Óhugnaður afleiðinga vopnasölu

Bæði Bandaríkin og Ísrael standa tæpt og eru tæknilega gjaldþrota. Gríðarlegir hagsmunir vopnaframleiðenda og vopnasala halda báðum þessum ríkjum uppi. Á meðan er teflt á tæpasta vað að ná hernaðarlegum yfirburðum.

Þó svo Ísraelsríki vinni hernaðarlegan sigur á Palestínumönnum er sá sigur sá lævi blandinn. Samúð heimsins liggur að mestu hjá Palestínumönnum sem hafa þurft að sæta mikillri kúgun þeirra hernaðarafla sem nú stýra Ísrael.

Í stað friðsamlegra samskipta hefur verið alið á stríðsótta Ísraels gagnvart nágrönnum sínum. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fengu leiðtogar beggja ríkjanna friðarverðlaun Nóbels og flest benti til að leitað yrði sameiginlegra leiða til friðar og framtíðar.

En friður er eitur í eyrum hernaðarsinna. Það er það versta sem getur spillt vænlegum viðskiptum með vopn og hernaðartæki. Þessi öfl hafa fengið að vaða uppi meðan þeir sem vildu reyna friðsamlegar lausnir hafa verið bolað í burtu. Nú er sami hugurinn og hjá Adolf Hitler og nótum hans á sínum tíma að leyfa vopnunum að tala. Adolf taldi sig allt vera heimilt en rak sig á almenningsálitið sem var á móti honum. Mjög gróf hernaðarstefna ísraelskra yfirvalda mun að öllum líkindum koma þeim í áþekka stöðu!

Því miður hefur heimurinn setið uppi með öll þau vandamál sem framleiðendur vopna hafa komið gjörvallri heimsbyggðinni í. Við Íslendingar gætum lagt okkar skerf með því að vísa til að vopnleysi okkar hefur fært okkur betri árangur en nokkurn tíma hefði unnist með einhverju vopnaskaki. 

Vopnin hafa þá einkennilega áráttu að snúast í höndum þeirra sem þeim beitir!

Með veikri von um betri framtíð bæði Ísraelsmanna og Palestínumanna! 

En án vopnaviðskipta! 


mbl.is Ísraelar hefja sókn á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þessi pistill þinn er afar einhliða. Þú talar um USA og Ísrael. Hvaðan heldur þú að Hamas fái sín vopn? Eru vopn Hamas ókeypis? Veistu hvaðan þau koma?

Ísraelar fóru frá Gaza árið 2005 og eftirlétu Palestínumönnum svæðið. Hvað hafa þeir gert uppbyggilegt síðan þá? Hvað eru Palestínumenn að gera til að undirbúa stofnun sjálfstæðs ríkis? Á hverju ætlar sjálfstætt ríki Palestínumanna að lifa? Ölmusu eins og hingað til?

Eftir að þrír ísraelskir unglingar voru myrtir á leið heim úr skóla jók Hamas mjög flugskeytaárásir sínar á Ísrael. Eiga Ísraelar bara að taka því og ekkert gera? Ísraelar samþykktu vopnahlé fyrir nokkrum dögum en Hamas og vopnabræður þeirra höfnuðu. Finnst þér þetta lýsa friðarvilja af þeirra hálfu?

Nú er málum svo komið að margir í Egyptalandi hvetja Ísraela og vilja að þeir gangi milli bols og höfuðs á Hamas. Getur þú ekki dregið einhverjar ályktanir út frá því? Egyptar loka Rafah, ekki Ísraelar.

Fyrir um mánuði var gerð skoðanakönnun á Gaza þar sem 450 manns voru spurð um afstöðu sína til Hamas. Hamas kom mjög illa út úr þeirri könnun. Hvað segir það þér, ef eitthvað?

Hamas og vopnabræður þeirra nota íbúðarhús, skóla og moskur til að fela vopn og hika ekki við að nota almenna borgara sem mannlega skyldi. Brot á hvaða sáttmála er það?

Friði verður ekki komið á nema Palestínumenn eignist leiðtoga sem vilja frið. Í dag hafa þeir því miður enga slíka :-(

Helgi (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 06:20

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst eins og þú Helgi talir eins og sá sem lítur á vettvanginn með augum herstjórans.

Mjög hæpið er að alhæfa um of: Þó svo ýmsir séu herskáir þá er rangt að yfirfæra það yfir á heila þjóð. Þannig voru nasistar fremur minnihluti Þjóðverja á sínum tíma sem börðu niður alla gagnrýni með harðri hendi. Þetta er að endurtaka sig núna í Ísrael þar sem ríkisstjórnin framfylgir mjög harkalegri stefnu gagnvart Palestínu sem æsir upp öfgamenn.

Auðvitað er vopnasmygl ekki af því góða. Og af hverju er ekki kappkostað að koma í veg fyrir það. Getur verið að þeir hagsmunaaðilar sem þar koma við sögu eigi einnig ítök í stjórnkerfi Ísrael. Það er ekki óhugsandi.

Sennilega eru mun fleiri í Ísrael sem vilja leita friðsamari leið en þessa hernaðarleið sem er bæði rándýr og vægast sagt mjög umdeild.

Mér er minnisstætt of stutt viðtal við 2 konur sem birtist í RÚV á dögunum, önnur frá Ísrael, hin Palestínu. Þær áttu sameiginlegan harm og daprar minningar frá stríðsátökunum, höfðu báðar misst nána ættingja og vini. Þær báðar þráðu frið og friðarviðræður er ætíð unnt að hefja ef þeir vopnaglöðu halda aftur af sér.

Sennilega er friðsamlegri lausn mun ódúyrari og farsælli leið en vopnaskakið!

Guðjón Sigþór Jensson, 18.7.2014 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 242909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband