Frétt sem ekki ætti að koma á óvart

Öðru hvoru koma nýjar upplýsingar um þessa framkvæmd eystra. Þessi frétt er ein sú hræðilegasta og vekur upp margar spurningar. T.d. er sú spurning sem leitar einna dýpst á marga: hversu mörg mannslíf hefur bygging þessa umdeilda mannvirkis kostað? Vitað er um 3 Íslendinga sem látist hafa snemma á framkvæmdatímanum. Þar sem erlendir starfsmenn Impregíló eru um 10 sinnum fleiri mætti með einföldum þríliðuútreikningi reikna með að alls hafi látist 30 manns. En engar fréttir fáum við af öðru en að allt sé í besta gangi uns reyðarslagið ríður nú yfir: 180 manns fárveikt meira og minna vegna slæmra aðstæðna!

Vonandi verður þessa mannvirkis ekki minnst í Íslandssögunni sem minnismerki um brostnar vonir um aukna hagsæld Austfirðinga. Því miður er ýmislegt sem bendir til að fyllstu ástæðu sé að óttast um það og með hverjum deginum sem líður dregur úr þeirri von að þetta mannvirki verði tilbúið á réttum tíma. Nú er verið að koma hverri deiglunni í gagnið í risastórri álbræðslu Alkóa austur á Reyðarfirði. Og brátt kemur að því að stóra stundin renni upp og gangsetja eigi þær deiglur sem vænst er að fái rafmagn úr þessari virkjun bjartsýni og skyndihagvaxtar eftir óskum og von vissra stjórnmálamanna.

Mosi


mbl.is 180 starfsmenn hafa veikst í Kárahnjúkagöngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband