Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
31.10.2012 | 08:42
Að bregðast við náttúruvá
Alltaf gerist aftur og aftur að náttúran lætur til sín taka. Mjög misjafnt er hvernig brugðist er við og koma í veg fyrir hættu.
Einkennilegt er að heilu hverfin verði fyrir tjóni vegna fárviðris. Svo virðist sem fjölmörg hús séu byggð eftir mun lakari stöðlum en við búum við á Íslandi. Þá er einkennilegt að víða er rafmagnslínur enn loftlínur í stað þess að leiða rafmagn í þéttbýli með strengjum gröfnum í jörð. Fyrir löngu var þessu breytt í Reykjavík, sennilega fyrir nálægt 40 árum var t.d. hús í Skerjafirði tengd með jarðkölum og loftlínur teknar niður.
En vonandi draga Bandaríkjamenn lærdóm af þessu. Einkavæðing rafveitna er blindgata þar sem ekki er hugsað um rekstraröryggi, fremur um að hámarka gróða eigenda.
Milljónir búa við rafmagnsleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2012 | 17:12
Jóhanna: Ekki gleyma miðjunni!
Í skákinni er lykillinn að sigra að ná miðjunni, þ.e. reitunum D4, D5, E4 og E5. Þannig er það líka í pólitíkinni. Þegar Kratar sveigja sig of mikið til vinstri þá vinnur Framsókn og $jálfstæðisflokkurinn. Jóhanna má ekki gleyma miðjunni í stjórnmálunum þar sem samstarfsflokkur hennar er vinstra megin við Samfylkinguna, okkar gamla góða krataflokk.
Ef Jóhanna sveigir Samfylkinguna of mikið til vinstri verðu það vatn á myllu afturhaldsaflanna í samfélaginu, fulltrúa braskaranna og fjárglæframannanna sem komu okkur á kaldan klaka haustið 2008.
Vonanadi glutra vinstri menn ekki tækifærinu að verða lykilstjórnamálaafl á Íslandi eins og varð eftir hrunið. Braskaranir sluppu fyrir horn. Þeir vilja gjarnan leika sama leik aftur og græða meira en nokkru sinni fyrr.
Ella er hættan á að fulltrúar braskaranna vinni á og þá styttist í næsta hrun sem auðvitað verður í boði þeirra á OKKAR kostnað! Gleymum því ekki hverjir borguðu og kostuðu hrunið 2008. Það voru litlir kallar eins og eg og þú!
Staddur í Finnlandi. Góðar stundir en án fulltrúa braskaraaflanna.
Barist um nýja og gamla Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2012 | 12:35
Góð tíðindi
Ragnar Ögmundarson og Vilhjálmur Bjarnason eru gamlir bekkjarfélagar, sá fyrri veturinn 1968-69 í MH en Vilhjálmur til margra ára í barnaskóla. Þessir menn munu ábyggilega hafa góð áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, báðir þrautreyndir og varkárir reynsluboltar í banka- og viðskiptaheiminum.
Ljóst er að fulltrúi braskaraveldisins í Sjálfstæðisflokknum megi sjá sæng sína útbreydda.
Þeir Ragnar og Vilhjálmur munu að öllum líkindum vera líklegir að afla Sjálfstæðisflokknum aukið traust sem hann hefur misst mikið í aðdraganda hrunsins og eftir það.
Nú þarf Ragnar að gera rækilega grein fyrir hvernig hann sá möguleika á að draga verulega úr því tjóni sem léttúðin í aðdraganda hrunsins leiddi yfir þjóðina. Af hverju voru tillögur hans og ábendingar ekki virtar og leitast til að gera eitthvað? Sú leið var valin sem kunnugt er að aðhafast ekkert í Stjórnarráðinu undir stjórn hins umdeilda Geirs Haarde sem ekkert vill kannast við að hafa gert eitthvað rangt. En það er auðvitað augljóst að unnt er að baka sér refsiábyrgð vegna aðgerðaleysis sem að gera eitthvað vitlaust.
Góðar stundir!
Sækist eftir fyrsta sæti í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2012 | 12:24
Ófögnuður fyrrum bæjarstjóra
Maður líttu þér nær segir gamalt orðatiltæki. Meistari allra meistara kvað marga sjá flís í auga nágrannans en kannast ekkert við bjálkann í eigin auga.
Fyrrum bæjarstjóra í Kópavogi fylgdi mikill ófögnuður. Spilling var umtalsverð og mikið var gert í að hygla vinum og vandamönnum. Ekki var alltaf farið eftir viðteknum venjum í stjórnsýslu og jafnvel valdníðslu beitt.
Nú er komið nóg af svo góðu. Gunnar er ekki sá stjórnmálamaður sem lítur yfir völl stjórnmála nema með mjög huglægum og hlutdrægum hætti. Fyrir honum er jafnrétti og að fara eftir lögum ekki rétta leiðin þegar unnt er að hygla þeim sem hann vill veita.
Góðar stundir en án leiðtoga á borð við Gunnar Birgisson.
Þetta þarf að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2012 | 16:00
Á Mannréttindadómstóllinn að vera í þjónustu hrunmanna?
Landsdómsmálið gegn Geir Haarde var mjög eðlilegt framhald af bankahruninu. Hver bar mestu ábyrgðina eins og málin stóðu haustið 2008? Hann var dæmdur mjög vægilega, þar sem refsing var eiginlega nánast engin. Á reyndar Landsdómur lof skilið hvernig úr þessu máli var leyst á mjög mannlegum nótum sem Hæstiréttur mætti taka sér að mörgu til fyrirmyndar.
Auðvitað eru ekki allir sáttir hvernig mál fara. Til er fólk sem sér eftir ævisparnaði sínum sem hvarf í bankahruninu sem Geir Haarde átti sinn þátt í að varð. Þetta fólk hefur sumt hvert reynt að fá hagsmuni sína viðurkennda fyrir dómi en oft án nokkurs árangurs en mikils kostnaðar sem er mörgum óbærilegur. Hagsmunir þúsunda hafa orðið að engu, allt vegna kæruleysis og léttúðar vegna einkavæðingar bankanna.
Telji Geir Haarde sig hafa erindi að kæra vandræðamál sín til Mannréttindadómsstóls Evrópu þá er honum það auðvitað frjálst. En sjálfsagt kosta þessi málaferli offjár og ekki er líklegt að hann fá nokkuð annað en fyrirhöfnina og enn meiri fjárútlátin út úr þessu. Geir átti möguleika á að koma í veg fyrir hrunið eða draga verulega úr því og þessi glæpur verður ekki tekinn af honum. En Geir iðrast einskis, hann telur að honum beri engin ábyrgð á bankahruninu þó svo margar tengingar eru við hann í aðdraganda hrunsins.
Mannréttindadómstóll Evrópu er ekki ígildi hundahreinsunar þar sem unnt er að fá heilbrigðisvottorð í tilfelli Geirs n.k. siðferðisvottorð að honum var bankahrunið óviðkomandi. Hann var sem forsætisráðherra yfirmaður Stjórnarráðsins og þar með framkvæmdavaldsins á Íslandi. Líkja má starfi Geirs sem skipsstjóra á skipi, þjóðarskútunni sem strandaði illilega vegna kæruleysis skipsstjórans í aðdraganda hrunsins. Að siglingalögum ber skipsstjóri ábyrgð á skipi, áhöfn og farmi og ef hann sýnir eitthvað kæruleysi og léttúð í starfi sínu ber hann skilyrðislausa ábyrgð.
Sennilega muni ýmsir aumkast yfir Geir. Aðrir finnast þessi kærumál ekki vera honum til frægðarauka nema síður sé.
Mjög líklegt er að Mannréttindadómstóll Evrópu vísi þessu máli frá enda er ekkert í málaferlunum gegn Geir þar sem reynt var að halla máli gegn rétti hans. Ákæran byggðist á ítarlegri rannsókn og sökin fólst einkum í því aðgerðarleysi nefnilega að gera ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut, til að koma í veg fyrir hrunið eða draga úr því mikla tjóni sem það olli landsmönnum öllum.
Hafi Geir næga fjármuni að ráðstafa í þetta stúss er honum frjálst að eyða því í málarekstur sem kann að hafa meira tilfinningalegt fremur en praktískt gildi. Auðvitað er öllum annt um æru sína en um hana hefði Geir mátt kæra sig betur fyrri hluta árs 2008 og þangað til allt varð vonlaust að bjarga því sem bjargað varð. Aðdragandi hrunsins er nátengdur aðgerðarleysi Geirs sem hafði ýmsa möguleika til að vinda ofan af bankakerfinu og óráðsíu bankastjórnenda áður en allt varð um seinan.
Góðar stundir.
Geir kærir til Mannréttindadómstóls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2012 | 22:45
Þá kom að því
Þegar haustar og kólnar má ætíð reikna með að götur verði varhugaverðar. Besta ráðið eru góðir vetrarhjólbarðar ekki endilega negldir því ekki koma naglaskammirnar alltaf að gagni nema fyrir þá sem selja þá. Og auðvitað þarf ætíð að fara varlega og miða hraða við aðstæður. Naglarnir hafa oft komið mörgum í koll og vakið falska öryggiskennd hjá ýmsum.
Góðar stundir!
Talsverð hálka í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2012 | 12:46
Fjarar smám saman undan formanninum
Gylfi hefur alltaf verið umdeildur. Hann hefur aldrei þótt vera neinn sá skörungur sem margir fyrri ASÍ forsetar voru. Hann hefur oft verið nokkuð undanlátsamur gagnvart atvinnurekendum og hefur fengið gagnrýni.
Gylfi er nokkuð yfirlýsingaglaður án þess að mikið annað en loft sé að baki.
Vonandi ber ASÍ fólki sú gæfa að fá betri forystusauð en Gylfa á næstu árum.
Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2012 | 12:14
Siðleysið í viðskiptum
Þessi kona er mikilmenni. Hún stóð sig með mikillri prýði hér eftir hrunið og miðlaði okkur með dýrmætri reynslu af grimmum fjármálabröskurum í Evrópu.
Því miður hefur hún rétt fyrir sér. Siðferði í viðskiptum virðist enn vera á ákaflega lágu plani hér á landi og lítt hefur verið sinnt að bæta það.
Í rannsóknarskýrslu Alþingis um efnahagshrunið var ákall um að bæta þurfi viðskiptasiðferði. Í nýjasta Tímariti Háskólans í Reykjavík er vikið að viðskiptasiðferði og þar er farið dáldið í þessa sauma. Niðurstaðan er að viðskiptamenningin virðist vera á lágu plani og auðvitað verður ekki neitt traust byggt upp þegar svo stendur á.
Siðleysingjar hafa vaðið uppi. Þeir hafa barist seint og snemma með hnúum og hnefum nánast gegn öllu sem núverandi ríkisstjórn vill byggja upp. Ekki mátti koma á aukinni hagræðingu með endurskipulagi Stjórnarráðsins, fækkun ráðuneyta og ráðherra, ekki mátti endurskoða stjórnarskrána með að fela sérstökum þjóðfundi til þess vandasama starfs og ekki mátti sækja þá til saka sem ábyrgð báru á bankahruninu. Í þeirra huga var bankahrun eins og hvert annað viðskiptatækifæri sem almúginn mátti borga eftir að þrjótarnir höfðu hreinsað öll verðmæti út úr fyrirtækjunum.
Ef einhver vill koma lögum yfir þá þokkapilta sem höguðu sér eins og svæsnustu götustrákar í viðskiptum, stjórnuðu bönkum og fyrirtækjum, beittu öllum tiltækum ráðum til að auðga sig og sína. Þá er von að sá sami sitji uppi með sárt ennið og tapað mál og fé, fyrirhöfn mikil þegar Hæstiréttur braskaranna hefur síðasta orðið með sýknu skúrkanna og dæmir þeim málskostnað þeim í hag.
Auðvitað viljum við nýja nútímalega stjórnarskrá en ekki einhvern forngrip sem betur heyrir sögunni en nútímanum. Við mætum sem flest á kjörstað, segjum já við sem flestum spurningum á morgun, laugardag 20. október 2012.
Góðar stundir!
Meðan svo fer fram er ekki von á góðu. Eva Joly vill vara við þessari þróun.
Óttast annað hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2012 | 19:17
Evrópusambandið tryggir friðsamleg samskipti
Aldrei í sögu Evrópu hefur verið jafnlangt friðsamt skeið og eftir að ríki Evrópu fóru að starfa saman á vettvangi EBE og EFTA og síðar Evrópusambandsins. Þessi viðurkenning staðfestir að Evrópusambandið er á réttri leið.
Við eigum að líta á þessa stöðu mála sem hvatningu að fullgilda þátttöku okkar en auðvitað með okkar skilyrðum og okkar forsendum.
Góðar stundir!
ESB fær friðarverðlaun Nóbels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2012 | 08:59
Hvaða staðreyndir?
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, kveður umræður um áform Kínverjans Huang Nubo hafa einkennst af dylgjum: Staðreyndir málsins hafa ekki fengið að komast að í umræðunni, heldur hefur hún einkennst af upphrópunum eins og haft er eftir honum.
Sú draumsýn að ætla sér að reka lúxúshótel í nær 400 metra hæð yfir sjávarmáli með gólfvelli og öðrum lúxús á einu mesta harðindasvæði landsins byggist á óvenjumikillri bjartsýni.
Hvaða staðreyndir á Þorvaldur við?
Það má benda á að Kínverjar hafa verið nokkuð umsvifamiklir víða um heim. Í Austur Afríku hafa þeir komið sér upp n.k. kínverskri nýlendu sem er ekki í miklum tengslum við atvinnulíf frumbyggja þar í landi.
Kínverjar eru að koma sér upp miklu flotaveldi, nú fyrir nokkru tóku þeir í notkun gríðarlega öflugt flugmóðurskip og verður það sennilega rétt byrjunin.
Kínverjar hyggjast koma að námagreftri víða um lönd, m.a. á Grænlandi. Þeir vilja tryggja sér aðgang að mikilvægum hráefnum þ. á m. úrani sem umtalsvert magn er talið vera af´bundið í jarðlögum Grænlands.
Kínverjar vilja styrkja stöðu sína á Norður Heimskautasvæðinu m.a. vegna hlýnunar jarðar og opnun styttri siglingaleiða milli Austur Asíu, Evrópu og til austurstranda N-Ameríku.
Hefur Þorvaldur ekki skoðað þessar staðreyndir?
Og hvað með tengsl Huang Nubo við kínverska valdhafa?
Veit Þorvaldur að Huang Nubo er nátengdur þessum kínversku valdhöfum?
Og hvað má gera á Grímsstöðum þegar skammsýnir Íslendingar hafa opnað landið fyrir kínverskum athöfnum á Íslandi?
Ljóst er að hótel á Grímsstöðum verður aðeins nýtt í um 8-12 vikur á ári. Þar kemur veður og samgöngur í veg fyrir betri nýtingu. Svona starfsemi þarf að reka allt árið sem mörgum virðist yfirsjást. Hins vegar má á Grímsstöðum byggja upp umfangsmikinn framleiðsluiðnað byggðan meira og minna á stolnum hugverkum annarra. Kínverjar hafa hunsað mannréttindi hvort sem það eru persónuréttur eða réttur til hugverka. Núverandi staða Íslands er kjörinn staður fyrir framleiðslu með útflutning til Evrópu í huga.
Á Grímsstöðum væri haft að hafa umtalsvert njósnanet í allar áttir. M.a. aðsetur tölvuhakkara til að komast yfir mikilvægar upplýsingar bæði hernaðarlegar, stjórnmálalegar og viðskiptalegar vestan sem austan Atlantshafs.
Þá eru Grímsstaðir kjörnir sem aðsetur æfingabúða fyrir hermenn við erfiðar aðstæður. Leikjaglaðir Íslendingar fengju sennilega mörg verkefni við akstur og viðhald tækja ef af þessu verður sem Þorvaldur mætti kynna sér.
Þá er enn ein staðreynd:
Tíbet lögðu Kínverjar undir sig um miðja síðustu öld og fóru létt með. Þeir hafa lengi viljað leggja undir sína lögsögu eyjuna Taiwan en ekki haft erindi sem erfiði af því. Eyjan í norður Atlantshafi, Ísland, gæti orðið mun léttari biti fyrir kínverska heimsvaldasinna en Tíbet á sínum tíma.
Ef þessar staðreyndir liggja ekki ljósar fyrir, þá er spurningin þessi til Þorvaldar framkvæmdarstjóra:
Hvaða staðreyndir hafa ekki komið fram að mati Þorvaldar framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar?
Góðar stundir en án skammsýnnar umræðu sem kann að varða takmörkun sjálfstæðis þjóðarinnar.
Umræður upphrópana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar