Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
12.7.2008 | 15:35
Hugrakkir mótmælendur
Óhætt má segja að mótmælendur séu hugrakkir að tjalda og dveljast í tjöldunum í hellirigningu við fremur nöturlegar aðstæður.
Mér finnst þetta skítkast gagnvart þeim sem hafa aðrar skoðanir en mótmælendurnir, vera þeim til háborinnar skammar.
Þá er annað mál að rétt er að mótmælendur taki sér aldrei lögin í sínar hendur. Á meðan hefur lögreglan ekki tilefni til aðgerða. Jafnskjótt og farið er inn á bannsvæði, klifrað upp í krana eða áþekk baráttuaðferð viðhöfð þar sem hætta er á slysum, þá er búið að ganga of langt.
Allir hafa rétt á að halda fram sínum skoðun og tjá þær svo lengi sem ekki sé gengið lengra en sem líta má á sem ögrun.
Einhverra hluta vegna finnst mér að stjórnvöld séu gjörsamlega að tapa sér í stóriðjudýrkuninni. Er mögulegt að stóriðjan hafi þau í vasanum og ýmsir séu tilbúnir að styðja í von um nokkrar vesælar álkrónur? Væri ekki betra að huga betur að eigin fjármálum og reisa sér ekki hurðarás um öxl? Því miður eru margir ekki skynsamir í þessum efnum og vilja áfram hraðgróða gegnum stóriðjuna, ef ekki með góðu, þá með illu.
Sérstök ástæða er að dást að þessu unga fólki sem er tilbúið að tjá hug sinn gagnvart þessari gegndarlausu stóriðju!
Mosi
Mótmælabúðir á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.7.2008 | 12:06
Erfiðleikar að koma á virku lýðræði
Eðlilegt er að við sem búum á Vesturlöndum séum undrandi yfir þessari ákvörðun fulltrúa Kínverja og Rússa í Öryggisráðinu. Ástand mála í Simbabve er vægast sagt mjög eldfimt þar sem mannréttindi eru ekki hátt metin af stjórnvöldum. Svo er einnig í Kína og Rússlandi enda hafa áhrif kommúnismans á liðinni öld verið mjög landlæg. Í þessum löndum hafa almenn mannréttindi ekki verið talin til margra fiska metin og er það miður. Því má telja fullvíst að stjórnvöld þessara fjölmennu landa hafi tekið þessari tillögu illa þó svo okkur Vesturlandabúum finnst hún vera bæði réttmæt og tímabær til að veita virku lýðræði lið í Simbabve.
Spurning er hvernig unnt sé að koma frá völdum þessum vandræðamanni í Simbabve sem hefur komist upp með siðlausar og aðrar ótrúlegar aðferðir að grafa undan pólitískum andstæðingum sínum. Þegar Kínverjar og Rússar ganga úr skaftinu á alþjóðlegum vettvangi þá þarf auðvitað að grípa til annara aðferða. Hvernig endurvekja megi virkt lýðræði í Simbabve verður að vera forgangsverkefni en hætta er á að þeir sem ekki eru okkur Vesturlandabúum sammála, kappkosti að vígbúa þennan skúrk sem best svo hann geti haldið sínu ranglæti fram.
Mosi
Reiði vegna neitunarvalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 06:46
Til lukku bormenn Íslands!
Óskandi er, að stjórnmálamenn flækist ekki fyrir þegar athafnamenn eru á ferðinni. Sjá nánar: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/588622/
Mosi
Fengu rannsóknarleyfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 06:42
Gúrkutíð?
Furðulegt má það vera að þessi frétt um skjöl í vörslum fyrrum forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur skuli hafa verið ein af helstu fréttunum dögum saman. Svona hundómerkilegt mál hefði nú mátt leysa í rólegheitum enda hefur komið á daginn að Guðmundur fyrrum forstjóri hyggst ekki ætla sér að halda í þessi skjöl sem að sögn kunnugra eru einkum tengd stjórnarfundum Orkuveitunnar. Frumgögn eiga auðvitað best heima í skjalasafni fyrirtækisins en hvað með afrit? Þau ættu síður að skipta máli nema þau kynnu að vera notuð af aðilum sem Orkuveitan er hugsanlega í samkeppni við og vill ekki að komist í hendur ókunnugra.
Nú er oft samið um að lykilmenn fyrirtækja ráði sig ekki innan vissra tímamarka hjá öðrum aðila sem er í samkeppni. Þess vegna eru þessi háu laun tilkomin m.a. vegna þess að menntun og reynsla þessara lykilmanna er þessum takmörkunum háð. Með þessu er m.a. verið að koma í veg fyrir að mikilsverðar upplýsingar, þekking og reynsla sem orðið hefur til innan fyrirtækisins og leki út til óviðkomandi.
Annars má það vera furðulegt að ekki hefur komið nógu vel fram hvers vegna þessi ágreiningur vissra stjórnmálamanna við Guðmund fyrrum forstjóra er til kominn og á hverju hann raunverulega byggist. Það er eins og fjölmiðlar séu beinlínis gerðir út og gjörnýttir til að grafa sem hraðast og afdrifaríkast undan forstjoranum fyrrverandi. Guðmundur reyndist ákaflega farsæll sem stjórnandi Orkuveitunnar og það eru fyrst og fremst þessi vandræði með REI sem þó ráðamenn Sjálfstæðisflokksins áttu meginþáttinn í að koma á fót á sínum tíma. Spurning er hvort þarna sé um að raunveruleg ástæða kunni að byggjast á alvarlegum ágreiningi innan Sjálfstæðisflokksins um málefni Orkuveitunnar og REI? Þessi vandræði öll hafa dregið þann dilk á eftir sér að útrásin íslenska í orkumálum hefur beðið mikinn hnekk og um er að ræða miklar tafir með tilheyrandi tjóni við að færa út þekkingu okkar á varmaorku. Íslendingar hafa getið sér mjög gott álit fyrir afburðaþekkingu á þessu sviði. Hér á Íslandi hefur Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna starfað í áratugi við mjög góðan orðstír, gagnkvæm þekking á jarðhita hefur safnast hér saman á þessu tímabili. Fagmenn og fræðimenn á þessu sviði hafa sótt hingað æðri menntun, reynslu og þekkingu. Íslenskir jarðhitasérfræðingar hafa farið víða um heim og þekkja aðstæður nokkuð vel sem nýtist bæði víða og vel. Íslendingar hafa borað eftir gufu og heitu vatni t.d. á Azoreyjum þar sem nú er starfrækt gufuaflsstöð sem framleiðir umtalsvert rafmagn. Í Bayern í Suður-Þýskalandi er verið að vinna að hliðstæðu verkefni. Þar hafa komið upp ýmir tæknilegir agnnúar sem tengjast að þar eru aðrar bergtegundir í jarðskorpunni en sem við Íslendingar þekkjum og hafa valdið töfum en fyrirsjáanlegt er að þessi mál eru í góðum höndum fagmanna og markmiðið er í augsýn. Og nýjustu fréttir herma að ný verkefni bíða okkar manna á Filippseyjum.
Nú hafa stjórnmálamenn einkum innan Sjálfstæðisflokksins komið þessari íslensku orkuútrás meira og minna í uppnám. Ábyrgð þeirra er mjög mikil sem m.a. kemur fram í mjög lágu gengi hlutabréfa í þeim fyrirtækjum sem tengjast orkumálum en þrátt fyrir umtalsvert fall á hlutabréfum í heiminum er gengi í orkufyrirtækjum stöðugt eða jafnvel fer hækkandi.
Þeir stjórnmálamenn sem málið varðar mættu líta í eiginn barm og kynna sér betur stöðu þessara mála með það að markmiði að vera ekki fyrir þegar miklar athafnir eru í deiglunni. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að gæta hagsmuna Reykvíkinga sem og annarra landsmanna en reynslan hefur á síðustu misserum verið sú, að íslenskir athafnamenn hafa orðið fyrir barðinu á oft furðulegum ákvörðunum þeirra sem stýra þessari einkennilegu flokksmaskínu.
Mosi
Upplýsingar stangast á um eðli gagna um OR í vörslu Guðmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2008 | 06:40
Gott framtak
Fagna ber þessu góða framtaki. Ljóst er að akstur bifreiða er mjög óhagkvæmur þegar aðeins ökumaður er á ferð. Akurnesingar hafa sýnt og sannað að almenningssamgöngur geta verið mjög hagkvæmar enda þeir einna ötulastir að nýta sér þessar ferðir.
Nú er rétt að benda á að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir að unnt sé að taka reiðhjól með á þessari leið. Vesturlandsvegurinn er stórvarhugaverður hjólandi fólki sérstaklega á Kjalarnesi þar sem vegbrúnin hefur verið fræst. Þar er víða aðeins örmjó ræma og sums staðar engin sem hjólreiðafólkið getur farið sinna ferða. S.l. þriðjudag átti eg leið úr Borgarfirði akandi suður. Á móti komu nokkrir erlendir hjólreiðamenn og áttu fullt í fangi að beita sér í snarpri norðanáttinni. Það er því mikið öryggismál að hafa þann möguleika opinn hjólandi fólki að taka sér far með strætó og hafa hjólin með.
Þegar þessum samgöngum verður komnið á alla leið í Borgarnes langar mig til að prófa og hafa hjólið auðvitað meðferðis. Fátt styrkir okkur jafnmikið og góð og holl hreyfing og eru hjólreiðar mjög góðar til heilsubótar. En auðvitað þegar aðstæður eru hagstæðar!
Mosi
Með strætisvagni í Borgarnes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 21:52
Glæsilegir tónleikar og vandræðagemlingar
Þessir tónleikar voru glæsilegir og eru bæði flytjendunum, Björk og Sigurrós og öllum öðrum listamönnunum okkar til mikils sóma.
Eftir þennan merka menningaratburð er unnt að þrífa til, safna saman rusli, áldósum og koma í endurvinnslu. En það verður auðvitað ekki gert við náttúru sem þegar hefur verið eyðilögð eins og fyrir austan.
Alltaf eru svartir sauðir innan um fjöldann. Af 30.000 manns sem saman komu á tónleikana voru væntanlega ekki nema um tugur vandræðagemlinga sem koma óorði á aðra viðstadda.
Fyrir 60 árum var sú tillaga sett fram af einum af merkustu menningarvitum landsins, Kristjáni Albertssyni að lögreglan ætti að koma sér upp stóru og öflugu járnbúri á Lækjartorgi til að stinga þar inn fylliröftum og öðru vandræða hyski. Hugsunin var að letja venjulega borgara til ósæmilegrar hegðunar og að þar væri viðeigandi vettvangur að horfa upp á niðurlægingu þessara vesalinga. Þessi tillaga kom af stað miklum og fjörugum umræðum í samfélaginu og fannst mörgum tillagan prýðileg meðan öðrum þótti hún fáranleg og í alla staði mjög óviðeigandi. En hvað á að gera við ofbeldismenn, nauðgara og þessar skemmdarverkabullur sem mörgum finnst vera eins og hvert annað úrþvætti?
Í samfélagi forfeðra okkar þótti sjálfsagt að úthýsa uppivöðslumönnum úr samfélaginu sbr. ákvæði Grágásarlaga. Þeim var ýmist vísað úr landi með dómi, fjörbaugsgarð eða þeir voru með skóggangssök gerðir ófriðhelgir um allt land og voru réttdræpir hvar sem þeirra varð vart. Þetta fyrirkomulag byggðist á ævafornum germönskum rétti. Kannski þetta sé tímabundin lausn en hún er alla vega hvorki skynsamleg né varanleg. Þessir vandræðagemlingar eru margir hverjir háðir eiturlyfjum og eru með brenglað skyn til gilda samfélagsins. Því miður.
MosiGengu berserksgang í Laugardal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 21:23
Landamerki og eignarréttarmál
Ein erfiðistu málaferli stafa af landamerkjum. Margar og frægar sögur hafa verið sagðar af langvinnum málaferum jafnvel út af smáskikum þar sem stórbokkar hafa vaðið uppi og náð rétti á kostnað þeirra sem minna mega sín.
Málaferli sem þessi Óbyggðanefnd hefur átt þátt í hafa reynst bæði langdregin og kosnaðarsöm. Þau hafa skilið marga landeigendur uppi eignarlausa þó svo þeir hafi með rétti getað sannað eiganrrétt sinn. Má þar nefna einkennilega niðurstöðu Óbyggðarnefndar gagnvart eigendum Stafafells Lóni þar sem þeir voru sviptir Lónsóbyggðum þó svo ríkisvaldið hafi selt þá eign fyrir nær öld!
Eignarréttarmál á Reykjanesskaga eru allkostuleg að ekki sé meira sagt. Svo virðist sem búin eru til örnefni þó ekki sé alveg ljóst um hvað verið er að fjalla um og hvar þau eru í raun og veru. Hvar er t.d. Nautapollur í dómsniðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem frétt þessi er byggð á? Hvers vegna er Engjadalsá allt í einu nefnd Lyklafellsá? Engjadalsá sem í raun er smálækur nema í vorleysingum á uppruna sinn vestan við Hengil og rennur framhjá Lyklafelli áleiðis um Fóelluvötn og áfram vestur í Lækjarbotna þar sem hún breytir um nafn og verður Hólmsá sem rennur áfram vestur og allt í Elliðavatn og Elliðaár. Er ástæða til að ætla að búin séu til örnefni til að unnt sé að færa sér þau til að styrkja hagsmuni?
Niðurstöður Óbyggðanefndar byggir á mjög frjálslegri túlkun á ýmsum heimildum. Nefna má Landnámu. Landnáma er vægast sagt mjög varasöm söguleg heimild og hafa fræðimenn á borð við Einar Pétur Gunnarsson bent á ýmsar þær veilur sem þar er nauðsynlegt að skauta framhjá. Yngri heimildir ættu að vera traustari enda eru þær yfirleitt ítarlegri og nákvæmari.
Fasteignamat frá árum fyrri heimsstyrjaldar er ekki sérlega traust heimild þar sem varðar lýsingu á landamerkjum og landgæðum. Allir sem kynnt hafa sér þau mál telja þar sitthvað vantalið fremur en oftalið og því ætti ekki að beita frjálsri túlkun á knöppum texta.
Um mörk Gullbringu- og Kjósarsýslu annars vegar og Árnessýslu hins vegar hefur oft verið tilefni til vangaveltna. Egill Stardal hefur gert því máli góð skil í Árbók Ferðafélags Íslands 1985. Á kortum er greint frá því að mörkin séu óglögg og ekki ágreiningslaus. Þó er talið að mörkin séu um eldri sæluhústóftina á Mosfellsheiði við svonenfdar Moldarbrekkur en talið er að það hús hafi verið byggt 1841 úr efni úr mjög fornri vörðu. Hefur Þór Vigfússon rakið þá sögu í Árbók FÍ nýverið. þessi mörk liggja síðan í suður í Eiturhól og um ýms önnur kennileiti og allt til fjalla sunnan Mosfellsheiðar.
Fyrir nokkru kannaði eg þessar slóðir og norðan við háspennumöstur nr. 59 og 60 á Búrfellslínunni mágreina nokkrar mjög lágreistar vörður á nokkrum ásum og grjóthólum. Þær eiga það sameiginlegt að hafa sömu stefnu og var markmið mitt að finna þennan Eiturhól út frá þeim. Til að gera langa sögu stutta þá komu ýmsir hólar og hæðir til greina og má taka undir með Agli Stardal að undarlegt megi það heita að sýslumörk hafi verið dregin um lítt áberandi hól í landslaginu.
Skammt norðan við möstur þessi má sjá gamlar fjárgötur eftir grasivöxnum bölum sunnan við allháa ása. Má ætla að þar hafi legið hinn forni Dyravegur um sunnanverða Mosfellsheiðina enda óvíða jafngott skjól fyrir kaldri norðanáttinni og þarna og tiltölulega auðvelt að rata rétta leið þegar farið er framhjá svo glöggum kennileitum og þarna má sjá. Ekki hefur verið þörf á að hlaða vörður á löngum köflum en ásinn alltaf á sömu hönd.
Annars býr Mosfellsheiðin yfir mörgum leyndardómum og töfrum sem kemur göngumanni á óvart. Þarna eru ýms mannvirki sem betur væri að hugað væri að áður en einhverjir óvitar eyðileggi þau. Sum þeirra eru svo látlaus að þau fara auðveldlega fram hjá þeim sem ekki skynja þann tíma sem þau tilheyra.
Bestu kveðjur og með þeirri von að Óbyggðanefnd leggi brátt árar í bát enda hefur starf hennar átt verulegan þátt í að auka réttaróvissu um eignarrétt að heiðum og óbyggðum í landinu.
Mosi
Úrskurður Óbyggðanefndar stendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar