Rangfærslur Sigmundar forsætisráðherra

Rétt er hjá Katrínu Jakobsdóttur að niðurskurður hefur verið á rekstrarfé Landspítala allar götur frá tímum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Það er mjög ósanngjarnt hjá Sigmundi Davíð að kenna síðustu ríkisstjórn um allt sem aflaga fer. Halda mætti að hann hafi síðustu ríkisstjórn á heilanum og hafa eigi hana sem blóraböggul.

Auðmaðurinn Sigmundur er sennilega einn yfirlýsingaglaðasti stjórnmálamaður sem starfað hefur í stjórnmálum á Íslandi. Hann er fyrst og fremst fremur ómerkilegur áróðursmaður en raunsæisstjórnmálamaður. Með andstöðu sinni gegn icesave samningunum á sínum tíma, sýndi hann ekki sérlega raunsæi heldur nýtti sér stöðu mála til að æsa þjóðina upp gegn þáverandi ríkisstjórn sem reyndi að fara skástu leiðina. Nú hefur sýnt sig að við hefðum fyrr komist út úr kreppunni með samningum en að draga þetta einkennilega mál niður í forað tárdal tilfinninga forheimskunnar. Þessi andstöðu sýndarmennska kostaði okkur að lágmarki 60 milljarða. Þeir sem ekki trúa ættu að líta í netútgáfu Morgunblaðsins frá 6. september í haust en þar kemur fram að nægar innistæðúr reyndust vera til greiðslu Icesave skuldarinnar og meira að segja töluvert umfram! Um þett6a vill Sigmundur Davíð ekkert ræða enda veit hann að blekkingaleikur hans er ekki upp á marga fiska þó honum hafi tekist að blekkja stóran hluta þjóðarinnar með yfirlýsingum sem lítið innihald hafa.
 
Við Íslendingar sitjum uppi með einn einkennilegasta furðufugl stjórnmálanna rétt eins og Ítalir sátu uppi með Silvio Berluskoni á sínum tíma. 

mbl.is Forsætisráðherra í stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Skástu leiðina?" Hvernig í veröldinni geturðu haldið slíku fram þegar búið er að dæma hana ólöglega?

Það er eiginlega ekki nokkur leið að taka svona stórfurðulegheit alvarlega.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2013 kl. 21:03

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar við stóðum frammi fyrir ákvörðun um að semja eða semja ekki þá töldu stórnvöld að hvatningu færustu lögfræðinga að samningaleiðin væri hyggulegri. Við hefðum þá fyrr kimist út úr kreppunni þar sem traust okkar erlendis varð strax meira. Við hefðum fengið hærra lánshæfismat, betri viðskipta- og vaxtakjör og þar með komist fyrr út úr kreppunni. Þessa leið hugnaðist Sigmundi ekki og ákvað með Ólafi Ragnari að draga þetta Icesave mál niður í táradal tilfinninganna á þjóðrembunótum. En hvað gerðist í raun? Mun betri skil urðu í þrotabú Landsbankans af útistandandi lánum og þetta lág alltaf nokkuð ljóst fyrir nema áróðurspésunum. Þessu vildi hvorki auðmaðurinn Sigmundur Davíð né ferðaforsetinn Ólafur Ragnar ekki trúa og sórust í fóstbræðralag að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þessir tveir fóstbræður vildu ekki trúa og náðu að blekkja heila þjóð. Og þessi hókus pókus meistari Sigmundur Davíð telur sig vera hafinn yfir allar efasemdir. Og hann leyfir sér að boða: Skuldir skulu af yður teknar meðan trú yðar er næg og þú kýst mig sem leiðtoga landsins!

Þessi náungi er formaður Framsóknarflokksins, einhver furðulegasta sending sem Íslendingar hafa fengið frá því að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson drógu sig út úr pólitíkinni.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.11.2013 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband