Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Verkfallið 1955

Verkfallið sem hófst um mið'jan mars og stóð nánast út apríl 1955 voru einhver hörðustu verkfallsátök Íslandssögunnar. Því miður er þess ekki getið í yfirlitinu.

Í þessu verkfalli drógust ótrúlegustu aðilar inn í deiluna t.d. skólastrákar í MR sem voru að koma úr skíðaferð. Einn friðsamasti kennarinn þar Einar Magnússon guðfræðingur að mennt átti að hafa hvatt nemendur sínar að sögn Þjóðviljans að berja verkamenn á verkfallsvakt með skíðunum. Þá voru ýmsar kostulegar sögur úr þessu verkfalli en þá þrutu birgðir af bensíni í Reykjavík mjög skjótt og var margsinnis reynt að smygla því í bæinn. Ógrynni sagna er til af þessu verkfalli og væri rétt að Morgunblaðið taki saman fróðleik um það.

Af svona átökum sem áttu sér stað í gærmorgun er sitthvað sem þarf að læra af. Líklegt er að lögreglan hafi gert afdrifarík mistök með því að beita þessum piparúða sem á að sjálfsögðu aðeins að nota í sjálfsvörn. Hyggilegra og betra hefði verið að kalla til slökkvibíl með góðri dælu til að kæla niður aðeins reiðina í mönnum. Svona bílar eru víðast hvar notaðir til að bæla niður alvarlegar óeirðir yfirleitt með mjög góðum árangri en sýna þarf mikla varkárni enda getur buna úr háþrýstidælu verið lífshættuleg. Piparúðalögreglumennirnir voru auk þess settir í óþarfa hættu þegar þeir ganga fram fyrir skjöldu æpandi eins og ljón með piparúðann á lofti.

Uppákoma nemenda úr framhaldsskóla nokkrum úppáklæddum í einhverjar gamlar hermannadruslur frá þriðja ríkinu var þeim til mikils vansa. Og eggjakast á ekki að vera sæmandi heilbrigðu og skynsömu fólki.

Mosi 

 


mbl.is Óeirðir ekki einsdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyðilegging vega

Þessar leiðir um Hafravatn og Heiðmörk eru upphaflega ekki byggðar fyrir mikla umferð. Hætta er töluverð að þessar leiðir verði nánast eyðilagðar vegna aukinnar umferðar. Núna er frost að fara úr jörðu og þessir vegir eru börn síns tíma.

Mosi


mbl.is Hjáleiðir um Hafravatnsleið og Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturlungaöld?

Á myndbandi því sem fylgir fréttinni má í upphafi þess glögglega sjá mann lengst til vinstri  í dökkum jakka og ljósbláum buxum beygja sig niður og taka upp stein. Þá kastar hann steininum í átt til lögreglumannanna og greinilega sést hvar grjótið lendir í andliti lögreglumannsins.

Þetta er grafalvarlegt lögbrot og er hvergi liðið. Á Sturlungaöld var grjót óspart notað. Það er vopn þeirra sem ekki hugleiða um afleiðingar þess sem þeir eru að gera.

Hygginn maður ígrundar vel og vandlega hvað hann gerir best. Góð rök og skynsemi hefði verið betra og árangursríkara vopn en grjót þess sem lætur frumstæðar hvatir sínar ráða för.

Við skulum minnast þess að Gandhi lagði breska heimsveldið nánast að velli með friðsamlegum mótmælum. Hann vildi fremur ná árangri fremur en að valda öðrum ranglæti.

Mosi


Borgaraleg skylda

Nú eru þessi mótmæli komin fyrir löngu langt út í móa. Alltaf mátti reikna með að lögreglan gripi til virkra úrræða. En þetta var ekki það sem venjulegur borgari bjóst við.

Undanfarnar vikur hefur hafa þessi mótmæli verið og margir hafa ekki verið sáttir við þau. Einkum hefur lögreglan verið gagnrýnd að hafa tekið á þessum mótmælm mjúklega fram að þessu, jafnvel með silkihönskum.

Borgaraleg skylda er að hlýða tilmælum lögreglunnar jafnvel þó maður sé ekki alltaf sáttur. Eina heimildin. Ljóst er að lögreglan hafði viðbúnað og hefur væntanlega óskað eftir því að þungaflutningabílsstjórarnir létu af þessum mótmælum ella væri gripið til virkra úrræða.

Það er auðvitað ákaflega dapurlegt ef lögregla þarf að beita ráðum á borð við táragasi. En var um nokkuð annað að ræða? Spurning hvort lögregla hefði haft heimild að láta draga þessa bíla út af akbrautunum á rampinn við hliðina á akbrautinni, innsiglað þá og eigendur gætu ekki fengið þá aftur í sínar vörslur nema greiða tilskilda sekt.

Óskani di er að þungaflutningabílsstjórar taki upp friðsamlegri aðgerðir því þær eru mun vænlegri til árangurs. Náði Gandhi hinn indverski að knésetja heilt heimsveldi með friðsamlegum mótmælum?

Mosi


mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr sýndarmennska

Óskiljanlegt er með öllu að íslensk stjórnvöld eyði stórfé í svona sýndarmennsku meðan ekki eru nægir fjármunir til að reka eðlilega löggæslu í landinu. Og eru verkefnin mörg þar sem nægt fjármagn er ekki fyrir hendi. 

Það er með öllu óþolandi að þátttaka í rekstri erlendra herflugvéla sé kostaður af skattfé íslenskra skattgreiðenda.

Við viljum forgangsraða öðru vísi: Herflugspeningana á að nota í annað þarflegra takk fyrir!

Mosi


mbl.is Danskar herþotur við æfingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnumótmæli?

Eru menn alveg að tapa sér í þessum mótmælum? Hafa menn ekkert þarflegra fyrir stafni en að stunda rándýr mótmæli? Hver borgar brúsann? Viðskiptavinir mótmælenda? Leiðir þetta til dýrari framkvæmda?

Nú er aldeilis komið nóg! Blessaðir takið þið upp friðsamari mótmæli, þið eruð fyrir löngu búnir að fara yfir strikið með þessu ofbeldi ykkar að tefja aðra vegfarendur! Hvenær leiða þessar ólöglegu aðferðir til afdrifaríkra afleiðinga á borð við dauða og önnur grafalvarleg tilfelli á borð við eldssvoða eða annars slíks þegar alvarlegar tafir verða á helstu umferðaleiðum? Finnst þið vera góð fyrirmynd með þessu athæfi ykkar? Hvað mynduð þið segja ef aðrir tæku upp á því að þið kæmust ekki leiðar ykkar á ykkar risastóru bílum?

Mosi


mbl.is Bílstjórar á leið í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bók er besti vinur

Merkilegt er að þetta fyrirbrigði, bækur. Bókin hefur lifað allar þær hremmingar og breytingar sem oft hefur grafið undan tilveru þeirra. Kvikmyndin og kvikmyndahúsin voru sögð einna fyrst ógna tilveru bóka, þá síminn og fjarskiptatæknin, útvarpið og síðar sjónvarpið. Enn síðar vídeóið, tölvurnar, internetið og allt hvað þessi tækniundur nú nefnast.

Einuhverju sinni á sokkabandsárum íslenska sjónvarpsins sat Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur ásamt öðrum manni á rökstólum í sjónvarpssal. Þeir ræddu framtíð bókarinnar í nútímanum. Eigi man Mosi nú stundinni lengur hver var viðmælandi Indriða en hann taldi framtíð bókarinnar vera slæma framundan. Indriði barði sér á brjóst og kvað bókina hafa lifað allar tæknibreytingar fram að þessu og verður ekki séð annað en að Indriði hafi haft rétt fyrir sér.

En bókaútgáfa hefur breyst gríðarlega mikið. Á 80 ára tímabili eða á árunum 1887-1966 voru gefnir samtals tæplega 20.000 titlar á Íslandi. Nákvæmlega voru það 249 titlar árlega.

Undir lok 19. aldar og fram undir miðja síðustu öld voru bókamenn íslenskir sem gjarnan vildu safna öllum bókum sem útgefnar hafa verið á Íslandi. Eru margar áhugaverðar sögur sagðar af brellum sumra sem vildu ná í fágæti. Sennilega hefur engum tekist það og jafnvel ekki Landsbókasafni-Háskólabókasafni, stærsta og merkasta bókasafni landsins sem er eitt af svonefndum skylduskilasöfnum og nýtu prentskila. Í það safn vantar eðlilega í elsta prentið en af fyrstu bók sem prentuð var á íslandi, Brevensia Holencis, sem var kaþólsk bænabók frá því um 1530 eða dögum Jóns Arasonar byskups. Af þessari elstu bók er nú aðeins varðveitt örlítið brot eða sem nemur einni opnu sem varðveittist sem bókbandsefni í fornri skræðu. Sumir bókasafnarar komust nokkuð langt með söfnun bóka en sumir fóru e.t.v. full geyst eins og Gunnar Hall sem nánast fór á hausinn vegna þessarar ástríðu bókasafnarans. Hann vann þó það þrekvirki að skrá safnið áður en fógetinn lagði hald á það og það selt nauðungarsölu til fullnustu skulda. Jón Sigurðsson forseti var einn af mestu bókasafnari íslenskum sem sögur fara af. Þegar hann kom til Íslands annað hvert ár til að sitja Alþingi, þá gisti hann hjá bróður sínum, Jens rektor Lærða skólans. Jón heimsótti vini sína og kunningja og svo ástríðufullur var hann í sínum bókapraxís að eitt fyrsta verk hans var að skoða bókahillurnar þeirra og athuga hvort hafði bæst við eitthvert fágæti sem hann ekki átti fyrir. Var stundum sem vinir Jóns urðu að fela fyrir honum fágæti ef þeir sjálfir vildu halda en oft fékk frelsishetjan okkar góða bók og gott kver og naut þeirrar virðingar sem hann hafði meðal þjóðarinnar.

Og bækur eiga sér oft merka sögu sem rétt er að skrá á spjöld sögunnar, sum merk leyndarmál. Kannski að fyrsta bókin sé ein eftirminnilegust og einna merkust bernskuminning hvers einstaklings. Að gefa ungu barni bók sem er að byrja að stauta sig fram úr bókstöfunum og að lesa, getur orðið því mikilvæg verðmæti er fram líða stundir.

Mosi


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott og vel, - en...

Íslendingar hafa verið iðnir við að virkja náttúruöflin og er það ágætt. En við verðum að gæta þess að detta ekki í þá gryfju að vera að flýta okkur um of. Virkjanir hafa áhrif hvort sem eru vatnsaflsvirkjanir eða gufuaflsvirkjanir. Kostir þeirra síðarnefndu eru margir t.d. að ekki þurfi að eyðileggja fossa, flytja til vatnsföll og byggja stíflur sem eru eins og svöðusár í landslaginu.

Gufuaflið hefur þann ókost að ýmsar lofttegundir losna úr iðrum jarðar sem betur væria að vera án en hafa. Þar er brennisteinssambönd ýms sem valda ýmsu tjóni á náttúrunni en þó er ofnæmi og óþægindi vegna öndunar það sem einna verst er. Nú telja þeir Orkuveitumenn að þeir hafi dottið niður á aðferð sem verður notuð við Bitruvirkjun. Af hverju ekki að taka þessa nýju tækni nú þegar í notkun í núverandi Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun? Auka mætti hagkvæmni með því að fá sem fyrst reynslu af þessari nýju tækni.

Þá þarf að leggja meiri áherslu á að grafa háspennulínur niður. Þær eru skelfileg lýti á landslaginu. Hvar eru allir þessir vandlætingjar sem hafa skógrækt á hornum sér? Aldrei gagnrýna þeir háspennulínurnar og valda þær mun meiri sjónrænni mengun en skógræktin sem fellur vel að landslagi sem háspennulínurnar gera ekki.

Orka fer hækkandi og sennilega verður meiri þrýstingur á Íslendinga að opna fyrir meiri stóriðju en þegar er fyrir í landinu. Því miður hafa Íslendingar sýnt af sér dæmalaust að leggja ekki skatt á mengandi starfsemi hvort sem er álbræðslur og önnur stóriðja. Þá þarf að leggja umhverfisskatt á innflutta brennanlega orku en draga úr öðrum gjöldum á móti. Þá fjármuni sem innheimtir væru í gegnum umhverfisskatt mætti nýta til að þróa aðferðir að auka innlenda orku sem og að binda koltvísýring og aðrar skaðlegar lofttegundir t.d. með skógrækt í fjallshlíðum og þar sem þessi landnýting keppir ekki við aðra tegund landnýtingar, t.d. kornrækt og túnrækt.

Mosi

 


mbl.is Segja hveralykt frá væntanlegum virkjunum hverfandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenjulegur dagur

Í gær var óvenjulegur dagur, dagur þriggja funda. Í vinnunni er oft nauðsynlegt að bera bækur sínar saman við starfsfélaga og af því tilefni hittumst við nær 20 bókasafnsfræðingar úr hinum ýmsu framhaldsskólum til fundar. Að þessu sinni var tilefni hjá mér að halda fund en hann var sá síðasti sem eg sat. Hef staðið frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort eg ætti að hætta eftir 14 ára starf sem forstöðumaður skólabókasafnsins í Iðnskólanum í Reykjavík eða skrifa undir nýjan samning við nýjan sameinaðan skóla, Tækniskólann. Oft er gott og ekki síður hollt að skipta um starfsvettvang, tækifærin eru mörg þrátt fyrir að vofa atvinnuleysis virðist vera komin á kreik í íslensku samfélagi.

Þetta var ágætur fundur þar sem ýms sameingin mál bera upp og hópur okkar hefur tekið til skoðunar. Eitt þessara mála er sú staðreynd, að með auknum kröfum um hagkvæmni í rekstri þá er verið að þrengja að hag skólasafna. Í sumum skólum þar sem einkavæðing hefur komið við sögu, hefur jafnvel verið farin sú leið að koma þessu þjónustuhlutverki yfir á einhvern annan óskildan aðila. Við skoðuðum t.d. nýlegt dæmi þar sem þessari skyldu sem bundin er í núgildandi lögum um framhaldsskóla, var komið á almenningsbókasafn með munnlegu samkomulagi símleiðis! Nær þetta nokkurri átt? Í öllum framhaldsskólum á lögum samkvæmt að vera skólasafn þar sem nemendur hafa greiðan aðgang að ýmsum handbókum, orðabókum og uppsláttarritum sem nýtast í námi þeirra og þjálfun. Sá sem ekki hefur þennan greiða aðgang verður alltaf töluvert á eftir öðrum, verður eftirbátur annarra og það er einmitt þessi gamla germanska hefð að nýta sameinginlega það sem við höfum og eigum og getum nýtt sameiginlega.

Þegar heim var komið var stjórnarfundur í Sögufélagi Kjalarnesþings sem haldinn var í Draumakaffi í Mosfellsbæ. Við í félagsstjórninni tókum ákvörðum vegna undirbúnings aðalfundar, breyta þarf smávægilega ákvæði í lögum félagsins um kosningu til stjórnar, gera bæði einfaldara og skilvirkara. Þá var að ákveða stund og stað fyrir aðalfundinn sem verður væntanlega í Áslák 30. apríl n.k., daginn eftir aðalfund Umhgverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar en Mosi er formannsnefnan í því ágæta félagi. Bæði þessi félög hyggjast efna til sameiginlegrar „Hitaveitugöngu“ undir lok maí og tilefnið er að um þessar mundir eru 100 ár frá því að heita vatnið var fyrst nýtt til húshitunar á Íslandi. Upphaf þess var allbroslegt og með nokkrum þjóðsagnablæ og verður ábyggilega rifjað upp meðan á göngunni meðfram Varmá stendur laugardaginn 31. maí.

Þriðji fundurinn var síðan aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar þá um kvöldið sem stóð frá 8 til rúmlega 10. Nú er Mosi búinn að vera nær hálfa ævi sína eða um aldarfjórðung í stjórn félagsins og þótti vera kominn tími til að standa upp fyrir yngra fólki, sjálfsagt löngu kominn tími til. Eftir að Mosi byrjaði að stunda eigin skógrækt fyrir nokkrum árum þá hefur þeim stundum fækkað stórlega þegar hann hefur sinnt sjálfboðaliðastarfi í skógræktarfélaginu. Það hefur verið góður, hreint frábær félagsskapur þar sem skiptist á hæfileg bjartsýni og raunsæi. Við höfum notið góðrar stjórnar formanna sem hafa drifið þetta starf með þvílíkum myndarskap að nú er vart til það fjall eða fjallshlíð innan Mosfellsbæjar sem ekki hefur verið klædd skógi. En víða má taka til hendi og þessi arfur sem komandi kynslóðir munu fá að arfi frá okkur sem eldri erum, verður vonandi bæði drjúgur og öðrum hvatning að horfa enn lengra fram á veginn. Vonandi verður hann til að hvetja til frekari dáða og nauðsyn þess að auka sem mest skóg á Íslandi enda má víða sjá ánægjulega breytingu þar sem njóta má bæði skjóls og aukinnar fjölbreytni í gróðri og fuglalífi.

Við vorum tvö sem ákváðum að draga okkur í hlé úr stjórninni. Félagar okkar færðu okkur blómvendi og það varð eiginlega til þess að gera mig gjörsamlega kjaftstopp og gerist það æríð sjaldan.  Á dauða mínum átti eg fyrr von á en ekki þessu.

Það var ansi lítið eftir af „Mosanum“ þegar hann hjólaði heim til sín með blómvöndinn í annarri hendi og skreið upp í rúmið og svaf svefni þeirra sem telja sig vera að breyta rétt.

Mosi  


Bækurnar lifa!

Merkilegt er að þetta fyrirbrigði, bækur, hefur lifað allar hremmingar og breytingar. Kvikmyndin var sögð fyrst ógna tilveru bóka, þá síminn og fjarskiptatæknin, útvarp og sjónvarp. Enn síðar vídeó, tölvur, internetið og allt hvað þessi tækniundur nú nefnast.

Einuhverju sinni á sokkabandsárum íslenska sjónvarpsins sátu Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur ásamt öðrum manni á rökstólum í sjónvarpssal og ræddu þeir framtíð bókarinnar í nútímanum. Eigi man Mosi nú stundinni lengur hver var viðmælandi Indriða en hann kvað slæma framtíð vera framundan. Indriði barði sér á brjóst og kvað bókina hafa lifað allar tæknibreytingar af og verður ekki séð annað en að Indriði hafi haft rétt fyrir sér.

En bókaútgáfa hefur breyst gríðarlega mikið. Á 80 ára tímabili eða á árunum 1887-1966 voru gefnir samtals tæplega 20.000 titlar á Íslandi. Nákvæmlega voru það 249 titlar árlega.

Undir lok 19. aldar og fram undir miðja síðustu öld voru bókamenn íslenskir sem gjarnan vildu safna öllum bókum sem útgefnar hafa verið á Íslandi. Eru margar áhugaverðar sögur sagðar af brellum sumra sem vildu ná í fágæti. Sennilega hefur engum tekist það og jafnvel ekki Landsbókasafni-Háskólabókasafni, stærsta og merkasta bókasafni landsins sem er eitt af svonefndum skylduskilasöfnum og njóta prentskila. Í það safn vantar eðlilega í elsta prentið en af fyrstu bók sem prentuð var á íslandi, Brevensia Holensis, sem mun hafa verið kaþólsk bænabók frá því um 1530, er aðeins varðveitt örlítið brot. Sumir bókasafnarar komust nokkuð langt með söfnun en sumir fóru e.t.v. full geyst eins og Gunnar Hall sem nánast fór á hausinn vegna þessarar ástríðu bókasafnarans. Hann vann það þrekvirki að skrá safnið áður en fógetinn lagði hald á það og selt nauðungarsölu til fullnustu skulda. Jón Sigurðsson forseti var ástríðufullur bókasafnari og þegar hann kom til Íslands annað hvert ár til að sitja Alþingi, þá gisti hann hjá bróður sínum, Jens rektor Lærða skólans. Jón heimsótti vini sína og kunningja og eitt fyrsta verk hans var að skoða bókahillurnar þeirra og athuga hvort hafði bæst við eitthvert fágæti sem hann ekki átti. Var stundum sem vinir Jóns urðu að fela fyrir honum ef þeir sjálfir vildu halda en oft fékk frelsishetjan okkar góða bók og gott kver og naut þeirrar virðingar sem hann hafði meðal þjóðarinnar.

Og bækur eiga sér oft merka sögu sem rétt er að skrá á spjöld sögunnar, sum merk leyndarmál. Kannski að fyrsta bókin sé ein eftirminnilegust og einna merkust bernskuminning hvers einstaklings. Að gefa ungu barni bók sem er að byrja að stauta sig fram úr bókstöfunum og að lesa, getur orðið því mikilvæg verðmæti er fram líða stundir.

Mosi

 


mbl.is 4,6 bækur á hverja þúsund íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband