6.6.2012 | 13:36
Nauðsyn siðareglna
Siðareglur hafa marga góða ótvíráða kosti. Þær leggja siðferðislegar skyldur á aðila og er meginmarkmið þeirra að þeir sem starfa undir þeim, geri sér grein fyrir því að aðhafast ekkert sem umdeilt kann að vera og kann að koma viðkomandi í koll.
Bankar, fjarmálastofnanir og lífeyrissjóðir og fjöldi annarra aðila eiga að setja sér siðareglur. Þær hafa reynst vel og eiga að koma í veg fyrir tilvik sem þetta.
Fyrir um áratug dæmdi héraðsdómari einn veðsetningu ógilda á íbúð níræðrar konu sem hún hafði aumkað sig yfir að skrifa undir skjal einhvers sem ekki stóð í skilum við banka. Rökstuðningur dómarans var mjög skýr og einföld: Það væri siðferðislega rangt að ganga að eigum gömlu konunnar.
Allar lagareglur, verklagsreglur og formreglur bankanna var framfylgt og ekkert nema þessi óvænti héraðsdómur kom öllu bankakerfinu í koll. Ef þá hefði verið brugðist rétt við, þá hefði mátt draga verulega úr öllum þeim áföllum sem bankahrunið kallaði yfir okkur.
Þess má geta að stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar, meira að segja embætti forseta lýðveldisins hafa ekki sett sér siðareglur þó svo að fyllsta ástæða sé til. Blaðamenn hafa lengi starfað með siðareglur Blaðamannafélagsins. Auk þess starfa fjölmargar starfsstéttir undir siðareglum, hjúkrunarfólk, læknar, lögfræðingar og prestar. Meira að segja bókasafnsfræðingar og leiðsögumenn starfa undir siðareglum. Siðareglum hafa reynst öllum vel og ekki kunnugt að neinn hafi séð ástæðu til að kvarta.
En það virðist ekki falla öllum í geð að þurfa að undirgangast siðareglur. Meira að segja sitjandi forseti lýðveldisins er andstæður að embætti hans séu settar siðareglur. Til hvers skyldi sú ákvörðun vera? Er það vegna þess að það gæti truflað tilraunastarfsemi hans í meðferð valds í íslenskri stjórnsýslu?
Góðar stundir!
![]() |
Tekjulítill en skuldaði 145 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2012 | 14:37
Af hverju má aldrei ræða faglega um þessi mál?
Aðild að ESB eða á móti aðild að ESB hefur verið ofarlega á baugi undanfarin misseri. Því miður hleypur allt of mörgum kapp í kinn að tjá skoðanir sínar einkum að þeir séu á móti aðild og tefla fyrst og fremst tilfinningarökum þar sem fullyrt að verið sé að fórna sjálfstæðinu hvorki meira né minna.
Því miður eru þetta ekki haldbær rök. Þar eru dregnar dökkum litum ef af aðild verður og kappkostað með hræðsluáróðri að fylgja því eftir án þess að efnislegar ástæður liggja frammi.
Fremur verður að greina nákvæmlega hvaða kostir fylgja og hvaða gallar eru á.
Ljóst er, að ýmsum hagsmunaaðiljum telja vegið að sér sérstaklega þeir sem í skjóli valds og auðs telja sig missa spón úr aski sínum.
Hugsanleg aðild Íslendinga að ESB er byggð á frjálsum samningum þar sem báðir aðilar setja fram sín sjónarmið, forsendur og fyrirvara. Ljóst er að í dag eru allt önnur viðhorf og þau mun vinsamlegri gagnvart smáþjóð en áður var. Á meðan ekki hefur verið samið erum við ekki á leiðinni í ESB. Það er ekki fyrr en samningar liggja fyrir og raunverulegar umræður geta hafist um efni samningsins sem enginn veit í dag hvert efni verður nema í stórum dráttum.
Það er einkennilegt að ofurkapp sé núna lagt á að reka fleyg í einn besta og skynsamlegasta stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefur þó átt veg og vanda af að koma okkur út úr hamförum bankahrunsins í boði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins.
Ótal rök eru fyrir aðild okkar að ESB þó ýmsir vilja ekki sætta sig við staðreyndir.
Þessir aðilar vilja kaqnnski að Ísland verði innlimað í Kína eins og voru örlög Tíbet fyrir rúmri hálfri öld? Kannski að aðild okkar að ESB treysti betur sjálfsstæði okkar en nokkuð annað hvað sem tautar og raular.
Góðar stundir!
![]() |
Skylda VG að grípa í taumana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2012 | 11:20
Má treysta þessu?
Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar hefur ekki fylgt þeirri tækniþróun sem verið hefur í samfélaginu. Upplýsingar eru oft illa aðgengilegar þannig að jafnvel nágrannasveitarfélögin eiga fullt í fangi að vita eitthvað um málefni þar sem Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun oft íþyngjandi og jafnvel án vitneskju nágrannasveitarfélaganna. Þannig liggur fyrir að á vegum Reykjavíkurborgar er ákvörðun um að leyfa verktaka að vinna með skurðgröfu uppi á Úlfarsfelli i tengslum við loftnet jafnvel þó svo að Úlfarsfell sé í báðum þessum sveitarfélögum og farið var inn fyrir lögsagnarumdæmis Mosfellsbæjar.
Þetta er grafalvarlegt mál sem jafnvel þarf að sæta opinberri rannsókn. Þarna eru lög og reglur þverbrotnar og yfirvöldum Reykjavíkurborgar til mikils vansa.
Einnig má finna að stjornkerfi Mosfellsbæjar að fylgjast ekki betur með framkvæmdum og eftirliti, jafnvel krefjast stöðvunar framkvæmdar jafnvel með lögbanni ef nauðsynlegt er.
Lög og reglur eru til þess að fara eftir. Okkar samfélag byggist á hugmyndum um réttarríkið þar sem sveitarfélög verða að framfylgja reglum.
Góðar stundir!
![]() |
Stefnir á betri aðgang að gögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2012 | 11:10
Kæruleysi til skammar
Því miður virðist kæruleysi vera innjbyggt hjá mörgum. Verktakar þurfa að reikna með kostnaði að flytja og farga afgangi og úrgangi vegna framkvæmda, sérstaklega byggingaverktakar.
Að aka rusli og skilja eftir á stað sem ekki ætlast er til þessa, er forkastanlegt og viðkomandi til vansa. Óskandi er að næst í skottið á þessum aðila og lögum komið yfir hann, honum gert að fjarlægja annað hvort sjálfur eða á hans kostnað þessu rusli.
Þá er annað kæruleysi sem snýr að þeim blaðamanni sem skrifar fréttina. Í millifyrirsögn segir: Borgin bregðast skjótt við.
Þetta nær ekki nokkurri átt. Borgin er kvk nafnorð í eintölu en sagnorðið ekki í samræmi við það. Líklegt er að blaðamaðurinn hafi slegið inn a í stað i og fyrirsögnin átt að vera: Borgin bregðist skjótt við sem er eðlilegra. Þetta sýnir kæruleysi blaðamanns að lesa ekki yfir textann áður en hann er hann er sendur út á ljósvakann.
Góðar stundir!
![]() |
Sorp í miðju úthverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2012 | 23:29
Skiljanleg afstaða Þjóðverja
Sennilega eru Þjóðverjar enn að greiða Ísrael bætur fyrir stríðsglæpi þrátt fyrir að 67 ár eru frá þessu hryllilega stríði sem hófst með lýðskrumi og æsingum ofstopamanna. Heil þjóð var látin greiða fyrir afglöp sem byggðust á mannfyrirlitningu og grófum mannréttindabrotum.
Ísrael er eitt mesta herveldi heims sem býr yfir kjarnorkuvopnum. Þessi gríðarlegi vígbúnaður er að öllum líkindum mesta ógn við heimsfriðinn fyrir botni Miðjarðarhafsins enda eru nágrannaríkin grá fyrir járnum þar sem ýmsir misjafnir valdsmenn stjórna landi og lýð með harðri hendi. Dæmi um það er Sýrland þar sem hefur verið nánast borgarastyrjöld.
Nú kunna Þjóðverjar að hugsa sem svo: Af hverju erum við enn að greiða stríðsskaðabætur ríki sem heldur heimshluta í heljargreypum, fúlgur fjár sem umtalsverð líkindi eru að fari í hergögn og herbúnað og beint gegn 3ja aðila?
Þessar háu fjárhæðir mætti fremur nota til friðarstarfs í heiminum og til að byggja upp bætt lífskjör í þróunarríkjunum.
Þess má geta að meðal Ísraelsmanna eru fjöldi manns sem hefur skömm á yfirgangi og miskunnarleysi stjórnar sinnar gagnvart Palestínumönnum. Þannig hafa hjálparsamtök meðal þeirra sinnt mannúðarstarfi í Palestínu og vilja sýna þeim virðingu og tillitsemi.
En það er svo að æsingamennirnir ráða og hafa síðasta orðið og draga þjóðir heims í hverja ógæfuna á fætur annarri.
Carl Blindt hefur bent á að lykillinn að stuðla að varanlegum friði í Austurlöndum nær er að takmarka vopnabúnað Ísrael. Eru undur og stórmerki að Þjóðverjum gremst staða mála?
Góðar stundir!
![]() |
Telja Ísrael vera árásargjarnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2012 | 21:57
Mikilsverður áfangi
Tillaga Vigdísar Hauksdóttur er dæmi um blindgötu íslenskra stjórnmála. Hefði hún verið samþykkt hefði öll sú mikla og dýra vinna við samningsferlið verið einskis virði. Þá hefði vilji meirihluta Alþingis verið einangrunarstefna gagnvart nágrannalöndum okkar um næstu ár jafnvel áratugi. Kannski yrðum við þá stórhagsmunaaðilum heims eins og Kína auðveldari bráð. Þeir innlimuðu Tíbet með manni og mús hérna um árið og fóru létt með.
Það eru sérhagsmunagæsðuaðilarnir sem í dag urðu að lúta í lægra haldi fyrir skynsamlegri ákvörðun að fella þessa tillögu. Það eru nefnilega ýmsir aðilar sem hafa byggt upp sérhagsmun i sína og innganga í EBE er eitur í þeirra eyrum.
Stjórnarandstaðn mætti vera málefnalegri. Hún hefur undanfarin ár verið mjög óvægin og á köflum hagað sér jafnvel eins og verstu vandræðagemlingar og götustrákar. Heilu björgunum er velt í götuna fram á veginn til þess eins að gera ríkisstjórninni eins erfitt fyrir og reyna á þolrifin. Hún er á móti nýrri stjórnarskrá, breytingu á Stjórnarráðinu, kvótakerfinu sem alltaf hefur verið umdeilt og komið á 1983 (sjá mjög góða grein Svans Kristjanssonar í Skírni í hausthefti 2011), samningaviðræðum við EBE og ýmsu fleiru. En í stjórnarliðinu er íþróttamaður sem aldrei vill gefast upp þó ein og ein hrina virðist töpuð. Það má sjá við andstæðingnum og koma málum fram þó oft á móti blási.
Ef allt væri með felldu þá kappkostaði stjórnarandstaðan að veita ríkisstjórn málefnalegt aðhald, ekki með innihaldslitlu endurteknu málþófi um einhver smáatriði sem litlu kann að skipta, heldur koma með gagnlegar og góðar ábendingar og tillögur þar sem betur mætti fara og væri landi og þjóð til farsældar.
Kannski við höfum meiri þörf á betri stjórnarandstöðu í dag en við höfum setið uppi með síðustu 3 árin.
Í dag er gleðidagur á vissan hátt þar sem við getum horft með hæfilegri bjartsýni fram á veginn með von um betri tíð með blóm í haga eins og skáldið sagði. Óskandi er að stjórnarandstaðan dragi sinn lærdóm af þessari vanhugsuðu tillögu sem var felld með réttmæt sjónarmið í huga.
Góðar stundir!
![]() |
ESB-viðræðurnar á fulla ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2012 | 21:36
Betri mætti stjórnarandstaðan vera
Hefði þessi tillaga Vigdísar verið samþykkt hefði það þýtt að meirihlutin Alþingis hefði hafnað því að þjóðin tengist betur nágrönnum sínum félagslega, viðskiptalega, stjórnmálalega og menningarlega? Þessi tillaga Vigdísar Hauksdóttur var mjög vanhugsuð og til þess fallin að afla frummælanda sér vinsælda. Þessi aðferð nefnist popularismi á erlendum málum en á góðri íslensku mætti kalla þetta að nota hvert tækifæri að afla sér aukinna vinsælda.
Tillaga Vigdísar er dæmi um þau óvönduðu vinnubrögð sem stjórnarandstaðan hefur tamið sér. Í stað þess að greiða fyrir málum, sýna ríkisstjórninni samvinnu í verki á erfiðum tíma, koma með góðar, gagnlegar og þarflegar ábendingar og gagnrýni og þar með að vinna með ríkisstjórninni velur hún vinnubrögð götustráksins sem er eins og illa uppalinn vandræðagemlingur.
Hefði þessi tillaga verið samþykkt, hefði öll vinnan við samninga verið unnin fyrir gýg og enginn árangur í sjónmáli. Væri það ekki eins og að fleygja útsæðinu fyrir svín í stað þess að doka við og sjá hver uppskeran verður?
Sennilegt er að sitthvað bitastætt komi upp í samningunum. Þjóðin mun meta kosti þeirra og galla en ljóst er að við getum vænst mun betri borgaralegra réttinda á kostnað ýmissa ógvæginna hagsmunaaðila sem stjórnarandstaðan er fulltrúar fyrir. Þar eru kvótabraskaranir og sérhagsmunagreifarnir sem vilja halda í forréttindi sín hvað sem það kosti, jafnvel þó svo að landslýður megi gjalda þunglega fyrir.
Nú grenja sumir yfir þingrofi og nýjum kosningum án þess þó að einhver markmið séu sett fram önnur en sá hatursfulli áróður að ríkisstjórninni. Sennilegt er, að þessum aðilum gremjist sá ásættanlegi árangur ríkisstjórnarinnar að komast á lygnari sjó eftir glundroða bankahrunsins sem þó hefur náðst þrátt fyrir allt.
Við þurfum sennilega öllu fremur á annarri og betri stjórnarandstöðu í þessu landi að halda en nýja ríkisstjórn. Og sá hluti stjórnarandstöðunnar sem situr á Bessastöðum mætti sitja á strák sínum sem eftirlifir embættistíma hans.
Góðar stundir!
![]() |
Tillaga Vigdísar felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2012 | 14:17
Er einu núlli ekki of mikið?
Ef hér á landi er 7% atvinnuleysi og um 200.000 manns gróflega áætlað þá eru um 14.000 atvinnulausir á Íslandi. Það er nokkuð einkennilegt að slá tölu upp sem er meira en þrisvar sinnum hærri en raunverulegt atvinnuleysi. Því er spurningin þessi: voru áætlanir ekki miðaðar við 5.000 ný störf fremur en 50.000?
Þessir Hægri grænir virðast vera með áróðurstaktíkina sem sína sérgrein en það verður að gera þá kröfu til þeirra sem vilja láta taka eitthvað mark á sér, sýni samborgurum sínum þá augljóslegu virðingu að fara með rétt mál.
Skammarlegt lýðskrum segir í fyrsögn. Er þessi vafasama fullyrðing ekki í eðli sínu eins og búmangið, vopn frumbyggja í Ástralíu, sem átti til að lenda í hausnum á þeim sem illa kastaði?
Ef menn eins og Franklín þessi væri við stjórn landsins væri eftir þessu landið komið á hausinn.
Við höfum reynslu af góðum árangri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem við ættum að betur að meta en ódýrar, ábyrgðarlausar og innihaldslitlar yfirlýsingar sem þessa frá formanni Hægri grænna!
Góðar stundir!
![]() |
Skammarlegt lýðskrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2012 | 13:04
Ábyrgðarleysi
Sjálfsagt væri að ljá máls á þessari áskorun en hún á ekki við þar sem ríkisstjórnin hefur lagt mikla vinnu og fyrirhöfn að koma okkur í skjól undan afleiðingum bankahrunsins sem Sjálfstæðisflokknum tókst engan veginn. Við erum á leiðinni út á lygnari sjó og því engin skynsemi að róa bátnum.
Hins vegar eru öflugir hagsmunaaðilar sem kynda undir óánægju og kappkosta að kynda hvert stórbálið á fætur öðru til þess að grafa sem hraðast undan ríkisstjórninni. Málflutningurinn og rökin eru ekki sérlega traustvekjandi, ekki er minnst aukateknu orði hvað taki við.
Hins vegar hefur aðeins 3000 væntanlegir kjósendur skrifað undir þessa áskorun. Sennilega þeir æstustu, öfgafólkið sem hrópar hæst. En vonandi átta sig fleiri á þessu ábyrgðarlausa flani sem leiðir aðeins til meiri glundroða og aukinna vandræða.
Það sem okkur Íslendinga skortir einna betur er skynsamari og hyggnari stjórnarandstaða en umfram allt meðvituð um þá ábyrgð sem felst í því að fara með eitthvert vald.
Í áskoruninni er dulbúin hótun: að hagsmunaaðilar gegn ríkisstjórninni hafi forseta lýðveldisins í vasanum sem Svanur Kristjánsson benti á í vikunni: Sem lykilmaður í valdaráni tæki forseti á næsta ríkisráðsfundi til baka umboð til ríkisstjórnar að fara með ríkisvaldið í umboði sínu en fæli formanni Sjálfstæðisflokksins myndun nýrrar ríkisstjórnar jafnframt sem þing væri rofið og nýjar kosningar boðaðar. Þetta væri ein grófasta dæmið um misnotkun valds í sögu landsins en það jaðrar við að Ólafgur hafi reynt það áður að neita Icesave samningunum staðfestingar en í þeim samningum var gert ráð fyrir því að sjóðurinn í vörslum Englandsbanka þar sem öllum fjármunum íslensku bankanna var beint, væri notaður til endurgreiðslu Icesave. Það var eins og þeir sem gagnrýndu Icesave vildu aldrei vita það, að í þennan sjóð var komið jafnmikið fé og skuldunum nam.
En hræðsluáróðurinn þykir vera betri en staðreyndir.
Þessi undirskriftarsöfnun er ábyrgðarlaus, byggð meira og minna á blekkingum án nokkurra fyrirheita.
Góðar stundir!
![]() |
Tæplega þrjú þúsund vilja kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2012 | 18:10
Er sundurleysisfjandinn laus?
Greinilegt er að örvænting mikil ríkir í herbúðum hægrimanna. Í heil þrjú ár hefur vinstri stjórninni tekist að halda sjó, þrátt fyrir endalausar hremmingar og tilraunir að grafa undan trausti hennar, m.a. með málþófi um nánast hvert einast mál ríkisstjórnarinnar.
Þannig mátti ekki breyta framkvæmdavaldinu, ekki stjórnarskránni, né ákæra Geir. Ekki mátti semja við Breta og Hollendinga um uppgjör vegna bankahrunsins þó svo að vitað var allan tímann að þessar skuldir myndu aldrei lenda á þjóðinni enda nægar innistæður í vörslum Englandsbanka fyrir skuldunum eins og samningarnir tóku til. Meira að segja forseti lýðveldisins hefur verið dreginn inn í þessar uppákomur og hann anaður út í vafasamar stjórnvaldsákvarðanir. Og allt hefur verið gert til að vekja tortryggni gagnvart ríkisstjórninni. En ætli það verði verkin sem tala en ekki glamrið um svik og önnur ósmekkleg diguryrði sem ekki virðast byggjast á djúpum rökum. Athygli vekur að þeir sem hæst gala, tengjast braskaralýðnum sem stuðluðu að
Sú var tíðin að stjórnarandstaðan studdi ríkisstjórn til allra góðra mála. Nú er hún á móti öllu og tínir öllu til.
Þessi undirskriftarsöfnun virðist ekki byggð á neinum skynsamlegum sjónarmiðum heldur fremur með áróður gegn ríkisstjórninni í huga.
Þetta eru öflin sem eru harðastir andstæðingar viðræðna stjórnvalda við Efnahagsbandalagið. Þeir vita að þá er tími blekkinga að baki, því í Efnahagsbandalaginu er lögð meiri áhersla að menn vandi betur pólitíska umræðu og byggi hana á rökum en ekki einhverju tímabundnu tilfinningavæli.
Góðar stundir!
![]() |
Krafist þingrofs og kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244194
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar