Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hættulegur vegakafli

Á um kílómetra löngum spotta um Grundarhverfið á Kjalarnesi er hámarkshraði ökutækja um Vesturlandsveg færður niður úr 90 í 70 km hámarkshraða. Margir ökumenn sem farið hafa eftir þessu, hafa sumir hverjir orðið fyrir því að næsti ökumaður á eftir, fari fram úr viðkomandi og valdi aukinni hættu á slysum.

Þarna þarf auðvitað að útbúa sem allra fyrst göng undir veginn eins og svo víða er þar sem mikilvæg og fjölfarin umferðaæð fer um þéttbýliskjarna. Meðan það verk er undirbúið og unnið, þarf lögregla að sinna eftirliti þarna og sekta ökuníðinga,jafnvel svipta ökuréttindum. En það er auðvitað ekki einfalt þegar jafnvel er fækkað í liði lögreglunnar vegna sparnaðar.

Mosi

 


mbl.is Þolinmæði Kjalnesinga á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð var á rangri hillu

Ljóst er að Davíð var aldeilis ekki rétti maðurinn í Seðlabankanum. Ummælin sem höfð eru eftir honum benda til þess að hann hafi hagað sér eins og heimafrekur hundur sem lætur enga aðra komast nær tíkinni en góðu hófi sæmir. Hann var á rangri hillu í stjórnkerfinu.

Seðlabankastjóri sem og allir ráðamenn þurfa alltaf að vera viðbúnir að vera jákvæðir að finna góða leið til vinsamlegra samskipta bæði þegar erlendir sem innlendir aðilar eiga hlut að máli. Þar gengur hvorki hroki né hortugheit. Menn geta hagað sér eins og þeir vilja heima hjá sér en ekki í opinberri þjónustu. Það varð bæði þeim fóstbræðrum Geir og Davíð að falli.

Á örlagastundu brugðust þeir þjóðinni með ótilhlýðilegri framkomu sinni hvor á sínum vettvangi. Skellurinn og skaðinn varð því meiri fyrir land og þjóð en þörf var á.

Mosi


mbl.is Davíð lét AGS heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja svo gúrkutíðin er byrjuð?

Hvers vegna að eyða tíma og fyrihöfn í svona ekkifrétt? Væri ekki margt þarflegra að ræða um en um það hvort einhver setti afturendann á sér framan í einhvern á einhverju mannamóti erlendis sem okkur mörlandanum kemur akkúrat ekkert við?

Öllu merkari er fréttin af útigangsfénu sem fannst á dögunum uppi í Borgarfirði á jörð brakara úr Reykjavík. Hvað verður um það fé sem vera kann ómerkt? Á að fara með það sem óskilafé?

Eitthvað virðast réttir og fjallaskil hafa mistekist. Saknaði enginn bóndi sauða sinna?

Mosi

 


mbl.is Atvikið á MTV sviðsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 243585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband