Lýðræðið í augum framsóknarmanna

Á stjórnartíma framsóknarmanna var lýðræðið praktísérað á þann hátt að aldrei þurfti að bera eitt eða neitt undir þjóðina. Formaður Framsóknarflokksins réð ásamt formanni SJálfstæðisflokksins. Þannig var það einkamál Framsóknar að koma á fiskveiðikvótanum. Var það fyrirkomulag borið undir þjóðina?

Svar: NEI.

Var hugmynd um einkavæðingu bankanna borin undir þjóðina?

Svar: Nei.

Var ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar borin undir þjóðina?

Svar: Nei.

Var ákvörðun um stuðningsyfirlýsingu stríðs og innrásar George Bush í Írak borinn undir þjóðina?

Svar: Nei enda liður í að reyna að halda í áframhaldandi herbrask á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar höfðu Bandaríkjamenn fyrir löngu búnir að fá nóg af bröskurum Framsóknarflokksins.

Mörg fleiri mál mætti draga fram í dagsljósið. Svona er „lýðræðisást“ Framsóknarflokksins sem hefur verið lengi, er og verður sjálfsagt áfram einn helsti vettvangur pólitískrar spillingar í landinu.

Þegar framsóknarmenn tala um lýðræði, þá verður manni flökurt. Þetta er eins og að heyra talað um  himnaríki af sjálfum myrkrahöfðinganum.

Góðar stundir.


mbl.is „Liggur við að manni verði flökurt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Sem betur fer er innan við hálft ár þangað til við losnum við niðurrifsöflin úr stjórnarráðinu.Það er verst hvað þetta komma pakk verður búið að skemma mikið og hrekja margan góðan manninn úr landi.Ég segi það enn og aftur.Svei ykkur vinstri mönnum.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 12.12.2012 kl. 16:54

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svo að þú vilt hrunverjana og braskarana aftur Marteinn?

Mikill einfeldningur ertu að halda því fram að vinstri menn geri allt vitlaust. Finnst þér mikilmannlegt að grýta björgunarliðið eða slökkviliðið þegar það er að fást við verkefnin sem braskaranir og hrunverjarnir ollu? Hægri menn lækkuðu skattana, en bara fyrir hátekjumenn, gáfu þeim bankana og voru meira að segja svo vinsamlegir að trufla braskarana sem minnst við iðju sín, að eta bankana og fyrirtækin að innan eins og rottuhjörð. Þetta er kannski það sem þú vilt sjá aftur?

Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2012 kl. 22:52

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Á hvaða tíma ert þú staddur ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.12.2012 kl. 00:17

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú hafa mjög umfangmiklar rannsóknir átt sér stað byggðar á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þessum rannsóknum er ekki lokið. Nokkrir menn hafa verið ákærðir, örfáir dæmdir en enginn sýknaður.

Ljóst er að gríðarleg misferli og gróf misnotkun valds voru í aðdraganda hrunsins. Þessi mál þurfa einhvern tíma að enda en það sem gerir allt erfiðara er engin iðrun og lítil samninna við að upplýsa þessi afbrot. Hins vegar ber mikið á einbeittum brotavilja.

Við erum því stödd í uppgjöri Guðrún. Finnst þér að gefast upp á þessum rannsóknum og leyfa allt „frjálst“? Það er deginum ljósara að ef Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur komast aftur til valda, annar hvor eða báðir, þá mun allt hrökkva í sama farið. Frjálshyggjan með öllum sínum annmörkum þar sem auðmenn sópa til sín arðinn af vinnu allra en þeir lægst launuðu sitja eftir og bera byrðarnar. Vonandi sjá sem flestir hættuna frá hægri.

Við erum að komast á lygnari sjó.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2012 kl. 09:15

5 Smámynd: corvus corax

Ríkisstjórnin stendur í þeirri einni "björgunarstarfsemi" sem kemur fjárglæpageiranum best á kostnað almennings og er síðan á skipulegu undanhaldi með t.d. fiskveiðistjórnunarmálin, stjórnarskrármálin, ofl. Og sá litli "efnahagsbati" sem náðst hefur er eingöngu í formi skattahækkana og aukinnar byrði á neytendur og þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu eins og best sést á því að stjórnvöld leiðréttu sín eigin laun og embættisbitlinganna en leggja allt undir til að tryggja að lífeyrissþegar fái ekki samskonar réttlæti.

corvus corax, 13.12.2012 kl. 09:37

6 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Guðjón þú skalt halda einfaldleikanum hjá þér sjálfum.Björgunarliðið er við völd segir þú.Felst björgunin í uppsögnum hjúkrunarfræðinga,eða í landsflótta eða kanski í uppsögnum í sjávarútvegi.Kanski er hún fólgin í stöðnun í atvinnulífinu? Nei þið vinstri menn ráðið EKKI við að stjórna sjálfum ykkur hvað þá heilli þjóð.Því segi ég enn og aftur SVEI ykkur vinstri menn.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 13.12.2012 kl. 09:48

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þessi vinstri stjórn er slæm á margan hátt, því er ekki að neita. Hinsvegar er ekki um neina aðra valkosti að ræða. Bæði FLokkurinn og Framsókn eru algjörlega rotnir að innan sökum grímulausrar spillingar og hagsmunugæslu þ.a. þeir eru ekki stjórntækir. Hvernig var þetta með BB. Seldi hann ekki bréf i Glitni um það leyti sem hann var að skrifa undir Vafningsdótið? Ef það er rétt, þá er það mjög merkilegt og ætti að skoða nánar.

Guðmundur Pétursson, 13.12.2012 kl. 10:08

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað hefur þessari ríkisstjórn mistekist margt og menn eru ekki að neita því.

Hins vegar voru aldrei neinar efasemdir um ágæti íhaldsstjórna Sjálftsæðisflokksins og Framsóknar. Þar iðrast menn einskis, telja sig ekki hafa borið ábyrgð á neinu.

Er það sem fólk vill?

Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2012 kl. 12:30

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Einkavæðing bankanna er ekki hugarfóstur Framsóknarmanna Guðjón.  Ég veit að það er alltaf gott að treysta á gullfiskaminni kjósenda, því vil ég rifja upp eftirfarandi.

Það er með ólíkindum hvað fulltrúar Samfylkingarinnar fara mikinn í þessu máli og kjósa að snúa öllu á haus.  Sannleikann má hins vegar finna í skriflegum gögnum, svo ekki hefði þurft að fara með þetta fleypur sem fulltrúar Samfylkingsrinnar velja að fara fram með í þessu máli.  Það jákvæða við þetta er að þarna er Samfylkingunni rétt lýst og fólk fær að sjá með eigin augum þvæluna sem frá þeim vellur.

http://rna.althingi.is/html/vidauki1.html 

"Íslensk stjórnvöld hófu fyrir alvöru að undirbúa einkavæðingu ríkisfyrirtækja upp úr 1990, en segja má að bylgja einkavæðingar hafi hafist með stjórn Margaret Thatcher í Bretlandi og náð í kjölfarið vaxandi fylgi víða um heim. Markmiðið var að draga úr ríkisrekstri og þar með vaxandi ríkisútgjöldum."

Hverjir voru þá í íslensku ríkisstjórninni?

http://www.stjr.is/Rikisstjornartal/nr/25

Þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar: 10. september 1989 - 30. apríl 1991.
  • Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og (frá 23.02.1990) ráðherra Hagstofu Íslands
  • Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
  • Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
  • Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
  • Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra
  • Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
  • Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra
  • Svavar Gestsson, menntamálaráðherra
  • Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra
  • Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra, samstarfsráðherra Norðurlandanna og (til 23.02.1990) ráðherra Hagstofu Íslands
  • Óli Þ. Guðbjartsson, dóms- og kirkjumálaráðherra

Finna menn hér einhver kunnugleg nöfn, sem eru í núverandi ríkisstjórn?

Ráðuneyti Davíðs Oddssonar tók síðan við keflinu og hélt vinnunni áfram þar sem frá var horfið.  Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson handsöluðu m.a. Shengensáttmálann í kokteilpartíi, þannig að það varð illa snúið af þeirri braut. 

Á svipuðum nótum voru fyrstu skefin í einkavæðingunni. 

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar(30. apríl 1991 - 23. apríl 1995)
  • Davíð Oddsson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands
  • Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
  • Jón Sigurðsson, (til 14.06.1993) iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
  • Jóhanna Sigurðardóttir, (til 24.06.1994) félagsmálaráðherra
  • Sighvatur Björgvinsson, (til 14.06.1993) heilbrigðisráðherra, (frá 14.06.1993) iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, og (frá 12.11.1994) heilbrigðisráðherra
  • Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra og sjávarútvegsráðherra
  • Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra
  • Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra
  • Halldór Blöndal, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra
  • Eiður Guðnason, (til 14.06.1993) umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna
  • Guðmundur Árni Stefánsson, (frá 14.06.1993 til 24.06.1994) heilbrigðisráðherra, og (frá 24.06.1994 til 12.11.1994) félagsmálaráðherra
  • Össur Skarphéðinsson, (frá 14.06.1993) umhverfisráðherra
  • Rannveig Guðmundsdóttir, (frá 12.11.1994) félagsmálaráðherra
Eru einhver kunnuleg nöfn hér að framan?

Ríkisstjórn sem tók við 1995 kláraði síðan ferlið sem hafði verið í vinnslu í fimm árin á undan, - með fulltingi krata.

Það passar hins vegar krötum bærilega að slá núna pólitískar keilur og ljúga að þjóðinni og þykjast hvergi hafa komið nærri.  Sá lygavefur er ekki einskorðaður við þetta mál hjá krötum, - því miður.

Halda menn virkilega að það hafi þóknast krötunum eitthvað sérstaklega illa, þær athugasemdir frá ESB um að aflétta allri ríkisvæðingu þar sem því var við komið? 

Halda menn að að kratar hafi ekki séð að dropinn holar steininn og því fleiri lagfæringar sem væru gerðar í anda ESB auðveldaði umsókn inn í sæluríki krata

Einkavæðing bankanna var bara eitt púslið í þeirri vegferð.  Þegar sagan er skoðuð samhengi, þá eru allir flokkar viðriðnir þessa einkavæðingu á einn eða annan hátt.

Kratar voru þó oftast í þeim ríkisstjórnum, ef menn skoða með opnum augum þær ríkisstjórnir sem komu að þessu verki.
 

Og það breytir engu að segja að flokkarnir hafi ekki einu sinni verið til á þessum tíma, vegna þess að það verður eingöngu hártoganir um feluleik og kennitöluflakk, sem þykir ekki lengur par fínt. 

Það eru einstaklingarnir í lykilstöðum flokkanna sem skipta máli, ekki hvaða kennitala flokkarnir bera í dag.

Það eru líkin í lestinni sem lykta, - ekki nafnið á brúnni.

Benedikt V. Warén, 13.12.2012 kl. 23:04

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvað varðar kvótakerfið, ættir þú Guðjón aðeins að kafa í söguna, ekki lepja upp frasa sem löngu eru úreltir.

Kvótakerfið var sett á þegar gengisfelling var nánast daglegt brauð til að bjarga útgerðinni og á þeim tíma mátti segja að fiskveiðar hafi verið ríkisreknar eins og tíðkast í löndu ESB núna.  Upphaflega var farið af stað með það sem fiskverndar- og veiðistjórnunarkerfi.  En það er örugglega til of mikils mælst að þú áttir þig á því. 

Kvótakerfið var verk Halldórs Ásgrímssonar sem var sjávarútvegsráðherra frá 1983 til 1991.   Lögin voru sett í góðri trú til að stjórna veiðum og vinnslu, ekki til að braska.  Það var seinni tíma aðgerð og nær að kenna ríkisskattstjóra, útgerðarmönnum, lögfræðingum og endurskoðunarskrifstofum um þann óskapnað, við að finna glufur í kerfinu. 

Sjálfsagt er að gagnrýna þessi lög, en þá ber að hafa það í huga að enginn eftirtalinna sjávarútvegsráðherra, sem setið hafa á eftir Halldóri, hafa séð ástæðu til þess. 
Þorsteinn Pálsson
Davíð Oddsson
Árni M. Mathiesen
Einar K. Guðfinnsson
Steingrímur J
Jón Bjarnason.  

 

Benedikt V. Warén, 13.12.2012 kl. 23:31

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Flott samantekt Benedikt.

Í Skírni 2011 birtist mjög góð yfirlitsgrein um uppruna kvótakerfisins eftir Svan Kristjánsson prófessor við HÍ. Þar kemur fram að Halldór Ásgrímsson er guðfaðir þess og Steingrímur Hermannsson var ekki sáttur. Í ævisögu þess síðarnefnda er farið ómyrkum orðum um þennan ágreining en Steingrímur valdi þá leið að gefa eftir ágengum hagsmunum útgerðaraðalsins í stað þess að eiga á hættu að kljúfa Framsóknarflokkinn. Kannski það hefði ekki verið það versta. Hefðu sjónarmið Steingríms orðið ofan á hefðu braskið og hagsmunir braskaranna verið e.t.v. stoppað af. Nú er ekki aftur snúið nema fylgja rannsóknum og lögsóknum gegn bröskurunum eftir.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 14.12.2012 kl. 17:15

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stóð til að bera hugmyndir um fjáraustur úr almannasjóðum til gjaldþrota fjármálafyrirtækja undir þjóðina?

Svar: Nei.

Var hugmynd um einkavæðingu bankanna borin undir þjóðina?

Svar: Nei. Ekki heldur í seinna skiptið, sem var þú margfalt stærra og dýrkeyptara.

Var stórfelld erlend lántaka erlendri mynt til að greiða upp vafasamur kröfur borin undir þjóðina?

Svar: Nei, þrátt fyrir hávær mótmæli gegn aðkomu AGS.

Var aukning á framlögum Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins borin undir þjóðina?

Svar: Nei. Og gilti þá einu þó líklega vilji fæstir landsmenn raunverulega vera í þeim félagsskap.

Hafa kröfur 37.000 einstaklinga um aðgerðir við skuldavanda sem njóta 80% mælanlegs stuðnings verið bornar undir þjóðina?

Svar: Nei.

Stendur til að bera skilmála leysingar gjaldeyrishafta undir þjóðina?

Svar: Nei. Það stendur ekki annað til en að örfáir einstaklingar handstýri því.

Var umsókn um aðild að ESB borin undir þjóðina?

Svar: Nei. Landráð voru framin þegar logið var að almenningi að þetta væru könnunarviðræður en ekki aðildarferli.

Mun endanleg spurning um aðild að ESB verða borin undir þjóðina áður en yfir lýkur?

Svar: Vonandi.

... just sayin' ...

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2012 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 243004

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband