Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Hefur Framsóknarflokkurinn skaðað hagsmuni Íslendinga?

Þegar Icesave málið var til umræðu í þinginu lagðist Framsóknarflokkurinn alveg þvert á samþykkt málsins og beitti málþófi til að magna upp deilurnar í samfélaginu. Þáverandi ríkisstjórn taldi sig hafa vissu fyrir því að útistandandi skuldir þrotabús Landsbankans nægðu fyrir skuldunum. Í ljós kom að greiðslur skiluðu sér langt umfram björtustu vonir og má um það lesa í Morgunblaðinu 6. sept. s.l.

Þetta Icesave mál varð eitt af erfiðustu málum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Málþófið og allt masið olli því að tefja endurreisn íslensks samfélags eftir bankahrunið. Við hefðum getað vænst strax hagstæðara lánshæfnismats, betri viðskipta- og vaxtakjara. Við hefðum getað losað fyrr úr gjaldeyrishöftunum enda var allt byggt á því að efla sem mest traust á Íslendingum sem sjálfstæðri þjóð. Þessi töf kostaði okkur að lágmarki 60 miljarða eftir því sem Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur reiknað.

Framsóknarflokkurinn tók hins vegar þá einkennilegu ákvörðun að æsa þjóðina sem mest gegn þessum samningum um Icesave. Málið var dregið niður í táradal þjóðrembutilfinninga og gefið í skyn að þessir samningar væru svik. En í raun voru þeir mjög skynsamir sem Sigmundur Davíð vonandi áttar sig á og þori að viðurkenna. Að fá forsetann til að neita staðfestingu, ekki einu sinni heldur tvívegis, er í dag sorglegt dæmi hvernig valdið er stundum misnotað.

Ekki þýðir að ergja sig það sem er í fortíðinni, oft er það að skammsýnin ráði för og í dag horfum við upp á að léttvæg kosningaloforð Sigmundar Davíðs sem færði honum mesta kosningasigurs allt frá dögum Jónasar frá Hriflu, reynast vera mjög óraunhæf og byggð meira og mminna á lofti. Í bifblíunni er stranglega varað við að byggja hús sitt á sandi. Nú átti að byggja heilu borgirnar á lofti og þúsundir trúðu þessu!

Fyrrum voru þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins mun raunsýnni og skynsamari en þeir sem nú „prýða“ þann flokk. Má nefna þá Eystein og Hermann sem voru ætíð mjög úrræðagóðir og fundvísir á góðar leiðir. Af þeim sem síðar komu Þórarinn (Tíma-Tóti), Ólafur Jóhannesson, Ingvar Gíslason og ýmsir fleiri einkum meðal bænda. Þetta voru þingmenn sem voru með jarðsamband en ekki með hugann einhvers annars staðar.

Af hverju Gunnar utanríkisráðherra telji það skaða hagsmuni Íslendinga að birta upplýsingar um samningaviðræður við Evrópusambandið finnst mér vægast sagt mjö0g einkennileg afstaða í lýðræðisþjóðfélagi. Eiga þessar upplýsingar aðeins að vera einkamál örfárra? Eða eigum við sem vonandi enn sem frjálsir borgarar lýðræðisríkis að fá aðgang að þessum upplýsingum? Við getum alveg farið hina leiðina og óskað eftir því að Evrópusambandið birti þessar upplýsingar.

Við getum ekki vænst vitrænnar umræðu meðan Framsóknarflokkurinn liggur á þessum upplýsingum og vill leyna þjóðina því sem þó á að gera, nema ráðherrar Framsóknarflokksins séu farnir að líta á vald sitt eins og í einræðisríki. 

Með von um betri tíð. 


mbl.is Kann að skaða hagsmuni ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síldin kemur - síldin fer

Í gamla daga voru sérstakir nótabátar notaðir við síldveiðar. Voru tveir bátar með hverju veiðiskipi og lögðu nótina á þann hátt að þeim var róið hvorum hálfhring og síldin þar með umkringd. Með nýrri veiðitækni breyttist þetta og nótabátar heyra sögunni til.

Smábátarnir hafa veitt nokkra tugi tonna en talið er að magn síldarinnar nemi tugum þúsunda tonna. Spurniong er hvort smábátrnir gætu verið í hlutverki nótabátanna gömlu og veiðiskipin biðu átekta á myn ni Kolgrafarfjarðar meðan smábátarnir umkringja síldartorfurnar. Síðan mætti koma togvírum á milli og síldveiðiskipin taka við og draga síldarnæturnar undir brúna þangað sem unnt er að dæla síldinni um borð.

Síldin er mikil verðmæti sem verður að nýta sem best. Það var dapurlegt að ekki var unnt að nýta síldina sem drapst í gríðarlegu magni í fyrravetur. 

Þessari hugmynd er sett á flot og vonandi verða góðar umræður um þessa mögulega lausn. 


mbl.is Sprengingarnar virðast bera árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf gagnrýni frá Danmörku

Íslenskir stjórnmálamenn eru sagðir af Lars Cristiansen aðalhagfræðing Danske bank líta fyrst og fremst til skammtímalausna. Þessi gagnýni á því miður mjög mikið erindi til okkar. Einkavæðing bankanna hér á landi til aðila sem hvorkio höfðu næga reynslu í bankaviðskiptum né höfðu vaðið fyrir neðan sig þegar stefnu þeirra varðaði. Þetta einkavæðingarævintýri varð okkur dýrt spaug.

Því miður er farið að bera á nýju „gullgrafaraæði“ og stjórnvöld virðast engan áhuga hafa fyrir siðvæðingu á þessu sviði. Allt á að vera sem „frjálsast“ hvernig sem fólk leggur skilning á það hugtak.  Hér á landi virðist vera mikið rætt um að Íslendingar vilji ekki hafa skýrar reglur í samfélaginu um sitthvað sem þó öðrum þjóðum þykir sjálfsagt. Þetta er t.d. mjög áberandi í málsvörn þeirra sem vilja koma í veg fyrir fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er nú einfaldlega svo að agaleysi meðal stjórnmálamanna og vissra athafnamanna og jafnvel atvinnurekenda sem er orsökin að því hvers vegna við urðum að súpa seyðið af mjög vanhugsaðri einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þessi einkavæðing var samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem er að mati Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar vægast sagt mjög umdeild framkvæmd þar sem arðsemi virkjunarinnar er langt því frá að vera ásættanleg. Þessi umdeilda framkvæmd leiddi til ofmats á íslensku krónunni en flóð erlends gjaldeyris á þessum stutta tíma vegna fjárfestinga varð of mikið og steig þjóðinni til höfuðs.

Við eigum að hlusta á gagnýni sem er bæði réttmæt og vel rökstudd. Að skella skollaeyrum við þegar aðvörunarbjöllur í eyrum eins og gerðist í aðdraganda hrunsins, er heimska. Því miður virðist ekki vera til nein lækning við heimsku. Við Íslendingar ættum smám saman að læra betur hverjir í stjórnmálunum hafa reynst okkur vel en gleyma sem fyrst þeim sem vilja draga okkur fram í nýtja kollsteypu. Það er nefnilega svo að gróðapungarnir eru komnir aftur á kreik og þeir hafa ekki aðeins auðinn þeir hafa líka völdin.

 


mbl.is „Velja alltaf skammtímalausnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk hreingerning á RÚV?

Á sínum tíma á tímum Kalda stríðsins fór fram pólitísk hreingerning beggja megin Járntjaldsins. Allir þeir sem höfðu skoðanir sem ekki voru viðurkenndar eða brutu í bága við vilja valdhafa, voru umsvifalaust vísað úr starfi og þeir ráðnir sem betur þóttu skilja valdhafana. Nú hefur Sigmundur Davíð bæði seint og snemma kvartað sáran yfir því að vera gagnrýndur og jafnvel haft að orði að verið sé að ljúga gegn sjónarmiðum hans. Þetta sagði hann í ræðu í Framsóknarflokknum á dögunum og tilefnið var að hann hugðist opinbera hugmyndir sínar á mögulegum efndum kosningaloforða sem enginn heilvita maður telji að hafi nokkurn tíma verið raunhæf.

Eitt skýrt dæmi  um „Berufsverbot“ á Íslandi var í umræðunum um Kárahnjúkavirkjun. Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir sérfræðingur í umhverfismálum var ekki tilbúinn að skrifa undir brattar yfirlýsingar varðandi röskun vegna byggingar virkjunarinnar. Taldi hún að faglegum sjónarmiðum hefði verið stungið undir stól og stjórnvöld teldu allt vera í besta lagi. Þessi ágæti fræðimaður var hrakinn úr starfi hjá Landsvirkjun og spurning hvort hún hafi fengið annað starf hliðstætt annars staðar á Íslandi.

Á tímum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var lýðræði aukið verulega. Við fengum að kjósa mun oftar og farið var eftir þjóðarviljanum. Við fengum meira að segja að velja okkar fulltrúa sem fékk það verkefni að semja drög að nýrri stjórnarskrá. Við áttum að fá að sjá hvað samningaferli við Evrópusambandið biði okkur upp á. Við áttum að fá ný og nútímaleg náttúruverndarlög sem opnuðu leið að koma lögum yfir þá sem ekki virða umgengnisreglur í náttúru landsins. Núna er komin ríkisstjórn sem telur sig eina hafa vald hvernig öllum þessum málum verði skipað eftirleiðis.

Og við skulum ekki gleyma því að þessi ríkisstjórn tekur ákvörðun um að siga lögreglu að friðsömum mótmælendum sem vilja standa sjálfsagðan vörð um náttúru landsins.

Erum við á hraðri leið í átt að fasisma og einræði? 


mbl.is Adolf Inga sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi?

Nú er spurning hvort verið sé að undirbúa endnalega einkavæðingu RÚV. Íhaldsmenn hafa lengi haft horn í síðu RÚV og kveðið starfmenn þess vera marga hverja halla undir sósíalisma. Eg held að reynsla langflestra hlustenda RÚV að fréttamenn og aðrir reyni að feta þröngan veg sannleikans sem oft er vandfundinn. Stjórnmálamenn vilja gjarnan stjórna sem mestu hversu mikið vit er í því sem þeir eru að gera. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt að hún vill ekki nýja stjórnarskrá nema á forsendum gamla tímans. Hún vill ekki að Ísland tengist meir nágrannalödum sínum. Og ekki má taka ákvörðun eftir undanfarandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Umhverfismálin á ekki að taka of hátíðlega, allt skal vera í gamla íhaldshorfinu.

Séu stjórnvöld ekki meira með á nótunum að við erum á 21. öld en ekki á tímum fasistma eins og margt vísar til. Ákvörðun Hönnu Birnu að siga lögreglunni á friðsama mótmælendur meðal Hraunavina færði okkur ansi nálægt fasisma. Að siga lögreglu á þá sem hafa aðra skoðun vegna þessarar stjórnvaldsákvörðunar að doka ekki eftir niðurstöðu dómstóla er eins og í hverju öðru einræðisríki þar sem vilji þjóðarinnar er hunsaður. Þetta gerðist á Ítalíu, Rússlandi, Þýskalandi, Spáni, Grikklandi og Chile á síðustu öld. Öll þessi lönd eiga bitra reynslu af skoðanakúgun og ofríki stjórnvalda.

Eigi nú að nota „frelsi“ auðsins til að stjórna landi og lýð, erum við að þokast nær fasismanum. Frelsi í fjölmiðlum þar sem öll sjónarmið geta komist að, þar sem þau eru rædd og yfirveguð er æskilegra en forræðishyggja misviturra stjórnvalda. Þá var lýðræðið að þróast mun hraðar en núverandi stjórnvöldum hugnast. Það má hafa í huga þegar þessar uppsagnir ganga yfir. Hvort þeim verður kápan úr því klæðinu að fjarlægja óæskilega fréttamenn og aðra sem hafa aðrar skoðanir en stjórnvöld vilja, verður að fylgjast gjörla með.

Við skulum athuga að RÚV má aldrei vera málpípa stjórnvalda. Við íslenska þjóðin eigum öll RÚV og við eigum að gera þá kröfu að pólitíkusar séu ekki með sínar krumlur í rekstrinum. 

Við áttum góð ár undir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar lýðræðisleg vinnubrögð voru höfð í fyrirúmi. 

 


mbl.is „Starfsfólk er lamað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangfærslur Sigmundar forsætisráðherra

Rétt er hjá Katrínu Jakobsdóttur að niðurskurður hefur verið á rekstrarfé Landspítala allar götur frá tímum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Það er mjög ósanngjarnt hjá Sigmundi Davíð að kenna síðustu ríkisstjórn um allt sem aflaga fer. Halda mætti að hann hafi síðustu ríkisstjórn á heilanum og hafa eigi hana sem blóraböggul.

Auðmaðurinn Sigmundur er sennilega einn yfirlýsingaglaðasti stjórnmálamaður sem starfað hefur í stjórnmálum á Íslandi. Hann er fyrst og fremst fremur ómerkilegur áróðursmaður en raunsæisstjórnmálamaður. Með andstöðu sinni gegn icesave samningunum á sínum tíma, sýndi hann ekki sérlega raunsæi heldur nýtti sér stöðu mála til að æsa þjóðina upp gegn þáverandi ríkisstjórn sem reyndi að fara skástu leiðina. Nú hefur sýnt sig að við hefðum fyrr komist út úr kreppunni með samningum en að draga þetta einkennilega mál niður í forað tárdal tilfinninga forheimskunnar. Þessi andstöðu sýndarmennska kostaði okkur að lágmarki 60 milljarða. Þeir sem ekki trúa ættu að líta í netútgáfu Morgunblaðsins frá 6. september í haust en þar kemur fram að nægar innistæðúr reyndust vera til greiðslu Icesave skuldarinnar og meira að segja töluvert umfram! Um þett6a vill Sigmundur Davíð ekkert ræða enda veit hann að blekkingaleikur hans er ekki upp á marga fiska þó honum hafi tekist að blekkja stóran hluta þjóðarinnar með yfirlýsingum sem lítið innihald hafa.
 
Við Íslendingar sitjum uppi með einn einkennilegasta furðufugl stjórnmálanna rétt eins og Ítalir sátu uppi með Silvio Berluskoni á sínum tíma. 

mbl.is Forsætisráðherra í stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptatækifæri í anda frjálshyggjunnar

Sjálfsagt fagna þeir sem dýrka auðsöfnun „tæknilega“ möguleika afturbatapíkna að selja meydóm sinn mörgum sinnum. En er leiðin eftir vegum auðsins og blekkinganna ekki auðrataðri en vegur skynseminnar og heiðarleikans?
mbl.is Selur meydóminn í annað sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða leið eru lífeyrissjóðirnir?

Íslendingar eru um þriðjungur úr milljón. Hér skipta lífeyrissjóðir allmörgum tugum. Er einkennilegt að ekki sé einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn í ekki fjölmennara landi. Hver og einn hefur sér stjórn og ýms rekstrarkostnaður tengist þeim. Hafa allmargir atvinnu sýna af því að ráðskast með lífeyrirfé landsmanna og þykir mörgum miður hvernig til hefur tekist með ávöxtun og áhættu.

Þann 1. júní 2010 lækkuðu áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóði og lífeyrisgreiðslur um 12%.

Í aðdraganda bankahrunsins gerðist margt furðulegt. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar í bígerð var hluthafafundur í tryggingarfélaginu Exista. Eg gerði mér strax grein fyrir því að tillagan sem átti að leggja fundinn var mjög lævís og til þess fallin að eyðileggja félagið eins og reyndin varð. Í fundarboði var tilkynning um aukningu hlutafjár félagsins um 50 milljarða króna og var til fundarins boðað að samþykkja framlagða tillögu.

Eg bar þetta mál undir nokkra lögfræðinga gamla kunningja mína. Í samráði við þá lagði eg til tillögu sem eg flutti á fundinum þar sem eg vildi setja tvö einföld skilyrði fyrir virkni atkvæðaréttar í Exista. Fyrri tillagan laut að því skilyrði að fyrir hlutafé hefði verið raunverulega greitt til félagsins. Og í annan stað að hlutafé væri ekki veðsett.

Eg leitaði stuðnings við tillöguna hjá þeim lífeyrissjóðum  sem eg fékk upplýsingar um hverjir ættu í Exista. þar sem þetta var snemmsumars þá var fátt um svör. Mér var tjáð að til þess að taka ákvörðun um stuðning við tillögu mína eða veita mér umboð, þyrfti að boða til stjórnarfundar og bera málið þar upp!

Á hluthafafundinum þar sem þeir Bakkabræður og Róbert Tschengis sá sami og hafði 46% af útlánum Kaupþings sátu í stjórn Exista. Tillaga mín féll eðlilega í grýttan jarðveg  og alltaf er mér minnisstætt glottið frá stjórnarmönnum þessum. Einhverjar umræður urðu en tillagan um að takmarka atkvæðarétt fékk einungis örfá atkvæði. Enginn frá lífeyrissjóðunum mættu til að gæta hagsmuna þeirra!

Nú liggur fyrir sakamál á hendur þeim sem vildu auka hlutafjár í Existu um 50 milljarða án þess að EIN EINASTA KRÓNA væri greidd til félagsins! Það sakamál er enn óútkljáð en þeir ákærðu njóta varnar reyndustu og dýrustu lögfræðinga landsins.

Eignir lífeyrissjóða rýrnaði mikið í bankahruninu. Mér finnst vera mjög mikilvægt að sérstök lög séu sett um fjármál lífeyrissjóða svo þeir verði ekki hafðir að féþúfu braskara og fjárglæframanna. Þá þarf að vinna að sameiningu þeirra til að auka hagkvæmni og draga úr kostnaði.

Í aðdraganda hrunsins átti eg töluvert af hlutabréfum.  Nú í dag eru þau fyrirtæki einskis virði nema eitt sem enn flýtur.


Ráðalaus ríkisstjórn?

Ætla mætti að ríkisstjórnin sé ráðþrota þegar skoðuð er tala ráðgjafa og aðstoðarmanna ráðherra. Nú er talan búin að fylla fjölda jólasveina, Grýlu og Leppalúða og auk þess einum betur!

Vonandi getur þessi fjölmenna hjörð fundið leið út úr bráðræði kosningaloforða Sigmundar áður en allt lendir á ráðaleysi.

 


mbl.is Aðstoðarmennirnir orðnir sextán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta ákvörðun þessarar ríkisstjórnar

Vífilsstaðaspítali var byggður í byrjun síðustu aldar eftir uppdráttum og fyrirsögn Rögnvaldar Ólafssonar fyrsta íslenska arkitektsins. Rekstur þessa spítala hefur ábyggilega verið erfiður fátæku samfélagi fyrir meira en 100 árum. Þá var Ísland eitt fátækasta land Evrópu, jafnvel Albanía var lengra komið. 

Fyrir nokkru var rekstri Vífilstaðaspítala hætt vegna samdráttar, nú er vonandi að rofa til, ekki verður unnt að skera meira niður en orðið er.

Að mínu mati er þetta sennilega besta ákvörðun þessarar ríkisstjórnar að hefja aftur rekstur Vífilsstaðaspítala. Hann er bæði traust og fögur bygging en þarfnast nauðsynlegs viðhalds.


mbl.is Gleðiefni að taka húsið í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband