Kornrækt á Íslandi

Á miðöldum var kornrækt stunduð mjög víða á Íslandi en lagðist af vegna kólnandi veðurfars fyrir um 5-6 öldum. Jafnframt barst meira af innfluttu korni sem íslenskir bændur náðu engann veginn að keppa við.

Klemens Kristjánsson á Sámsstöðum á Rangárvöllum hóf kornræktarrannsóknir á fyrri hluta síðustu aldar. Hann kannaði hvaða tegundir og kvæmi kæmu hér best að gagni og við hvaða kringumstæður kornið dafnaði best. Klemens komst að þeirri niðurstöðu að korn þroskaðist best í skjóli en hann hafði plantað skjólbeltum sem enn má sjá vestan Hvolsvallar.

Í dag byggja kornræktarbændur á merkum tilraunum Klemensar og þeirra sem síðar hafa stundað rannsóknir eins og t.d. Jónatan Hermannsson á tilraunastöðinni Korpu. Hann hefur með ítarlegum rannsóknum haldið áfram tilraunum Klemensar. Lætur nú nærri að um 10% þess korns sem nú er notað í daglegum þörfum Íslendinga ræktað hér á landi.

En betur má ef duga skal. Bændur mættu leggja meiri áherslu á kornrækt og fara betur eftir reynslu Klemensar.  Þeir eiga að koma upp miklum og góðum skjólbeltum sem brýtur niður vindinn og bætir öll vaxtarskilyrði. Klemens komst að þeirri niðurstöðu að kornið þroskast fyrr og kornöxin verði meiri, þyngri og þar með betri. Taldi hann að með skjólbelti mætti auka kornuppskeru um 25-30% sem ekki er lítið.

Kornrækt og skógrækt eiga sér mikla framtíð hér á landi. Mikilvægt er að auka þá þætti landbúnaðar á Íslandi þar sem þörfin er mest. Af sauðfjárhaldi verða fáir bændur ríkir. Sauðabúskapur er eiginlega alvarlegasta fátæktargildran í landbúnaðinum og mættu bændur sem og stjórnmálamenn skoða það mál betur með hag þjóðarinnar í huga.

Þegar unnt er að ná þessum mjög góða árangri í kornrækt á Rauðasandi, þá mætti ætla að jafngóðan árangurs mætti vænta víðast hvar á landinu og jafnvel betri.

Góðar stundir! 


mbl.is Rækta bygg og hveiti á Rauðasandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242946

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband