Tannlaus stjórnarskrá

A tarna var löng orðabuna.

Alltaf hefur verið ljóst að móta og orða stjórnarskrá er hvorki létt verk né löðurmannlegt að öllum líki. Kannski er það skýringin hvers vegna upprunalega stjórnarskráin frá 1874, eðli hennar, andi og orðalag hafi reynst óvenjulega lífseigt. Allar tilraunir að brjóta upp form hennar t.d. um valdið hafa fram að þessu allar dagað uppi og nú virðast vera háværar raddir um að draga úr hverja tönnina sem máli skiptir.

Að sumu leyti var horft til nútímalegustu stjórnarskrár fram að þessu sem kennd hefur verið við Nelson Mandela. Í fangelsi stúderaði hann allar stjórnarskrár heims og átti meginþátt í að móta núverandi stjórnarskrá Suður Afríku. Þó svo ekki allir hafi verið ánægðir voru þó flestir inni á því að þessi stjórnarskrá væri nokkuð góð enda vildu allir koma samfélaginu sem fyrst út úr þeirri blindgötu sem RSA hafði ratað í. Sennilega er stjórnarskrárfrumvarpið þó þannig að þrátt fyrir ágalla þá megi koma henni gegnum þingið með nauðsynlegustu breytingum. Þá er framkvæmdin annað mál en ljóst er að sterkt framkvæmdarvald á Íslandi fram að þessu seildist sífellt meir inn á löggjafarvaldið. Á þessum annmarka er tekið og kann það að skýra tregð hægrimanna að samþykkja hana. Þeir vilja helst engu breyta enda vilja þeir gjarnan hafa síðasta orðið.

Æskilegt er að fá góða stjórnarskrá þar sem tekið er á mikilvægum þáttum ríkisvaldsins, t.d. að aðskilja betur framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið.

Góðar stundir.


mbl.is Gagnrýnir „óvissuferð“ stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, er það ekki einkenni góðra stjórnarskráa að þeir séu lífsseigar. Þetta eru einmitt þau grundvallarlög sem eiga að standast tímans tönn.

Þetta viðtal er magnað. Hann tekur þarna fyrir ferlið sem þetta mál hefur verið í og innihaldið og hakkar það í spað þannig að ekki stendur steinn yfir steini.

Jonni (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 10:27

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já hann segir hlutina eins og þeir eru og er það ljótt hvernig er búið að fara með þetta mikla mál...

Það á að taka hverja lagagrein fyrir sig í núverandi Stjórnarskrá og yfirfara ef þörf er á og breyta og bæta þá við hana greinum ef þörf er á.

Það er ljóst á þessu viðtali að eitthvað liggur að baki hjá núverandi Ríkisstjórn sem verður að breyta og ekki æskilegt eyrum almennings mætti halda að virðist vera sem gæti hugsanlega útskýrt þennan æðibunugang í meðferð þessa mikla máls sem þetta er...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.12.2012 kl. 12:50

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jonni: Núverandi stjórnarskrá byggist á valdinu, hverjir fara með það, verkaskiptingu og þar fram eftir götunum. Nútímastjórnarskrá byggist á mannréttindum og lýðræði og hvernig megi varðveita það. Því eru áherslurnar gjörólíkar og því skiljanlegt hvar átakapunktarnir liggja, annars vegar þeirra sem vilja útfæra mannréttindin og lýðræðið annars vegar, hinna sem vilja varðveita valdið.

Ingibjörg:

Fyrir kosninguna um stjórnarskrárfrumvarpið var dreift í hvert hús bækling þar sem hver einasta grein frumvarpsins var borin saman við gildandi stjórnarskrá. Hefur þessi bæklingur farið fram hjá þér? Ef svo er, er það dæmigert: fullyrða fyrst en gleyma framlögðum upplýsingum.

Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2012 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband