Má treysta því?

Þetta umsýslugjald banka og innheimtustofnana sem nefnd hafa verið „seðilgjöld“ - sérkennilegt orðskýpi að tarna - er óþolandi. Mörg félagasamtök eru e.t.v. að senda félagsmönnum sínum gíróseðla vegna félagsgjalda kannski fyrir örfáum hundruð króna. Bankinn smyr síðan 200 krónum eða so, kannski 300 á innheimtuna og bendir á innheimtukostnað, póstburðargjald og prentun eyðublaða. Margir þeir sem eru í frjálsum félagasamtökum vilja gjarnan greiða félagsgöldin sín en ekki að greiða himinhá seðilgjöld. Fróðlegt væri að vita hversu háar fjárhæðir bankarnir hala inn með þessu gjaldi og hvort þessi tekjustofn skipti rekstur þeirra nokkru.

Fagnaðarefni er að hugmynd sé komin fram að þessi gjöld verði afnumin - en verður hægt að treysta því?

Mosi

 


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært!!! Loksins ráðherra sem tekur upp hanskann fyrir neytendur en ver ekki eingöngu hagsmuni okurstofnana eins og bankanna. Loksins kominn alvöruráðherra, ferfalt húrra fyrir honum!

Frikki (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 11:44

2 identicon

Þetta er misskilningur hjá þér (og mörgum öðrum).  Það er kröfuhafi sem bætir seðilgjaldinu við.  Bankarnir rukka X krónur fyrir að kröfuhafi skraí hjá þeim kröfu.  Það er svo kröfuhafinn sem ákveður hvort hann bæti seðilgjaldi við eða ekki - seðilgjaldið rennur sem sagt til kröfuhafans.  Það versta er að kröfuhafinn bætir svo oft verulega í þannig að seðilgjaldið er gjarnan 50-200 kr. hærra en það sem bankinn rukkar kröfuhafann um og er því þarna dulin leið fyrir kröfuhafa til að auka gjaldtöku af sínum viðskiptavinum.

Einar (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband