Engin víti til að varast?

Nú hefur Vilhjálmur Bjarnason sem farið hefur fyrir Samtökum fjárfesta í mjög alvarlegri gagnrýni á þessi óvenjugóðu þóknanir sem stjórnendur stórfyrirtækja hafa ákveðið sjálfum sér. Og Vilhjálmur lætur ekki þar við sitja: Hann hefur hafið málsókn gegn Glitni þar sem byggt er á þessari alvarlegu gagnrýni.

Nú virðist eins og norska deild Glitnis hafi ekki tekið þessa gagnrýni sérlega alvarlega. Þorsteinn M. Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis tekur undir gagnrýni Vilhjálms en virðist þrátt fyrir að vera stjórnarformaður, ekki hafa nein áhrif. Þeir í Noregi halda uppteknum hætti.

Í viðskiptakálfi Morgunblaðsins í dag, 17.apríl, bls. 6 er mjög lýsandi mynd af stöðu mála: Meðan venjulegir hluthafar, eigendurnir fá afhent hóflega þykkt seðlabúnt þá er í annarri röð stjórnendur á sérkjörum sem aka í hjólbörum eða rogast með þunga sekki troðfulla af peningum.

Er skiljanlegt að hagur efnahagslífsins sé ekki betri þegar stjórnendur á sérkjörum grafi undan fjárhagslegum grundvelli banka og fyrirtækja.

Burt með sérkjörin! Þeim ber fremur að skipta þegar vel árar til hluthafa og starfsmanna.

Mosi 


mbl.is „Hluti af ruglinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband