Skynsamleg tillaga

Lundinn er langvinsælasti fuglategund meðal flestra erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim. Það er því miður sem það kemur fyrir, að veiðimenn eru að aðhafast þegar ferðamenn sjá til. Einhverju sinni var Mosi í hvalaskoðunarferð með þýskum ferðamönnum á Skjálfanda. Einhverra hluta vegna var hvali hvergi að finna utan örfáar hnísur sem eðlilega glöddu eftirvæntingarfull hjörtu. Til að bæta úr, ákváðu þeir hvalaskoðunarmenn að sigla áleiðis til Lundeyjar til að sýna þó ferðamönnunum lunda sem n.k. uppbót fyrir hvalaleysið. Jú það var mikið að gerast hjá fuglunum í Lundey en það var fyrst og fremst vegna ákafs veiðimanns sem háfaði hvern lundann á fætur öðrum. Mikil voru vonbrigðin. 

Öðru sinni átti Mosi leið um Breiðafjörð með gamla Baldri, einnig með ferðahóp. Skammt frá Flatey var siglt gegnum stórar breiður af hömum af lunda. Þá höfðu veiðimenn fleygt hömunum í sjóinn eftir að hafa hamflett lundann. Ferðamenn tóku eðlilega eftir þessu og töldu fyrst að mikil sýki hefði lagt þessar þúsundir að velli.

„Aðgát skal höfð í viðveru sálar“

Ástæða er til að taka fyllsta tillit til ferðamanna sem leggja mikið á sig að ferðast til Íslands. Við megum aldrei grafa undan með ámælisverðu kæruleysi ferðaþjónustunni, hún er fyrir löngu orðin  mikilvæg atvinnustarfsemi.

Hugmynd um að friða lundann er skynsamleg enda er talið að mikil fækkun hafi orðið á undanförnum árum sem talin er fyrst og fremst stafa af átuskorti fremur en veiðum. Veiðar taka auðvitað mjög drjúgan toll af stofninum þó ekki sé vitað með vissu hvaða áhrif þær kunna að valda.

Mosi


mbl.is Leggur til að lundinn verði friðaður í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála, það hefði átt að hætta að veiða hann fyrir löngu. Almennt finnst mér að það eigi ekki að veiða vilt dýr nema þá ef þú nauðsynlega þarft þess eins og til lífsviðurværis, eða þegar stofninn er orðinn of stór og þarf að minnka hann. Við ÞURFUM ekkert að éta lunda þetta er einhver snobbmáltíð og mér finnst miður að fólk sé að þessu til að þykjast vera fínt að éta lunda og er því að skemmta sér við að veiða hann. Þetta er gullfallegur fugl og hann er nú ekki til í tugum milljóna tali því finnst mér algjör óþarfi að minnka stofninn.

Enda hef ég aldrei skilið hvað mönnum finnst gaman að skjóta/veiða villt dýr, mér finnst þó annað með t.d. fiskinn.

Tjásan (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:58

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ímynd Íslands hjá ferðamönnum er ekki sjálfgefið. Ennþá er hún jákvæð, en við verðum líka að vinna að því að svo verði áfram. Tekjurnar af ferðaþjónustunni eru talsverðar og það er mikið í húfi. 

Úrsúla Jünemann, 18.4.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 243017

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband