Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
4.10.2012 | 12:07
Hryllingurinn magnast í Austurlöndum nær
Stríðsátök eru tilefni fyrir hergagnaframleiðendur og sala til að auka hag sinn. Í dag eru Bandaríkjamenn orðnir langstærstir í framleiðslu og sölu hergagna í heiminum. Í frétt í RÚV á dögunum sagði m.a.:
Bandaríkjamenn eru langumsvifamestu vopnasalar í heimi, og árið sem leið sló öll met í sölu þeirra á herbúnaði og vígtólum til erlendra ríkja. New York Times segir alþjóðaviðskipti með vopn og vígbúnað hafa numið 85,3 milljörðum dollara í fyrra, jafnvirði 10.230 milljarða króna.
Bandaríkjamenn seldu langmest, eða liðlega þrjá fjórðu, fyrir 66,3 milljarða dollara, eða 7.950 milljarða króna. Rússar komu næstir þeim, seldu fyrir 4,8 milljarða dollara, 576 milljarða króna.
Árið 2011 var ekki aðeins metár í vopnasölu Bandaríkjamanna, hún jókst um hvorki meira né minna en 45 milljarða dollara frá því hittiðfyrra, en þá nam hún 21,4 milljörðum dollara.
Ástæðan er mikil viðskipti við þrjú ríki við Persaflóa; Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Óman. Þannig keyptu Sádi-Arabar 84 háþróaðar F-15 orrustuþotur af Bandaríkjamönnum í fyrra, tugi Black Hawk og Apache-þyrlna og mikinn loftvarnarbúnað, auk annars, samtals fyrir 33,4 milljarða dollara, jafnvirði 4.000 milljarða króna.
Heimild: http://www.ruv.is/frett/bna-met-i-vopnasolu-i-fyrra
Grimmdin, hatrið og tortryggnin er sannkallað vatn á myllu kölska og þeirra myrkraafla sem vilja telja það til mannréttinda að eiga byssur. Flest alvarlegustu glæpaverkin hafa verið unnin af vopnuðum brjálæðingum sem virðast ekkert vita lengur hvað friður, gagnkvæmur skilningur, fyrirgefning og náungakærleikurinn er. Þessir eiginleikar teljum við vera mikilvægustu kostir sem kristnin hefur lagt til siðmenningarinnar.
En er vonin úti? Við skulum óska þess að einhver von sé til að afstýra þessari heimsku að berjast á banaspjótum.
Góðar stundir.
Tyrkir gera árásir á Sýrland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2012 | 09:40
Uppblásinn fréttaflutningur
Óli Björn hefur lengi verið þekktur fyrir göslarahátt í skrifum sínum.
Greinilegt er að nú hyggst hann ná forskoti á aðra frambjóðendur í væntanlegu prófkjöri. Það þykir vera vænlegt að skamma ríkisstjórnina og draga hvert mál í þann búning sem hæfir í ævintýri H.C.Andersens þar sem nokkrar fjaðrir urðu að hænsnahóp.
Ríkisstjórnin hefur átt í miklum önnum við að hreinsa til eftir frjálshyggjupartíið í boði Sjálfstæðisflokksins. Þar er margs að gæta og þarf að velta öllum steinum. Ríkisendurskoðun hefur staðið sig að mörgu leyti mjög vel en í þessu máli er staðan nokkuð krítísk þegar bræður þrír koma þar við sögu, ríkisendurskoðandinn sjálfur og bræður hans sem sitja hvor sínum megin við borðið.
Að Óli Björn reyni að grafa undan formanni fjárlaganefndar er klækjabragð af hans hálfu. Hvort það takist skal ósagt látið en formaðurinn er varkár í störfum sínum þó hann mætti vera orðvarari sem er góður kostur sem flestir þingmenn mætti prýða.
Einhverju sinni kvað Sigurður Líndal að hlutverk sitt væri að forða þjóðfélaginu frá lélegum lögfræðingum. Því miður tókst honum það ekki. Lélegir þingmenn og þingmannsefni er fullmikið af því góða.
Góðar stundir.
Pólitísk atlaga að Ríkisendurskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2012 | 18:50
Farið var eftir landslögum
Ekkert hefur komið í ljós að réttur hafi verið brotinn á Geir Haarde. Farið í einu og öllu eftir lögum sem SJálfstæðisflokkurinn átti frumkvæði að á sínum tíma. Lögin um Landsdóm eru frá 1963 en voru upphaflega sett á sínum tíma þegar æðsta framkvæmdarvaldið var komið á fót með stofnun Stjórnarráðsins 1.2.1904.
Ákært var og dæmt með hliðsjón af þessum lögum og dómurinn þótti fremur mildur og Geir sýnt fyllsta tillitsemi þrátt fyrir að hann hafði sýnt af sér einstakt kæruleysi í aðdraganda hrunsins.
Að fullyrða um eitthvað annað er alvarleg sögufölsun. Auðvitað er viss hluti þjóðarinnar ekki sátt en hvað átti nað gera annað en að láta reyna á þessi lög þó forneskjuleg kunna að vera? Geir var skipsstjórinn á Þjóðarskútunni sem strandaði á bankahrunsskerinu sem aftur var af leiðing að glannalegri fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda bankahrunsins sem rekja má til einkavæðingar bankanna ásamt Kárahnjúkavirkjun átti meginþáttinn í þessari kollsteypu.
Að einhver þingmaður í Evrópu sem tengist afturhaldi nog frjálshyggjuvillu setji fram yfirlýsingar, þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki að taka sem einhvers konar fagnaðarboðskap. Bankahrunið var í boði SJálfstæðisflokksins. Á þeim bæ vissu menn gjörla eða máttu vita að einkavæðing bankanna og Kárahnjúkavirkjun olli skelfilegum afleiðíngum sem þeir vilja ekki kannast við.
Það er hins vegar mjög athyglisvert hvernig hrunmannaklíkan vill móta skoðanir í samfélaginu. Síðastliðin ár hefur verið unnið að nóttu sem degi að grafa undan trausti núverandi ríkisstjórnar undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur sem þrátt fyrir allt hefur náð okkur út úr hremmingunum hvað sem einhverjar sálarlausar íhaldssálir vilja halda fram.
Góðar stundir!
Málið gegn Geir misheppnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2012 | 17:49
Villandi fyrirsögn
Í stað: Þriðjungur andvígur háspennulínu hefði alveg eins verið unnt að segja: Innan við 30% vill háspennulínu sem er öllu hlutlausara og nákvæmara.
Auðvitað skiptir máli hvernig umdeild mál eru kynnt. Með því að setja fram þá fullyrðingu að innan við helmingur sé andvígur er verið að gefa í skyn að hærra hlutfall sé meðfylgjandi sem raunin er ekki. Er verið með þessu að móta skoðun í stað þess að setja fram hlutlausa frétt?
Í Þýskalandi er því réttilega haldið fram að fréttin sé heilög. Fréttina má ekki hártoga, afvegaleiða flutning hennar eða setja í þð form að um afstöðu til viðkvæms deilumáls. Fréttin sem slík er hlutlæg eða objektiv. Hins vegar er fréttaskýringin frjáls og þar má setja fram skoðanir. Kommenteð er huglægt eða subjektiv þar sem fréttaskýrandanum er fullkomlega heimilt að túlka frétt og skýra hana.
Fyrirsögn þessarar fréttar er því ekki aðeins villandi, hún er sett fram til þess að hafa mótandi viðhorf í viðkvæmu deilumáli á Íslandi.
Þess má geta að hvergi í veröldinni er framleitt jafnmikið af rafmagni á haus og hér á landi. Meira en 50 sinnum meira rafmagn er framleitt en hver einstaklingur á Íslandi þarf. Umframframleiðslan fer í stóriðjuna að mestu leyti og spurning hvenær verður framleitt nóg. Einhvern tíma verður að setja mörkin hvenær hagkvæmt kann að framleiða meir.
Við kaupum raforkuna ekki mikið ódýrar en neytendur í nágrannalöndum okkar. Hins vegar njóta stóriðjufyrirtækin góðs af þessari gegndarlausu virkjanaáráttu. Kannski að vissir stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkanir njóti góðs af því að sýna þessum aðilum einstakan skilning og vilji gjarnan fórna náttúru landsins til að leggja undir virkjanir og rafmagnslínur út um allt land?
Góðar stundir en án fleiri háspennulína.
Þriðjungur andvígur háspennulínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.10.2012 kl. 05:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2012 | 12:33
Skattastefna Sjálfstæðra ungra skussa
Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir ítarlegum lækkunum á sköttum sem einkum gagnaðist hátekjumönnum. Þeir sem minna bera úr bítum, báru eftir sem áður meiri byrðar en aðrir, jafnvel urðu að axla meira en þeir gátu. Hátekjumennirnir með öllum fyrirtækjum, sum í skattaparadísum erlendis, rökuðu saman gróða, greiddu kannski 10% fjármagnstekjuskatt, kannski engan skatt.
Nú er verið að reyna að fara í þessa sauma en hægt gengur.
Ungu skussarnir í Sjálfstæðisflokknum virðast hafa gleymt öllu. Þeir taka upp gömul kosningaloforð feðranna í trausti þess að fá sem flesta að trúa þessari skammsýnu skattastefnu. Mættu þeir líta til Frakklands þar sem til stendur að leggja 75% skatt á hátekjumenn en þeir greiða hér tæplega 50%.
Skattastefna skussanna endar fyrr eða síðar í ráðaleysu. Einhvern veginn verður að kítta upp í fjárlagagatið sem er syndakvittun óráðsstefnu ríkisstjórnar Skjálfstæðisflokksins. Þar átti helst enginn að borga skatta nema þá helst lágtekjufólkið.
Góðar stundir.
Vilja skoða upptöku Kanadadollars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2012 | 12:07
Kornrækt á Íslandi
Á miðöldum var kornrækt stunduð mjög víða á Íslandi en lagðist af vegna kólnandi veðurfars fyrir um 5-6 öldum. Jafnframt barst meira af innfluttu korni sem íslenskir bændur náðu engann veginn að keppa við.
Klemens Kristjánsson á Sámsstöðum á Rangárvöllum hóf kornræktarrannsóknir á fyrri hluta síðustu aldar. Hann kannaði hvaða tegundir og kvæmi kæmu hér best að gagni og við hvaða kringumstæður kornið dafnaði best. Klemens komst að þeirri niðurstöðu að korn þroskaðist best í skjóli en hann hafði plantað skjólbeltum sem enn má sjá vestan Hvolsvallar.
Í dag byggja kornræktarbændur á merkum tilraunum Klemensar og þeirra sem síðar hafa stundað rannsóknir eins og t.d. Jónatan Hermannsson á tilraunastöðinni Korpu. Hann hefur með ítarlegum rannsóknum haldið áfram tilraunum Klemensar. Lætur nú nærri að um 10% þess korns sem nú er notað í daglegum þörfum Íslendinga ræktað hér á landi.
En betur má ef duga skal. Bændur mættu leggja meiri áherslu á kornrækt og fara betur eftir reynslu Klemensar. Þeir eiga að koma upp miklum og góðum skjólbeltum sem brýtur niður vindinn og bætir öll vaxtarskilyrði. Klemens komst að þeirri niðurstöðu að kornið þroskast fyrr og kornöxin verði meiri, þyngri og þar með betri. Taldi hann að með skjólbelti mætti auka kornuppskeru um 25-30% sem ekki er lítið.
Kornrækt og skógrækt eiga sér mikla framtíð hér á landi. Mikilvægt er að auka þá þætti landbúnaðar á Íslandi þar sem þörfin er mest. Af sauðfjárhaldi verða fáir bændur ríkir. Sauðabúskapur er eiginlega alvarlegasta fátæktargildran í landbúnaðinum og mættu bændur sem og stjórnmálamenn skoða það mál betur með hag þjóðarinnar í huga.
Þegar unnt er að ná þessum mjög góða árangri í kornrækt á Rauðasandi, þá mætti ætla að jafngóðan árangurs mætti vænta víðast hvar á landinu og jafnvel betri.
Góðar stundir!
Rækta bygg og hveiti á Rauðasandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar