Glæsilegir tónleikar og vandræðagemlingar

Þessir tónleikar voru glæsilegir og eru bæði flytjendunum, Björk og Sigurrós og öllum öðrum listamönnunum okkar til mikils sóma.

Eftir þennan merka menningaratburð er unnt að þrífa til, safna saman rusli, áldósum og koma í endurvinnslu. En það verður auðvitað ekki gert við náttúru sem þegar hefur verið eyðilögð eins og fyrir austan.

Alltaf eru svartir sauðir innan um fjöldann. Af 30.000 manns sem saman komu á tónleikana voru væntanlega ekki nema um tugur vandræðagemlinga sem koma óorði á aðra viðstadda.

Fyrir 60 árum var sú tillaga sett fram af einum af merkustu menningarvitum landsins, Kristjáni Albertssyni að lögreglan ætti að koma sér upp stóru og öflugu járnbúri á Lækjartorgi til að stinga þar inn fylliröftum og öðru vandræða hyski. Hugsunin var að letja venjulega borgara til ósæmilegrar hegðunar og að þar væri viðeigandi vettvangur að horfa upp á niðurlægingu þessara vesalinga. Þessi tillaga kom af stað miklum og fjörugum umræðum í samfélaginu og fannst mörgum tillagan prýðileg meðan öðrum þótti hún fáranleg og í alla staði mjög óviðeigandi. En hvað á að gera við ofbeldismenn, nauðgara og þessar skemmdarverkabullur sem mörgum finnst vera eins og hvert annað úrþvætti?

Í samfélagi forfeðra okkar þótti sjálfsagt að úthýsa uppivöðslumönnum úr samfélaginu sbr. ákvæði Grágásarlaga. Þeim var ýmist vísað úr landi með dómi, fjörbaugsgarð eða þeir voru með skóggangssök gerðir ófriðhelgir um allt land og voru réttdræpir hvar sem þeirra varð vart. Þetta fyrirkomulag byggðist á ævafornum germönskum rétti. Kannski þetta sé tímabundin lausn en hún er alla vega hvorki skynsamleg né varanleg. Þessir vandræðagemlingar eru margir hverjir háðir eiturlyfjum og eru með brenglað skyn til gilda samfélagsins. Því miður.

Mosi
mbl.is Gengu berserksgang í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 242973

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband