Að leika sér með lífið í lúkunum

Alltaf er dapurlegt að lesa um bíæfna ökumenn sem aka allt of hratt, oft við erfiðar aðstæður. Vegir á Íslandi eru almennt ekki hannaðir fyrir meiri hraða en 90 km á klukkutíma og er það vegna þess að ef vegir eru hannaðir fyrir meiri hraða verði þeir margfalt dýrari. Fyrir vikið eru þjóðvegirnir á íslandi margir hverjir mjög illa farnir einkum vegna fjöldann allan af þungaflutningabifreiðum eftir að strandsiglingar lögðust af.

Þegar ökumenn eru staðnir að ofsaakstri eru þeir umsvifalaust sviptir ökuleyfi. En það er eiginlega ekki nóg. Þeir þyrftu að fá innsýn í þá nöturlegu staðreynd hvaða afleiðingu ofsaakstur kann að hafa í för með sér. Árlega deyja 20-30 manns á vegunum og það er allt of mikið. Ástæðan fyrir öllum þessum slysum er ekki að vegirnir séu nógu breiðir og beinir, heldur vegna þess að oft er Bakkus með í för, eiturlyf og ökumenn illa fyrirkallaðir m.a. vegna allt of mikillar vinnu eða vöku. Oft er kæruleysið fylgifiskur þessa og þá má ekki gleyma allt of miklum hraða í umferðinni. 

Er ekki betra að fara hægar en komast þó á áfangastað? 

Mosi 

 


mbl.is Ók á 150 km hraða í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér með þetta allt saman nema eitt, vegirnir á íslandi mættu vera mun betri! þeir eru margir hverjir algjör slysagyldra og það mundi hjálpa mikið til að tvíbreikka eða beturbæta vegina! Það er t.d mjög létt að missa stjórn á bíl sem fer útí lausamöl í kanti og ýmislegt sem mætti upp telja. En auðvitað eru mörg slys sem gerast vegna gáuleysis.

Þóra (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar saga vegagerðar á íslandi er skoðuð þá kemur margt fróðlegt í ljós. Lengi framan af voru vegirnir lagðir þar sem bæði auðveldast og ódýrast var að leggja þá með þeim handverkfærum og hestakerrum sem voru tiltæk. Þetta gekk meðan ökuhraðinn var kannski ekki mikið meiri en 30-50 km á klukkustund. Fram undir 1970 eða jafnvel síðar borgaði sig jafnvel að fara með bíl yfir á Akranes með gömlu Akraborginni en að aka fyrir Hvalfjörðinn sem oft þótti illfær. Brýr voru mjóar og oft erfiðar einkum á vetrum og má benda á gömlu brúna yfir Fossá í Hvalfirði, milli Hvítaness og Brynjudals. Gamli vegurinn er enn á sínum gamla stað, liggur í skásneiðing niður gilið, síðan yfir örmjóa brúna þvert á það og síðan aftur snarbeygði vegurinn handan árinnar samskonar skásneiðing hinum megin. Á vetrum rann vatn inn á veginn beggja megin og fraus. Þetta olli vegfarendum oft miklum vandræðum og voru margir sem kviðu fyrir Fossánni! Þá var íslenska þjóðin fátæk og varð að haga vegagerð eftir efnum og ástæðum.

Í dag er vegagerð auðveldari bæði vegna þeirra margvíslegu og góðu tækja sem nú eru til og fjármagn til vegagerðar er margfalt meira en unnt var að moða fyrrum úr. En nú koma ný viðhorf til: eignarréttur að landi meðfram vegum er orðið margfalt dýrara og seinlegra er að tryggja Vegagerðinni þann rétt sem nauðsynlegur er til að unnt sé að hefjast handa. Þá er einnig vandamálið með burðarlagið. Ef hanna á veg fyrir hraðari umferð en 90 km þarf að leggja miklu betra og sterkara burðarlag og til þess þarf sérstaka gerð af grjóti sem ekki er mikið af hér á landi. Einkum þarf harka grjótsins að vera mikið meira en þetta venjulega grjót sem mjög auðveldlega brotnar niður vegna mikils umferðarþunga.

Annars vill Mosi taka það fram að hann er enginn „besserwisser“ í þessum málum en fylgist gjörla með því sem ritað hefur verið um vegagerð á Íslandi frá upphafi og fram á þennan dag. Mjög gott fréttarit „Framkvæmdafréttir“ er gefið út af Vegagerðinni og liggur frammi á öllum betri bókasöfnum landsins. Í þessu góða riti er ekki aðeins vel sett fram yfirlit um væntanlegar framkvæmdir og stöðu mála, heldur einnig oft á tíðum fjallað um sögulegt efni. Einnig má benda á rit eftir Svein Þórðarson sagnfræðing: Brýr að baki : brýr á Íslandi í 1100 ár og Frumherjar í verkfræði á Íslandi. Báðar þessar bækur komu út að forlagi Verkfræðingafélags Íslands fyrir nokkrum árum. Þá má benda á allgamalt fjölrit eftir Jón Guðnason prófessor „Verkmenning Íslendinga“ alls 5 hefti. Það síðasta fjallar um samgöngusöguna og er enn í góðu gildi enda um sögulegt efni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.4.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband