Innherjaviðskipti með hlutafé

Ýmsum þykir afarslæmt þegar góður kunningi og vinur til margra ára er dæmdur til refsingar. Dómurinn kann kannski að vera nokkuð harður en eru þetta ekki dæmi um þegar einn græðir, tapar annar? Skyldu þeir sem keyptu hlutabréfin af Baldri hafa verið ánægðir þegar í ljós kom að þeir höfðu keypt köttinn í sekknum?

Innherjasvik og sala hlutabréfa, byggð á vitneskju sem ekki er á allra vitorði er mjög alvarlegt afbrot. Sjálfsagt hefðu flestir hlutafjáreigendur sem misstu sparifé sitt í formi hlutafjár í hruninu, viljað hafa búið yfir sömu vitneskju og Baldur. Rétt er að hann einn hefur fengið ákæru og dóm. Fleiri en hann mættu sæta ákæru og vera dæmdir. Dæmi er t.d. þegar einn af stjórnarmönnum Atorku, Örn Andrésson, seldi öll sín hlutabréf á viðunandi verði sömu daga og Baldur seldi sín hlutabréf í Landsbankanum. Allir sem hefðu haft sömu upplýsingar um raunverulega stöðu fyrirtækisins hefðu gjarnan viljað selja. Í kjölfarið var þetta almenningsfyrirtæki nánast einskis virði og „afhent“ kröfuhöfum, mjög umdeild ákvörðun enda er bókhaldið gjörsamlega falið fyrir eigendum fyrirtækisins, fyrrum hluthöfum, nema þeim sem sátu í stjórn og gátu haft einhverjar hugmyndir um stöðu mála. Þess má geta að fyrrum stjórnarformaður Atorku, Þorsteinn Vilhelmsson sem auðgaðist gríðarlega af kvótabraski, hefur nú fengið afhent fyrirtækið Björgun sem áður var í eigu Jarðborana og síðar Atorku.   

Ljóst er að ýmsir innherjar íslenskra fyrirtækja útnýttu aðstöðu sína til hins ítrasta. Þess má geta að Örn þessi virðist vera í fullkominni ró yfir þessu. Hann gegnir mikilvægu starfi innan íþróttahreyfingarinnar og virðist ekki hafa neinar áhyggjur. En spurning hvenær kastljósinu verði beint að svona athafnamönnum.

Hvort þetta jaðrar við svik eða markaðsmisnotkun er ekki gott að fullyrða. Um það verða sérfræðingar á sviði refsiréttar að skoða og rannsaka.

Hverjir innherjar aðrir en Baldur Guðlaugsson seldu hlutabréf sín í aðdraganda hrunsins þarf Sérstakur saksóknari að rannsaka.

Góðar stundir.


mbl.is Æpandi þögn fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 243010

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband