Góð tíðindi

Ragnar Ögmundarson og Vilhjálmur Bjarnason eru gamlir bekkjarfélagar, sá fyrri veturinn 1968-69 í MH en Vilhjálmur til margra ára í barnaskóla. Þessir menn munu ábyggilega hafa góð áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, báðir þrautreyndir og varkárir reynsluboltar í banka- og viðskiptaheiminum.

Ljóst er að fulltrúi braskaraveldisins í Sjálfstæðisflokknum megi sjá sæng sína útbreydda.

Þeir Ragnar og Vilhjálmur munu að öllum líkindum vera líklegir að afla Sjálfstæðisflokknum aukið traust sem hann hefur misst mikið í aðdraganda hrunsins og eftir það.

Nú þarf Ragnar að gera rækilega grein fyrir hvernig hann sá möguleika á að draga verulega úr því tjóni sem léttúðin í aðdraganda hrunsins leiddi yfir þjóðina. Af hverju voru tillögur hans og ábendingar ekki virtar og leitast til að gera eitthvað? Sú leið var valin sem kunnugt er að aðhafast ekkert í Stjórnarráðinu undir stjórn hins umdeilda Geirs Haarde sem ekkert vill kannast við að hafa gert eitthvað rangt. En það er auðvitað augljóst að unnt er að baka sér refsiábyrgð vegna aðgerðaleysis sem að gera eitthvað vitlaust.

Góðar stundir!


mbl.is Sækist eftir fyrsta sæti í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Stjórnmálamenn bera ekki ábyrgð á rekstri einkafyrirtækja, hvort sem hann er slæmur eða góður.

Ein spurning: Hverjar telur þú vera orsakir hrunsins bæði hér og erlendis?

Helgi (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 20:16

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Meginorsakir hrunsinsins voru margvíslega en einkennið var glæfraskapur og léttúð. Alltaf hefur þótt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig þannig að unnt væri að afstýra óhappi. Þetta var ekki gert, allt rekið meira og minna á bjartsýninni og þegar fjármálakreppan kom upp í heiminum vegna ofmikillrar eftirspurnar eftir lánsfé, hrundi nánast allt.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2012 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 242922

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband