Spilling

Nú er maður nánast orðlaus yfir nýjasta „afreki“ ríkistjórn braskaranna á Íslandi. Að Hannesi Hólmsteini sé falin yfirstjórn að rannsaka erlenda áhrifahætti sem tengist bankahruninu á Íslandi er illa varið skattfé landsmanna. Þessi maður getur vart talist vera heppilegasti maðurinn til þessa starfs því hann er hvorki hlutlaus til verkefnisins né sérlega vel til þess hæfur að rannsaka eitthvað sem tengist efnahagslegum hagsmunum þar sem hann var aðal hugmyndafræðingur þeirrar spillingar og brasks sem tengja má frjálshyggjunni og leiddi til bankahrunsins.

Með þessu er ríkisstjórnin að hygla vildarmanni sínum sem er einn furðulegasti fræðimaður á sviði óheftrar gróðahyggju á kostnað venjulegs fólks. Því miður var það fyrst og fremst frjálshyggjan en ekki Bretar sem dró íslensku þjóðina á asnaeyrunum fram af hengifluginu og nú ætlar ríkisstjórnin að bíta í skottið á sjálfri sér og upphefja þennan furðulega fræðimann sem skilið hefir okkur í óráðsíu og spillingarfeni hagfræði andskotans.

Kommúnisminn var á sínum tíma slæmur. Spurning er hvort hagfræði Hannesar og frjálshyggjunnar reynist ekki jafnvel enn verri þegar upp er staðið.

Mikill er spillingaróþefurinn af þessari ákvörðun og mun lengi í minnum háð meðan land byggist.


mbl.is 10 milljónir fyrir skýrslu Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband