Hannes Hólmsteinn samur við sig

Nýjasta blogg Hannesar Hólmsteins bendir til að hann virðist ekkert hafa lært. Brask frjálshyggjumanna sem leiddi af sér bankahrunið er að skoðun Hannesar ekki afleiðing af glannalegri stjórn bankanna m.a. að þeir hafi verið étnir innan frá, heldur lausafjárkreppunnar sem var mjög áberandi 2007-2008. Slóðin á blogg HHG er og fjallar reyndar um nýútkomna bók sem HHG er ekki sáttur við:

http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/1060158/

HHG fullyrðir að ekki sé til nein nýfrjálshyggja, heldur sé hún hluti þeirra skoðana sem heimkspekiprófessorinn og rithöfundurinn Adam Smith setti fram á 18. öld! Þess má geta þó telja megi að Adam Smith sé meginhugmyndasmiður hagfræðinnar, þá var hann fyrst og fremst siðfræðingur. Hann lagði mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð borgaranna en ekki glórulausa eignasöfnun sem er þó eitt meginstefið í Nýfrjálshyggjunni. Hannes vill ekki gera neinn mun á þessum gjörólíku stefnum.

Það er vægast sagt einkennilegt að svona galgopaháttur virðist vaða uppi hjá þessum umdeildasta prófessor Íslandssögunnar. Það er mjög alvarlegt ef Háskóli sem hyggst teljast meðal 100 bestu háskóla heims, hafi innanborðs áhrifamann sem hefur að mati flestra svo hornskakka hugmynd um söguna, hagfræðina og efnahagsþróun þá sem við sitjum uppi með eftir axarsköft Nýfrjálshyggunnar.

Þar sem Hannes Hólmsteinn lær ekki máls á að koma fram gagnrýni á bloggsíðu sinni, er hún sett hér fram. Hannes telur sig vera hafinn yfir þá siðferðislegu skyldu hvers fræðimanns að vera hlutlaus gagnvart viðfangsefnum sínum. Hann gefur sér niðurstöðuna fyrirfram og vill verja hana að því virðist fram í rauðan dauðann og gildir einu hversu hún er sett fram á veikum grunni.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242925

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband