Ríkisstyrktur sóðaskapur?

Ömurlegt er til þess að vita að menn eru það brattir að ætla sér að hýsa um helmingi (50%) fleiri kýr í fjósi en það er hannað og byggt fyrir. Þetta ástand virðist hafa verið varandi um allanga hríð en farið versnandi. Eftirlit virðist ekki vera fullnægjandi.

Spurning er hvernig þessum málum sé háttað innan Efnahagssambands Evrópu. Þar er að öllum líkindum mun virkara eftirlitskerfi þar sem menn vinna meira eftir verklagsreglum og stöðlum. Hvernig má þetta gerast hér? Kannski þetta sé enn ein ástæðan fyrir því að ganga í ESE og tengjast betur nútímareglum varðandi matvæli og dýravernd. 

Augljóslega stafa þessi vandræðamál vegna kunningjaskapar og nálægðar íslensks samfélags. Menn vilja síður grípa inn í með afskiptasemi og kærum þó fyllsta ástæða sé til.

En þetta mál er í eðli sínu þannig að mjög slæm auglýsing er fyrir mjólkurframleiðslu og ímynd hreinleika og heilbrigðis.

Ein hlið þess víkur að ríkisstyrkjum til landbúnaðar. Þeir eru gríðarlega miklir og margt furðulegt sem verið er að styrkja með opinberu fé. Þannig hefur verið sýnt fram á með mörgum dæmum hvernig framleiðsla og flutningar á kostnað skattfjár er á vægast sagt mjög óhagkvaæman hátt hér á landi. Dæmi um mjög langar flutningaleiðir.

Og ekki þarf að styrkja sóðaskap sérstaklega!

Ríkisstyrki þarf að veita með sanngjörnum og skýrum skilyrðum. Þannig ætti tafarlaust að svipta menn greiðslum fari þeir ekki eftir verklagsreglum, sem og lögum og reglugerðum.

Sem betur fer eru þessi mál í góðu lagi hjá langsamlega flestum bændum. Þar er lögð áhersla á hreinlæti og þeir meðvitaðir um eins og góður kaupmaður: aðeins einu sinni er léleg framleiðsla afhent og seld.

Skussunum í landbúnaðinum má fækka umtalsvert sem og öllum öðrum atvinnugreinum.

Góðar stundir en án sóðaskaps. 


mbl.is „Þetta er hörmulegt mál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli mjólkursala dragist saman um nokkur prósent eftir þennan fréttaflutning ? Fróðlegt væri að sja´það.

pollus (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 12:41

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kæmi ekki á óvart.

Þessi mál VERÐA að vera í góðu lagi.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2012 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 243010

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband