Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Skussinn verður sendiherra!

Geir Haarde var lengi fjármálaráðherra á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Eitt af „afreksverkum“ hans sem fjármálaráðherra var einkavæðing ríkisbankanna Búnaðarbanka og Landsbanka sem eins og kunnugt er lentu í höndum ótýnds braskaralýðs sem þó virðist hafa greitt vænar summur til flokka þessarra.

Ekki seinna en í febrúarmánuði 2008 var ljóst að bankakerfinu á Íslandi var ekki bjargandi. Geir Haarde sem forsætisráðherra sýndi af sér gríðarleg afglöp með því að aðhafas ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut, þrátt fyrir að Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri mun hafa bent honum á grafalvarlega stöðu mála.

Allir landsmenn vita hvað gerðist um haustið. Ljóst var að unnt hefði verið að koma að einhverju leyti í veg fyrir að bankarnir og fyrirtækin væu étin að innan. Lánasjónarmi bankanna vor7 vægast mjög umdeild. Hvernig gat t.d. breskur braskari, Robert Tschngis nað í 46% af öllum útlánum stærsta bankans, Kaupþings?

Var hægt að koma í veg fyrir allt þetta brask og alla þessa áhættu?

Ákvörðunarvaldið var hjá Geir Haarde og Davíð Oddssyni sem hvorugur gerir nokkurn skapaðan hlut. Báðir telja best að þegja og gera ekkert!

Þjóðinni blæddi. Og þjóðin tók á sig skellinn!

Og nú er skussinn hafinn upp til æðstu metorða - á ný!!

Á kosnað hverra?

Framsóknarflokksins?

Sjálfstæðisflokksins?

Braskaranna?

Eigin verðleika? 

Nei - á kostnað okkar allra hinna sem greiða skattinn okkar skilyrðislaust til ríkissjóðs!

Skussinn er orðinn að sendihrra! 

Bravó fyrir skussum allra Íslendinga! 


mbl.is Geir Haarde sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugnaður afleiðinga vopnasölu

Bæði Bandaríkin og Ísrael standa tæpt og eru tæknilega gjaldþrota. Gríðarlegir hagsmunir vopnaframleiðenda og vopnasala halda báðum þessum ríkjum uppi. Á meðan er teflt á tæpasta vað að ná hernaðarlegum yfirburðum.

Þó svo Ísraelsríki vinni hernaðarlegan sigur á Palestínumönnum er sá sigur sá lævi blandinn. Samúð heimsins liggur að mestu hjá Palestínumönnum sem hafa þurft að sæta mikillri kúgun þeirra hernaðarafla sem nú stýra Ísrael.

Í stað friðsamlegra samskipta hefur verið alið á stríðsótta Ísraels gagnvart nágrönnum sínum. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fengu leiðtogar beggja ríkjanna friðarverðlaun Nóbels og flest benti til að leitað yrði sameiginlegra leiða til friðar og framtíðar.

En friður er eitur í eyrum hernaðarsinna. Það er það versta sem getur spillt vænlegum viðskiptum með vopn og hernaðartæki. Þessi öfl hafa fengið að vaða uppi meðan þeir sem vildu reyna friðsamlegar lausnir hafa verið bolað í burtu. Nú er sami hugurinn og hjá Adolf Hitler og nótum hans á sínum tíma að leyfa vopnunum að tala. Adolf taldi sig allt vera heimilt en rak sig á almenningsálitið sem var á móti honum. Mjög gróf hernaðarstefna ísraelskra yfirvalda mun að öllum líkindum koma þeim í áþekka stöðu!

Því miður hefur heimurinn setið uppi með öll þau vandamál sem framleiðendur vopna hafa komið gjörvallri heimsbyggðinni í. Við Íslendingar gætum lagt okkar skerf með því að vísa til að vopnleysi okkar hefur fært okkur betri árangur en nokkurn tíma hefði unnist með einhverju vopnaskaki. 

Vopnin hafa þá einkennilega áráttu að snúast í höndum þeirra sem þeim beitir!

Með veikri von um betri framtíð bæði Ísraelsmanna og Palestínumanna! 

En án vopnaviðskipta! 


mbl.is Ísraelar hefja sókn á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósanngjarn samanburður

Talsmaður fjárplógsmanna við Mývatn telur sambærilegt að taka gjald af ferðamönnum hvort sem lagt hefur verið í fjárfestingar eða ekki.

Í Vatnshelli hefur öflugur stigi verið byggður þar sem öryggi ferðafólks er talið vera mjög mikið.

Í Námaskarði hefur ekki verið fjárfest í einni einustu fjöl til að greiða götu ferðamanna né forða þeim frá stórslysum!

Hefði talsmaður fjárplógsmanna fyrst lagt út í fjárfestingu að gera vinsælt ferðamannasvæði við Námaskarð aðgengilegt og öruggt gagnvart óhöppum þá hefði að öllum líkindum lítið verið amast við hófsamri gjaldtöku. Við skulum minnast þess að allt sem þarna hefur verið gert var fjármagnað af opinberu fé gegnum Ferðamannaráð.

Fjárplógsmenn ætla sér að verða ríkir á kostnað annarra rétt eins og „útrásarvíkingarnir“, nú á að féfletta ferðamenn án þess að veita þeim minnstu þjónustu! 

 


mbl.is „Náttúrupassinn gekk ekki upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg fjárplógsstarfsemi

Þegar tekin er þóknun fyrir eitthvað þá eru einhver gæði veitt á móti.

Við Námaskarð sem sumir vilja nefna Hverarönd hefur verið gjaldtaka fyrir aðgang að svæðinu. Eg hefi tvívegis verið þarna, 6.7. og aftur 14.7. sem leiðsögumaður með ferðahópa.

Á þessum vinsælu ferðamannastöðum hefur frá í vor verið rukkað inn gjald fyrir akkúrat ekkert neitt. Þarna hefur ekki einni einustu spýtu verið komið fyrir á þessu umdeilda svæði í þim tilgangi að greiða götu ferðamanna. Kunnugt er að þegar raki er í lofti breytist svæðið í eitt allsherjar drullusvað þar sem ferðafólk á ferð um Ísland er í hættu við að hrasa í drullunni og þess vegna slasast t.d. að renna ofan í heitan hver. Þarna er auk þess 2 grjóthrúgur með miklu gufustreymi þar sem 100C heit brennisteinsgufa getur auðveldlega valdið mjög miklum skaða. Engar leiðbeiningar, engin varúðarmerkingar né vísbendingar um að um stórvarasamar aðstæður eru þarna.

Og hver annar tekur ábyrgð á svæðinu annar en sá sem krefur mjög óhóflegs inngangseyris! 

Þegar einhver stofnar til fyrirtækis leggur hann til fjárfestingar til að selja vöru eða þjónustu. Tilkostnaður féplógsmannanna við Leirhnjúk og Námaskarð er nánast einungis fallin í kostnaði við innheimtu, ekkert annað.

Eina sem þessir aðilar hafa gert er prentn bæklings þar sem stendur:

„Help us protect our nature.“

Mætti breyta í: „Help us become rich as quickly of our nature!“


mbl.is Lögbann lagt við gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er sjálfbær þróun?

Eitt af uppáhalsfrösum framsóknarliðsins er eitthvað hugtak sem þeir nefna „sjálfbæra þróun“ eða eitthvað í þá áttina. Þeir virðast hvorki skilja þetta hugtak né gera sér grein fyrir einhverju sem kann að vera sjálfbært.

Þetta er liðið sem gerir lítið úr vísindum en vill setja pólitískan áróður sinn í umbúðir skrauts og fagurgala. Þetta er liðð sem verið hefur að afvegaleiða þjóðina með ómerkilegu lýðskumi og ótrúverðugleika.

Þetta er liðið sem dró okkur á asnaeyrunum fram af hengifluginu í undanfara bankahrunsins.

Þetta er liðið sem veitti bröskurum og siðlausum fjárglæframönnum tækifærið að eignast kvóta og bankana enda greiddu þeir vel í kosningasjóðina!

Þetta er liðið sem fólk varast ekki! Braskaralýðurinn og siðleysingjarnir! 


mbl.is Áherslur Íslands í sjálfbærri þróun kynntar á fundi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilling

Nú er maður nánast orðlaus yfir nýjasta „afreki“ ríkistjórn braskaranna á Íslandi. Að Hannesi Hólmsteini sé falin yfirstjórn að rannsaka erlenda áhrifahætti sem tengist bankahruninu á Íslandi er illa varið skattfé landsmanna. Þessi maður getur vart talist vera heppilegasti maðurinn til þessa starfs því hann er hvorki hlutlaus til verkefnisins né sérlega vel til þess hæfur að rannsaka eitthvað sem tengist efnahagslegum hagsmunum þar sem hann var aðal hugmyndafræðingur þeirrar spillingar og brasks sem tengja má frjálshyggjunni og leiddi til bankahrunsins.

Með þessu er ríkisstjórnin að hygla vildarmanni sínum sem er einn furðulegasti fræðimaður á sviði óheftrar gróðahyggju á kostnað venjulegs fólks. Því miður var það fyrst og fremst frjálshyggjan en ekki Bretar sem dró íslensku þjóðina á asnaeyrunum fram af hengifluginu og nú ætlar ríkisstjórnin að bíta í skottið á sjálfri sér og upphefja þennan furðulega fræðimann sem skilið hefir okkur í óráðsíu og spillingarfeni hagfræði andskotans.

Kommúnisminn var á sínum tíma slæmur. Spurning er hvort hagfræði Hannesar og frjálshyggjunnar reynist ekki jafnvel enn verri þegar upp er staðið.

Mikill er spillingaróþefurinn af þessari ákvörðun og mun lengi í minnum háð meðan land byggist.


mbl.is 10 milljónir fyrir skýrslu Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband