Landamerki og eignarréttarmál

Ein erfiðistu málaferli stafa af landamerkjum. Margar og frægar sögur hafa verið sagðar af langvinnum málaferum jafnvel út af smáskikum þar sem stórbokkar hafa vaðið uppi og náð rétti á kostnað þeirra sem minna mega sín.

Málaferli sem þessi Óbyggðanefnd hefur átt þátt í hafa reynst bæði langdregin og kosnaðarsöm. Þau hafa skilið marga landeigendur uppi eignarlausa þó svo þeir hafi með rétti getað sannað eiganrrétt sinn. Má þar nefna einkennilega niðurstöðu Óbyggðarnefndar gagnvart eigendum Stafafells Lóni þar sem þeir voru sviptir Lónsóbyggðum þó svo ríkisvaldið hafi selt þá eign fyrir nær öld!

Eignarréttarmál á Reykjanesskaga eru allkostuleg að ekki sé meira sagt. Svo virðist sem búin eru til örnefni þó ekki sé alveg ljóst um hvað verið er að fjalla um og hvar þau eru í raun og veru. Hvar er t.d. Nautapollur í dómsniðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem frétt þessi er byggð á? Hvers vegna er Engjadalsá allt í einu nefnd Lyklafellsá? Engjadalsá sem í raun er smálækur nema í vorleysingum á uppruna sinn vestan við Hengil og rennur framhjá Lyklafelli áleiðis um Fóelluvötn og áfram vestur í Lækjarbotna þar sem hún breytir um nafn og verður Hólmsá sem rennur áfram vestur og allt í Elliðavatn og Elliðaár. Er ástæða til að ætla að búin séu til örnefni til að unnt sé að færa sér þau til að styrkja hagsmuni? 

Niðurstöður Óbyggðanefndar byggir á mjög frjálslegri túlkun á ýmsum heimildum. Nefna má Landnámu. Landnáma er vægast sagt mjög varasöm söguleg heimild og hafa fræðimenn á borð við Einar Pétur Gunnarsson bent á ýmsar þær veilur sem þar er nauðsynlegt að skauta framhjá. Yngri heimildir ættu að vera traustari enda eru þær yfirleitt ítarlegri og nákvæmari.

Fasteignamat frá árum fyrri heimsstyrjaldar er ekki sérlega traust heimild þar sem varðar lýsingu á landamerkjum og landgæðum. Allir sem kynnt hafa sér þau mál telja þar sitthvað vantalið fremur en oftalið og því ætti ekki að beita frjálsri túlkun á knöppum texta.

Um mörk Gullbringu- og Kjósarsýslu annars vegar og Árnessýslu hins vegar hefur oft verið tilefni til vangaveltna. Egill Stardal hefur gert því máli góð skil í Árbók Ferðafélags Íslands 1985. Á kortum er greint frá því að mörkin séu óglögg og ekki ágreiningslaus. Þó er talið að mörkin séu um eldri  sæluhústóftina á Mosfellsheiði við svonenfdar Moldarbrekkur en talið er að það hús hafi verið byggt 1841 úr efni úr mjög fornri vörðu. Hefur Þór Vigfússon rakið þá sögu í Árbók FÍ nýverið. þessi mörk liggja síðan í suður í Eiturhól og um ýms önnur kennileiti og allt til fjalla sunnan Mosfellsheiðar.

Fyrir nokkru kannaði eg þessar slóðir og norðan við háspennumöstur nr. 59 og 60 á Búrfellslínunni mágreina nokkrar mjög lágreistar vörður á nokkrum ásum og grjóthólum. Þær eiga það sameiginlegt að hafa sömu stefnu og var markmið mitt að finna þennan Eiturhól út frá þeim. Til að gera langa sögu stutta þá komu ýmsir hólar og hæðir til greina og má taka undir með Agli Stardal að undarlegt megi það heita að sýslumörk hafi verið dregin um lítt áberandi hól í landslaginu.

Skammt norðan við möstur þessi má sjá gamlar fjárgötur eftir grasivöxnum bölum sunnan við allháa ása. Má ætla að þar hafi legið hinn forni Dyravegur um sunnanverða Mosfellsheiðina enda óvíða jafngott skjól fyrir kaldri norðanáttinni og þarna og tiltölulega auðvelt að rata rétta leið þegar farið er framhjá svo glöggum kennileitum og þarna má sjá. Ekki hefur verið þörf á að hlaða vörður á löngum köflum en ásinn alltaf á sömu hönd.

Annars býr Mosfellsheiðin yfir mörgum leyndardómum og töfrum sem kemur göngumanni á óvart. Þarna eru ýms mannvirki sem betur væri að hugað væri að áður en einhverjir óvitar eyðileggi þau. Sum þeirra eru svo látlaus að þau fara auðveldlega fram hjá þeim sem ekki skynja þann tíma sem þau tilheyra.

Bestu kveðjur og með þeirri von að Óbyggðanefnd leggi brátt árar í bát enda hefur starf hennar átt verulegan þátt í að auka réttaróvissu um eignarrétt að heiðum og óbyggðum í landinu.

Mosi 

 


mbl.is Úrskurður Óbyggðanefndar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband