Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Skaflinn í Gunnlaugsskarði

Skaflinn í Gunnlaugsskarði sést ekki hvar sem er úr Reykjavík.

Fyrir um 20 árum um miðjan september var viðtal við Pál í sjónvarpinu þar sem hann var að skoða Gunnlaugsskarðið gaumgæfilega gegnum sjónauka frá Veðurstofunni. Nú er það svo að skaflinn sést ekki hvar sem er úr Reykjavík, einna síst austarlega en betur því vestar sem staðið er.

Daginn eftir fór eg að skoða þetta og ekki stóðst þetta. Í ljós komu leifar skaflsins, sem eg taldi vera nálægt 300 metra norður suður en um 40 metra breiðan.

Nú vil eg taka fram að eg ber mikla virðingu fyrir Páli enda er hann okkar einn fremsti og best máli farinn veðurfræðingur okkar.

Landslagi háttar nefnilega þar sem Kistufellið skagar fram úr Esjunni að dálítil hvilft gengur austar en bein lína frá hábungu Esju í Kistufell. Þannig skagar vesturhorn Kistufellsins fyrir þessa hvilft þannig að skaflinn hverfur þeim sem á horfa, standi þeir of austarlega.

Þegar um raunvísindi er að ræða þarf að beita öruggari og nákvæmari mælitækjum en sjónauka einum saman. Fara þarf reglulega á staðinn til mælinga og að sannreyna hvort skaflinn sé raunverulega horfinn. Þarna gengur ekki ágiskanir eða það sem maður telur sig vita vel.

Þá hafa flugmenn vakandi augu með ýmsu sem þeir verða varir við í náttúrunni. Upplýsinga mætti afla t.d. hjá flugmönnum Flugfélagsins sem fljúga margsinnis á dag fram hjá Esjunni.

Vinsamlegast

GJ


mbl.is Örlög skaflsins enn óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hverju eiga forhertir glæpamenn von?

Kannski er kaldhæðnislegt að tala um að ýmsum hefði þótt æskilegt að senda helvítis mannfýluna Breivik beint inn í eilífðina með kúlu í hausinn fremur en að handtaka hann. Ýmsir lögreglumenn, t.d. í BNA hefðu að öllum líkindum ekki hikað við að skjóta þetta úrhrak á færi enda eiga þeir oft í erfiðri glímu við forherta skúrka.

Vonandi verður ekki einhver annar skúrkur til að endurtaka svona glæfraspil.

Ef fjöldamorðinginn hefði verið felldur, hefði gríðarleg vinna og þar með fjármunir sparast. Nú sitja Norðmenn uppi með afkastamesta fjöldamorðinga ekki aðeins á Norðurlöndunum heldur í allri Norður Evrópu. Sennilega verður að leita til fyrrum herforinga Serbíu sem ábyrgð ber á fleiri mannslífum meðal núlifandi alvarlegra afbrotamanna innan Evrópu.

Nú ku Breivik sitja í gæsluvarðhaldi við góðan kost í nýreistu lúxúsfangelsi. Sennilega finnst mörgum þeim sem eiga við sárt að binda um þessar mundir, þessum afbrotamanni vera sýnd fullmikil miskunn sem hann sýndi ekki neinum. En það er nú svo að dýrara er fyrir samfélagið að hýsa glæpamenn í fangelsi en áður var, að nú mætti halda að þeim sé ekkert minna samboðið eins og dvöl og uppihald á dýrustu hótelum.

Hvað skyldi hafa orðið um vatnið og brauðið? Þótti það ekki fullboðlegt þessum úrhrökum samfélagsins?

Mosi 


mbl.is Höfðu næstum skotið Breivik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæðan fyrir hraðakstri erlendra ferðamanna?

Vegirnir á Íslandi eru ekki hannaðir fyrir hraðari umferð en 90 þó svo að unnt sé að aka hraðar.

Ástæðan fyrir því að útlendingar eru oft staðnir að hraðakstri er m.a. vegna þess að svipað umferðamerki merkir annað erlendis en hér. Þannig merkir gula kringlótta merkið með svörtu grönnu þverstrikunum að allar fyrri takmarkanir gilda ekki lengur. Hérlendis er þetta merki einungis notað til að tákna að bann við framúrakstri eigi ekki lengur við.

Annars er forkastanlegt að þessi Hollendigur beri fyrir sig að hann eigi að vera hafinn yfir að greiða sekt fyrir ökulagabrot. Skyldi hann gera sér grein fyrir því að með þessu er hann að grafa undan eðlilegri réttlætiskennd venjulegs fólks?

Ef taka ætti tillit til sjónarmiða sem þessara - hvaða fordæmi gæti þetta skapað í framtíðinni? Skyldi sama manni finnast þannig eðlilegt að hann væri laus allra mála ef alvarlegt slys hefði hlotist af glæfraakstri hans?

Er rættlætanlegt að haga sér eins og gamaldags nýlenduherra af því hann telur sig eiga kröfu á hendur einhverri bankastofnun? Að leyfa sér að blanda saman óskyuldum málum er eins og hver önnur heimska. Viðkomandi ætti að skammast sín. Lögreglumennirnir hafa unnið vel í þessu máli og komið honum blessunarlega í skilning um staðreyndir málsins.

Mosi


mbl.is Vildi ekki borga út af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hemja náttúruöflin

Við Íslendingar búum við mjög sérkennilegar aðstæður. Við búum í landi þar sem alltaf má búast við náttúruhamförum: eldgosum, hamfarahlaupum, jarðskjálftum, snjóskriðum og hvað sem er nánast.

En við erum harðir af okkur og viljum gera allt hvað unnt er að gera til að létta okkur lífið.

Var með Þjóðverja í dag við Múlakvísl, þeir undrast mjög dirfsku okkar, hugrekki og hversu okkur gengur að lifa við þessar aðstæður.

Mosi


mbl.is Jökulvatni veitt frá þjóðvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband