Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Kvótinn

Ef afli hefur verið góður að undanförnu er þá ekki ástæða til að telja að fiskistofnar séu vanmetnir? Hafrannsóknastofnun hefur yfirleitt haft tilhneygingu fremur til að vera mjög varfærin um mat fiskistofna en að sýna léttúð.

Spurning hvort ekki sé fyllsta ástæða til að endurskoða kvótakerfið a.m.k. að einhverju leyti og hvort tilefni sé að auka kvótann að einhverju leyti? Brottkastið þarf að stöðva með einhverjum ráðum. Það er skömm að slíkum vinnubrögðum!

Mosi


mbl.is Segir brottkast að aukast gífurlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan er forngripur

Á Víkingaöld var gangsilfur af ýmsu tagi einn helsti gjaldmiðill. Ýmist var silfur talið, slegnir silfurpeningar, eða það vegið. Einnig tíðkaðist að vöruvoðir, kýr og kindur og jafnvel rostungsbein og ísbjarnarfeldir notar í vöruskiptum en það var almennt sjaldgæft. Á miðöldum voru grunneingarnar fiskar, álnir vaðmáls, kýrverð og vættir en það var þyngdareining þegar um skreið og þorskhausa var að tefla.

Í dag kallar fjármálamarkaðurinn ákaft á að gamla krónan verði látin þoka fyrir evru eða öðrum gjaldmiðli. Fá skynsamleg rök er unnt að  færa fyrir því gagnstæða: gamla krónan verður brátt að heyra sögunni til.

Þeir sem vilja halda í krónur geta allt eins fengið þá flugu í höfuðið og haft fiska,vaðmálsalin og þorskhausa sem grunneiningar mín vegna. En öll skynsamleg rök mæla með evrunni og að Íslendingar gangi sem fyrst í Efnahagsbandalag Evrópu. Fyrir almenna neytendur á Íslandi er fátt jafn hagstætt enda myndi verðlag, vextir og sitt hvað fleira verða hagstæðara.

Mosi


mbl.is „Höfum við efni á því að hafa krónu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgengilegt kæruleysi

Á svona málum þarf að taka ákveðnum, mjög föstum tökum: Þegar þungaflutningabílsstjóri sýnir af sér afglöp í starfi sem þessu, þá á lögreglan skilyrðislaust að svipta hann ökuleyfi til bráðabrigða, sekta og láta hann jafnvel sæta því að fara aftur í ökupróf til að fá endurnýjun ökuleyfis.

Þetta þykir kannski nokkuð harkaleg aðferð, en: Ef þungaflutningabílsstjórar sýna aftur og aftur slíkt kæruleysi, þá er lögreglan búin að tapa. Lög og réttur er einskis metinn og þá er stutt í stjórnleysið. Það væri ekki hagur neins nema þeirra sem vilja upplausn og óreiðu í samfélaginu.

Við því þarf að sporna!

Hins vegar eiga þungaflutningabílsstjórar að vera öðrum góð fyrirmynd í umferðinni. Þeir eiga að sýna aðgæslu og tillitsemi í umferðinni. Ekkert er betur til þess betur fallið en að á sjónarmið þeirra sé hlustað.

Mosi

 

 


mbl.is Flutningabifreið föst undir Stekkjabakkabrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á gráu svæði

Óumdeilt er að þessi samkoma fór fram í félagsheimili þessa hestamannafélags. Félagið nýtur opinberra styrkja og innan vébanda þess er mikið og gott starf sem einkum er í þágu barna og unglinga. Það er því vægast sagt á gráu svæði að verið sé að draga starfsemi sem varðað getur við lög inn í félagsheimili þessa annars prýðisgóða félagsskapar. Ef þeir menn sem gaman hafa af svona löguðu eiga að sjá sóma sinn í að hafa einkasamkvæmi ótengdnar félagi sem þessu.

Mosi


mbl.is Harðir á strippinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð fylgir áhættu

Of mörg alvarleg umferðarslys er vegna þess að ökumenn taka oft óþarflega mikla áhættu. Stundumn hefur komið í ljós við rannsókn lögreglu að í blóði þeirra finnst leyfar af áfengi og jafnvel fíkniefnum.  Ljóst er að þegar um það er að ræða slævist dómgreind ökumanna og þeir „missa vald“ auðveldlega á ökutækjunum eins og fjölmiðlar komast gjarnan að máli. Í stað þess mættu þeir einfaldlega að segja sannleikann, að viðkomandi hafi ekið of hratt miðaða við aðstæður og hafi vanmetið þá hættu sem stafaði af of hröðum akstri og jafnvel neyslu áfengis eða fíkniefna, hafi verið um það að ræða.

Allir ökumenn verða að vera meðvitaðir um þá augljósu hættu sem þeir ekki aðeins setja sjálfa sig í heldur alla aðra vegfarendur og jafnvel þá sem eru nálægt vegi. Oft hefur ökumaður sem ekið hefur of hratt, ekið t.d. á hross, kindur og hreindýr sem eru á akvegi, getað afstýrt slíku slysi ef hraða hefði verið stillt í hóf.

Sennilega eru dómarnir mjög eðlilegir miðað við eðli brota. Að skilorðsbinda þá er mjög skynsamlegt enda er tilgangnum náð að dómur hafi áhrif bæði á viðkomandi sem og aðra í samfélaginu.

Allir verða að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem felst í að aka og stýra vélknúnu ökutæki.

Mosi


mbl.is Refsað fyrir að valda slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennska

Berlúskóní hefur fyrst og fremst komist áfram sem hefur gríðarlegan auð að baki. Sem stjórnmálamaður hefur hann verið skilgreindur með mjög óljósa stefnu. Hann hefur enga framúrskarandi eiginleika eða stefnuskrá framyfir aðra ítalska stjórnmálamenn.

„Brauð og leikar fyrir lýðinn“ voru frumþarfir hins forna rómverksa lýðræðis. Hefur nokkuð breyst í huga þessa varhugaverða stjórnmálamanns?

„Brauð og leika fyrir lýðinn“. Hann gerir ekki meiri kröfur. Óskandi væri að ítalskir kjósendur megi sjá gegnum glamrið og glysið. Berlúskóní spilar á ómerkilegt lýðskrum og þjóðernisrembing sem Ítalir ættu að vita af biturri reynslu að er greið leið til glötunar.

Mosi


mbl.is „Finn til ábyrgðar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fágætt frímerki

Saga íslensku frímerkjanna er um margt nokkuð sérstök vegna fámennis þjóðarinnar. Þessi gamla yfirprentun frá 1897 þætti í dag bæði illa gerð og með öllu óskiljanlega viðvaningsleg. En tilefnið var tilfinnanlegur skortur á 3ja aura frímerkjum en svo virðist að nóg hafi verið af 5 aura frímerkjum.

Þessi bráðabirgðalausn á breytingu á frímerkjum er runnin frá síðasta landshöfðingjanum á Íslandi sem þá var Magnús Stephensen og átti eftir að draga dilk á eftir sér. Væntanlega hefur þetta mál verið hið vandræðasta en hann þótti mjög íhaldsamur og fastur fyrir. 

Þegar fram liðu stundir mun e-ð hafa verið um falsanir vegna þeirrar einföldu staðreyndar hversu fá frímerki höfðu varðveist og upplagið lítið. Freistingin var mikil að koma þessari einföldu og yfirlætislegu breytingu á upprunalegt frímerki í þeirri von að hafa fé af gálausum kaupanda. Þegar árið 1898 er hvatt til í þýsku frímerkjablaði að láta þessi frímerki hverfa og miklar umræður urðu meðal frímerkjasafnara sem lögðu áherslu á sjaldgæf frímerki.

Um þetta má víst lesa í riti Jóns Aðalsteins Jónssonar Íslenzk frímerki í hundrað ár 1873-1973 og út kom 1977.

Mosi 

 


mbl.is Sjaldgæft íslenskt frímerki boðið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leika sér með lífið í lúkunum

Alltaf er dapurlegt að lesa um bíæfna ökumenn sem aka allt of hratt, oft við erfiðar aðstæður. Vegir á Íslandi eru almennt ekki hannaðir fyrir meiri hraða en 90 km á klukkutíma og er það vegna þess að ef vegir eru hannaðir fyrir meiri hraða verði þeir margfalt dýrari. Fyrir vikið eru þjóðvegirnir á íslandi margir hverjir mjög illa farnir einkum vegna fjöldann allan af þungaflutningabifreiðum eftir að strandsiglingar lögðust af.

Þegar ökumenn eru staðnir að ofsaakstri eru þeir umsvifalaust sviptir ökuleyfi. En það er eiginlega ekki nóg. Þeir þyrftu að fá innsýn í þá nöturlegu staðreynd hvaða afleiðingu ofsaakstur kann að hafa í för með sér. Árlega deyja 20-30 manns á vegunum og það er allt of mikið. Ástæðan fyrir öllum þessum slysum er ekki að vegirnir séu nógu breiðir og beinir, heldur vegna þess að oft er Bakkus með í för, eiturlyf og ökumenn illa fyrirkallaðir m.a. vegna allt of mikillar vinnu eða vöku. Oft er kæruleysið fylgifiskur þessa og þá má ekki gleyma allt of miklum hraða í umferðinni. 

Er ekki betra að fara hægar en komast þó á áfangastað? 

Mosi 

 


mbl.is Ók á 150 km hraða í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of langt gengið

Sendiráð erlendra ríkja eru friðhelg. Ekki má ráðast á þau á neinn hátt og íraun eru þau hluti af viðkomandi ríki.

Að mótmæla er auðvitað í samræmi eftir heimildum stjórnarskrár um tjáningarfrelsi en um leið og friðsamleg mótmæli eru farin að snúast um e-ð sem er meiðand og niðurlægjani þá er of langt gengið.

Við eigum að sýna Kínverjum sem hér eru búsettir fulla virðingu og þeir í sendiráðinu eru aðeins að vinna sín störf. Með því að sýna þeim einhverja móðgun af einhverju tagi erum við að gefa tilefni til að okkar eigin sendiráð erlendis verði fyrir áþekkri meðferð sem enginn heilvita Íslendingur vill.

Sýnum þeim fyllstu virðingu þó við séum að öðru leiti ekki sammála þeim.

Mosi 


mbl.is „Murderers" málað á kínverska sendiráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás á krossgötum

Margir reka upp stór augu að lesa þessa frétt og átta sig ekki alveg á samhenginu. Það er skiljanlegt þegar venjulegt fólk á í hlut. 

Þegar grein Ragnars Önundarsonar fyrrum bankastjóra Íslandsbanka í Morgunblaðinu s.l. föstudag (4.4.) er lesin gaumgæfilega þá er mun auðveldara að skilja þetta samhengi:

Bankastarfsemi má greina í þrennt skv. grein Ragnars: Þjóðbanka eða seðlabanka, viðskiptabanka og fjárfestingabanka. Þessir þrjár tegundir banka hafa mismunandi markmið og hlutverk þeirra er eðlilega mismunandi. Þegar Bjarni Ármannsson sem hafði verið bankastjóri Framkvæmdabankans (sem var dæmigerður fjárfestingabanki, stofnaður úr ýmsum opinberum sjóðum), verður bankastjóri Íslandsbanka eftir sameiningu þessara banka, heldur Bjarni áfram starfi sínu fyrst og fremst sem bankastjóri fjárfestingabanka. Ragnar varar alvarlega við í greininni að aldrei megi blanda þessum mismunandi hlutverkum og markmiðum bankanna saman. Það kann að hafa verið meginástæðan fyrir því að Ragnar hætti í bankanum á sínum tíma að þar hafi orðið alvarlegur skoðanamunur, jafnvel ágreiningur milli bankastjóranna. Bankanum var stýrt með töluverðri ævintýramennsku eftir að Ragnar hætti:  Það voru tekin endalaus lán á erlendum lánamörkuðum til skamms tíma og endurlánað á hærri vöxtum til allt að 40 ára með veði í íbúðahúsnæði. Man nokkur eftir 100% lánunum?

Svo þegar alþjóðlegi lánamarkaðurinn verður fyrir fjárþröng um mitt ár í fyrra, þá kom í ljós alvarlegur lánsfjárskortur sem virðast hafa orðið langvarandi um víða veröld. Ekki dugar þó veð virðast vera góð, þau geta fallið í verði og þá getur gripið um sig óðafár og allt of margir reyna að losa fjármagn með því selja eignir sem aftur hefur áhrif til lækkunar. Það höfum við horft upp á undanförnu með fallandi verði hlutabréfa. Vonandi sjáum við fyrir endann á þessu áður en langt um líður en vandi fjármálamarkaðarins, fyrirtækja og einstaklinga eykst yfirleitt eftir því sem stýrivextirnir eru hækkaðir. Og svo er krónugarmurinn hans Davíðs til að flækja málið sem auðvitað ekki er til bóta.

Mosi


mbl.is Glitnir Privatøkonomi svipt réttindum af norska fjármálaeftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband