum, má búast við tíðindum innan nokkurra mánaða.

Farvel Franz: verði þeim að góðu!

Mosi


mbl.is Exista tapaði 206 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með grænmetisbændur?

Hvers vegna er ekki minnst á grænmetisbændur í þessari skýrslu?

Ljóst er að umtalsverð hækkun á raforku til grænmetisbænda í ársbyrjun kom þeim mjög illa. Margir hafa dregið stórlega úr framleiðslu sinni og sumir jafnvel hætt. Á meðan streymir grænmeti frá Hollandi sem við ættum ekki að kaupa af sérstökum ástæðum, inn á íslenskan markað. Við eigum ekki að versla meira en nauðsynlegt er við þjóð sem hefur haldið uppi fjandskap við okkur og beitt fyrir sig Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Við stuðlum einnig að sparnaði á dýrmætum gjaldeyri sem ekki veitir af.

Grænmeti á borð við gúrkur, paprikkur og tómata getum við Íslendingar sjálfir framleitt að öllu leyti. Íslensk framleiðsla er bæði mjög fersk og við getum verið viss um að ræktun grænmetis á Íslandi er mun umhverfisvænni en sú hollenska. Bændur á Íslandi reyna eftir megni að takmarka notkun tilbúins áburðar og leggja sífellt meiri  áherslu á „lífræna“ ræktun.

Ljóst er að meginþátturinn í verðmyndun á grænmeti framleiddu í gróðurhúsum grænmetisbænda á Íslandi er allt of hár rafmagnskostnaður. Hvers vegna er ekki unnt að bjóða grænmetisbændum lægra verð á rafmagni? Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt.

Mosi

 


mbl.is Raforkunotkun minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drambsemin verður mörgum að falli

Spurning er hvort eignir Íslandsbanka í innlendum fyrirtækjum fylgja með í kaupunum. Má þar nefna að Íslandsbanki er meðal stærstu hluthafa og/eða lánadrottna íslenskra fyrirtækja í orkumálum á borð við Geysir Green Energy og Atorku.

Mér finnst ansi hart að þurfa að horfa á eftir 20 ára sparnaði mínum og fjölskyldu minnar í formi hlutabréfa bókstaflega gufa upp og verða að engu í höndunum á þessum útrásarvíkingum.

Sparnaður var einu sinni talin til dyggða, nú verður hann líklega talinn til heimsku. En það var Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem færði bankana í hendur á þessum útrásarmönnum sem nú eru eins og hverjir aðrir munaðarleysingjar sem útlendingar taka upp í skuldir. Ætli svipað verði uppi með Landsvirkjun þegar Impregíló sendir lokareikninginn? Það skyldi aldrei koma á óvart miðað við það sem á undan er gengið.

Hroki og grobb um velgengni sem er ekki byggð á traustum grunni er drambsemi af versta tagi. Nú hefnist okkur fyrir umdeildar og kolrangar ákvarðanir ríkisstjórnar þeirrar sem sat að völdum í byrjun aldarinnar. Hún færir lífskjör flestra okkar aftur um marga áratugi.

Mosi


mbl.is Íslandsbanki í erlendar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar vonir - nýjar leiðir

Nú er þessi skuld vegna Icesafe stöðugt að lækka. Þegar hún er komin niður fyrir €80 milljarða þá gæti nýr eðlilegur skattur á áliðnaðinn staðið undir vöxtum og jafnvel að nokkru afborgunum vegna Icesafe fari fram sem horfir að skuldin eigi eftir að lækka enn meir.

Nú gengur kaupum og sölum í heiminum mengunarkvóti vegna gróðurhúsaeefna á borð við CO2. Verðlagið er kringum €25 á tonnið. Þetta er umtalsverður tekjustofn á ári sem stóriðjunni hefur verið gefinn eftir fram að þessu en sem munar um.

Útreikningurinn er mjög einfaldur: forsendan er að um 2 tonn verði til af CO2 og áþekkum efnum af hverju framleiddu tonni. Lætur nærri að um 800.000 tonn áls séu framleidd á ári hverju. Er þá útreikningurinn þessi: 2 X 25 X 800.000 = €40.000.000 eða milli 7 og 800 milljarðar króna.

Fyrirvara verður eðlilega að gera um útreikninga þessa.

Sjaldan hefur verið jafn mikil þörf á að byggja upp fjárhag þess opinbera eftir þann mikla siðferðisbrest sem kemur fram í hruninu mikla. Fyrri stjórnvöld unnu markvisst að því að bæta hag þeirra sem betur mega sín og vörpuðu byrðunum yfir á hina sem minna máttu sín. Nú er kjörið tækifæri að snúa þessu við og rétta hag ríkissjóðs en á kosntnað þeirra sem ber að greiða.

Einhverju sinni kenndi Hannes Hólmsteinn að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis. Hann var það fyrir hina útvöldu en þorri fólks mátti standa undir veislunni. Nú er frjálshyggjuveislan búin og nöturlegar staðreyndir blasa við. Þó hefur gott starf ríkisstjórnarinnar að bjarga því sem bjarga mátti, skilað þeim árangri að nú er niðurstaðan ekki eins dökk og áður var. En veisluhöldin verða þeir að standa undir sem efndu til þeirra. Hádegisverður stóriðjunnar á ekki lengur að vera ókeypis!

Mosi


mbl.is Ríkið leggi til mun minna fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband