Gúrkutíð?

Furðulegt má það vera að þessi frétt um skjöl í vörslum fyrrum forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur skuli hafa verið ein af helstu fréttunum dögum saman. Svona hundómerkilegt mál hefði nú mátt leysa í rólegheitum enda hefur komið á daginn að Guðmundur fyrrum forstjóri hyggst ekki ætla sér að halda í þessi skjöl sem að sögn kunnugra eru einkum tengd stjórnarfundum Orkuveitunnar. Frumgögn eiga auðvitað best heima í skjalasafni fyrirtækisins en hvað með afrit? Þau ættu síður að skipta máli nema þau kynnu að vera notuð af aðilum sem Orkuveitan er hugsanlega í samkeppni við og vill ekki að komist í hendur ókunnugra.

Nú er oft samið um að lykilmenn fyrirtækja ráði sig ekki innan vissra tímamarka hjá öðrum aðila sem er í samkeppni. Þess vegna eru þessi háu laun tilkomin m.a. vegna þess að menntun og reynsla þessara lykilmanna er þessum takmörkunum háð. Með þessu er m.a. verið að koma í veg fyrir að mikilsverðar upplýsingar, þekking og reynsla sem orðið hefur til innan fyrirtækisins og leki út til óviðkomandi.

Annars má það vera furðulegt að ekki hefur komið nógu vel fram hvers vegna þessi ágreiningur vissra stjórnmálamanna við Guðmund fyrrum forstjóra er til kominn og á hverju hann raunverulega byggist. Það er eins og fjölmiðlar séu beinlínis gerðir út og gjörnýttir til að grafa sem hraðast og afdrifaríkast undan forstjoranum fyrrverandi. Guðmundur reyndist ákaflega farsæll sem stjórnandi Orkuveitunnar og það eru fyrst og fremst þessi vandræði með REI sem þó ráðamenn Sjálfstæðisflokksins áttu meginþáttinn í að koma á fót á sínum tíma. Spurning er hvort þarna sé um að raunveruleg ástæða kunni að byggjast á alvarlegum ágreiningi innan Sjálfstæðisflokksins um málefni Orkuveitunnar og REI? Þessi vandræði öll hafa dregið þann dilk á eftir sér að útrásin íslenska í orkumálum hefur beðið mikinn hnekk og um er að ræða miklar tafir með tilheyrandi tjóni við að færa út þekkingu okkar á varmaorku. Íslendingar hafa getið sér mjög gott álit fyrir afburðaþekkingu á þessu sviði. Hér á Íslandi hefur Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna starfað í áratugi við mjög góðan orðstír, gagnkvæm þekking á jarðhita hefur safnast hér saman á þessu tímabili. Fagmenn og fræðimenn á þessu sviði hafa sótt hingað æðri menntun, reynslu og þekkingu. Íslenskir jarðhitasérfræðingar hafa farið víða um heim og þekkja aðstæður nokkuð vel sem nýtist bæði víða og vel. Íslendingar hafa borað eftir gufu og heitu vatni t.d. á  Azoreyjum þar sem nú  er starfrækt gufuaflsstöð sem framleiðir umtalsvert rafmagn.  Í Bayern í Suður-Þýskalandi er verið að vinna að hliðstæðu verkefni. Þar hafa komið upp ýmir tæknilegir agnnúar sem tengjast að þar eru aðrar bergtegundir í jarðskorpunni en sem við Íslendingar þekkjum og hafa valdið töfum en fyrirsjáanlegt er að þessi mál eru í góðum höndum fagmanna og markmiðið er í augsýn. Og nýjustu fréttir herma að ný verkefni bíða okkar manna á Filippseyjum.

Nú hafa stjórnmálamenn einkum innan Sjálfstæðisflokksins komið þessari íslensku orkuútrás meira og minna í uppnám. Ábyrgð þeirra er mjög mikil sem m.a. kemur fram í mjög lágu gengi hlutabréfa í þeim fyrirtækjum sem tengjast orkumálum en þrátt fyrir umtalsvert fall á hlutabréfum í heiminum er gengi í orkufyrirtækjum stöðugt eða jafnvel fer hækkandi.

Þeir stjórnmálamenn sem málið varðar mættu líta í eiginn barm og kynna sér betur stöðu þessara mála með það að markmiði að vera ekki fyrir þegar miklar athafnir eru í deiglunni. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að gæta hagsmuna Reykvíkinga sem og annarra landsmanna en reynslan hefur á síðustu misserum verið sú, að íslenskir athafnamenn hafa orðið fyrir barðinu á oft furðulegum ákvörðunum þeirra sem stýra þessari einkennilegu flokksmaskínu.

Mosi 


mbl.is Upplýsingar stangast á um eðli gagna um OR í vörslu Guðmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðmundur Þóroddsson hyggst fara að vinna fyrir keppinaut OR.  Þá getur oft komið sér vel að búa yfir leyniupplýsingum um keppinautinn.  Guðmundur veit upp á hár hvað hann er að gera og af hverju.  Þetta er gjörsamlega siðlaust og að sjálfsögðu er það fréttnæmt.  Það er einfaldlega að koma í ljós að maðurinn er óheiðarlegur og að það hafi sennilega ekki verið vitlaus ákvörðun að senda hann í burtu.  Undarlegt að blanda pólitík inn í þetta, ekki var það Sjálfstæðisflokkurinn sem rændi þessum gögnum.  Guðmundur sá um það alveg sjálfur.  Því miður, þá á hann stærstan þátt í því að ,,verið sé að grafa undan honum´´.

Blahh (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband