Alltaf dýrt að taka lán

Alltaf er dýrt að taka lán. Að þessu sinni mun það vera neyðarráðstöfun til að bjarga því sem bjargað verður. En mikilvægt er að kítta áður upp í þann leka sem þjóðarskútan hefur orðið fyrir, fjárglæfaramenn leika enn lausum hala og munu ábyggilega kappkosta að reyna að næla sér í enn nýja kökusneið.

Við sitjum uppi með mikil vandræði. Þau stafa af óvenjumikillri léttúð stjórnvalda að sjá ekki fyrir hve bankarnir einkum Kaupþing og Landsbanki voru að fara með þessum innlánsreikningum erlendis. Þá tútnaði bankakerfið allt of mikið,undirstöðurnar brustu og féllu saman.

Bjartsýnin var of mikil. Kárahnjúkavirkjun olli gríðarlegu bjartsýniskasti meðal Íslendinga. Hagkerfið ofhitnaði og viðfengum fyrirséða brotlendingu sem reyndist okkur harðari en nokkurn grunaði.

Nú var verið að tilkynna vaxtakjörin: 4,5% vexti sem verða fljótandi. Það þýðir að unnt sé að breyta þeim á 2ja vikna fresti.

Mosi


mbl.is Vextir IMF rúm 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Gildran lokast kyrfilega eins og til var stofnað. Þjóð illa skuldsett í áratugi er ekki frjáls þjóð, hér eftir erum vér öll þrælar fyrir utan nokkra kvislinga.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.11.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 242936

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband