Mörg eru spilavítin

Að leika sér með spilafíkn er grafalvarlegt mál.

Mjög áþekkt þessu er sú fíkn sumra manna að leika sér með trúgirni og traust annarra. Þannig voru hundruðir milljarðar sviknir út úr samfélaginu með ýmsum hætti. Aðferðin var einkum þessi:

Efnt var til almenningsfyrirtækis sem virtist vera í góðum rekstri. Hliðstæð starfsemi var keypt og yfirtekin. Eignir og hlutafé keypt og veðsett, oft fyrir mun meira fé en reyndist raunverulegð verðmæti eignar. Þannig var ásókn mikil í jarðir sem þóttu sérstaklega vel til þess fallnar skrúfu upp markaðsverð til að veðsetja. Svo keyptu menn bankana til að auðvelda sér allt þetta.

Síðan voru grunlausir sparifjáreigendur allt í einu rúnir inn að skyrtunni, annað hvort misstu eignir og sparifé sitt.

Þessir þokkapiltar flúðu land og telja sig ekki meiri karla en það en þurfa að fara huldu höfði.

Þegar lögreglan grípur fjárhættuspilara við iðju sína eru menn staðnir að glæpnum. Því miður svaf Fjármálaeftirlitið í aðdraganda hrunsins. Var þeim kannski byrlað svefnmeðal svo höfgi þeirra truflaði ekki gamlið með fjármuni sem öðrum tilheyrði.

Braskaranir og fjárplógsmennirinir eiga ekki að fá frið.


mbl.is Spilavíti lokað og 8 handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Þurfum að innleiða lög utan um alla þessa starfsemi. Nú fer þessi starfsemi fram úti um allan bæ í hvers kyns skúmaskotum án eftirlits. Spilakassar eru úti um allt án nokkurrar neytendaverndar, hef heyrt all mörg dæmi um að menn fái ekki greiðslur úr kössum. Er ekki skárra að hafa alvöru kasínó sem getur auðgað þjónustu fyrir ferðamenn? Lagaumhverfið vantar alveg.

Jörundur Þórðarson, 13.12.2012 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 243010

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband