Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
20.4.2008 | 07:57
Eðlileg niðurstaða
Stóriðjan hefur lengi notið mjög góðra samninga um orkuverð. Þegar forsendur samnings um afhendingu á viðbótarmagni raforku er brostinn þá er eðlilegt að gildi slíks samnings er ekki fyrir hendi.
Það vantar því í fréttina nánari útlistan á stöðu þessa máls. Hvað var samið um? Skuldbatt Orkuveitan sig til að afhenda án fyrirvara raforkuna en ef einhverjir fyrirvarar hafa verið á samningnum tóku þeir þá til þeirrar óvissu sem tengd var ákvörðun Hafnfirðinga?
Ljóst er að Hafnfirðingar höfðu síðasta orðið hvort þeir féllust á verulega stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Á sínum tíma þegar byggð í Hafnarfirði var fremur lítil, var þetta sennilega rétt stefna. En nú hafa forsendur gjörbreyst. Álbræðslan er verulegur hemill á annarri landnýtingu sem er e.t.v. hagkvæmari en sú sem fyrir er. Því væri mikið óráð að auka það landsvæði meira en orðið er.
Kapp er best með forsjá. Því miður hafa stjórnvöld oft sýnt af sér fullmikla léttúð þegar stóriðjan er annars vegar. Þegar íslensk stjórnvöld hafa viljað fá til sín fremur litlar álbræðslur þá hefur niðurstaðan orðið sú að álbræðslumenn hafa fengið leyfi fyrir mun stærri álbræðslum en upphaflega var lagt upp með. Ástæðan er auðvitað sú mikla hagkvæmni sem fylgir stærri rekstrareiningu og þau óvenjulegu kjör sem íslensk stjórnvöld hafa veitt mengandi álbræðslum.
Nú er fyllsta ástæða að flýta sér hægt um gleðinnar áldyr. Mengunarkvóti er nánast uppurinn og meðan hann hefur verið gefinn heldur álbræðslufyrirtæki stöðugt að knýja á dyr stjórnvalda. Eina vitræna ráðið er að taka upp sérstakan umhverfisskatt tengdri mengandi starfsemi. Ekki er neitt vit í öðru.
Samningsferli við stóra orkukaupendur er mjög flókið fyrirbæri. Vonandi hafa þeir Orkuveitumenn ekki hlaupið á sig í einhverju bjartsýniskasti á sínum tíma sem því miður virðist vera allt of algengt há Íslendinga. Það væri dapurlegt ef Orkuveita Reykjavíkur verði skaðabótaskyld vegna óafsakanlegrar handvammar við gerð samninga um orkukaup.
Mosi
200 MW orkusala úr sögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 07:40
Misnotkun frelsisins
Áður fyrr var Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun ákveðnara að setja vopnasölubann á þau ríki þar sem ólga og óstöðugt stjórnarfar var. Núna er vart það fréttnæmt.
Einræðisherrar sýna oft þá hlið á sér að stjórna með ógrynni vopna, steypa þjóðum sínum í himinháar skuldir og veðsetja náttúruauðæfi lands síns að veði til fullnustu skulda. Oft eru vopnasalarnir síðan í viðskiptalegum tengslum við námufyrirtæki og iðnfyrirtæki. Þetta er sú staða sem víða blasir við. Sjálfstæði slíkra ríkja er ekki upp á marga fiska.
Ólöglegur vopnainnflutningur er ætíð mjög tortryggilegur hvort sem það er á vegum einhverra hermdarverkasamtaka eða umdeildra þjóðarleiðtoga. Alþóðleg samskipti eiga að ganga út á það að koma sem mest í veg fyrir slíkt og á ekkiað skipta neinu máli hvort framleiðslan er upprunnin í Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi eða hinu óviðjafnalega friðsama ríki Svíþjóð sem lengi vel hefur verið athafnasamur vopnaútflytjandi.
Koma þarf í veg fyrir alla ólöglega verslun með vopn hvort sem er með einstaka hluti í þau eða heilu skipsfarmana.
Mosi
Vopnasendingu snúið frá S-Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 12:09
Hirtum götustrákana!
Spurning hvort ekki sé rétt að svæla þessa götustráka út úr greninu eins og hverja aðra melrakka og láta þá standa frammi fyrir gerðum sínum? Að grafa undan fjárhag heillrar þjóðar nær ekki nokkurri átt og hefði einhver fengið rasskellingu af minna tilefni. Þessar athafnir þarf að rannsaka gaumgæfilega.
Mosi
Vogunarsjóðir á flótta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2008 | 12:04
Ummæli páfa
Páfi hefur lög að mæla þegar hann minnist á meðferð hvíta mannsins á frumbyggjum Ameríku. Þau eru til háborinnar skammar enda var glórulaus gróðahyggja sem þar réð för.
Íslendingarnir Bjarni Herjólfsson og Leifur Eiríksson höfðu enga burði að leggja undir sig Ameríku enda fámennir og tóku þá viturlegu ákvörðun að gleyma henni aftur.
Mosi
Páfi minnir á dökkar hliðar bandarískrar sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2008 | 10:47
Skynsamleg tillaga
Lundinn er langvinsælasti fuglategund meðal flestra erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim. Það er því miður sem það kemur fyrir, að veiðimenn eru að aðhafast þegar ferðamenn sjá til. Einhverju sinni var Mosi í hvalaskoðunarferð með þýskum ferðamönnum á Skjálfanda. Einhverra hluta vegna var hvali hvergi að finna utan örfáar hnísur sem eðlilega glöddu eftirvæntingarfull hjörtu. Til að bæta úr, ákváðu þeir hvalaskoðunarmenn að sigla áleiðis til Lundeyjar til að sýna þó ferðamönnunum lunda sem n.k. uppbót fyrir hvalaleysið. Jú það var mikið að gerast hjá fuglunum í Lundey en það var fyrst og fremst vegna ákafs veiðimanns sem háfaði hvern lundann á fætur öðrum. Mikil voru vonbrigðin.
Öðru sinni átti Mosi leið um Breiðafjörð með gamla Baldri, einnig með ferðahóp. Skammt frá Flatey var siglt gegnum stórar breiður af hömum af lunda. Þá höfðu veiðimenn fleygt hömunum í sjóinn eftir að hafa hamflett lundann. Ferðamenn tóku eðlilega eftir þessu og töldu fyrst að mikil sýki hefði lagt þessar þúsundir að velli.
Aðgát skal höfð í viðveru sálar
Ástæða er til að taka fyllsta tillit til ferðamanna sem leggja mikið á sig að ferðast til Íslands. Við megum aldrei grafa undan með ámælisverðu kæruleysi ferðaþjónustunni, hún er fyrir löngu orðin mikilvæg atvinnustarfsemi.
Hugmynd um að friða lundann er skynsamleg enda er talið að mikil fækkun hafi orðið á undanförnum árum sem talin er fyrst og fremst stafa af átuskorti fremur en veiðum. Veiðar taka auðvitað mjög drjúgan toll af stofninum þó ekki sé vitað með vissu hvaða áhrif þær kunna að valda.
Mosi
Leggur til að lundinn verði friðaður í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2008 | 08:34
Erfið pólitísk ákvörðun
Í lýðræðissamfélagi skiptist fólk á mismunandi viðhorfum og skoðunum. Það er því mjög eðlilegt að fólk hafi mismunandi sjónarmið gagnvart ýmsum viðfangsefnum enda geta fletirnir og sjónarhornin verið æríð mörg. Hlutverk stjórnmálamanna er að taka skynsama og umfram allt heiðarlega ákvörðun sem hugnast meirihlutanum en ekki er alltaf sem slík ákvörðun falli í frjóan jarðveg hjá hinum. Umdeildar og skjótar ákvarðanir leiða yfirleitt alltaf til deilna sem geta dregið langan dilk á eftir sér.
Því er mjög mikilvægt að ákvörðun byggist á góðum og gildum rökum.
Annars er um þessi mál að segja, að við Íslendingar stöndum mjög framarlega í heiminum varðandi beislun jarðhitans og friðsamlegri nýtingu hans. Allir sem gjörla þekkja á þessu sviði gera sér ljóst að við erum með gríðarleg verðmæti í höndunum sem byggist á þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur á þessu fyrirbrigði. Eitt af því sem við höfum fram yfir aðrar þjóðir er, að hérlendis hefur verið starfræktur í áratugi Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna og rekinn er í húsakynnum Orkustofnunar. Ungum og efnilegum jarðfræðistúdentum úr öllum heiminum er beint hingað til að fræðast af einum færustu jarðfræðisérfræðingum ekki aðeins okkar Íslendinga heldur er talað um jafnvel í heiminum öllum. Það er því hvorki undur né stórmerki að miklar væntingar séu gerðar til okkar sérfræði um jarðhitann. Íslendingar eru auk þess fyrir löngu þekktir fyrir að vera bæði þolgóðir og úrræðagóðir þegar e-ð óvænt bjátar á og flestir vilja undir slíkum kringumstæðum leggja árar í bát.
Við skulum því vona að þeir stjórnmálamenn sem málið varðar, ígrundi vel allar staðreyndir málsins og taki góða og skynsamlega ákvörðun sem stuðli að auknum og betri hag okkar án þess að miklum hagsmunum sé fórnað. Það er ætíð sárt þegar ávinningur nánast gufar upp og verður ekki þeim til góða sem upphaflega höfðu kostnað af.
Mosi
Tillaga um sölu á REI? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 10:00
Furðuleg viðbrögð
Sjálfsagt er að hafa skoðanir á flestu en þegar verkfræðinga og aðrir sérfræðingar hafa skoðað gaumgæfilega möguleika á höfn á Suðurströndinni um árabil, þá er hafin undirskriftasöfnun í Vestmannaeyjum gegn þessum hugmyndum. Nú hafa verkfræðingar mjög mikla reynslu og höfn í Þorlákshöfn var á sínum tíma talin verða mjög dýr enda aðstæður erfiðar enda er suðaustanáttin sérstaklega erfið meðfram allri strönd Suðurlands. En þetta tókst vel og hvers vegna ætti höfn á Bakka ekki að takast þegar verkfræðingar telja að svo sé?
Mosa finnst sjálfsagt að treysta verkfræðingum og ekki má gleyma því að verkþekking hefur tekið mikið fram á þeim áratugum frá hafnargerð í Þorlákshöfn hófst. Höfnin var stækkuð og bætt verulega eftir gosið 1973 í Heimaey og þá komu þessir frægu steyptu steinar til sögunnar sem er krækt saman með ákveðinni tækni, nokkuð sem sumir Eyjamenn hlógu að. Ætli nokkur hlægi þegar höfnin á Bakka hefur verið byggð og í ljós kemur að unnt er að byggja höfn þar engu að síður en í Þorlákshöfn á sínum tíma.
Sennilega er sandburður sem áhyggjur þarf að hafa af. Spurning hvort unnt sé að nýta ál úr Markarfljóti til að hreinsa reglulega sandinn úr höfninni?
Mosi
Þrjú þúsund skrifuðu undir gegn Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2008 | 09:44
Sjúklegar hvatir
Að afla sér og sínum nægt fé til brýnustu nauðsynja og kannski örlítið meira, hefur lengi þótt sjálfsagt mál. Nú er allt í einu komnir fram peningakarlar sem með hugkvæmni hafa komist yfir þvílíkan gróða, að heilu þjóðirnar virðast ekki bera nema brot af því sem þessir braskarar virðast komast yfir á einni nóttu. Draumur athafnamannsins?
Þetta kann að vera löglegt en með öllu siðlaust. Þegar braskarar sem gríðarlegan auð á bak við sig taka sig saman til að grafa undan fjárhag heilu ríkjanna, þá er komið nóg. Þessir herramenn eru að leika nákvæmlega sama leikinn og þegar stjórnendur olíufélaganna taka sér fyrir hendur að hafa samráð um verð á bensíni og olíu.
Fyrir um 100 árum voru sett lög af Theodór Roosevelt um bann við hringamyndanir í bandarísku efnahagslífi. Þessi lög áttu mikinn þátt í að efla samkeppni og koma í veg fyrir samanþjöppun valds á vegum fyrirtækjasamsteypa.
Nú er það mjög mikilsvert að kapítölsk ríki setji sér hliðstæð alþjóðleg lög um starfsemi stórtækra braskara sem komið gæti í veg fyrir að þeir hafi ekki lengur frjálsar hendur að ógna viðskiptaheiminum. Oft er þörf en nú er nauðsyn að koma lögum yfir þá sem hrfisa til sín margfalt meira en þeir þurfa að nota.
Sparnaður er dyggð en þegar svona kemur upp, þá er það græðgin sem veldur vandræðum heilu þjóðanna, stórra sem smárra.
Mosi
Hæstu tekjur sem nokkru sinni hafa sést | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.4.2008 | 09:12
Engin víti til að varast?
Nú hefur Vilhjálmur Bjarnason sem farið hefur fyrir Samtökum fjárfesta í mjög alvarlegri gagnrýni á þessi óvenjugóðu þóknanir sem stjórnendur stórfyrirtækja hafa ákveðið sjálfum sér. Og Vilhjálmur lætur ekki þar við sitja: Hann hefur hafið málsókn gegn Glitni þar sem byggt er á þessari alvarlegu gagnrýni.
Nú virðist eins og norska deild Glitnis hafi ekki tekið þessa gagnrýni sérlega alvarlega. Þorsteinn M. Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis tekur undir gagnrýni Vilhjálms en virðist þrátt fyrir að vera stjórnarformaður, ekki hafa nein áhrif. Þeir í Noregi halda uppteknum hætti.
Í viðskiptakálfi Morgunblaðsins í dag, 17.apríl, bls. 6 er mjög lýsandi mynd af stöðu mála: Meðan venjulegir hluthafar, eigendurnir fá afhent hóflega þykkt seðlabúnt þá er í annarri röð stjórnendur á sérkjörum sem aka í hjólbörum eða rogast með þunga sekki troðfulla af peningum.
Er skiljanlegt að hagur efnahagslífsins sé ekki betri þegar stjórnendur á sérkjörum grafi undan fjárhagslegum grundvelli banka og fyrirtækja.
Burt með sérkjörin! Þeim ber fremur að skipta þegar vel árar til hluthafa og starfsmanna.
Mosi
Hluti af ruglinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 08:16
Grafalvarlegt mál
Svifryk er ásamt vaxandi útblæstir CO2 og brennisteinssambanda eitt alvarlegasta umhverfismálið okkar sem búum í þéttbýlinu.
Ljós er að svifrykið á sér ýmsar rætur. Nærtækast er auðvitað að líta sér næst og sérstaka athygli vekur athygli okkar hve slit gatna af völdum nagladekkja er verulegt.
Hluti svifryks á sér auðvitað annan uppruna: uppblástur er víða mjög mikill og eftir ríkjandi vindáttum á hverjum stað kann rykið að berast langar leiðir í sterkum og þurrum vindi. Sennilega á svifryksmengun á Akureyri sér einhvern uppruna á uppblásturssvæðum Norðausturlands en kunnugt er að landið norðan við Vatnajökul er úrkomurýrasti hluti landsins. Sjá má á gróðurfari í Þingeyjarsýslum hve auðnirnar eru æpandi. Þegar ekið er í suður frá Kelduhverfi öðru hvoru megin Jökulsár á Fjöllum þá er fyrst ekið gegnum allgróskumikinn birkiskóg. Smám saman verður gróðurinn strjálli og fábreyttari og þegar komið er langleiðina að Hafragilsfossi og Dettifossi er gróðurinn nánast með öllu horfinn nema þar sem einhverrar vætu er að vænta.
Fyrir um aldarfjórðungi mátti fyrir hver jól heyra auglýsingar um hangiket kennt við Hólsfjöll glymja í eyrum landsmanna. Það átti að taka öðru bragðgóðu hangiketi öðru fram, kannski af því að það var fitusnauðara en annað hangiðket. Þarna hefur Landgræðslan barist með misjöfnum árangri gegn gróðureyðingu áratugum saman og hefur oft þurft að lúta í lægra haldi. Því miður. Nú eru þessir bæir sem kenndir voru við Hólsfjöllin og hangiketið sennilega allir með tölu komnir í eyði enda dettur engum heilvita manni að hafa sauðfjárhald á þessu erfiða gróðureyðingarsvæði.
Í Reykjavík er hluti svifryksins upprunnið frá Mosfellsheiði og af hálendinu sunnan Langjökuls en Biskupstungnaafréttur var lengi vel eitt versta uppblásturssvæði á Suðurlandi. Þegar Mosi var í sveit fyrir meira en 40 árum austur í Árnessýslu mátti oft sjá í vaxandi norðanátt að skyndilega birgðist sýn til Langjökuls. Oft var innan stundar óþægilegt að vera utandyra og sáust þá ekki lengur til Bjarnarfells, Högnhöfða, Laugarvatnsfjalls og annara fjalla ofan byggðar í Biskupstungunum sökum uppblásturs einkum á Haukadalsheiði sem þá var að eyðast. Að einhverju leyti er svifryksmengun í Reykjavík einnig upprunnin á Reykjanesskaganum og jafnvel söndunum á Suðurlandi.
En við þurfum að beina fjármagni í rannsóknir á þessu fyrirbæri jafnframt að skattleggja alla mengandi starfsemi hvort sem er útblástur frá farartækjum, bílum, flugvélum, skipum og öðrum vélknúnum farartækjum, stóriðjunni og einnig þarf að taka á að dekkjanaglar séu skattlagðir. Oft valda þeir meiri skaða en gagn, ekki aðeins eigendum sínum sem þeir þjóna heldur öllum öðrum!
Mosi
Búist við miklu svifryki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar