Mikill hagnaður sem skilar sér ekki til hluthafa

Óska má stjórnendum Kaupþings banka til hamingju með feiknagóðan árangur.

En eitthvað finnst mér athugavert við arðgreiðslur í fyrirtæki sem sankar að sér meiri gróða en nokkuð annað fyrirtæki sem starfar á Íslandi um þessar mundir:

Fyrir framan mig er arðgreiðslumiði vegna 2007. Af 3.086 hlutum er greiddur arður 14 krónur fyrir hverja krónu nafnverðs eða 43.204 og að frádregnum 10% skatti standa 38.883 eiganda hluta þessara til ráðstöfunar. Nú hefur markaðsverð hvers hlutar verið tæplega 1.100 krónur þannig af ríflega 3 milljóna eign er arðurinn einungis tæplega 40.000 krónur. Þetta þættu lélegar heimtur af fjalli. Spurning hvort að óbreyttu sé þetta góður fjárfestingakostur fyrir venjulegan sparifjáreiganda.

Mosi alias

 

 

 


mbl.is Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru rúmlega 740 milljón hlutir í Kaupþing. Miðað við 14 kr. á hlut reiknast mér að þeir hafi greitt út 10,3 milljarða í hagnað til hluthafa eða rúmlega helming hagnaðarins.

Ertu viss um að það séu svo lélegar heimtur?

Markús (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

10.3 miljarðar eru einungis um 12% af þeim ríflega 80 milljarða hagnaði bankans í fyrra.

Tæpar 39 þús af rúmlega 3ja milljóna eignarhluta er léleg ávöxtun. Að vísu hefur gengið hækkað mjög mikið en það rokkar upp og niður og því ekki auðvelt að reikna út með mikilli nákvæmni.

Þetta kalla eg lélegar heimtur af fjalli.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.4.2007 kl. 14:24

3 identicon

en Mosi minn, þú gleymir því að hækkun á verði bréfanna var um 37% á síðustu 12 mánuðum. Eru það lélegar heimtur af fjármálafjallinu?

Burkni (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 14:32

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hlutabréf hafa það einkennilega eðli að hækka og lækka rétt eins og silfurpeningar.

Sá sem keypti fyrr í vikunni í bjartsýniskasti á genginu 1090 en seldi í dag á genginu 1070 vegna þess að hann komst að því að hann þurfti að losa fé hefur vart riðið feitu hrossi úr þeim viðskiptum.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 26.4.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband