Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Ađ bregđast viđ náttúruvá

Alltaf gerist aftur og aftur ađ náttúran lćtur til sín taka. Mjög misjafnt er hvernig brugđist er viđ og koma í veg fyrir hćttu.

Einkennilegt er ađ heilu hverfin verđi fyrir tjóni vegna fárviđris. Svo virđist sem fjölmörg hús séu byggđ eftir mun lakari stöđlum en viđ búum viđ á Íslandi. Ţá er einkennilegt ađ víđa er rafmagnslínur enn loftlínur í stađ ţess ađ leiđa rafmagn í ţéttbýli međ strengjum gröfnum í jörđ. Fyrir löngu var ţessu breytt í Reykjavík, sennilega fyrir nálćgt 40 árum var t.d. hús í Skerjafirđi tengd međ jarđkölum og loftlínur teknar niđur.

En vonandi draga Bandaríkjamenn lćrdóm af ţessu. Einkavćđing rafveitna er blindgata ţar sem ekki er hugsađ um rekstraröryggi, fremur um ađ hámarka gróđa eigenda.


mbl.is Milljónir búa viđ rafmagnsleysi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóhanna: Ekki gleyma miđjunni!

Í skákinni er lykillinn ađ sigra ađ ná miđjunni, ţ.e. reitunum D4, D5, E4 og E5. Ţannig er ţađ líka í pólitíkinni. Ţegar Kratar sveigja sig of mikiđ til vinstri ţá vinnur Framsókn og $jálfstćđisflokkurinn. Jóhanna má ekki gleyma miđjunni í stjórnmálunum ţar sem samstarfsflokkur hennar er vinstra megin viđ Samfylkinguna, okkar gamla góđa krataflokk.

Ef Jóhanna sveigir Samfylkinguna of mikiđ til vinstri verđu ţađ vatn á myllu afturhaldsaflanna í samfélaginu, fulltrúa braskaranna og fjárglćframannanna sem komu okkur á kaldan klaka haustiđ 2008.

Vonanadi glutra vinstri menn ekki tćkifćrinu ađ verđa lykilstjórnamálaafl á Íslandi eins og varđ eftir hruniđ. Braskaranir sluppu fyrir horn. Ţeir vilja gjarnan leika sama leik aftur og grćđa meira en nokkru sinni fyrr.

Ella er hćttan á ađ fulltrúar braskaranna vinni á og ţá styttist í nćsta hrun sem auđvitađ verđur í bođi ţeirra á OKKAR kostnađ! Gleymum ţví ekki hverjir borguđu og kostuđu hruniđ 2008. Ţađ voru litlir kallar eins og eg og ţú!

Staddur í Finnlandi. Góđar stundir en án fulltrúa braskaraaflanna.

 


mbl.is Barist um nýja og gamla Ísland
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđ tíđindi

Ragnar Ögmundarson og Vilhjálmur Bjarnason eru gamlir bekkjarfélagar, sá fyrri veturinn 1968-69 í MH en Vilhjálmur til margra ára í barnaskóla. Ţessir menn munu ábyggilega hafa góđ áhrif á stefnu Sjálfstćđisflokksins í efnahagsmálum, báđir ţrautreyndir og varkárir reynsluboltar í banka- og viđskiptaheiminum.

Ljóst er ađ fulltrúi braskaraveldisins í Sjálfstćđisflokknum megi sjá sćng sína útbreydda.

Ţeir Ragnar og Vilhjálmur munu ađ öllum líkindum vera líklegir ađ afla Sjálfstćđisflokknum aukiđ traust sem hann hefur misst mikiđ í ađdraganda hrunsins og eftir ţađ.

Nú ţarf Ragnar ađ gera rćkilega grein fyrir hvernig hann sá möguleika á ađ draga verulega úr ţví tjóni sem léttúđin í ađdraganda hrunsins leiddi yfir ţjóđina. Af hverju voru tillögur hans og ábendingar ekki virtar og leitast til ađ gera eitthvađ? Sú leiđ var valin sem kunnugt er ađ ađhafast ekkert í Stjórnarráđinu undir stjórn hins umdeilda Geirs Haarde sem ekkert vill kannast viđ ađ hafa gert eitthvađ rangt. En ţađ er auđvitađ augljóst ađ unnt er ađ baka sér refsiábyrgđ vegna ađgerđaleysis sem ađ gera eitthvađ vitlaust.

Góđar stundir!


mbl.is Sćkist eftir fyrsta sćti í Kraganum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ófögnuđur fyrrum bćjarstjóra

„Mađur líttu ţér nćr“ segir gamalt orđatiltćki. Meistari allra meistara kvađ marga sjá flís í auga nágrannans en kannast ekkert viđ bjálkann í eigin auga.

Fyrrum bćjarstjóra í Kópavogi fylgdi mikill ófögnuđur. Spilling var umtalsverđ og mikiđ var gert í ađ hygla vinum og vandamönnum. Ekki var alltaf fariđ eftir viđteknum venjum í stjórnsýslu og jafnvel valdníđslu beitt.

Nú er komiđ nóg af svo góđu. Gunnar er ekki sá stjórnmálamađur sem lítur yfir völl stjórnmála nema međ mjög huglćgum og hlutdrćgum hćtti. Fyrir honum er jafnrétti og ađ fara eftir lögum ekki rétta leiđin ţegar unnt er ađ hygla ţeim sem hann vill veita.

Góđar stundir en án leiđtoga á borđ viđ Gunnar Birgisson. 


mbl.is Ţetta ţarf ađ gera
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á Mannréttindadómstóllinn ađ vera í ţjónustu hrunmanna?

Landsdómsmáliđ gegn Geir Haarde var mjög eđlilegt framhald af bankahruninu. Hver bar mestu ábyrgđina eins og málin stóđu haustiđ 2008? Hann var dćmdur mjög vćgilega, ţar sem refsing var eiginlega nánast engin. Á reyndar Landsdómur lof skiliđ hvernig úr ţessu máli var leyst á mjög mannlegum nótum sem Hćstiréttur mćtti taka sér ađ mörgu til fyrirmyndar.

Auđvitađ eru ekki allir sáttir hvernig mál fara. Til er fólk sem sér eftir ćvisparnađi sínum sem hvarf í bankahruninu sem Geir Haarde átti sinn ţátt í ađ varđ. Ţetta fólk hefur sumt hvert reynt ađ fá hagsmuni sína viđurkennda fyrir dómi en oft án nokkurs árangurs en mikils kostnađar sem er mörgum óbćrilegur. Hagsmunir ţúsunda hafa orđiđ ađ engu, allt vegna kćruleysis og léttúđar vegna einkavćđingar bankanna.

Telji Geir Haarde sig hafa erindi ađ kćra vandrćđamál sín til Mannréttindadómsstóls Evrópu ţá er honum ţađ auđvitađ frjálst. En sjálfsagt kosta ţessi málaferli offjár og ekki er líklegt ađ hann fá nokkuđ annađ en fyrirhöfnina og enn meiri fjárútlátin út úr ţessu. Geir átti möguleika á ađ koma í veg fyrir hruniđ eđa draga verulega úr ţví og ţessi „glćpur“ verđur ekki tekinn af honum. En Geir iđrast einskis, hann telur ađ honum beri engin ábyrgđ á bankahruninu ţó svo margar tengingar eru viđ hann í ađdraganda hrunsins.

Mannréttindadómstóll Evrópu er ekki ígildi „hundahreinsunar“ ţar sem unnt er ađ fá heilbrigđisvottorđ í tilfelli Geirs n.k. siđferđisvottorđ ađ honum var bankahruniđ óviđkomandi. Hann var sem forsćtisráđherra yfirmađur Stjórnarráđsins og ţar međ framkvćmdavaldsins á Íslandi. Líkja má starfi Geirs sem skipsstjóra á skipi, „ţjóđarskútunni“ sem strandađi illilega vegna kćruleysis skipsstjórans í ađdraganda hrunsins. Ađ siglingalögum ber skipsstjóri ábyrgđ á skipi, áhöfn og farmi og ef hann sýnir eitthvađ kćruleysi og léttúđ í starfi sínu ber hann skilyrđislausa ábyrgđ.

Sennilega muni ýmsir aumkast yfir Geir. Ađrir finnast ţessi kćrumál ekki vera honum til frćgđarauka nema síđur sé.

Mjög líklegt er ađ Mannréttindadómstóll Evrópu vísi ţessu máli frá enda er ekkert í málaferlunum gegn Geir ţar sem reynt var ađ halla máli gegn rétti hans. Ákćran byggđist á ítarlegri rannsókn og sökin fólst einkum í ţví ađgerđarleysi nefnilega ađ gera ekkert, ekki nokkurn skapađan hlut, til ađ koma í veg fyrir hruniđ eđa draga úr ţví mikla tjóni sem ţađ olli landsmönnum öllum.

Hafi Geir nćga fjármuni ađ ráđstafa í ţetta stúss er honum frjálst ađ eyđa ţví í málarekstur sem kann ađ hafa meira tilfinningalegt fremur en praktískt gildi. Auđvitađ er öllum annt um ćru sína en um hana hefđi Geir mátt kćra sig betur fyrri hluta árs 2008 og ţangađ til allt varđ vonlaust ađ bjarga ţví sem bjargađ varđ. Ađdragandi hrunsins er nátengdur ađgerđarleysi Geirs sem hafđi ýmsa möguleika til ađ vinda ofan af bankakerfinu og óráđsíu bankastjórnenda áđur en allt varđ um seinan.

Góđar stundir.


mbl.is Geir kćrir til Mannréttindadómstóls
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţá kom ađ ţví

Ţegar haustar og kólnar má ćtíđ reikna međ ađ götur verđi varhugaverđar. Besta ráđiđ eru góđir vetrarhjólbarđar ekki endilega negldir ţví ekki koma naglaskammirnar alltaf ađ gagni nema fyrir ţá sem selja ţá. Og auđvitađ ţarf ćtíđ ađ fara varlega og miđa hrađa viđ ađstćđur. Naglarnir hafa oft komiđ mörgum í koll og vakiđ falska öryggiskennd hjá ýmsum.

Góđar stundir!


mbl.is Talsverđ hálka í Reykjavík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjarar smám saman undan formanninum

Gylfi hefur alltaf veriđ umdeildur. Hann hefur aldrei ţótt vera neinn sá skörungur sem margir fyrri ASÍ forsetar voru. Hann hefur oft veriđ nokkuđ undanlátsamur gagnvart atvinnurekendum og hefur fengiđ gagnrýni.

Gylfi er nokkuđ yfirlýsingaglađur án ţess ađ mikiđ annađ en loft sé ađ baki.

Vonandi ber ASÍ fólki sú gćfa ađ fá betri forystusauđ en Gylfa á nćstu árum.


mbl.is Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Siđleysiđ í viđskiptum

Ţessi kona er mikilmenni. Hún stóđ sig međ mikillri prýđi hér eftir hruniđ og miđlađi okkur međ dýrmćtri reynslu af grimmum fjármálabröskurum í Evrópu.

Ţví miđur hefur hún rétt fyrir sér. Siđferđi í viđskiptum virđist enn vera á ákaflega lágu plani hér á landi og lítt hefur veriđ sinnt ađ bćta ţađ.

Í rannsóknarskýrslu Alţingis um efnahagshruniđ var ákall um ađ bćta ţurfi viđskiptasiđferđi. Í nýjasta Tímariti Háskólans í Reykjavík er vikiđ ađ viđskiptasiđferđi og ţar er fariđ dáldiđ í ţessa sauma. Niđurstađan er ađ viđskiptamenningin virđist vera á lágu plani og auđvitađ verđur ekki neitt traust byggt upp ţegar svo stendur á.

Siđleysingjar hafa vađiđ uppi. Ţeir hafa barist seint og snemma međ hnúum og hnefum nánast gegn öllu sem núverandi ríkisstjórn vill byggja upp. Ekki mátti koma á aukinni hagrćđingu međ endurskipulagi Stjórnarráđsins, fćkkun ráđuneyta og ráđherra, ekki mátti endurskođa stjórnarskrána međ ađ fela sérstökum ţjóđfundi til ţess vandasama starfs og ekki mátti sćkja ţá til saka sem ábyrgđ báru á bankahruninu. Í ţeirra huga var bankahrun eins og hvert annađ viđskiptatćkifćri sem almúginn mátti borga eftir ađ ţrjótarnir höfđu hreinsađ öll verđmćti út úr fyrirtćkjunum.

Ef einhver vill koma lögum yfir ţá ţokkapilta sem höguđu sér eins og svćsnustu götustrákar í viđskiptum, stjórnuđu bönkum og fyrirtćkjum, beittu öllum tiltćkum ráđum til ađ auđga sig og sína. Ţá er von ađ sá sami sitji uppi međ sárt enniđ og tapađ mál og fé, fyrirhöfn mikil ţegar Hćstiréttur braskaranna hefur síđasta orđiđ međ sýknu skúrkanna og dćmir ţeim málskostnađ ţeim í hag.

Auđvitađ viljum viđ nýja nútímalega stjórnarskrá en ekki einhvern forngrip sem betur heyrir sögunni en nútímanum. Viđ mćtum sem flest á kjörstađ, segjum já viđ sem flestum spurningum á morgun, laugardag 20. október 2012.

Góđar stundir!

Međan svo fer fram er ekki von á góđu. Eva Joly vill vara viđ ţessari ţróun.


mbl.is Óttast annađ hrun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evrópusambandiđ tryggir friđsamleg samskipti

Aldrei í sögu Evrópu hefur veriđ jafnlangt friđsamt skeiđ og eftir ađ ríki Evrópu fóru ađ starfa saman á vettvangi EBE og EFTA og síđar Evrópusambandsins. Ţessi viđurkenning stađfestir ađ Evrópusambandiđ er á réttri leiđ.

Viđ eigum ađ líta á ţessa stöđu mála sem hvatningu ađ fullgilda ţátttöku okkar en auđvitađ međ okkar skilyrđum og okkar forsendum.

Góđar stundir!


mbl.is ESB fćr friđarverđlaun Nóbels
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađa stađreyndir?

Ţorvaldur Lúđvík Sigurjónsson, framkvćmdastjóri Atvinnuţróunarfélags Eyjafjarđar, kveđur umrćđur um áform Kínverjans Huang Nubo hafa einkennst af dylgjum: „Stađreyndir málsins hafa ekki fengiđ ađ komast ađ í umrćđunni, heldur hefur hún einkennst af upphrópunum“ eins og haft er eftir honum.

Sú draumsýn ađ ćtla sér ađ reka lúxúshótel í nćr 400 metra hćđ yfir sjávarmáli međ gólfvelli og öđrum lúxús á einu mesta harđindasvćđi landsins byggist á óvenjumikillri bjartsýni.

Hvađa stađreyndir á Ţorvaldur viđ?

Ţađ má benda á ađ Kínverjar hafa veriđ nokkuđ umsvifamiklir víđa um heim. Í Austur Afríku hafa ţeir komiđ sér upp n.k. kínverskri nýlendu sem er ekki í miklum tengslum viđ atvinnulíf frumbyggja ţar í landi.

Kínverjar eru ađ koma sér upp miklu flotaveldi, nú fyrir nokkru tóku ţeir í notkun gríđarlega öflugt flugmóđurskip og verđur ţađ sennilega rétt byrjunin.

Kínverjar hyggjast koma ađ námagreftri víđa um lönd, m.a. á Grćnlandi. Ţeir vilja tryggja sér ađgang ađ mikilvćgum hráefnum ţ. á m. úrani sem umtalsvert magn er taliđ vera af´bundiđ í jarđlögum Grćnlands.

Kínverjar vilja styrkja stöđu sína á Norđur Heimskautasvćđinu m.a. vegna hlýnunar jarđar og opnun styttri siglingaleiđa milli Austur Asíu, Evrópu og til austurstranda N-Ameríku.

Hefur Ţorvaldur ekki skođađ ţessar stađreyndir?

Og hvađ međ tengsl Huang Nubo viđ kínverska valdhafa?

Veit Ţorvaldur ađ Huang Nubo er nátengdur ţessum kínversku valdhöfum?

Og hvađ má gera á Grímsstöđum ţegar skammsýnir Íslendingar hafa opnađ landiđ fyrir kínverskum athöfnum á Íslandi?

Ljóst er ađ hótel á Grímsstöđum verđur ađeins nýtt í um 8-12 vikur á ári. Ţar kemur veđur og samgöngur í veg fyrir betri nýtingu. Svona starfsemi ţarf ađ reka allt áriđ sem mörgum virđist yfirsjást. Hins vegar má á Grímsstöđum byggja upp umfangsmikinn framleiđsluiđnađ byggđan meira og minna á stolnum hugverkum annarra. Kínverjar hafa hunsađ mannréttindi hvort sem ţađ eru persónuréttur eđa réttur til hugverka. Núverandi stađa Íslands er kjörinn stađur fyrir framleiđslu međ útflutning til Evrópu í huga.

Á Grímsstöđum vćri haft ađ hafa umtalsvert njósnanet í allar áttir. M.a. ađsetur tölvuhakkara til ađ komast yfir mikilvćgar upplýsingar bćđi hernađarlegar, stjórnmálalegar og viđskiptalegar vestan sem austan Atlantshafs.

Ţá eru Grímsstađir kjörnir sem ađsetur ćfingabúđa fyrir hermenn viđ erfiđar ađstćđur. Leikjaglađir Íslendingar fengju sennilega mörg verkefni viđ akstur og viđhald tćkja ef af ţessu verđur sem Ţorvaldur mćtti kynna sér.

Ţá er enn ein stađreynd:

Tíbet lögđu Kínverjar undir sig um miđja síđustu öld og fóru létt međ. Ţeir hafa lengi viljađ leggja undir sína lögsögu eyjuna Taiwan en ekki haft erindi sem erfiđi af ţví. Eyjan í norđur Atlantshafi, Ísland, gćti orđiđ mun léttari biti fyrir kínverska heimsvaldasinna en Tíbet á sínum tíma.

Ef ţessar stađreyndir liggja ekki ljósar fyrir, ţá er spurningin ţessi til Ţorvaldar framkvćmdarstjóra:

Hvađa stađreyndir hafa ekki komiđ fram ađ mati Ţorvaldar framkvćmdastjóra Atvinnuţróunarfélags Eyjafjarđar?

Góđar stundir en án skammsýnnar umrćđu sem kann ađ varđa takmörkun sjálfstćđis ţjóđarinnar. 


mbl.is Umrćđur upphrópana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • IMG_1616
 • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
 • Bútur af járnbrautarteinum?
 • ...259_1074252
 • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 0
 • Sl. sólarhring: 1
 • Sl. viku: 22
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 21
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband