Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
11.1.2008 | 14:46
Stórtíðindi
Ljóst er að kvótakerfið er í uppnámi eftir að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur talið kvótakerfið stríða gegn atvinnuréttindum.
Hér er um mjög skýra ábendingu og hvatningu til löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins: að vanda þarf betur lagasetningu að ekki stríði gegn mannréttindum.
Nú munu umræður hefjast um allt þjófélagið hversu margt hefur farið öðru vísi en ætlast var til með innleiðingu kvótakerfisins. Það var mjög ranglátt gagnvart byggðalögunum og ekki síst sjómönnunum sem fengu ekkert úthlutað þó svo þeir hefðu reynsluna en engan bátinn. Þar var mismunun sem lögin mega alls ekki gera.
Mosi
Alltaf viss um að þetta væri mannréttindabrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2008 | 10:45
Brot gegn valdsstjórninni
Brot gegn valdsstjórninni hafa ætíð verið litin alvarlega. Að koma í veg fyrir að lögreglumenn sinni störfum sínum er grafalvarleg afbrot og getur bakað viðkomandi ýtmsum vandræðum. Svona ofbeldisfullur rumpulýður á ekkert gott skilið.
Því miður virðist fara vaxandi brot gegn lögreglumönnum þar sem ofbeldi virðist vera beitt. Eiturlyfin koma þarna að öllum líkindum yfirleitt alltaf við sögu. Hvernig samfélagið getur brugðist best við þessu er ekki gott að segja. Margir ofbeldismenn virðast ekkert geta lært fyrr en þeir eru komnir bak við lás og slá í yfirfullum fangelsum landsins. Því miður eru tiltölulega fáir sem koma þaðan betri menn. Spurning hvort ekki þurfi að grípa til virkari ráða?
Nú er stundum unnt að rekja ofbeldi til ofvirkni og neyslu ýmissa fíkniefna. Spurning hvort læknisfræðin gæti komið þessum einstaklingum að gagni og samfélaginu í leiðinni? Það væri mjög æskilegt út frá mörgum sjónarmiðum að þeir sem haldnir eru ofbeldishneygð, séu ekki látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum heldur verði einnig látnir sæta meðferð að draga verulega úr og jafnvel alveg ofbeldinu. Fangelsi geta orðið mikilvægur áfangastaður en því miður fer oft allt í sama horfið eftir afplánun.
Samúð Mosa er mikil með lögreglumönnunum. Þeir eru á tiltölulega lágum launum við mjög erfið störf við að halda uppi lögum og reglu í samfélaginu.
Mosi
Ráðist á lögreglumenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2008 | 16:17
Einkennilegur endurfundur
Óhætt má fullyrða að misjafnt hafa þessi hjón aðhafst, annað reynir að bæta fjárhaginn með því að afla tekna á vafasömum stað en hitt eyðir einnig í þessu sama vafasama húsi. Ekki er undur né stórmerki að 14 ára hjónaband hafi verið siglt beint í strand.
Þó kemur ekki fram í fréttinni hvaða erindi maðurinn hafi átt í hús þetta, hvort hann hafi verið að kaupa þjónustu sem viðskiptavinur eða sinna vinnunni sinni t.d. að lesa af rafmagnsmælinum.
Mosi
Hitti konuna í vændishúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2008 | 11:33
Farfuglaheimili
Skiljanlegt er að ungur ferðalangur vilji ógjarnan eyða háum fjárhæðum í gistingu. Því miður erum við Íslendingar oft eftirbátar annarra þjóða að bregðast við vandanum. Þó eru dæmi um það gagnstæða eins og þegar Íslendingar buðust til að skipuleggja fund Gorbasjovs og Reagan hérna um árið og höfðu til þess einungis 2 vikur!
Sjálfur hefi eg lent í áþekku erlendis þegar lent var í Frankfurt milli 5 og 6 að morgni og við biðum í flugstöðinni eftir flugi áfram til Íslands með Flugleiðum. Þannig þurftum við að reyna að sofa í sætunum smáblund í einu og skiptast á.
Auðvitað á farfuglaheimili fyllsta rétt á sér á næstu grösum við Leifsstöð. Það væri auðveldara að vísa fólki þangað, blönkum námsmönnum, skátum og efnaminni ferðamönnum sem vilja ekki kaupa sér rándýra gistingu en við megum ALDREI gleyma því að Ísland er eitt dýrasta ferðaland Evrópu og það eru ekki allir jafn auðugir og gróðamenn á Íslandi sem geta leyft sér hvað sem er.
Þegar Mosi var í sveit á Suðurlandi fyrir meira en 40 árum þá fussaði og sveiaði sveitafólkið yfir bakpokalýðnum. Þá var ungt fólk frá Norðurlöndunum, Bretlandi, Þýskalandi og fleri löndum byrjað að koma hingað til lands og ferðaðist í skólafríum sínum. Sjálfum fannst mér þetta fólk vera mjög hugað og dáðist að því en lét hrifningu mína ekki í ljós enda ekki gott að segja hvernig slík viðhorf féllu fólkinu á bænum í geð.
Neikvætt umtal er aldrei af því góða fremur en skrif Blefkens á sínum tíma sem einkenndist af fáfræði og jafnvel illkvittni. Við Íslendingar eigum að reka af okkur slyðruorðið og koma í kring þeirri þjónustu sem efnaminni ferðamenn vilja sætta sig gjarnan við. Nú ætti það að vera verðugt verkefni nýs ferðamálastjóra að taka á þessu máli og hvetja Suðurnesjamenn og aðra landsmenn til dáða. Einnig þyrfti að svara gagnrýninni í Der Spiegel en ekki með þeim hroka og fyrirlitningu sem því miður allt of margir grípa til.
Skátar og skólafólk sem koma hingað á að vera jafnvelkomið og aðrir ferðamenn!
Margt af þessum fyrrum bakpokalýð kemur jafnvel enn til Íslands og vill gjarnan koma svo lengi sem heilsan og efnahagurinn leyfir. Það á sér góðar minningar um fagurt landslag en kannski ekki eins góðar af viðskotsillum Íslendingum sem hafa aðeins skammgróðatækifæri í huga.
Mosi
Þýskur skáti ekki sáttur við Leifsstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2008 | 08:53
Okkar verk í Reykjavík
Með 24-stundum í morgun fylgdi 16 síðna kálfur frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík: Okkar verk í Reykjavík. Kálfurinn minnir einna mest á kosningaplagg enda prentaður á glanspappír. En nú eru nær 30 mánuðir eða meira en 2 ár í næstu sveitastjórnakosninga svo alllur er varinn góður!
Athygli vekur að ekki er við fyrstu sýn ekki vikið einu einasta orði að REI né orkumálunum sem varð meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins ærið dýrkeypt. Eigi heldur er minnst á mesta tundrið í borgarmálunum í dag: skipulagsmálin og varðveislu eldri borgarhluta. Örlítið er minnst á Sundabrautina eða öllu heldur skýrt frá enn einu klúðrinu í því mikla sorgarmáli.
Þá er gömul lumma þar sem áhersla er lögð á trausta fjármálastjórnun, rétt eins og fleirum takist hún ekki eins vel ef ekki betur af hendi. Vitanlega er ekki minnst á þegar hlutur borgarinnar í Landsvirkjun var seldur á smánarverði. Kafli er um næstu skref að leggja grunn að öruggu ævikvöldi, eins og ekkert hafi gerst í þeim málaflokki. Ætli eldra fólkinu finnist ekki nokkuð langt í land að nokkuð gerist til hagsbóta því.
Framtak minnihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er ábyggilega nokkuð dýrt en kannski ágætis innlegg í stjórnmálaumræðuna sem á ábyggilega eftir að verða fjörugri eftir því sem nær kosningum.
Mosi
7.1.2008 | 11:30
Má treysta því?
Þetta umsýslugjald banka og innheimtustofnana sem nefnd hafa verið seðilgjöld - sérkennilegt orðskýpi að tarna - er óþolandi. Mörg félagasamtök eru e.t.v. að senda félagsmönnum sínum gíróseðla vegna félagsgjalda kannski fyrir örfáum hundruð króna. Bankinn smyr síðan 200 krónum eða so, kannski 300 á innheimtuna og bendir á innheimtukostnað, póstburðargjald og prentun eyðublaða. Margir þeir sem eru í frjálsum félagasamtökum vilja gjarnan greiða félagsgöldin sín en ekki að greiða himinhá seðilgjöld. Fróðlegt væri að vita hversu háar fjárhæðir bankarnir hala inn með þessu gjaldi og hvort þessi tekjustofn skipti rekstur þeirra nokkru.
Fagnaðarefni er að hugmynd sé komin fram að þessi gjöld verði afnumin - en verður hægt að treysta því?
Mosi
Seðilgjöld heyri sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2008 | 14:31
Til lukku Magnús!
Við Íslendingar samgleðjumst Magnúsi með þá miklu velgengni sem þessi snjalla viðskiptahugmynd um Latabæ snýst um. Að gera góðlátlegt grín að letinni og með því að beina því til barnanna hversu mikilvægt er að forðast kyrrsetur en stunda hreyfingu og íþróttir.
Fylgifiskur velgengninnar er auðvitað peningastraumurinn. Gott er að hafa í huga ráðleggingar Kalvíns siðbótamanns í Sviss og fleiri góðra hugsuðu: að gera e-ð gagnlegt, vera iðinn í kristilegu samfélagi og vera sparsamur, berast með öðrum orðum ekki á. Þetta var það sem siðskiptamaðurinn Kalvín lagði megináherslu á. Talið er að þar megi rekja frumkapítalismann enda hafa Svissarar verið heimsþekktir fyrir iðjusemi, nægjusemi, sparsemi og gera e-ð þarflegt sem nýttist heiminum öllum.
Gangi þér Magnús og Latabæ allt í haginn!
Mosi
Magnús Scheving meðal ríkustu manna heims? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2008 | 19:06
Brekkukotsannáll
Óskandi er að Brekkukotsannáll fái jafngóðar móttökur og Sjálfstætt fólk fyrir um 60 árum. Þekktur gagnrýnandi þar vestra lýsti bókinni sem að þar væri skáldsaga sem lýsti sterkum einstakling, hliðstæðu sem um það bil 10 milljónir eintaka væru til af aðeins í New York! Sagan af Bjarti í Sumarhúsum bókstaflega slóg í gegn.
En í þann tíð var kalda stríðið í uppsiglingu með allri þeirri tortryggni og ástar-hatri á öllu og engu sem til var í samfélaginu þá. Því miður var þessi frábærlega góði íslenski rithöfundur Halldór Laxness bitbein pólitíkurinnar en hann hafði orðið fyrir því óhappi að rita Atómstöðina sem þáverandi íslensk stjórnvöld vru ekki par hrifin af og skal það ekki vera undarlegt því þar var gert óvenjumikið grín af stjórnmálamönnum sem kannski er ekki vanþörf á. En þessi nýjasta skáldsaga átti eftir að vera Halldóri dýrt spaug því skattyfirvöldum var bókstaflega sigað á hann og störf hans sem rithöfundur gerð tortryggileg.
Nú er kalda stríðið löngu liðið og kemur vonandi aldrei aftur og komin er ný útgáfu af einni af bestu skáldsögum Halldórs Laxness í Bandaríkjunum. Óskandi er að lesendur þar vestra taki þessari nýju útgáfu fegins hendi enda er um eina af allra skemmtilegustu sögum íslenska nóbelsskáldsins.
Fróðlegt verður að frétta hvernig hinir bandarísku lesendur taka þessari hálfu aldar gömlu skáldsögu.
Mosi
Brekkukotsannáll gefinn út á ný í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2008 | 15:20
Veit Vilhjálmur Egilsson um bullið?
Þegar rætt er um prósentuhækkanir fær Mosi gæsahúð. Hvenær hafa lágar prósentulækkanir komið láglaunafólki að einhverju gagni? ALDREI! Hinsvegar færa 3% þeim sem er með 2 milljónir á mánuði 60 þús. eða meira en hálfsmánaðar laun þeirra lægstu í samfélaginu.
Hátekjumenn hafa því hinsvegar ALLTAF haft hag af prósentuhækkunum þó svo að þær séu tiltölulega lágar. Þá er merkilegt að alltaf hefur ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, hyglað vel hátekjumönnum varðandi skattalækkanir. Og þá er lækkað í prósentum. Prósentumerkið ætti Sjálfstæðisflokkurinn að taka upp í gunnfána sinn við hliðina á hrægamminum sem bíður þess að hremma saklausa rjúpu sem tyllir sér á næstu þúfu.
Svona er gangvirkið hjá stjórnmálaflokki sem vill ýmist guma af því að vera flokkur allra stétta eða að á Íslandi sé stéttaskipting í lágmarki þannig að hún sé nánast engin!
Gott er að hafa ungur tvær og tala sitt með hvorri.
Mosi
Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2008 | 10:12
Að tempra óspaka
Í fornum bókum íslenskum stendur að markmið laganna sé að tempra óspakaog má það vissulega til sanns vegar færa. Uppivöðsluseggir í samfélaginu sem fara um berjandi, sláandi, sparkandi og meiðandi eru eins og hvers konar verstu landeyður sem þarf að koma lögum yfir. Þá þarf að gera þá ábyrðarmenn þess tjóns sem þeir hafa gert samborgurum sínum sem og samfélaginu.
Víða um heim eru til heimildir um mjög virk úrræði. Sérstök skuldafangelsiþar sem viðkomandi eru í vinnu undir ströngu eftirliti við oft líkamlega vinnu. Vísir að þessu er Vinnuheimilið á Litla Hrauni. En þar er munurinn að í skuldafangelsi hafa afplánunarfangar ekki ráðstöfunarrétt á þeim tekjum sem þeir afla nema að litlu leyti.
Hugsunin á bak við þessi skuldafangelsi er ágæt svo langt sem hún nær en á þessu eru auðvitað ýmsir annmarkar. Skuldafangelsin voru t.d. lengi vel við lýði í Bretlandi en með aukinni persónuvernd hefur yfirleitt verið horfið frá rekstri þeirra. En e-ð róttækt þarf að gera gagnvart þeim óspöku. Þeir eru margir hverjir undir áhrifum frá eiturlyfjum við verknaðinn og þyrftu að komast í afeitrun sem allra fyrst ef þörf er á og hún er oft mjög mikil. Og þar stendur hnífurinn í kúnni: okkur vantar tilfinnanlega í okkar samfélagi öfluga stofnun sem gæti tekið almennilega á þessum málum. Og í framhaldi að þessir illa hegðandi herramenn greiddu þeim skaðabætur sem þeir hafa valdið tjóni. E.t.v. væri unnt að koma þessu í kring með n.k. skuldafangelsi sem gæti þegar fram liðu stundir haft ýms mjög góð jákvæð áhrif.
Mosi
Sérsveitin kölluð út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar