Dragnætur og botnvörpur

Veiðar með dragnótum og botnvörpum eiga það sameiginlegt að þessi veiðarfæri eru ákaflega umdeild sérstaklega þó botnvarpan. Bæði eru dregin eftir sjávarbotninum af skipum, botnvörpurnar af togurum en dragnæturnar eru töluvert minni og því notaðar af minni veiðiskipum, einkum á sandbotni.

Þegar botnvörpuveiðar voru enn stundaðar í Faxaflóa kom það alloft fyrir að netin festust í botninum og rifnuðu illa einkum úti á svonefndu Hrauni. Þetta gaf togaraskipsstjórum tilefni að draga eftir botninum heilmikla járnhlunka festum neðan í og framan við opið á botnvörpunni. Þessi búnaður bókstaflega muldi allt sem fyrir varð. Árangurinn af þessu er því miður sá að mjög hefur dregið úr nýliðun nytjafisks á þessu svæði enda voru Hraunin sérlega góðar uppeldisstöðvar smáfisks fyrr á árum. Langt fram eftir síðustu öld voru umfangsmiklar fiskveiðar stundaðar á Faxaflóa og þurfti oft ekki að fara langt eftir fullfermi. Nú er öldin önnur enda hefur mikið af þessum upprunalega botni verið gjörbreytt til þess að togaranir gátu veitt meira og netin rifnuðu síður. Þetta er okkur Íslendingum til mikils vansa enda tekur náttúruna oft mjög langan tíma að aðlagast á nýjan leik og þessar hagstæðu aðstæður eru því miður gjörbreyttar.

Sjávarbotninn þarf að rannsaka betur og kanna hversu raskið á sjávarbotninum er umfangsmikið. 

Mosi 


mbl.is Ráðlegt að takmarka dragnótaveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband