Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Frábært framtak

Orri Vigfússon á þakkir skildar fyrir framtak sitt. Og að hitta þessa merku bandarísku konu sem nú stýrir fulltrúadeild bandaríska þingsins hingað til lands að kynna henni hvað við Íslendingar erum að gera er mjög mikilvægt. Nú í ár verður þess minnst og óskandi okkur til sóma og framdráttar, að öld er liðin frá því að hitaveituvatn var notað til upphitunar húss á Íslandi. Við höfum aflað okkur gríðarlega verðmætrar þekkingar og þróað aðferðir að nýta jarðhitann. Sennilega er hér um einn mikilvægasta þáttinn sem við getum lagt allri heimsbyggðinni af mörkum reynslu okkar og þekkingar.

Nancy Pelosi verður kærkominn gestur okkar.

Mosi alias

 


mbl.is Nancy Pelosi íhugar Íslandsheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forneskjuvinnubrögð

Einkennilegt er að enn eru bændur og ýmsir aðrir að brenna sinu. Það er eins og þessir sömu séu að fæla allt fuglalíf í burtu eða valda grönnum sínum sem mestri gremju. Nú er það margsannað að sinueldar valda ekki einungis ama heldur myndast enn meiri sina næsta sumar. Hverju það sætir er jú þær jurtir sem eru viðkvæmar fyrir eldinum, trjákenndur gróður og ýmsar lágplöntur nánast hverfa úr sviðinni jörð en aðalsinuvaldurinn, snarrótarpunkturinn sem ekki þykir vera sérlega vinsæll meðal bænda, veður nánast uppi í allri sinni dýrð eftir sinubruna enda mun snarrótin þola hitann frá eldinum mjög vel, betur en flestar aðrar jurtir. Þannig bítur skussinn skottið á sjalfum sér. Megi hann sitja sem lengst upp með skömmina.

Mosi 


mbl.is Fjölmargar kvartanir vegna sinubruna í Eyjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðugt markmið

Hér er um verðugt markmið að ræða sem óskandi er að gangi eftir. En alltaf er spurning um hvernig fjárveitingavaldið sinnir þessu nauðsynlegu starfi?

Því miður hefur það viðgengist að ráðamenn setji fram markmið sem ekki eru mjög raunhæf. T.d. áttum við að eignast bestu háskólana o.s.frv. en það mátti helst ekki kosta nokkkurn skapaðan hlut fram yfir það sem nú er kostað til.

Því er spurning hvort þessu megi ekki líkja á hrossabóndann sem væntir þess að geta sótt bestu gæðingana í stóðið sem er sett út á guð og gaddinn og lítt hugsað um allan veturinn?

Mosi


mbl.is LSH komist í hóp fimm bestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg viðbrögð

Okkur Íslendingum finnst nokkuð einkennilegt að stytta geti orðið tilefni að blóðugum átökum. En styttan var óumdeilanlega reist í pólitískum tilgangi sem átti að hafa vissan boðskap til Eista:  yfirráð Rússa í landinu. Því er mjög eðlileg viðbrögð þeirra að vilja fjarlægja styttu þessa eins og önnur tákn um valdið og stjórn erlends ríkis sem beitti þá kúgun. Við á Íslandi sem aldrei höfum upplifað að hér færi fjandsamlegur erlendur her um landið, rænandi og ruplandi, eigum erfitt með að ímynda okkur alla þá skelfingu og rót sem verður sem afleiðing þess ástands. Er nokkuð eðlilegra en að Eistar vilji hafa svona minnismerki burt?

Mér finnst að íslenskir ráðamenn þurfi að skoða þessi mál og ígrunda vel áður en samið er við erlent ríki um landvarnir, kannski undir yfirskyni samvinnu. Þarna á eg við þessa umdeildu samninga sem framsóknarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir var að undirrita nú í vikunni. Áherslurnar eiga að vera á borgaralegum grunni og ekki hernaðarlegum forsendum eins og sitt hvað bendir til. Eg sem friðsamur Íslendingur grét krókódílatárum þegar herþotur og önnur stríðstól Bandaríkjamanna voru flutt í burtu frá Íslandi árið sem leið. Mér finnst röskunin sem þessar herþotur geta valdið í íslenskri náttúru vera hreint skelfileg. Einu sinni var eg staddur með þýskum ferðahópi við fuglaskoðun á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Allt í einu komu tvær svona herþotur á þvílíkum hraða rétt yfir okkur og hurfu von bráðar sjónum. En allt fuglalífið varð fyrir slíkri röskun að þeir flugu allir upp með gargi miklu í uppnáminu sem þessi mikli djöfulgangur olli og ekki komst kyrrð á fyrr en löngu seinna. Er þetta sem við erum að bjóða erlendum blygðunarlausum herglönnum upp á? Í her er sitt hvað leyft sem er annars er ekki heimilt í borgaralegu starfi.

Nei við eigum að leggja áherslu á að virða friðinn og sýna þeim þjóðum sem vilja eiga friðsöm samskipti þá virðingu og skilning sem þau eiga skilið. Mér finnst því rétt að Eistar taki ofan styttur sem þessa. Hvað um hana verður, hvort hún verði brædd upp og steyptar e.t.v. kirkjuklukkur til friðsamra nota skal ósagt látið. En Eistar geta einnig skilað þessu til föðurhúsanna sem hverju öðru óskilagóssi sem Rússar hafa skilið eftir í landi þeirra.

Mosi


mbl.is Rússar hóta aðgerðum vegna styttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Framsóknarflokkurinn hafinn yfir lög í landinu?

Mörg eru hneykslin sem tengjast hafa Framsóknarflokknum gegnum tíðina. Þessi flokkur virðist telja sig hafinn yfir allar reglur, landslög sem og siðareglur sem mér finnst hafa vantað mjög mikið á því háaeða lága Alþingi hvort sem landsmenn vilja hafa það.

Ekkert hefur flokki þessum verið heilagt hvorki kyrrð hálendisins, niður fossins, kvak fuglsins, ilmur blómsins: þessu er öllu fórnað á altari skyndigróðans af riddurum Framsóknarflokksins.

Svo kemur upp þessi frétt með verðandi tengdadóttur umhverfisráðherrans. Að hún öðlist íslenskan ríkisborgararétt eftir einungis 15 mánaða dvöl í landi þegar lögin segja lágmark 36 mánuði eða önnur sérstök skilyrði sem ekki eiga við í þessu tilviki.

Mér finnst að þetta þurfi að rannsaka hvernig þetta mátti gerast. Til að öðlast ríkisborgararétt þarf að uppfylla ákveðin og viss skilyrði sem viðkomandi uppfyllir aldeilis ekki. Nú er ráðherra lögfræðingur að mennt og ætti að vita að öll frávik frá lögum hafa ætíð haft mjög slæm fordæmisáhrif. Eftir höfðinu dansa limirnir - hvernig ætlast ráðherrann og lögfræðingurinn að aðrir virði landslög þegar þau eru þverbrotin í örskotshelgi?

Spurning hvort um vítavert kæruleysi sé að ræða af ráðherra vegna þessa máls eða hvort það hafi verið einbeittur ásetningur að brjóta lögin um ríkisborgararétt. Skýringa er alla vega þörf og það án undandráttar!

Mér finnst vera spurning hvort þetta sé ekki ástæða til að fara fram á það að ráðherra segi þegar af sér ráðherradómi og jafnvel setu á alþingi!

Framsóknarflokkurinn mætti mín vegna hverfa af þingi og heyra alveg sögunni til. Hans yrði EKKI saknað því minningar um margvíslega spillingu af ýmsu tagi væri gott tilefni að hreinsa andrúmsloftið eftir þessa voðalegu stjórn þessa flokks.

Mosi alias 


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill hagnaður sem skilar sér ekki til hluthafa

Óska má stjórnendum Kaupþings banka til hamingju með feiknagóðan árangur.

En eitthvað finnst mér athugavert við arðgreiðslur í fyrirtæki sem sankar að sér meiri gróða en nokkuð annað fyrirtæki sem starfar á Íslandi um þessar mundir:

Fyrir framan mig er arðgreiðslumiði vegna 2007. Af 3.086 hlutum er greiddur arður 14 krónur fyrir hverja krónu nafnverðs eða 43.204 og að frádregnum 10% skatti standa 38.883 eiganda hluta þessara til ráðstöfunar. Nú hefur markaðsverð hvers hlutar verið tæplega 1.100 krónur þannig af ríflega 3 milljóna eign er arðurinn einungis tæplega 40.000 krónur. Þetta þættu lélegar heimtur af fjalli. Spurning hvort að óbreyttu sé þetta góður fjárfestingakostur fyrir venjulegan sparifjáreiganda.

Mosi alias

 

 

 


mbl.is Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víðsýni er gott!

Þessi ákvörðun er ábyggilega prýðileg. Íbúð á efstu hæð er ávísun á gott útsýni og þar með aðauka víðsýni og því fylgir gott næði. Allt góðir kostir fyrir athafnamann. Þá er þetta örugglega mjög góð fjárfesting enda verð á íbúðum á þesu háa plani í hæstu hæðum.

Mér hefði þótt verra að vita til þess ef þessi ágæti athafnamaður sem stuðlað hefur að lágu vöruverði á Íslandi ásamt föður sínum, hefði keypt sér ódýra kjallaríbúð einhversstaðar í Nýju Jórvík. 

Vona að hann njóti útsýnisins og fái góðar hugmyndir að efla hag sinn og landa sinna.

Bestu kveðjur 

Mosi 

 


mbl.is Jón Ásgeir keypti sér íbúð í New York fyrir 10 milljónir dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt sem ekki ætti að koma á óvart

Öðru hvoru koma nýjar upplýsingar um þessa framkvæmd eystra. Þessi frétt er ein sú hræðilegasta og vekur upp margar spurningar. T.d. er sú spurning sem leitar einna dýpst á marga: hversu mörg mannslíf hefur bygging þessa umdeilda mannvirkis kostað? Vitað er um 3 Íslendinga sem látist hafa snemma á framkvæmdatímanum. Þar sem erlendir starfsmenn Impregíló eru um 10 sinnum fleiri mætti með einföldum þríliðuútreikningi reikna með að alls hafi látist 30 manns. En engar fréttir fáum við af öðru en að allt sé í besta gangi uns reyðarslagið ríður nú yfir: 180 manns fárveikt meira og minna vegna slæmra aðstæðna!

Vonandi verður þessa mannvirkis ekki minnst í Íslandssögunni sem minnismerki um brostnar vonir um aukna hagsæld Austfirðinga. Því miður er ýmislegt sem bendir til að fyllstu ástæðu sé að óttast um það og með hverjum deginum sem líður dregur úr þeirri von að þetta mannvirki verði tilbúið á réttum tíma. Nú er verið að koma hverri deiglunni í gagnið í risastórri álbræðslu Alkóa austur á Reyðarfirði. Og brátt kemur að því að stóra stundin renni upp og gangsetja eigi þær deiglur sem vænst er að fái rafmagn úr þessari virkjun bjartsýni og skyndihagvaxtar eftir óskum og von vissra stjórnmálamanna.

Mosi


mbl.is 180 starfsmenn hafa veikst í Kárahnjúkagöngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tíðindi

Alltaf er fróðlegt að heyra fregnir sem tengjast gömlum munum og þar með menningararfi þjóðarinnar. Dapurlegt er að lesa að prestur nokkur á 19. öld hafi selt gripina úr landi en um sama mann er að ræða og átti þátt í stofnun Forngripasafnsins eins og Þjóðminjasafnið nefndist fyrrum. En í þann tíð voru prestar fremur illa launaðir og deildu kjörum sínum að verulegu leyti með sótsvörtum almúganum.

Eitt finnst mér nokkuð óljóst orðalag í fréttinni: Var ríkisstjórnin að veita Þjóðminjasafninu hálfrar annarar miljón aukafjárveitingu til þessa verkefnis eða er verið að eyrnamerkja hluta af ráðstöfunarfé safnsins sem það fær úthlutað á fjárlögum? Þá er spurning í framhaldi hvort fjárveitingar til safnsins séu það knappar að e-s staðar verði að hefja niðurskurðarhnífinn á loft til að endar nái saman?

Mosi


mbl.is Íslenskir fornmunir frá Svíþjóð á Þjóðminjasafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru samningar um orkuverð einkamál Framsóknarflokksins?

Fróðlegt væri að fá upplýsingar um orkuverð og önnur praktísk atriði varðandi þessi nýjustu "afreksverk" Framsóknarflokksins 2-3 vikum fyrir kosningar.

En Framsóknarflokkurinn lítur á hlutverk sitt þannig að með leynilegum samningum við stóriðjuna megi færa flokknum einhverja tekjustofna, greiðslur sem nýta má í gegndarlausua áróðursmaskínu flokksins síðustu vikur fyrir kosningar?

Fyrstu samningarnir við Álbræðsluna í Straumsvík voru galopnir öllum þeim sem höfðu nennu á og úthald að stauta sig fram úr þeim flóknu textum. Þeir hljóðuðu upp á óvenjulágt lágt orkuverð en sérstakan einskatt skyldi álbræðslan greiða í ríkissjóð, framleiðsluskatt. Nú vilja álverin gjarnan losna við þetta framleiðslugjald og aðlaga rekstur sinn eins og önnur fyrirtæki landsins að skattaumhverfi sem almennt gildir. Nú þarf á þessum tímapunkti að taka upp sérstakan skatt vegna umhverfisins, umhverfisskatt eða mengunargjald. Með þeim ætti að vera tilgangurinn að mæta þeim mjög háa kostnaði sem felst í umfangsmiklum mótaðgerðum að binda gróðurhúsalofttegundir. Talið er af sérfræðingum Skógræktar ríkisins að nú þurfi að gróðursetja skóg á Íslandi sem þeki um 9 þús. ferkílómetra eða áþekkt landssvæði og jöklarnir í dag eða hraunin. Það er feyknamikill kostnaður við skógrækt ef rétt er haldið á spöðunum. Við Íslendingar getum ekki með nokkru móti sætt okkur við að Framsóknarflokkurinn gefi álfyrirtækjunum eftir ókeypis mengunarkvóta þeim til handa jafnvel þó svo þessi fyrirtæki séu tilbúin að inna einhverjar greiðslur af hendi sem lendir kannski fyrst og fremst í kosningasjóði Framsóknarflokksins.

Er Framsóknarflokkurinn tilbúinn að gera grein fyrir tekjum sínum af stóriðjunni? Meðan ekkert er að gert á þeim bæ skulu spjótin standa á stjórnmálaflokki þessum sem tilbúinn er að fórna öllu í þágu skyndigróða og skammtímasjónarmiða, öðrum atvinnumöguleikum Íslendinga til tafa og tjóns.

Samningar við stóriðjuna eru ekki einkamál Framsóknarflokksins!

Mosi 


Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband