Bloggfćrslur mánađarins, mars 2014

Skil heldur ekki ţessa grćđgisvćđingu

Nú er ađ skjóta upp kollinum mikil grćđgisvćđing. Menn taka sig til og telja sig hafa rétt á ađ setja upp gjald til ađ skođa náttúruauđlindir jafnvel ţó ţćr séu í almanna eigu.

Ein hliđ á ţessu er mjög einföld: Nú gćti einhver ađ hrasa á gömlum og lúnum stígum og gćti sýnt fram á misfellur eđa galla á yfirborđi stígsins ađ hann hafi hrasađ. Mjög líklegt er ađ viđkomandi teldi sig vera á ferđ í réttarríki og stefni ţeim sem innheimti gjaldiđ. Mjög líklegt er ađ viđkomandi verđi dćmdur réttur enda felur gjaldtakan í sér ábyrgđ ađ hćttulaust sé ađ vera ţarna á ferđ.

Gjaldtökumenn hafa ekki lagt út krónu ađ bćta ađstöđu ţarna viđ hverina, hvorki merkingar, frćđslu né salernisađstöđu svo dćmi sé nefnt. Hugur ţeirra er fyrst og fremst bundinn ađ grćđa sem mest án nokkurra útgjalda og stynga gróđanum á sig án ţess ađ gera ráđ fyrir virđisauka eđa hlutdeild ríkissjóđs. Ţetta er eins og hvert annađ gertćki ţar sem ţessir gróđapungar taka sér lögin í sínar hendur.

Ţeir skilja ekkert í sjónarmiđum annarra. Eg átta mig heldur ekki á sjónarmiđum ţeirra heldur enda virđist sem refirnir séu skorninr til ađ grćđa sem mest á sem fyrirferđaminnstan hátt!

Eg sem leiđsögumađur erlendra ferđamanna um Ísland meira en 20 sumur tek ekki ţátt í grćđgisvćđingu braskaranna.


mbl.is „Skil ekki ţessa náttúruverndarstefnu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kemur ekki á óvart

Samfylkingin međ Dag í forystu hefur mjög farsćlan feril í borgarstjórn.

Ţó var eitt mál sem klikkađi ţegar Ingibjörg var borgarstjóri og ákvađ ađ standa ekki í vegi fyrir byggingu Kárahnjúkastíflunnar. Sú framkvćmd varđ til ţess ađ gríđarlegar efnahagslegar hamfarir urđu í íslensku ţjóđlífi sem hagfrćđingar höfđu varađ viđ. Eg hefi átt erfitt međ ađ fyrirgefa Ingibjörgu ţetta axarskaft en ákvörđun hennar varđ til ţess ađ engum vörnum varđ viđ komiđ gegn ţessari umdeildu og vafasömu framkvćmd.

En nú er Samfylkingin ađ sćkja í sig veđriđ og er ţađ vel. Nú ţarf ađ taka til hendinni og fylgja ţessu eftir međ opnara og betra lýđrćđi sem einhvern veginn hefur vafist fyrir Framsóknarflokki og ţá sérstaklega Sjálfstćđisflokknum. Á ţeim bć vilja allt of margir helst af öllu eftirláta einum manni ađ ráđa öllu í stóru sem smáu. Ţví miđur endar slík ráđsmennska oft út í móa, jafnvel í hádeginu ţegar nćgilega bjart  ćtti ađ vera.


mbl.is Samfylkingin bćtir viđ sig
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ćtlar ríkisstjórn ađ mismuna borgurum?

Áform ríkisstjórnar um svonefnda skuldaleiđréttingu tekur á sig ýmsar myndir. Ein hugmyndin er ađ afnema skatt á séreignasparnađi sem endurgreiddur verđur sumum borgurum en ekki öllum. Ţeim sem greiđa niđur skuldir og hyggjast efna til nýrra er heitiđ ţessum hlunnindum. Eldra fólki og ţeir sem hafa veriđ atvinnulausir lengi og eru ađ detta út af atvinnuleysisbótum hafa eftir hugmyndum ríkisstjórnarinnar ekki ennan rétt. Ţeir verđa eftir sem áđur ađ greiđa skatt af ţessum séreignarsparnađi ţrátt fyrir lágar tekjur.

Ţetta er mismunun gagnvart borgurum. Allir ţeir sem taka lán, verđa ađ gera sér grein fyrir ađ veriđ er ađ ráđstafa tekjum sínum fyrirfram. Sumir vissu eđa máttu vita ađ ţetta gćti veriđ mikil áhćtta ţó svo ábyrgđ ţeirra stjórnvalda sem ákváđu skammsýna og illa undirbúna einkavćđingu bankanna vćri mikil ţó enginn vilji kannast viđ ţađ núna sbr. landsdómsmáliđ gegn Geir Haarde á sínum tíma.

Lágtekjuhópar međal atvinnulausra og eldri borgara hefđu fullt eins mikiđ gagn af niđurfellingu skatta af endurgreisđlu séreignarsparnađar. Í ţessu er faliđ mikiđ misrétti sem flestir mćttu gefa betur gaum.


mbl.is „Felur í sér nýja hugsun“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gullgrafaraćđi?

Sumir vilja tileinka líf sitt braski og auđsöfnun. Í gamla daga var sú lífsskođan liggja beinustu leiđ til helvítis enda virđist lítil skynsemi á bak viđ okurleigu.

En spurning er hversu mikill tilkostnađurinn er og hvađa ţjónusta er innifalin? Hótelherbergi eru víđast hvar nálćgt 100 evrur yfir sólarhringinn og er ţá ţjónusta og morgunverđur yfirleitt innifalinn. Ţetta getur orđiđ 3000 evrur á mánuđi miđađ viđ 100% nýtingu sem vart getur veriđ raunin.

Ein hliđ á ţessu er hversu svört ţessi starfsemi er. Séu tekjur gefnar upp t.d. gegnum rekstrar- og efnahagsreikning ţá er lítt hćgt ađ segja. Hins vegar er mjög ámćlisvert sé um svarta starfsemi ađ rćđa.

Gistiţjónusta er háđ leyfisveitingu og eftirliti. Ţađ er ćtíđ ćskilegra ađ sá sem hefur starfsemi sem ţessa, hafi allt sitt á hreinu, starfsemin skráđ og sé undir eftirliti sem og tekjur uppgefnar eftir ţví sem skattalög gerir ráđ fyrir.


mbl.is Leigan á ađra milljón á mánuđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hagsmunagćsla lóđabraskara

Margsinnis hefur veriđ bent á ađ ţessi fćrsla á veginum út á Álftanes byggist fyrst og fremst á hagsmunagćslu fjölskyldu fjármálaráđherra og núverandi formanns Sjálfstćđisflokksins. Sjaldan var íslenska ţjóđin eins nálćgt fasisma og ţegar lögreglunni er sigađ ađ pólitíska andstćđinga stjórnvalda. Ţetta mál mátti greinilega ekki leiđa til lykta fyrir dómstólum, hvort náttúruverndarsamtök gćtu veriđ ađili ađ máli eins og núverandi stjórnvöld vilja ţverskallast viđ.

Svandís Svavarsdóttir tók ţá mikilsverđu ákvörđun í ráđherratíđ sinni ađ stađfesta  Árhúsarsamninginn um lögleiđingu ađ náttúruverndarsamtök geti veriđ ađili ađ deilu.

Hnefarétturinn á greinilega ađ gilda í ţessu máli. Misnotkun opinbers valds er mjög alvarlegt brot á mannréttindum og er hvergi innan Evrópusambandsins lögreglunni beitt af jafnmikillri hörku og í ţessu máli gegn örfáum einstaklingum sem leyfa sér ađ bera virđingu fyrir náttúrunni.

Ţessi verjandi á vegum ţess opinbera hefur virkilega vondan málstađ ađ berjast fyrir. Málstađur braskaranna er einskis virđi ţegar hann er borinn saman viđ málstađ ţeirra sem hafa engra fjárhagslegra hagsmuna ađ verja annađ en ćru sína og mannréttindi.


mbl.is Ađ skjóta litla flugu međ fallbyssu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vill ríkisstjórnin enga samninga?

Svo virđist sem ríkisstjórn Sigmundar Davíđs vilji ekkert samstarf og ţađan af síđur samningu, nema viđ eitt alrćmasta einrćđisríki heims Kína.

Sigmundur vill enga samninga  hvorki viđ Evrópusambandiđ, stjórnarandstöđuna, né Norđmenn og Fćreyinga um fiskveiđar. Er hćgt ađ ganga lengra í ţvermóđsku og ţröngsýni.

Viđ fáum enga nýja stjórnarskrá, engar viđrćđur viđ Evrópusambandiđ, engin ný náttúruverndarlög. Ţessi ríkisstjórn telur sig vera allt fćrt og meira ađ segja ađ gefa ţjóđinni langt nef. Ţađ kemur m.a. fram í ţeim svikum kosningaloforđa og yfirlýsinga sem fćrđu ţeim 51% sameiginlegt fylgi í síđustu ţingkosningum.

Ţví miđur virđist ekkert vera ađ marka ţessa ţokkapilta.

Ţegar Davíđ Oddsson varđ forsćtisráđherra 1991 međ stuđningi Jóns Baldvins kvađ hann koma tíma ađ moka út skítinn úr fjósi Framsóknarflokksins. Nú er vikapiltur hans, núverandi formađur Sjálfstćđisflokksins orđinn ađal fjósameistari sama Framsóknarflokks og Davíđ var í stríđi viđ.

Svona er lítt ađ marka suma stjórnmálamenn, ţeir segja eitt í dag en allt annađá morgun! Núverandi stjórnarherrar gefa fyrri vandrćđamönnum sem gáfu bröskurum kvóta og banka ekkert eftir.


mbl.is Segir ráđherra fara međ rangt mál
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sérkennileg stađa máls

Íslenska ríkiđ bađ sýslumanninn á Selfossi ađ lagt yrđi lögbann viđ gjaldtöku fyrir ađ skođa Geysissvćđiđ. Eins og kunnugt er ríkiđ eigandi hveranna en svćđiđ umhverfis í sameign ýmissa ađila ţ. á m. ríkisins!

Sýslumađurinn hafnar lögbannsbeiđninni sem nú hefur veriđ skotiđ til dómstóla. Mjög líklegt er ađ engu ađ síđur verđi sýslumanninum gert ađ senda lögregluţjóna til ađ framfylgja sjónarmiđum ríkisstjórnarinnar. Neiti sýslumađur er ekki ósennilegt ađ ríkislögreglustjóri verđi ađ grípa fram fyrir hendurnar á honum ađ kröfu innanríkisráđherra.

Ađ taka ađgangseyri fyrir ađgang ađ svćđi sem tilheyrir ekki sama ađila verđur ađ teljast mjög sérkennilegt ađ ekki sé meira sagt. Ef ţessi gjaldtaka verđur viđurkennd fyrir dómstólum verđur ţađ vont fordćmi. Ţá getur hver sem er tekiđ gjald fyrir hvađ sem er, t.d. ađ skođa Alţingishúsiđ eđa ađrar byggingar í eigu ţess opinbera.

Ţegar gróđafíknin fer gegn skynseminni er ekki gott til eftirbreytni.


mbl.is Greiđa fyrir ađ sjá Geysi í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvar fást fánar Evrópusambandsins?

Sú söluvara sem eg hygg ađ myndi ganga vel út á ţessum andófstímum gegn lygurum ríkisstjórnarinnar sé Evrópusambandsfáninn.

Nokkrir slíkir hafa sést á mótmćlafundum en sjálfur hefi eg áhuga ađ fá mér einn.

Fyrir mér er Evrópusambandiđ raun hćfur valkostur ef vandađ sé til verka en ekki ţessi handabaksvinna og lygavefur núverandi ráđamanna. Ţađ er nú svo ađ innan Evrópusambandsins er kappkostađ ađ rćkta og efla mannréttindi og lýđrćđislega starfsemi. Hatursáróđur og rangfćrslur setja mark sitt á málsástćđur ríkisstjórnarinnar.

 


mbl.is Fjöldi fólks á samstöđufundi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um bloggiđ

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • IMG_1616
 • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
 • Bútur af járnbrautarteinum?
 • ...259_1074252
 • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.1.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 58
 • Frá upphafi: 239134

Annađ

 • Innlit í dag: 11
 • Innlit sl. viku: 47
 • Gestir í dag: 11
 • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband