Til lukku Magnús!

Við Íslendingar samgleðjumst Magnúsi með þá miklu velgengni sem þessi snjalla viðskiptahugmynd um Latabæ snýst um. Að gera góðlátlegt grín að letinni og með því að beina því til barnanna hversu mikilvægt er að forðast kyrrsetur en stunda hreyfingu og íþróttir.

Fylgifiskur velgengninnar er auðvitað peningastraumurinn. Gott er að hafa í huga ráðleggingar Kalvíns siðbótamanns í Sviss og fleiri góðra hugsuðu: að gera e-ð gagnlegt, vera iðinn í kristilegu samfélagi og vera sparsamur, berast með öðrum orðum ekki á. Þetta var það sem siðskiptamaðurinn Kalvín lagði megináherslu á. Talið er að þar megi rekja frumkapítalismann enda hafa Svissarar verið heimsþekktir fyrir iðjusemi, nægjusemi, sparsemi og gera e-ð þarflegt sem nýttist heiminum öllum.

Gangi þér Magnús og Latabæ allt í haginn! 

Mosi 


mbl.is Magnús Scheving meðal ríkustu manna heims?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll!Þakka góðar kveðjur á mínu bloggi. GGott að minna á reformerta siðfræði sem kannski er grunnurinn undir frammgangi efnahagskerfa í norðanverðri Evrópu. Veit lítið um Kúrda svo sem en eitthvað um Tyrkneska þjóðernisvitund sem bannar annað en að þeir sem búa í Tyrklandi kalli sig Tyrki og séu Tyrkir. Kannski spinn ég þennan þráð eitthvað á næstu dögum. kv. B

Baldur Kristjánsson, 6.1.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér sömuleiði Baldur.

Já það er merkilegt hve Kalvín og aðrir góðir hugsuðir komu góðu til leiðar. Sennilega hafa þeir ekki gert sér grein fyrir því hve marga góða eiginleika þeir voru að koma til leiðar. Einn kunningi minn taldi sig hafa lesið einhvern tíma hafa rekist á áþekka hugsun hjá Páli postula en muni ekki lengur hvar hana er að finna. Fróðlegt væri að fræðast meira um það.

Varðandi Kúrda þá hefi eg ritað nokkuð í blogginu mínu og hvatt til umræðu um þessi mikilsverðu málefni. Við íslendingar höfum nokkrum sinnum tekið af skarið í heimsmálunum þegar aðrar þjóðir töldu sig einhverra hluta vegna ekki færar að taka mikilsverða ákvörðun.  Þannig vorum við fyrstir þjóða að viðurkenna sjálfstæði Ísraela á sínum tíma og sömuleiðis sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna eftir fall kommúnistmans og járntjaldsins. Kúrdar skera sig mjög úr þjóðabrotunum þarna austur frá og hafa eiginlega öll skilyrði til að vera sjálfstæðir. Sjálfstæði Kúrda gæti nefnilega leyst mörg vandræði, dregið úr spennu og tortryggni ríkjanna sem þar eru í næsta nágrenni og þá þyrftu þjóð sem Tyrkir að læra að taka tillit til þessara nýju granna sem í raun hafa verið mjög lengi þarna í fjöllunum.

Annars væri óskandi að með auknu víðsýni væri unnt að koma á friði á þessum slóðum. Sem stendur eru natóríkin að baki þjóðernishreinsunum í austur Tyrklandi og það hvetur marga til að fara landflótta. Alltaf er æskilegast að fólk geti fengið að lifa í friði þar sem það er fætt og uppalið en þurfi ekki að leita til annarra landa með hatur og tortryggni gagnvart öðrum í huga.

Svo óska eg þér alls góðs í þínum góða praxís.

Mosi - alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband