Fyrir hundrað árum

Fyrir hundrað árum var samþykkt á Alþingi mikilsverð breyting á þjóðkirkjunni og þar á meðal kjörum presta. Fram að þeim tíma nutu prestar þeirra hlunninda og tekna af brauðum sínum en þau voru mjög misjöfn. Sum „brauðin“ voru tekjudrjúg meðan önnur voru mjög rýr. Sú stefna var tekin að Landssjóður eins og Ríkissjóður nefndist fyrrum, greiddi laun presta sem voru jöfnuð verulega en í staðinn tók ríkið yfir að mestu þær kirkjujarðir sem prestar nutu áður.

Flestir töldu þetta hafa verið mjög mikið réttlætismál enda voru kjör sumra sveitapresta alveg skelfileg. Þeir voru flestir hverjir að hokra og þegar lélegar jarðir fóru saman að presturinn væri óttalegur búskussi þá var ekki von á góðu.

Það er því ekki rétt að draga ályktanir af stöðu mála núna án þess að gera sér grein fyrir hvernig ástandið var fyrrum. Fram til 1909 voru gjöld og hlunnindi til kirkjunnar manna margskonar:  „Offur“ nefndist það gjald sem prestum var greitt af frjálsum og fúsum vilja fyrir embættisverk þeirra, t.d. skírn, fermingu, hjónaband eða greftrun. Lambsfóður var t.d. eitt fyrirbærið en þáskuldbundubændur sig að taka lamb prestsins í vetrarfóðrun. Ljóstollur var gjald sóknarmanna sem greiða átti til kirkjunnar til að hún gæti kostað ljósmeti við guðþjónustur. Þannig má lengi telja og ekki má gleyma tíundinni sem mun hafa verið lögð niður um líkt leyti. Sá kirkjuskattur hafði verið frá lokum 11.aldar eins og kunnugt er.

Hvet sem flesta að kynna sér þessi mál.

Mosi


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Skemmtilegur pistill.

Jón Halldór Guðmundsson, 24.11.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband