Innihaldslítið orðagjálfur

Nú er nýflutt ræða Davíðs Oddssonar. Satt best að segja var ekkert nýtt af henni að græða. Ræðan er innitómt orðagjálfur með skreytingum tilvitnana í fyrri yfirlýsingar, ræður Abrahams Lincolns og einhverra fleiri.

Davíð kennir „útrásarmönnum“ um sem hann vill fremur nefna „innrásarmenn“. Ekki er hins vegar aukatekið orð um tengsl breskra fjármálasérfræðinga né þarlendra yfirvalda við íslensk yfirvöld um vanda íslensku bankanna. Hins vegar er endurtekið aftur og aftur það sem hann kvaðst hafa varað við vandanum mikla. En hvers vegna var þessu ekki fylgt eftir?

Því miður sitjum við enn uppi með aðalvandamálið. Íslenski fjármálavandinn er vegna offjárfestingar og of mikillrar bjartsýni sem hófst annars vegar með einkavæðingu bankanna án nokkurra skilyrða eins og bindiskyldu. Hins vegar var farið allt of geyst í opinberar framkvæmdir vegna virkjanaframkvæmda. Varað var við ofhitnun og ofþenslu lítils hagkerfis og við mættum búast með mjög harðri „lendingu“.

Spurning hvernig mjög lærður fjármálamaður hefði mælst fyrir nýju númeri af Peningamálum, einu höfuðriti Seðlabankans? Þar hefði örugglega farið dýpra inn í þann mikla vanda sem við sitjum frammi fyrir.

Mosi


mbl.is Uppskeran eins og sáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242946

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband