Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Enn eitt slysið þar sem vélsleði kemur við sögu

Því miður er ríkjandi mikil léttúð meðal margra landa okkar. Mörgum finnst sjálfsagt að gera það sem honum sýnist og sérstaklega þykir gaman að hafa mörg hestöfl milli handanna til að fara geyst. Oft er áfengi með í för og það getur haft alvarlega afleiðingu í för með sér.

Sjaldan gera slys boð á undan sér og oft er undirbúningi áfátt. Mörgum finnst jafnvel sjálfsagt að björgunarsveitir séu ætíð viðbúnar því að fara til fjalla að leita að fólki. Oft setja björgunarsveitarmenn sig í lífshættu. Þeir eru í þessu af áhuga og yfirleitt alltaf í sjálfboðavinnu.

Eigi er ljóst hve tjón samfélagsins er mikið þar sem kæruleysi og léttúð kemur við sögu. Oft hefur mátt koma í veg fyrir óþarfa útköll með betri undirbúningi og fyrirhyggju.

Björgunarsveitir eiga hiklaust að setja upp gjaldskrá fyrir þá þjónustu sem þær veita. Þar á að reikna með öllum útlögðum kostnaðir og jafnvel að einhverju leyti launakostnaður sé reiknaður með. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast á ferð þar sem áhætta er mikil verði að kaupa tryggingu hjá tryggingarfélagi.

Slík ákvörðun björgunarsveita myndi ábyggilega draga verulega úr vélvæddum tómstundum þar sem vitað er að akstur utan viðurkenndra leiða kemur við sögu. Við eigum að taka upp vinnubrögð sem viðurkennd eru víðast hvar annars staðar. Má t.d. vísa til Sviss í því sambandi. Enginn gengur á Matterhorn né önnur varhugaverð fjöll nema hafa sýnt bæði að hafa keypt tryggingu til greiðslu björgunarkostnaðar ef á það reynir. Víða er umferð vélknúinna farartækja stranglega bönnuð, t.d. vélknúinna báta sem annara tækja á vötnum.

Mosi


mbl.is Féll í sprungu á Langjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Skógrækt þarf að efla með öllum ráðum og dáðum. Við búum í skógfátækasta landi heims ef undan er skilið Grænland og Færeyjar.

Fátt er skemmtilegra en að ganga í skóglendi og njóta skjólsins og annarra þeirra gæða sem skógurinn veitir. Við getum auk þess bundið mikið magn koltvísýrings með aukinni skógrækt. Og skógarafurðir verða ætíð verðmætari eftir því sem skógurinn verður eldri.

Getum við verið án skógræktar?

Mosi


mbl.is Þúsund ný störf í skógrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsyn nákvæmni í notkun orða

Sögnin að gruna fylgir vísbendingu sem eftir er að sanna, m.a. með öðrum sönnunargögnum t.d. hugsanlegri játningu og vitnisburðum vitna. Í þessu tilfelli var brotamaður staðinn að verki og er handtekinn í framhaldi af eftirför. Því er með öllu óskiljanlegt að hann sé grunaður um afbrotið nema hugsanlega að lögreglan hafi annan grunaðan um þátttöku eða hlutdeild í brotinu.

Blaðamenn sem skrifa fréttir þurfa eðlilega að setja sig vel inn í eðlilega orðnotkun sem tengist fréttinni. Gott er að lesa sig til en töluvert lesefni er fyrir hendi þar sem afbrot koma við sögu.

Ekki spillir að hafa einhverja þekkingu á refsirétti sem er ein allra skemmtilegasta grein lögfræðinnar enda fjölbreytni mikil og reynir vel á þekkingu.

Oft ruglast blaðamenn á dómum og úrskurðum. Úrskurðir dómara varðar ákvörðun um tiltekið einstakt álitaefni t.d. hvort kalla á til vitni eða ágreining sem tengist einhverjum hluta máls. Grunaðir eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald meðan rannsókn málsins fer fram. Dómar hinsvegar eru endanleg ákvörðun dómstóls í öllu málinu. Þetta er meginreglan en auðvitað eru undantekningar: Þannig er ákvörðun fógetaréttar sem og uppboðsréttar jafnan úrskurðir en öll mál sem koma fyrir Hæstarétt eru dómar.

Nokkuð flókið fyrirbæri en rétt skal vera rétt.

Mosi


mbl.is Krafa gerð um gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurskoðum afstöðu okkar gagnvart Icesafe

Sífellt koma fram nýjar upplýsingar um þessi dæmalausu Icesafe mál. Í Spegilinum eftir kvöldfréttir útvarpsins kemur fram að bresk yfirvöld sýndu af sér óvenjulega léttúð gagnvart umsvifum íslensku bankanna í Bretlandi. Þeim BAR að sýna betri aðgæslu um þessi mál.

Í skaðabótarétti eru þau viðhorf ríkjandi að þegar sá sem telur sig verða fyrir tjóni, verði að gera ALLT sem í hans stendur að draga sem mest úr tjóninu. Hvað gera bresk yfirvöld? Þau gera þvewrt á móti að magna sem mest tjónið og þá fyrst og fremst með þeirri ákvörðun sinni að beita Íslendinga hermdarverkalögunum bresku. Engin skilyrði voru fyrir hendi að bresk yfirvöld beittu hermdarverkalögunum gagnvart herlausri þjóð sem aldrei hefur farið með ófrið gagnvart neinni annarri þjóð! Þessi fjárhagslegu mál eru fyrst og fremsty vegna vanrækslu breskra og þáverandi íslenskra yfirvalda.

Í dag eru birtar í Morgunblaðinu mjög góðar greinar á sömu síðu: Er önnur eftir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara, hin eftir Ögmund Jónasson ráðherra. Báðar þessar greinar ættu að vera skyldulesning allra þeirra sem mál Icesafe lætur sig varða. Jón leggur áherslu á að þetta mál eigi fyrst og fremst heima í dómsölum og að bresk yfirvöld verði að reka þau mál fyrir íslenskum dómstólum. Ögmundur bendir réttiloega á, að Bretland og Holland eru gamlar nýlenduþjóðir sem haga sér eins og fyrrum nýlkenduherrar gagnvart smáþjóð. Hafi báðir þessir greinarhöfundar bestu þakkir fyrir.

Við eigum að taka Icesafemálið til alvarlegrar endurskoðunar! Látum ekki Breta og Hollendinga kúga okkur að ósekju! Icesafe málið er ábyrgð fyrrum stjórnenda Landsbankans og annarra banka en ekki þjóðarinnar!

Mosi


mbl.is Icesave kostar minnst 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að biðja guð almáttugan að bjarga sér

í skáldsögunni MAÐUR OG KONA eftir Jón Thoroddsen segir frá skúrkinum séra Sigvalda. Undir lok sögunnar eru klækir hans afhjúpaðir og hann verður mjög hugsi yfir því að standa frammi fyrir þeim gjörðum sem hann ber öðrum fremur ábyrgð á. Þegar fokið er í öll skjól verður honum að orði: Ætli sé ekki kominn tími að biðja guð að hjálpa sér!

Gunnar Birgisson hefur ætíð verið mjög umdeildur maður. Þegar hann sat á þingi var eitt einasta mál sem hann bar sérstakt dálæti á: að innleiða aftur hnefaleika á Íslandi! Þrátt fyrir margar aðvaranir um alvarleika þessa máls, kom Gunnar með látum þessu uppáhaldsmáli sínu gegnum þingið.

Þessi maður hefur oft verið til vandræða í samfélaginu og svo er að sjá að ekki sjái fyrir endann á því fyrr en hann verði útilokaður frá áhrifastöðu í íslensku samfélagi. Ferill hans hefur alltaf verið mjög umdeildur og sjálfsagt tekur langan tíma að rekja alla vitleysuna sem Gunnari hefur tekist að flækja skattborgara í.

Við skulum minnast þess þegar fyrirtæki á hans vegum óð á skítugum  skónum um Heiðmörkina til að koma fyrir umdeildri vatnslögn hér um árið.

Það verður ekki eftir sjá að þessum umdeilda manni umvöfnum spillingu á ýmsar lundir.

Mosi


mbl.is Framsókn leggst undir feld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarlýðræðið

Stjórnvöld í Íran töldu sig geta komist upp með að halda völdum þrátt fyrir að ýmislegt benti til að aðrir hefðu notið meira fylgis. Þessar kosningar voru eins og hver önnur sýndarmennska enda fer engum fregnum af að alþjóðlegt eftirlit hafi verið með þeim.

Athygli vekur að tölur bárust seint og illa. Á Íslandi var það átalið einhverju sinni þar sem atkvæðakassar voru geymdir yfir nótt og kannski verið farið í kjörkassa til að breyta nokkrum þúsunda atkvæða, stjórnvöldum í hag. Eftirlit með kosningum þarf alltaf að vera gott og eins að framkvæmd kosninga sé eftir góðum venjum eins og tíðkast hjá siðuðum þjóðum.

Mosi


mbl.is Fjölmenn mótmæli í Teheran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er formaður Framsóknarflokksins athyglissjúkur?

Ótrúlegt er hve núverandi formaður Framsóknarflokksins er iðinn við að koma sér fyrir í fjölmiðlum landsmanna. Varla er eitthvað blað opnað eða útvarp eða sjónvarp, að ekki sé endalaus vaðall út úr honum? Mér finnst þetta minna orðið eins og þegar maður sturtar niður í salerninu, hljóðið í formanni Framsóknarflokksins er eins og vatnaniðurinn sem líður niður í holræsakerfi höfuðborgarsvæðisins! Maður er fyrir löngu hættur að nenna að hlusta á, enda þó maður reynir að hlusta, þá eru eyru manns uppfull af svipuðum hljóðum og heyra má í vatnssullinu á leið sinni gegnum skolpræsin.

Kannski formaðurinn mætti spara dálítið stóru orðin. Hann heldur uppi vaðli sem betur væri einhvers staðar betur geymdur þar sem enginn venjulegur borgari þurfi að hlusta á hann né heyra. 

Mosi


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef rétt reynist...

Ef rétt reynist, þá hefur bankastjóri þessi verið á mjög gráu svæði að ekki sé sterkar tekið til orða. Hafi hann veitt sér betri kjör en öðrum lánþegum, þá er hann ekki aðeins á gráu svæði, heldur að mismuna lánþegum með því að veita sjálfum sér betri kjör.

Í Guðfræðideild Háskóla Íslands er kennd siðfræði. Víðar mætti kenna siðfræði, t.d. í Félagsfræðideild, Lögfræðideild og Viðskiptafræðideild. Ætli viðskiptasiðferði væri ekki betra á Íslandi og á hærra stigi ef þeir sem greinilega eru svo afvegaleiddir í gróðahyggjunni myndu ekki standast slík próf?

Viðskiptasiðferði er ekki upp á marga fiska á Íslandi, því miður.

Sigurjón á annað hvort að greiða þegar upp þetta lán eða sætta sig við að lánið sé látið lúta nákvæmlega sömu kjörum eins og aðrir skuldarar bankanna verða að sætta sig við.

Mosi


mbl.is Sigurjón lánaði sjálfum sér fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugagangur?

Er ekki komið nóg af því góða? Þarna má greinilega spara og beina starfsemi Orkustofnunar að því sem ekki má spilla.

Gullfoss er friðaður og er með öllu óskiljanlegt að sífellt er verið að viðra upp gamlar hugmyndir að virkja hann.

Drauginn verður að kveða niður!

Mosi


mbl.is Gullfoss á milli virkjana?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neytendum gefið langt nef

Í Borgarnesi þar sem eg er staddur í augnablikinu er nánast sama gjald fyrir bensínlítrann upp á krónu!

Það hefur lengi verið háttur hjá sumum aðilum að hafa fólk að fíflum. Má þar t.d. benda á 100% lán út á íbúðir hérna um árið. Allt of margir féllu í þá gryfju að taka slík lán á kjörum sem ekki gátu staðist til lengri tíma.

Mosi

 


mbl.is Skeljungur lækkar bensín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband