Bloggfćrslur mánađarins, maí 2010

Hannes Hólmsteinn samur viđ sig

Nýjasta blogg Hannesar Hólmsteins bendir til ađ hann virđist ekkert hafa lćrt. Brask frjálshyggjumanna sem leiddi af sér bankahruniđ er ađ skođun Hannesar ekki afleiđing af glannalegri stjórn bankanna m.a. ađ ţeir hafi veriđ étnir innan frá, heldur lausafjárkreppunnar sem var mjög áberandi 2007-2008. Slóđin á blogg HHG er og fjallar reyndar um nýútkomna bók sem HHG er ekki sáttur viđ:

http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/1060158/

HHG fullyrđir ađ ekki sé til nein nýfrjálshyggja, heldur sé hún hluti ţeirra skođana sem heimkspekiprófessorinn og rithöfundurinn Adam Smith setti fram á 18. öld! Ţess má geta ţó telja megi ađ Adam Smith sé meginhugmyndasmiđur hagfrćđinnar, ţá var hann fyrst og fremst siđfrćđingur. Hann lagđi mikla áherslu á samfélagslega ábyrgđ borgaranna en ekki glórulausa eignasöfnun sem er ţó eitt meginstefiđ í Nýfrjálshyggjunni. Hannes vill ekki gera neinn mun á ţessum gjörólíku stefnum.

Ţađ er vćgast sagt einkennilegt ađ svona galgopaháttur virđist vađa uppi hjá ţessum umdeildasta prófessor Íslandssögunnar. Ţađ er mjög alvarlegt ef Háskóli sem hyggst teljast međal 100 bestu háskóla heims, hafi innanborđs áhrifamann sem hefur ađ mati flestra svo hornskakka hugmynd um söguna, hagfrćđina og efnahagsţróun ţá sem viđ sitjum uppi međ eftir axarsköft Nýfrjálshyggunnar.

Ţar sem Hannes Hólmsteinn lćr ekki máls á ađ koma fram gagnrýni á bloggsíđu sinni, er hún sett hér fram. Hannes telur sig vera hafinn yfir ţá siđferđislegu skyldu hvers frćđimanns ađ vera hlutlaus gagnvart viđfangsefnum sínum. Hann gefur sér niđurstöđuna fyrirfram og vill verja hana ađ ţví virđist fram í rauđan dauđann og gildir einu hversu hún er sett fram á veikum grunni.

Mosi


Hver móđgar hvern?

Haft er eftir Gunnlaugi Stefánssyni, forseta bćjarstjórnar Norđurţings um ummćli Katrínar Júlíusdóttur iđnađarráđherra: „Ţessi fundur var móđgun í okkar garđ og ekkert annađ“.

Eigum viđ ađ móđgast í hvert skipti sem ráđherra tekur til máls og okkur kann ef til vill ekki ađ líka  allt? Telur Gunnlaugur Stefánsson hafa rétt á ţví hvađa skođun ráđherra kann ađ hafa? Áláhugamenn eiga ekkert meiri rétt en ađrir ađ krefjast ţess hvađa skođun ráđherra kann ađ hafa.

Ef eg  vćri í sporum Katrínar ráđherra, stćđi mér ekki á sama um svona skođanakúgun.

Viđ erum búin ađ fá nóg af kappsfullum álversáhugamönnum.

Er ekki ein kollsteypa nóg?

Mosi


mbl.is Móđgun viđ Húsvíkinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Atvinnubótavinna fyrir sendiherra?

Utanríkisţjónustan tútnađi mikiđ út á dögum Halldórs Ásgrímssonar og Davíđs Oddsonar sem utanríkisráđherrar Íslands. Fátt hefur reynst eins dýrar rekiđ í opinberum rekstri en ţessi ţáttur enda ţurfti ađ koma mörgum mikilvćgum bitlingum á jötuna sem biđu í röđum eftir umbun eftir langa og dyggu ţjónustu herra sinna!

Núna á dögum efnahagslegra örđugleika hefur ekkert veriđ sparađ í utanríkisţjónustunni. Hún tútnar út rétt eins og kölski á fjósbitanum hjá Sćmundi fróđa í Odda. Svo virđist ađ ţessum rándýru starfskröftum sé núna beitt til ađ kynna landiđ rétt eins og Eyjafjallajökull og Ferđamálaráđ hafi ekki veriđ fullfćrt um ţađ hlutverk.

Sendiráđ eru rándýr í rekstri. Raunverulega er unnt ađ spara milljarđa í rekstri ríkisins međ samdrćtti í ţessum efnum. Möguleiki er á ađ koma á fót konsúlakerfi sem er mun ódýrara sem hefđu ađ nokkru leyti ţađ hlutverk ađ veita nauđsynlegar upplýsingar og beina fyrirspurnum og erindum til viđkomandi ađila. Á dögum fremur ódýrrar internetţjónustu er unnt ađ ná sama árangri og merđ rándýrum sendiráđum út um allar jarđir.

Ţurfum viđ á atvinnubótavinnu fyrir sendiherra? Hvernig vćri ađ ţeir vćru kallađir heim og sem flestum sendiráđum lokađ enda hefur skítblönk ţjóđ ekki efni á svona flottheitum.

Mosi

 


mbl.is Ísland kynnt víđa í Evrópu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Furđuleg bírćfni

Í kvöldfréttum RÚV núna áđan, kl. 18.00 var sagt frá ţví ađ tveir bćjarfulltrúar Sjálfstćđisflokksins á Álftanesi hafi kćrt Sigurđ Magnússon fyrir ađ hafa tekiđ lán til ađ bjarga sveitarfélaginu. Ótrúlegt er ađ ţessi verđi tekin alvarlega enda bendir ekkert til ţess ađ bćjarstjórinn fyrrverandi hafi veriđ ađ auđga sjálfan sig, öllu fremur ađ bjarga ţví sem unnt var ađ bjarga fyrir horn en sem kunnugt er má rekja meginfjárhagsvandrćđi Áltfaness til fjárstjórnar Sjálfstćđisflokksins í byrjun aldarinnar.

Ţessi kćra viku fyrir sveitastjórnakosninga ber öll einkenni ţeirrar gríđarlegu siđlausu heiftar sem virđist beinast gegn Sigurđi fyrrum bćjarstjóra. Hann stóđ sig ágćtlega eftir ţví sem unnt var en fjárhagsleg stađa Álftaness er vćgast sagt ákaflega erfiđ.

Sigurđur bar mjög vel af sér sakir á sparkfundinum ţegar hann var settur af sem bćjarstjóri. Hann bađ um orđiđ og útskýrđi í mjög skýru máli hvernig ţessir erfiđleikar voru tilkomnir. Tekjur sveitarfélagsins voru mjög takmarkađar en Sjálfstćđismenn höfđu spennt bogann um of međ fjárfrekum framkvćmdum.

Álftaness er ţví miđur orđinn vettvangur einkennilegra deilna sem fćst venjulegt fólk jafnvel međ venjulega siđferđisvitund ćtti ađ forđast og ekki ađ koma nálćgt.

Mosi


Leyfum ţeim ađ leita ađ glópagulli

Í ungu bergi er mjög sjaldgćft ađ finnist verđmćt jarđefni. Undantekning er heitt vatn og gufa í tenslum viđ jarđhita. Margir glópar hafa taliđ sig hafa fundiđ gull og orđiđ ađ almennu athlćgi.

Ef menn telja sig hafa nóg fé milli handanna er kannski ekkert ţví til fyrirstöđu ađ ţeir eyđi peningunum sínum í ađ leita ađ gulli og ţess vegna glópagulli sem mun vera meira af. En ţessir ađilar verđa ađ borga vel fyrir og ganga vel um landiđ, helst fara gangandi en ekki akandi utanvega sem auđvitađ er stranglega bannađ.

Kannski eina von ţessara gullleitarmanna sé ađ finna smávegis sem komiđ hefur upp sem innskot eđa svonefndir hnyđlingar langt neđan úr möttli jarđar.

Mosi


mbl.is Vilja leita ađ gulli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vćnta SUS menn umbunar?

Ekki má gleyma ţví ađ íslenskum hluthöfum í Atorku og Geysi Green var gefiđ langt nef. Áratuga sparnađur í formi hlutabréfa fjölmargra einstaklinga einkum ţeirra sem komnir eru á miđan aldur, varđ gerđur einskis virđi. Ţó er einkennilegt ađ skuldir og fjárhagslegir erfiđleikar Magma Energy eru ekki minni en ţessara íslensku fyrirtćkja. Munurinn er sá ađ skuldirnar og kúlulánin Magma eru ekki komin á gjalddaga.

Íslensku bankarnir keyrđu Atorku og Geysi Green í ţrot. Vitađ var um tímabundna erfiđleika í rekstri ţessara félaga. Nú hafa hrćgammar yfirtekiđ Atorku og fyrirtćki samsteypunnar munu sjálfsagt rétta úr kútnum hvert á fćtur öđru. Ţá voru eignirnar kjaftađar niđur: Ţannig var Promens sagt vera einskis virđi viđ slumpverđmat. Á sama tíma og hlutafé Atorku var fćrt niđur í ekkert neitt var Promens taliđ vera milli 11 og 12 miljarđa virđi. Önnur fyrirtćki á borđ viđ Jarđboranir eitthvađ svipađ en allt sparifé okkar smáhluthafanna var svikiđ í hendurnar á erlendu fyrirtćki sem hyggst vinna á svipuđum nótumog einokunarverslun Dana fyrr á öldum.

Hvort ţeir SUSS menn hyggjast vćnta umbunar frá hinu nýja einokunarfyrirtćki fyrir einstakan skilning á hagsmunum ţess, skal ósagt látiđ.

Mosi


mbl.is SUS tekur kaupum Magma fagnandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ömurleg umgengni um náttúru landsins

Ţegar ferđafyrirtćki kemst upp međ alvarleg lögbrot ţ. á m. utanvegaakstur ţá ber ţegar ađ afturkalla starfsleyfi međan rannsókn fer fram og láta viđkomandi sćta viđurlögum. Ţađ er samfélagsleg skylda allra ađ virđa lög og reglur og á ţetta ekki síst viđ ađila í ferđaţjónstunni sem vilja sýna af sér gott fordćmi.

Ţađ sem fram kemur í frétt ţessari er viđkomandi til mikils vansa og ćttu flestir ađ sjá sér ástćđu ađ sýna vanţóknun sína.

Mosi


mbl.is Tóku myndir af utanvegaakstri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Óreiđan mögnuđ

Eigi er ađ sjá ađ ţetta Magma fyrirtćki eigi bót fyrir boruna á sér. Ţađ er jafnvel skuldsettra en Geysir Green Energy og Atorka jafnvel til samans.

Svo er ađ sjá ađ ţeir sem enn eru í forystusveit „hrunflokkanna“ séu enn viđ sama heygarđshorniđ og ađ enn sé 2007.

Árni Sigfússon á sér nafna sem uppi var á Sturlungaöld. Hann var ađ vísu Magnússon og bjó í Brautarholti á Kjalarnesi. Ásamt Kolbeini unga og Gissuri Ţorvaldssyni síđar jarl, var hann fyrrum tengdasonur Snorra Sturlusonar. Ţeir ákváđu ađ hittast einu sinni og voru ţá samantekin ráđ ţeirra ađ ríđa í Reykholt um miđjan septembermánuđ 1241 og ryđja fyrrum tendaföđur sínum úr vegi. Varđ Árni til ađ leggja til Snorra fyrstur manna sem sagđi: „Eigi skal höggva“.

Sturla Ţórđarson sagnaritari kvađ Árna ţennan hafa fengiđ viđurnefniđ „óreiđa“ enda varđ ţvílík vitleysa og vandrćđagangur í öllu sem Árni ţessi kom nćrri.

Nú mun Árni í Brautarholti búinn ađ fá sér annan nafna sem gjarnan mćtti klína viđ sama viđurnefni: Árni Sigfússon bćjarstjóri í Keflavík mćtti gjarnan vera nefndur „óreiđa“  enda mun líđa langur tími uns greitt verđur úr allri flćkjunni sem ţessi bćjarstjóri hefur magnađ upp međ hverju árinu sem líđur.

Mosi


mbl.is Magma fćr 14,7 milljarđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ stendur á bak viđ Magma Energy?

Margt bendir til ađ mikiđ pukur er ađ baki athöfnum ţessa fyrirtćkis. Ţađ kemur eins og hrćgammur inn í íslenskt hrun samfélag ţar sem mörg almenningsfyrirtćki hafa lagt upp laupana eđa veriđ tekin eignarnámi af kröfuhöfum.

Magma Enery er sagt vera starfandi í Kanada međ n.k. pósthólfaađstöđu í Svíţjóđ til ađ komast fram hjá ákvćđum EES um starfsemi á evrópska efnahagssvćđinu. Forstjóri ţess, Ásgeir Margeirsson var áđur forstjóri Geysir Green Energy og enn áđur ađstođarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Athygli vekur ađ fyrir nokkru var sagt frá ţví ađ Geysir Green vćri nánast gjaldţrota og samt hafa hlutafé í ţví fyrirtćki gengiđ kaupum og sölum. Einn af stćrstu hluthöfum ţess fyrirtćkis var Atorka sem nú hefur veriđ gegnum einhvers konar bókhaldsfiff veriđ yfirtekiđ af kröfuhöfum sem eru ađ mestu bankar. Í Atorku áttu mörg hundruđ íslenskra fjöldskyldna mikiđ fé sem var ćvisparnađur  ţessa fólks.

Öll fyrirtćki samsteypunnar voru "töluđ" niđur jafnvel ţó ţau vćru metin á sama tíma á marga milljarđa. Ţannig var Promens taliđ verđlaust međan ţađ var metiđ á rúmlega 11 miljarđa. Árangurinn var sá, ađ ćvisparnađur okkar sem áttu í Atorku og áđur Jarđborunum er talinn einskis virđi.

Taliđ er ađ mjög sterk tengsl séu milli Magma og Sjálfstćđisflokksins. Ţannig á veik stjórn Árna Sigfússonar í Keflavík (Reykjanesbć) allt sitt undir ađ ţessi samningur komist á ađ Magma geti eignast HS Orku. Gríđarlegur áhugi Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins um álbrćđslu rétt norđan Keflavíkur er alkunnur. Gegndarlaus sókn í jarđhita á Reykjanesi mun ábyggilega grafa stórlega undan eđlilegri notkun á varanlegum jarđhita á ţeim slóđum.

Magma Energy virđist vera fyrirtćki sem fjárhagslega séđ virđist ekki sérstaklega burđugt. Í viđskiptafréttum Morgunblađsins 14. nóv. s.l. segir frá gríđarlegu tapi fyrirtćkisins:

Kanadíska orkufyrirtćkiđ Magma Energy Corp, sem međal annars á hlut í HS Orku, tapađi tćplega 2,7 milljónum Bandaríkjadala, 338 milljónum króna, eđa einu senti á hlut á fyrsta ársfjórđungi rekstrarársins, júlí-september. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins 829.860 dölum.  

 

Tekjur af orkusölu námu rúmlega einni milljón dala í fjórđungnum. Í fyrra var félagiđ ekki međ neinar rekstrartekjur.

Ross Beaty, stjórnarformađur og forstjóri Magma, segir á vefnum Oilweek ađ Magma hafi vaxiđ hratt á síđasta ársfjórđungi međ yfirtökum á Íslandi, Nevada og Suđur-Ameríku. Auk ţess sem fyrirtćkiđ hafi stađiđ fyrir hlutabréfaútbođi. Alls söfnuđust 88 milljónir dala í útbođinu.

Haft er eftir Beaty ađ samningar félagsins á Íslandi muni skila félaginu 43% eignarhlut í stćrsta jarđvarmafyrirtćkinu í einkaeigu á Íslandi. 

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/11/14/magma_energy_tapadi_2_7_milljonum_dala/

Sjá einnig: http://www.oilweek.com/news.asp?ID=24908

Hvađ segir ţetta okkur?

Magma Energy biđlar til íslensku lífeyrissjóđanna um fé sem töpuđu einnig gríđarlega miklu fé m.a. í Atorku? Af hverju er veriđ ađ véla fé af íslenskum sparifjáreigendum.

Er ţađ einbeittur ásetningur ađ draga okkur Íslendinga enn dýpra niđur í spillingafeniđ en nú er komiđ?

Sjálfsagt er ađ slá á frest öllum ákvörđunum međan fram fari opinber rannsókn á eignarhaldi, fjárfestingum og fjármálum ţessara fyrirtćkja sem koma viđ sögu Magma Energy.

Mosi

 


mbl.is Rćddu viđ lífeyrissjóđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er ţetta raunhćft?

Eigi er ljós ađferđafrćđin á bak viđ ţessa viđhorfskönnun og í hvađa tengslum hún er. Ţađ er oft unnt ađ falsa og bćtumbetra bókhald og hefur rannsóknarskýrslan um bankahruniđ heldur en ekki stađfest ţađ.

 

Hanna Birna hefur ýmislegt gert rangt. Ţannig hefur hún gefiđ ţeim langt nef sem viljađ hafa skilađ rándýrum lóđum. Er von ađ unnt sé ađ sýna góđa fjárhagsstöđu borgarsjóđs svona til bráđabirgđa? Ef 100 lóđum hefđi veriđ skilađ og ţćr endurgreiddar hver hefđi stađa borgarsjóđs veriđ? Hanna Birna hefur ekki viljađ ljá máls á ţessu réttćtismáli og munu margir vera mjög óánćgđir um hana sem borgarstjóra Reykjavíkur.

Oft hefur stjórnmálamönnum veriđ núiđ um nasir ađ sýna af sér óheiđarleika. Líklega munu ţessir lóđarhafar leita réttar síns og jafnvel fylgja eftir međ málsókn ef ţessi borgarstjóri sýni ekki af sér ađra hliđ. Ađ öllum líkindum mun stađa borgarsjóđs ekki verđa betri eftir ţau málalok.

Mosi


mbl.is Meirihlutinn ánćgđur međ Hönnu Birnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • IMG_1616
 • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
 • Bútur af járnbrautarteinum?
 • ...259_1074252
 • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.1.): 17
 • Sl. sólarhring: 17
 • Sl. viku: 58
 • Frá upphafi: 239134

Annađ

 • Innlit í dag: 11
 • Innlit sl. viku: 47
 • Gestir í dag: 11
 • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband