Flókið mál

Áður fyrr voru allar tekjur skattlagðar. Síðan var fyrir um 10 eða 15 árum að undanskilja lífeyrissjóðsgreiðslur þannig að ákveðið var að skattleggja þær við töku lífeyris. Sá annmarki fylgdi að við lífeyrissjóðsframlög launþega 4% af brúttótekjum að viðbættum 6% launagreiðenda, eða 10% af launum, ávaxtar lífeyrissjóðurinn þessi framlög. Réttilega ætti sá hluti endanlegra lífeyrissjóðseignar lífeyrisþega að vera skattlagður í samræmi við skattlagningu á fjármagnstekjum sem lengi var 10% er nú um tvöfaldur.

Til að leysa þetta mál svo sanngirni er, þá mætti taka þá reglu við skattlagningu lífeyris, að hann yrði skattlagður með hliðsjón af þessu. Sanngjarnt væri að hann yrði ekki skattlagður sem venjulegar tekjur heldur væri lægri skattprósenta, t.d. 20-25% af mánaðarlegum tekjum t.d. að 300.000. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem hærri lífeyristekjur fá, greiði hærri skatt þegar haft er í huga að hlífa þeim sem minnst mega sín.

Þessi skattamál eru mjög flókin og stjórnmálamenn hafa ekki einfaldað þau.

Nú er í smíðum rit um sögu skattanna á Íslandi og verður fróðlegt að sjá það þegar út kemur.

Góðar stundir.


mbl.is „Þingið var vísvitandi blekkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Málið er ekkert flókið.

Steingræimur (þá sem fjármálaráðherra) lagði fram lagafrumvarp sem brýtur í bága við bæði jafnréttisreglu og eignaréttarákvæði gildandi stjórnarskrár.

Þessu í ofanálag neitar hann nú að uppfylla (borga) samkomulag við lífeyrissjóðina eftir að þeir fjármögnuðu sérstaka vaxtagreiðslur sl vor.

Ef ég og þú værum með jafn há laun, ég hjá ríki og þú á almennum markaði... þætti þér þá ekki ósanngjarnt ef ég myndi leggja á skatt sem lækkaði laun þín en verðtrygging ... sem N.B þú borgar myndi halda mínum launum óbreyttum?

Óskar Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 243002

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband