Er starfsemi íslensku bankanna glæpsamleg?

Árið 1253 samþykkti Alþingi að banna með öllu að taka vexti „af dauðu fé“ eins og það var nefnt. Með því var átt við, að ekki væri löglegt að taka vexti af svonefndum borgaralegum arði, Hins vegar var heimilt að taka „vexti“ í formi gjalds vegna afnotaréttar og „náttúrulegum arði“.

Með öðrum orðum var leiga af jörð, akri, bústofni eða öðru sem gaf af sér náttúrulegan arð heimil. Hins vegar var gjaldmiðill, silfur og gull þar á meðal, ekki til þess fallinn að vera grundvöllur vaxtatöku. Lánþegi skyldi koma lánshlut heilum til baka í hendur eiganda og lágu viðurlög við ef út af bar.

Sem kunnugt er varð það hlutskipti Gyðinga á miðöldum að lána fé gegn vöxtum. Mjög lengi tíðkaðist að þessir vextir voru hóflegir, kannski örfá prósent. Þegar stundir liðu, varð lánastarfsemi banka þegar þeim óx fiskur um hrygg, meginauðsuppspretta atvinnulífs og athafna.

Íslensku bankarnir hafa stöðugt verið að færa sig upp á skaftið. Með upptöku vísitölutryggingar fyrir 30 árum varð fjandinn bókstaflega laus. Í stað þess að vaxtakjör aðlöguðu sig dýrtíðinni eins og í langflestum löndum, var farið að reikna sérstaka út hversu mikil dýrtíðin hækkaði höfuðstól. Vextir hafa síðan verið reiknaðir ofan á uppfærðan höfuðstól.

Í dag eru alls 3 ríki heims sem hafa þetta vístölufyrirkomulag. Ísland er eina ríki Evrópu sem hefur þennan háttinn á. Hin ríkin eru Brasilía í Suður Ameríku og Ísrael. Ástæðan kann að liggja í því að í öllum þessum ríkjum hafa stjórnvöld smám saman gert gjaldmiðilinn handónýtan og er íslenska krónan engin undantekning.

Bankarnir hafa reynst mörgum erfiður í skauti. Þeir hafa sýnt óbilgirni hvort sem einstaklingar eða stjórnendur fyrirtækja eiga í hlut. Margir hafa sífellt þurft að vera háðari lánsfé en áður var nauðsynlegt. Margir eru svo illa skuldsettir að hvergi virðist vera neinn möguleiki að sjá til lands.

Í morgun var undirritaður á hluthafafundi í Atorku. Fyrir fundinum var tillaga þess efnis að óska eftir nauðasamningum við lánadrottna. Íslensku bankarnir hafa farið mjög illa með þetta fyrirtæki og höfum við litlu hluthafarnir sem þó höfum lagt mikið af sparifé okkar til hlutabréfakaupa enga sem litla von að endurheimta fé okkar út úr fyrirtækinu. Tap mitt og fjölskyldu minnar er umtalsvert og skil eg ekkert í hversu svo skjótt bregður við rekstrarumhverfi fyrirtækjarekstrar á Íslandi sem áður var mjög blómlegur.

Nú eru saksóknarar að rannsaka bankahrunið með frábærri ráðgjöf Evu Joly í efnahagsbrotum. Það verður spennandi þegar rannsakendur vinna sig áfram gegnum bókhald bankanna, lánabækur og annað sem forvitnilegt kann að finnast fyrir rannsakendur. Það á ábyggilegt eftir að koma ýmislegt óvænt fram sem okkur venjulegu fólki finnst vera fjarri öllum raunveruleika.

Sú ríkisstjórn sem einkavæddi bankanna fyrir rúmum hálfum áratug, ber fulla ábyrgð á því sem komið er. Sumir fyrrum ráðamenn t.d. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum ráðherra kvaddi sér hljóðs í Kastljósi s.l. mánudagskvöld. Hvatti hún ríkisstjórnina að standa í báðar fætur vegna Icesafe málsins.

Væri til of mikils mælst að biðja þessa ágætu virðulegu frú og hennar maka að standa einnig í fæturna og endurgreiða Kaupþing bankanum þann milljarð sem þau hjón tóku að láni?

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera fulla ábyrgð af þeirri umdeildu ákvörðun að koma bönkunum í hendurnar á mönnum sem greinilega kunnu ekkert að reka banka á siðferðislegum viðskiptalegum grundvelli. Kannski hugur þeirra væri fremur bundinn við að kaupa erlend félög sem sérhæfa sig í fótboltasparki.

Þeim verður ekki fyrirgefið því þeir vissu eða máttu vita hvað þeir voru að gera!

Mosi

 


mbl.is Erlendir bankar ósáttir við endurreisn bankakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Kvitta fyrir innlitið, sammála í einu og öllu.

Eina ástæðan fyrir því að bankar mega þetta ennþá er sú sama og bændur miðalda máttu misnota leiguliða.

Af því þeir gátu það.

Kári Harðarson, 24.10.2009 kl. 17:59

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jú og þá var ekki búið að finna upp mannréttindi. Ætli Framsóknarflokkurinn sé búinn að fatta það ennþá?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband